Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 17. október 1990 Átök og erjur á þingi krata „Ekkert jafnast á við átök og eijur,“ söng Jakob Frímann Magnús- son Stuðmaður fyrír nokkrum árum. Jakob er nú orðinn sérlegur fjölmiðlafulltrúi Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins. Það er engu líkara en Jakob hafi hvíslað þessum sannind- um í eyra Jóns Baldvins fyrir flokksþing Alþýðuflokksins, því að átök og erjur settu öðru fremur svip á þingið. Jóhanna Sigurðardóttir, varafor- maður flokksins, kastaði stríðs- hanskanum og sakaöi flokkinn, og þó sérstaklega Jón Baldvin, fyrir að hafa haldið illa á helstu baráttumál- um flokksins. Nefndi hún sérstak- lega framlög til húsnæðismála í þessu sambandi. Jón Baldvin svaraði að bragði og sakaði varaformann sinn um vond vinnubrögð og sjálf- hælni. Á flokksþinginu var nafni flokksins breytt úr Alþýðuflokkur í Alþýðu- flokkur - Jafnaðarmannaflokkur ís- lands. Jón Baldvin sagði að með nafnbreytingunni vildi flokkurinn leggja áherslu á að flokkurinn væri flokkur jafnaðarmanna. Margir jafn- aðarmenn hafa á síðustu mánuðum flutt sig um set, þ.e. úr Alþýðu- bandalaginu í Alþýðuflokkinn. Núverandi landbúnaðarstefna var harðlega gagnrýnd á þinginu. Flokkurinn bendir á að núverandi kerfi hafi hvorki þjónað hagsmun- um neytenda né tryggt afkomu bænda. Lagt er til að frjálsræði í við- skiptum með búvörur verði aukið. Á flokksþinginu var felld tillaga um að ísland sæki um aðild að Evrópu- bandalaginu, en lýst stuðningi við stefnu utanríkisráðherra í Evrópu- málunum. -EÓ Jón Baldvin Hannibalsson og Guðmundur Oddsson kynna niðurstöðu flokksþings fýrír blaðamönnum. Tlmamynd: Ámi Bjama Á myndinni má sjá þær Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta Islands, og vísna- söngkonuna Hanne Juul. Hanne Juul fær viður- kenningu Vísnasöngkonan Hanne Juul tók á móti norrænum styrk úr hendi for- seta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, við hátíðlega athöfn í menningarmið- stöðinni „Bla stallet" í Gautaborg í september. Styrkurinn hljóðar upp á 10.000 sænskar krónur og kemur frá Fören- ingen Nordens Stiftelse Bohusgar- den. í ályktun stjómarinnar stendur: „Hanne Juul hefur í listrænu starfi sínu orðið eins konar samnefnari norræns menningarstarfs. Fáir lista- menn hafa náð jafngóðum tökum á þjóðkvæðum allra Norðurlandamála og hún hefur gert stórverk í að kynna þau á meðal allra Norðurlandaþjóð- anna. Síðast en ekki síst má nefna at- orku hennar við stofnun samtakanna Nordvisa og við norrænu vísnasöng- deildina við Norræna lýðháskólann í Kungálv." Þetta er í annað skipti sem styrknum er úthlutað. í sambandi við 50 ára af- mæli Föringen Nordens Stiftelse Bo- husgarden 1989 var ákveðið að út- hluta honum árlega til þeirra sem tengdir em Vestur- Svíþjóð og hafa gert mikiö fyrir norrænt samstarf. Hanne Juul vann drjúgt starf við ís- lensku menningarkynninguna í sam- bandi við norrænu bókastefnuna Bok och bibliotek í Gautaborg. Hún stjórnaði fimm sjónvarpsþáttum um ísland í svæðissjónvarpi Gautaborgar. Hún kom líka fram í tónleikadag- skránni „1 nord och ton“ með m.a. blásarakvintett Reykjavíkur, íslensku rithöfundunum Steinunni Sigurðar- dóttur og Þórarni Eldjárn og sænsku vísnasöngvurunum Álf Hambe og Jan-Olaf Andersson. Hanne Juul er fædd í Danmörku en er einnig af íslensku bergi brotin og átti hún heima á íslandi um 10 ára skeið. khg. Hrafnistu færdur sjúkrabekkur Nýlega afhentu Styrktar- og sjúkrasjóðir Vélstjórafélags íslands og Sjómannafélags Reykjavíkur Hrafríistu í Reykjavík fullkominn sjúkraþjálfunarbekk og æfingatæki til notkunar í sjúkraþjálfunarsal heimilisins. Myndin er tekin við afhendingu tækjanna, frá vinstrí: Rafn Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu, Þórunn Bjöms- dóttir sjúkraþjálfarí, Svanhildur Elentínusdóttir sjúkraþjálfarí, Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands. Leiðrétting á myndatexta Þau mistök urðu í myndatexta á bls. 7 í blaðinu í gær að undir þess- ari mynd af Magna Guðmundssyni var ritað nafn greinarhöfundar, Har- aldar Jóhannssonar. Myndin er af Magna en ekki Haraldi og um leið og það er leiðrétt biðjumst við vel- virðingar á þessum mistökum. Alþýðubandalagsmenn ræddu m.a. um álmálið á miðstjórnarfundi um helgina: það ekki endanlega á þessum fundi,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði þessar tillögur endurspegla mun á mati manna á álmálinu og sumir eru jákvæðari en aðrir. „Hversu mikill skoðana- ágreiningur þar er í reynd, er ekki tímabært að fullyrða neitt um.“ Hann sagði margt hafa verið að gerast í málinu á síðustu vikum, umræðan hafi verið að breytast og erfitt væri að spá um framhaldið. „Það hefur fyrst núna á síðustu vikum hafist einhver efnisleg um- ræða um þetta mál. Fram að því var umræðan á mjög einfölduðum nótum, snerist aðallega um stað- setningu, en ekki hversu álitlegur kostur þetta væri sem slíkur." Næsti fundur miðstjórnar er ákveðinn um mánaðamótin, fýrir aðalfund miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins. -hs. Alþýðubandalagiö hélt miðstjómarfund sinn um helgina. Margir áttu von á stormasömum fundi þar sem uppgjör færí fram milli andstæðra viðhorfa í álmálinu, en svo varð ekki. Tveimur tillögum um það mál, sem gengu hvor í sína áttina, var vísað til næsta mið- stjómarfundar sem verður um mánaðamótin. Steingrímur J. Sig- fússon er formaður miðstjóraar AB. Hann sagði þennan fund hafa ver- ið gagnlegan og fyrst og fremst verið til upplýsinga og umræðu um ýmis málefni. Á fundinum komu fram tvær til- lögur um álmálið. Annars vegar kom tillaga frá þeim Birnu Þórðar- dóttur og Ragnari Stefánssyni, sem hafnaði þeim samningsdrög- um er nú liggja fýrir, sérstaklega hvað varðar orkuverð, umhverfis- þætti og staðsetningu. Hins vegar var borin upp ályktun frá nokkrum alþýðubandalagsmönnum á Suð- urnesjum sem var jákvæð gagn- vart álveri. Þar var samt lögð áhersla á að ná þyrfti eins hag- stæðum samningum og mögulegt væri. „Þessum tillögum var báðum vísað til næsta fundar, þar sem Ijóst þótti að málið yrði áfram á dagskrá. Menn féllust á að afgreiða Almálið sett í salt fram að næsta fundi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.