Tíminn - 13.10.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 13.10.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 13. október 1990 HELGIN 15 J SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Valeríe Middleton sagði vinum og ættingjum að hún sæi enga leið til að losna við ofbeldishneigðan elskhuga sinn. Loks sagði hún honum að öllu værí lokið og hann brást við með þvf að myrða hana. lambið væri látið. Þann 22. febrúar 1990, sjö árum eftir morð Júlíu, stóð Keith Ward aftur fyrir rétti og sagði sögu sína. Hann lýsti sig saklausan af morðinu á Valerie. Það væri manndráp sem afleiðing af grófri ögrun, rétt eins og í fyrra sinnið. Christopher Holland saksóknari sagði kviðdómi að Keith hefði feng- ið helgarleyfi úr fangelsinu og notað það til að myrða konuna sem hann hefði búið með þar til í ágúst 1988 að hann var fangelsaður fyrir að misþyrma henni. Daginn sem hann átti að fara aftur í fangelsið hefði hann hringt til lögreglunnar og til- kynnt að hann hefði orðið Valerie Middleton að bana. Líkið fannst á heimili hennar með molaða höfuð- kúpu. Holland sagði engan vafa leika á að Keith hefði myrt Valerie en að það væri verkefni kviðdóms að ákvarða hvort um manndráp eða morð væri að ræða. Varðandi ögrunina bætti hann því við að Valerie hefði verið með tveimur mönnum meðan Keith var í fangelsinu og sá síðari hefði haft í hyggju að búa þeim framtíð saman. Drakk ákaft og fór heim aftur Saksóknari sagði að á morðdaginn hefði Keith komið á krá í hverfinu og verið í miklu uppnámi. Þar drakk hann viskí ákaft og nefndi við vin- konu Valerie á barnum að samband- inu væri víst lokið. Klukkan sjö um kvöldið hringdi hann síðan til lög- reglunnar og kvaðst hafa drepið konuna sína. Eftir að hafa sagt kviðdómi að hann teldi þetta ekkert annað en morð, lauk Holland ræðu sinni og tók að kalla vitni. Fyrsta vitnið var lyrrum framkvæmdastjóri kráar við White- hall Road. Hann sagði að meðal fastagesta þar hefði verið par sem hann þekkti sem Val og Keith. Þann 13. mars, daginn sem Val var myrt, sagði maðurinn að Keith hefði kom- ið inn, þambað viski og kvartað yfir að Val væri búin að fá sér annan. Næsta vitni var vinkona Valerie sem vann á barnum. Hún sagði að föstudaginn 10. mars hefði Val og Keith komið á barinn og allt sýnst í lagi. Daginn eftir hefði hún einnig hitt þau og þá hefði Keith sagt að hann biði eftir svari frá Valerie um hvort hann ætti að koma til hennar þegar hann losnaði úr fangelsinu. —Val sagði að svo einfalt væri það ekki, sagði vitnið. —Hún sagðist ekki hafa neina tryggingu fyrir því að hann misþyrmdi sér ekki aftur. Stúlkan kvaðst hafa sagt Keith að þetta væri erfið ákvörðun og Valerie yrði aö taka tillit til barnanna. Um hádegið á mánudeginum hefði svo Keith komið enn á barinn og viljað tala við stúlkuna. —Hann var í miklu uppnámi og skalf allur, sagði hún. —Hann sagðist ekki vilja fara aftur í fangelsi og að hann elskaði Val. Á sjötta degi réttarhaldanna eftir að lögreglumenn og meinafræðingur- inn höfðu meðal annars borið vitni, tók ákæruvaldið sér hlé og verjandi hófst handa. Hann setti Keith sjálf- an í vitnastúkuna til að segja sögu sína og lýsa yfir sakleysi. Keith kvaðst vissulega hafa myrt Valerie í baðkerinu heima hjá henni en ekki muna neitt eftir því. Þau hefðu þekkst í 11 ár, búið saman í þrjú og hann hefði elskað hana. Þegar hann kom heim í hetgarleyf- ið vildi hann vita hvort samband þeirra Val ætti að halda áfram. Þau hefðu farið á krána, sofið saman og elskast. Á mánudagsmorguninn hefði Valerie verið í uppnámi og ekki viljað að hann færi aftur. Hann fór út og ætlaði í fangelsið en kom við á kránni og skipti um skoðun, fór aft- ur heim til Valerie og þau töluðu saman. Á eftir ætlaði hann í bað en rifrildi upphófst þegar Valerie fann nafn annarrar konu á miða í jakka- vasa hans. Þá fór hún að hæla sér af samböndum sínum við aðra karl- menn. Kenndi ögrunum um Keith kvaðst gera ráð fyrir að hann hefði