Tíminn - 13.10.1990, Síða 6

Tíminn - 13.10.1990, Síða 6
14 HELGIN Laugardagur 13. október 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Moröinginn fékk helgarleyfi úr fangelsinu og myrti aftur Hann myrti ástkonu sína og hlaut ótrúlega mildan dóm. Auk þess fékk hann helgarleyfi úr fangelsinu og notaði það til að myrða aðra ástkonu sína. Þann 13. mars 1989 hringdi maður til lögregl- unnar í Birkenshaw, sem er lítið þorp í grennd við Dewsbury í vestanverðu Yorkshire í Eng- landi. Varðstjórinn sem svaraði í símann klukk- an hálfsjö síðdegis var nokkra stund að átta sig á því sem hann heyrði. — Geturðu sent einhvern? var spurt í örvæntingartón. —Ég myrti konuna mína. Maðurinn kvaðst heita Keith Ward og gaf upp heimil- isfang við Albert-götu í Birkenshaw. —Hvað gerðist? spurði lögreglu- maðurinn. —Ég drap hana, svaraði maðurinn. Lögreglumaðurinn spurði hvernig en fékk það svar að það skipti engu, hann hefði þurft að gera það. Rannsóknarlögreglumenn sem komu á staðinn fundu hinn 33 ára Keith Ward í opinni dyragættinni. Hann benti inn í húsið og beindi lögreglunni að baðherberginu. í baðkerinu lá Iík konu með mikla áverka á höfði og andlitið alblóðugt. Sent var eftir meinafræðingi sem rannsakaði líkið á staðnum. Fórnar- lambið, Valerie Middleton, fráskilin tveggja barna móðir hafði látist af heilaskemmdum sem voru afleið- ingar höfuðkúpubrots. Hún hafði verið barin sjö sinnum í hnakkann og á ennið. Eðli áverkanna gaf til kynna að þeir hefðu verið veittir af ásettu ráði með miklum þunga og líklega í ofsabræði. Líkið var ljósmyndað áður en þaö var sett í líkpoka og flutt til krufn- ingar. Þá var kominn tími til að yfir- heyra Keith Ward. Jafnvel áður en yfirheyrslan hófst varð ljóst að margt var vitað um hann sem ekki yrði hægt að segja kviðdómi af laga- legum ástæðum. Strax þegar Keith hringdi til lögreglunnar sagði hann ósatt. Valerie Middleton var ekki eig- inkona hans heldur vinkona. Þau Keith höfðu búið saman í um það bil ár, síðan hann hafði verið lát- inn laus úr fangelsi fyrir manndráp. Hann var ofbeldishneigður og hafði iðulega barið Valerie. Hún trúði vinkonu sinni fyrir því að hún óttaðist að hann dræpi hana einhvern daginn. Málið vakti upp miklar umræður um það hvers vegna konur færu ekki einfaldlega frá mönnum sem gengju í skrokk á þeim. Auðvitað varð ekki komist að neinni niður- stöðu. Árið 1988 hafði Keith Ward fengið tveggja ára fangelsisdóm fyrir að berja Valerie svo illa að sauma varð mörg spor í höfuð hennar. Einnig höfðu afleiðingar barsmíða hans orðið þær að Valerie hlaut al- varlega skemmd á vinstra auga og nefbrotnaði. Hún bað hann að hætta en fékk þau svör að hún hefði beðið um þetta. Hafði myrt aðra konu Um tíma fékk Valerie frið fyrir Keith og gerði áætlanir um framtíð- ina. Hún fann sér nýjan mann og ætlaöi að fara að vinna í stórmark- aði. Allan tímann vissi hún að samt væri hún ekki laus við Keith því hann yrði fyrr eöa síðar látinn laus. Vinir hennar ráðlögðu henni ýmist að flýja með börnin eða láta sem hún fagnaði Keith. Hún svaraði því til að hvorki felustaður né lygar gætu bjargað henni úr klóm hans. Hann fyndi hana hvert sem hún færi. Loks tók Valerie þá hetjulegu ákvörðun að segja Keith að sam- bandi þeirra væri lokið. Hann átti að losna úr fangelsinu í september 1989 og hún sagðist ekki geta lifað lífinu í stöðugum ótta. Keith fékk helgarleyfi hálfu ári áður en hann átti að losna. Tilgangurinn með svona leyfi var sá að aðlaga fanga að daglegu lífi áður en þeir yrðu frjálsir á ný. Nú neyddist Valerie til að horfast í augu við staðreyndir fyrr en hún hafði ætlað sér og týndi lífinu fyrir vikið. Á þeim tíma sem Valerie hafði búið með Keith hafði hún séð að hann var nánast tveir ólíkir menn. Hann gat verið blíður og indæll en skyndi- lega hvarf ljúfmennið og barsmíð- arnar hófust. Ekki bara það heldur vissi Valerie og lögreglan lfka þegar Keith hringdi að hann hafði orðið mannsbani áður. Keith hafði um tíma búið með Júlíu nokkurri Stead, þriggja barna móður. í mars 1983 kyrkti hann Júlíu á heimili hennar og bar því við að hún hefði gert grín að honum fyrir getuleysi. í desember 1983 kom Keith fyrir rétt í Leeds fyrir morðið á Júlíu, en kviðdómur fann hann bara sekan um manndráp af því honum hefði verið ögrað freklega. Keith sagði fyr- ir réttinum að Júlía hefði sagt sér að hann væri ekki faðir barns sem hún hafði áður kennt honum. Þannig slapp Keith við lífstíðardóm fyrir morð og fékk fjögurra ára fang- elsi. Mikil mótmæli fylgdu í kjölfar dómsins. Þingmaður af svæðinu sagðist telja dóminn hreina skömm og að kviðdómur hefði ekki fengið