Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Miðvikudagur 18. október 1990 Andvökunætur tvöfalt gróðavænlegri fyrir íslensk apótek heldur en sænsk: ISLENSKT SVEFNLEYSI 100% DYRARA EN SÆNSKT Mest notaða svefnlyfiö á íslandi (Halcion) kostar 103% meira í ís- lensku apóteki heldur en sænsku, samkvæmt verðsamanburði á 22 lyfiategundum í þessum tveim löndum, sem greint er frá í Frjálsri verslun. Verðmunur er ennþá meiri (114%) á öðru svefnlyfi, sem samanburðurinn nær til. Þetta gefur m.a. tvennt til kynna: f fyrsta lagi að smásöluverð lyfja í sænskum apótekum sé í ýmsum tilvikum lægra heldur en innkaupsverð sömu lyfia til íslands. Og í öðru lagi að íslenskir apótek- arar hafi um 120% hærri álagning- artekjur af sölu svefnlyfja heldur en sænsk apótek hafa fyrir að selja jafn stóran lyfjaskammt. Sala svefnlyfja hér á landi nemur um 65 milljónum kr. á ári (hvar af Halcion er fjórðungur), miðað við verð án virðisaukaskatts. Um 25 milljónir kr. af þeirri upphæð er hlutur apótekanna af smásöluálagn- ingunni. Eigi helmings verðmunur við um allan svefnlyfjaflokkinn, mundi sami lyfjaskammtur því að- eins kosta um 32 milljónir kr. út úr sænskum apótekum, hvar af þau héldu eftir í kringum 11 millj.kr. tekjum af smásöluálagningunni. Mismunurinn væri þá um 14 millj- ónir kr., eða yfir 120%, sem íslensk apótek hagnast umfram sænsk á þessum eina lyfjaflokki, miðað við sama fjölda andvökunótta. Dýr mundi Hafliði allur Sala svefnlyfja er aðeins í kringum 2,5% af heildarlyfjasölu í landinu. Jafnvel þótt áætluð íslensk umfram- álagning væri færð niður í 10 millj- ónir kr., virðist þetta dæmi geta bent til þess að smásöludreifing lyfja á íslandi sé hlutfallslega hundruð- um milljóna króna dýrari á ári hverju, heldur en í Svíaríki. Samanburðurinn, sem hér er vitn- að til, náði sem fyrr segir til 22ja lyfjapakkninga, sem kosta hér á landi frá 550 kr. og upp í 118.000 kr. Öll reyndust lyfin miklu dýrari hér á landi, að meðaltali 70% dýrari. Frjáls verslun vitnar einnig til nefndarálits, sem gert var á vegum heilbrigðisráðuneytisins í fyrra um lækkun lyfjakostnaðar. Þar var m.a. gerður verðsamanburður á 977 samskonar lyfjum á íslandi og í Sví- þjóð. í Ijós kom að innkaupsverðið var þar í 90% tilvika lægra en hér, en álíka eða nokkru hærra á 10% þess- ara lyfja. Samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar, miðað við selt magn þessara lyfjategunda hér á landi, var smásöluverð þeirra, án söluskatts, nær 25% hærra að með- altali hér á landi en í Svíþjóð. Áætlað er að lyfsala apótekanna verði ekki fjarri 4.000 milljónum kr. hér á landi í ár, eða um 3.200 m.kr. án vsk. Sé allur sá „pakki“ um 25% dýrari hér en í Svíþjóð, þýðir sá verðmunur um 630 milljónir króna — eða sem nemur meira en 10.000 króna aukaskatti á hverja fjölskyldu á íslandi. Næst þykkast „smurt“ í Danmörku í úttekt sinni vitnar Frjáls verslun ennfremur til samanburðar á verð- myndun lyfja í 15 Evrópulöndum, sem birtur var í Medicinal Debat, blaði danskra lyfjainnflytjenda. Þar kom m.a. í ljós að hlutur lyfsalans í lyfjaverðinu var í engu þessara 15 landa hærri en í Danmörku, 37,1%. Það er m.a. fróðleg niðurstaða í Ijósi hálfsíðuauglýsingar Apótekara- félags íslands í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag. En þar er álagning danskra apóteka einmitt tekin til vitnis um það, hvað álagning ís- lenskra apóteka er hófleg, að því er virðist. Þótt apótekararnir hafi tæpast val- ið sér mjög óhagstætt dæmi í aug- lýsinguna sína, leiðir þeirra eigin samanburður samt í ljós 57% smá- söluálagningu í danska apótekinu en 62% í því íslenska. Þessi 5% munur svarar til 100 milljóna kr. umframálagningar íslensku apótek- anna á þessu ári, þ.e. sé gengið út frá því að heildsöluverð lyfjanna sé hið sama í báðum