barið Valerie en allt sem hann myndi væri að hann hefði „rankað við sér“ í svefnherberginu. Verjand- inn spurði Keith um móttökurnar hjá Valerie og hann svaraði því til að hún hefði fagnað sér ástúðlega og um helgina hefðu þau rætt framtíð sína saman. —Ég sagði henni að ég hefði lært mína lexíu í fangelsinu, sagði Keith. Hann sneri þó ekki aftur til fangels- isins vegna þess að hann var ekki búinn að fá ákveðið svar frá Valerie um hvort þau tækju aftur upp sam- búð þegar hann yrði látinn laus eftir hálft ár. Eftir nokkra drykki á kránni fór hann því aftur til Valerie til að ræða málin frekar. Hann sagði að rifrildið hefði hafist vegna annarra karla og kvenna. Hún hefði æpt og skammast og skipað honum að fara en síðan af- klætt sig til að fara í baðið og sagt um leið: —Hérna sérðu af hverju þú missir. Hún hefði síðan haldið áfram að tala um aðra karlmenn sem hún ætti vingott við. Það næsta sem Keith kvaðst svo muna var að hafa komið til sjálfs sín í svefnherberg- inu. —Mig svimaði og mér var óglatt. Ég kallaði á Val en fékk ekk- ert svar, sagði hann. —Ég fór fram og fann hana í bað- kerinu. Fyrst reyndi ég að vekja hana og lyfta henni upp en gat það ekki. Síðan sagðist Keith hafa náð í snúruna af ryksugunni, tekið ein- angrunin af öðrum endanum, vafið vírunum um fótleggi sína og stung- ið klónni í samband í þeim tilgangi að fyrirfara sér. Væri sú saga sönn hefði honum tekist það, því húsaraf- magn í Englandi er með 240 volta spennu. Saksóknari spurði Keith hvort sannleikurinn væri ekki bara sá að þegar Valerie hefði verið treg til að fallast á að halda sambandinu áfram hefði hann orðið svo afbrýðisamur að hann gat ekki hugsað sér að hún héldi lífi. Keith svaraði því til að Val- erie hefði aldrei gefið í skyn að sam- bandinu væri lokið. Hann hefði ekki skilið það þannig. Hún hefði bara verið í leiðu skapi. Þótt farið væri eftir ströngum regl- um um að kviðdómur skyldi ein- ungis byggja úrskurð sinn á þeim sönnunum sem fram kæmu við rétt- arhöldin, fengu kviðdómendur ekki að vita að Keith hafði áður verið dæmdur fyrir manndráp. Þeir vissu það eitt að hann hafði setið inni fyr- ir að misþyrma Valerie. í lokaræðu sinni fór verjandinn fram á manndrápsákæru á þeim for- sendum að Keitii hefði verið ögrað sterklega og þar að auki drukkinn. Sækjandi hafði hins vegar mikið fyr- ir að lýsa persónuleika Keiths og sagði meðal annars: —Þetta er eig- ingjarn maður og afbrýðisamur sem lætur tilfinningar sínar í ljós með ofbeldi ef þörf gerist. Mildur dómur Hann hefði vitað á mánudagsmorg- uninn þegar hann átti að fara aftur í fangelsið að Valerie hefði vísað hon- um á bug. Hún var að hefja nýtt starf, börnin voru farin í skólann og helginni var lokið. Það væru ekkert nema ósannindi að hún hefði slengt framan í hann sögum um reynslu sína með öðrum karlmönnum. —Því skyldi hún segja slíkt þar sem hún lá nakin í baðinu og átti sér ekki undankomu auðið? Hún hefði aldrei sagt neitt, annað væri bara ímyndun Keiths og tilraun til að skýra það óskýranlega, sagði Holland sak- skóknari. —Enginn hafði tækifæri til að trufla atburðarásina og því náði Keith sér í þungt barefli sem aldrei fannst og læddist aftan að Val- erie í baðkerinu. Þann 1. mars 1990 dró kviðdómur sig í hlé og var aðeins 45 mínútur að komast að þeirri niðurstöðu að Keith Ward væri sekur um morð að yfirlögðu ráði. Fagnaðarlæti brutust út f salnum, fólkið klappaði og blístraði. Dómarinn ávarpaði Keith og sagði: —Þú hefur verið fundinn sekur um þann glæp sem aðeins ein refsing er til við, lífstíðarfangelsi, og þú skalt hljóta hana. Éngin svipbrigði sáust á Keith þeg- ar hann hlýddi á úrskurðinn og síð- an dóminn. Raunar hafði hann ekki látið í ljós neinar tilfinningar alla þá daga sem réttarhöldin stóðu og síst iðrun. Kviðdómendur fengu nú fyrst að heyra um fyrra morðið þegar lög- reglumaður las upp allar fyrri sakir Keiths. Undir lestrinum sat Keith fölur og hreyfmgarlaus en greip einu sinni