að heyra allar staðreyndir málsins. í ljós kom að Júlía Stead hafði oft kallað á lögregluna eftir að Keith hafði barið hana til óbóta en alltaf var málið afgreitt sem heimiliserjur. Stöðugar barsmíðar Keith og Júlía höfðu kynnst þegar hún vann á krá í Bradford. Þrátt fyr- ir að hann væri þá kvæntur lét hann Júlíu aldrei í friði. Samband þeirra stóð í tvö ár og alltaf sagðist Keith vera að skilja við konuna. Þegar Júlía komst að því að konan hans var ófrísk, runnu á hana tvær grímur. Ættingjar hennar sögðu að hún hefði flúið á gistiheimili og einu sinni hefðu yfirvöld komið henni í verndað húsnæði en alltaf fann Keith hana aftur. Þegar Júlía var ófrísk að barni þeirra Keiths barði hann hana svo að hún fæddi barnið löngu fyrir tím- ann. —Hann var bara illgjarn óþokki, sagði systir Júlíu. —Hann með háskólapróf. Af fjögurra ára dómi afplánaði Keith aðeins hálft þriðja ár. Margar hliðstæður Valerie Middleton sem varð annað fórnarlamb Keiths var vel kunnug fjölskyldu hans og þekkti hann áður en hann myrti Júlíu. Þegar hann kom úr fangelsinu bjó hann hjá ætt- ingja sínum og fór að gera hosur sínar grænar fyrir Valerie sem leiddi hjá sér fortíð hans og ofbeldis- hneigð. Valerie var ástfangin og lét allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta. Svo rann upp hinn örlagaríki dag- ur. Keith kom heim í helgarleyfi og heimsótti Valerie. Þrátt fyrir að hún væri dauðhrædd við manninn, að sögn vina hennar, hleypti hún í sig kjarki og tilkynnti honum að sam- bandi þeirra væri lokið. Vinirnir höfðu eftir henni að hann hefði tek- ið því vel. Vinkona hennar sem vann á krá vissi betur. Keith hafði komið á krána til hennar í miklu uppnámi og drukkið stíft. Hann leit út eins og hann væri hreinlega að springa. Eft- ir á sögðu margir að mistök Valerie Keith Ward var einkar tungulipur og blíðmáll enda fékk hann væga dóma á þeim forsendum að ástkonumar hefðu hæðst að manndómi hans. Júlía Stead var ástkona Keiths á undan Valeríe. Þær sættu sömu öríögum í klóm hans. barði meira að segja sjötuga móður okkar þegar hún reyndi að vernda Júlíu fyrir honum eitt kvöldið. Hvernig maður leggur hendur á gamla konu? Þrátt fyrir það álit meinafræðings að Júlía hefði geini- lega verið kyrkt af ásettu ráði komst Keith upp með morð. Fjölskylda Júlíu mótmælti dómn- um við ráðuneytið og kvartaði form- lega við Yorkshire-lögregluna með viðvörun um að Keith myndi fremja annað morð ef hann gengi laus. Rannsókn fór fram á meðhöndlun lögreglunnar á málinu og niður- staðan avrð sú að jafnvel þótt lög- reglan hefði gert eitthvað þegar Júlía hringdi hvað eftir annað, væri óvíst að það hefði komið í veg fyrir dauða hennar. Fjölskylda Júlíu skrif- aði meira að segja forsætisráðherr- anum. Náinn ættingi Júlíu rifjaði upp að sama dag og Keith var dæmdur í fjögurra ára fangelsi var innbrots- þjófur dæmdur í níu ára fangelsi. —Það er eitthvað bogið við svona réttarfar, sagði ættinginn. Kona Keiths studdi hann dyggilega í réttarhöldunum og verjendur lögðu mikla áherslu á þá mann- gæsku hans að annast tvö ung börn systur sinnar eftir að hún lést úr krabbameini 1976. Reiðir ættingjar Júlíu yfirgáfu réttarsalinn grátandi af reiði yfir ranglátum dómi. Við réttarhöldin sagði David Cash hjá Batley-lögreglunni að allt frá því Júlía og Keith kynntust árið 1981 hefði samband þeirra verið mjög stormasamt og hann iðulega barið hana til óbóta. Það sannaði að Keith Ward væri hættulegur ofbeldismað- ur. Kvöldið fyrir dauða sinn hitti Júlía Keith til að reyna að gera tilraun til sátta. Hann myrti hana í reiðikasti um morguninn og lét níu ára dóttur hennar um að finna líkið. Hann kyrkti Júlíu í rúminu þar sem ung- barnið svaf við hliðina í vöggu sinni og tvö eldri börnin voru niðri að taka sig til í skólann. Keith var var sem sagt dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Aðbúnaður í fangelsinu var hinn besti, fangar höfðu litasjónvarp, vel útbúinn íþróttasal og gátu sótt kvöldnám- skeið í fjölmörgum greinum. Margir breskir fangar losna eftir langa vist hefðu verið þau að slíta ekki sam- bandinu strax þegar Keith var fang- elsaður 1988 fyrir að berja hana til óbóta. í stað þess hélt hún samband- inu við og skrifaði honum oft. Keith Ward framdi annað morð og kom aftur fyrir rétt. Margt var líkt með morðum Júlíu Stead og Valerie Middleton. í báðum tilvikum hélt Keith því fram að fórnarlömbin hefðu ögrað sér. í bæði skiptin end- uðu sáttatilraunir með morði, í bæði skiptin gaf Keith sig fram við lögregluna og kvaðst ekki muna hvað gerst hefði eða vita að fórnar-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.