fram í þegar lögreglu- maðurinn sagði að Valerie hefði ver- ið saumuð 10 spor í höfuðið. —Það voru bara sjö spor, sagði hann. Ættingjar Valerie voru ekki alls kostar ánægðir með dóminn. —Hann átti að fá þrjátíu ára fang- elsi, er haft eftir einum þeirra. —Lífstíðarfangelsi undir þessum kringumstæðum þýðir aðeins tíu ár. Hann verður frjáls maður 44 ára. Engin kona er örugg fyrir honum. Við viljum ekki að fleiri fjölskyldur þurfí að þola það sem við og Stead- fjölskyldan höfum gengið gegnum. Ættingi Júlíu Stead sagði: —Ef lög- reglan hefði sinnt skyldum sínum í fyrra sinnið hefði þessi harmleikur aldrei átt sér stað. Tálsmaður lög- reglunnar svaraði því til að svona mál væru erfið. Þegar um heimilis- erjur væri að ræða bæðu konurnar lögregluna iðulega að gera ekki neitt. Fjölskylduráðgjafi sem heim- sótti Valerie mánuði fyrir morðið sagði að hún hefði látið í ljós þá ósk að Keith kæmi heim til hennar. Deilur um dóminn Samtök til stuðnings konum sem sættu ofbeldi gáfu út yfirlýsingu þar sem sagði að ofbeldi á heimili ætti að teljast glæpur og lögreglan að taka á því þannig. Það væri vissulega glæpur að berja aðra manneskju til óbóta, hvort sem hún væri nákomin eða ókunnug. Keith Ward hefði átt að fá að minnsta kosti 25 ára fang- elsisdóm. Ætti að þurfa að bíða dauða hans til að konur væru ör- uggar? Hann væri hættulegur kon- um og hefði beinlínis verið með leyfi til að myrða. Réttarkerfið verndaði ekki konur. Eftir fyrra morðið hafði Keith sannfært tvo ættingja sfna um að þetta væri ástríðuglæpur og hann virtist svo fullur iðrunar að þessir ættingjar studdu hann dyggilega bæði við réttarhöldin og meðan hann var í fangelsi. Eftir að hann myrti Valerie sneri þetta fólk við honum baki og hét því að sjá hann aldrei framar. Lífstíðarfangelsi á að þýða það, sagði annar þeirra. —Það á ekki að sleppa manninum svo hann geti myrt enn einu sinni. Ég vil að hon- um verði aldrei sleppt því ég óttast að hann geri svona Iagað aftur. Þeg- ar hann myrti Júlíu var ég fegin að hann slapp svo vel en nú tel ég að hann hafi gert það viljandi. Hann er þjóðfélaginu einskis virði og sjálfum sér líka. Ég vildi bara að ég gæti fundið einhver orð til að hugga fjöl- skyldur kvennanna. Éinn af ættingjum Valerie sagði að hún hefði spurt sig 1985 hvort lík- legt væri að Keith fremdi annað morð. —Ég taldi það ólíklegt, hann hlyti að hafa lært sína lexíu. Þegar hann barði hana síðan til óbóta og ég sá hvernig hann gat orðið, fór ég að efast. Konan sagði að eftir að Keith losn- aði úr fangelsinu hefði hann aldrei sýnt minnstu merki iðrunar. —Hann er illmenni að mörgu leyti og ég efast ekki um að hann fremdi enn eitt morð ef hann yrði látinn laus. Það er erfitt að ræða þetta en það er satt. Maðurinn er ruglaður. Spáði morðinu Fjölskyldur fórnarlambanna hafa tekið höndum saman um að tryggja að Keith Ward verði aldrei frjáls maður. Talsmaður þeirra segir: —Hann hefur svipt fimm börn móð- ur sinni og haft slæm áhrif á líf okk- ar. Við vildum að hann fengi að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Það er allt of mildur dómur að sleppa kannski út eftir tíu ár. Engin kona er örugg fyrir honum. Vinkona Valerie sem vann á kránni segist kvíða því að þurfa að gæta að sér eftir tíu ár. —Keith Ward er sjúklega afbrýðisamur og hættuleg- ur konum. Ég þekki hann og veit að hann munar ekki um að sitja áratug í fangelsi. Hún bætti við að Keith hefði eitt sinn sagt sér að honum væri alveg sama um fangelsisvist. Sama vinkona sagði einnig að Val- erie hefði séð dauða sinn fyrir. Um það bil átta mánuðum fyrir morðið hefði hún sagt: —Hann myrðir mig, ég veit það. Umræður um málið halda áfram. Margir ættingjar þeirra myrtu vildu gjarnan sjá Keith Ward hengdan fyr- ir glæpi sína. Afstaða þeirra byggist meðal annars á þeirri staðreynd að síðan 1985 hafa 39 morðingjar verið látnir lausir úr fangelsi til þess eins að myrða aftur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.