löndunum. Leggist álagningarprósentan á 15% hærra Áætlunarflug á leiðum Arnarflugs: Flugráð telur Flugleiðir duga Flugráð komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í gær, að aðeins Flug- leiðir uppfylltu kröfur sem gera þarf til þess félags sem kemur til með að halda uppi áætlunarflugi á þeim leiðum sem Arnarflug þjónaði áður. Flugráð mælti jafnframt með því að ef samgönguráðherra úthlutaði Flugleiðum þessum leiðum og yrði þannig eina íslenska flugfélagið á millilandaleiðum til og frá íslandi, þyrfti jafnframt að rýmka heimildir til leiguflugs á áætlunarflugleiðum. Búist er við að samgönguráðherra úthluti áðurnefndum áætlunarleið- um næstu daga. innkaupsverð hér á landi (sbr. Frjálsa verslun) og enn hærra heild- söluverð, verður munurinn auðvit- að ennþá meiri. Hin athyglisverða auglýsing Apó- tekarafélagsins leiðir nefnilega líka í ljós að heildsöluálagning á lyf er meira en helmingi hærri hér á landi en í Danmörku, eða 13,5% hjá ís- lenskum lyfjaheildsölum, borið saman við 8,5% meðal danskra starfsbræðra þeirra. Sé dæmi tekið af lyfi á sama inn- kaupsverði á íslandi og í Danmörku og álagning síðan reiknuð út frá hlutfallstölum í auglýsingu Apótek- arafélagsins, lítur dæmið þannig út: Danmörk ísland kr. kr. Innkaupsverð... 1.000 1.000 Heilds.álagn 85 135 Smás.álagning . 618 702 Smás.v. án vsk. 1.703 1.837 Apótekaranna eigin tölur leiða því í Ijós að álagning heildsala og smásala er hér tæplega 8% hærri heldur en í Dammörku. Sé t.d. miðað við 1,8 milljarða lyfja- innflutning á síðasta ári skilar þessi munur íslenskum lyfjaheildsölum og apótekurum um 240 milljónum króna umfram danska starfsbræður þeirra — sem þó taka stærri hluta íyfjaverðsins í sinn hlut heldur en apótekarar í 15 Evrópulöndum öðr- um en íslandi. Líklega er því ekki ofsagt í auglýs- ingu Apótekarafélagsins að: „Álagn- ing á lyf er hrikaleg". - HEI Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir fslendinga naumari á fé til þróunarhjálpar en aðrar norrænar þjóðir: Þróunarhjálpin borin undir þjóðaratkvæöi? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á fundinum þar sem hann kynnti stefnuyfiriýsingu leiðtogafundar um málefni bama. Honum á hægrí hönd situr Helga Jónsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Tlmafnynd: Pjetur Steingrúnur Hermannsson forsætis- ráðherra sat fyrir stuttu leiðtogafund um málefni bama, þar sem saman voru komnir 73 þjóðaiieiðtogar. Steingrímur kynnti í gær stefnuyfir- lýsingu fundarins fyrir fréttamönn- um. Hann sagði að fundurínn hefði veríð gagnlegur að því leytí, að þar hefðu leiðtogar þjóðanna samþykkt yfirlýsingu, sem seinna værí hægt að veifa framan í þá og spyrja um efndir, ef við þær yrði ekki staðiö. Fram kom á fundinum að framlag íslenska ríkis- ins til þróunaraðstoðar værí hlutfalls- lega miklu minna en gengur og gerist á hinum Norðuríöndunum og í mörgum öðrum löndum. Steingrímur sagði að íslendingar hefðu tvímælalaust brugðist í þróun- araðstoð, miðað við aðrar þjóðir, og fyrst og fremst hafi þeir brugðist sér sjálfum. „Við samþykktum á þingi fyr- ir allmörgum árum að leggja fram 0,7% af okkar landsframleiðslu til þróunaraðstoðar. Þegar allt er tínt saman, má áætla að við leggjum fram einn tíunda hluta af því, eða um 0,07 af hundraði. Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir hverja þjóð, sem svo langt er komin sem við, að geta með nokkru stolti sagt: „Við veitum að- stoð“, og ég held að það sé mjög mik- ilvægt fyrir framtíðina. Þessum þró- unarlöndum verður að lyfta upp, ann- ars halda þau öllu öðru niðri. Við leggjum alveg átakanlega lítið til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eitthvað í kringum 6 krónur á hvern íbúa, meðan Norðmenn leggja fram um 600 krónur á hvem íbúa. Steingrímur sagði, að ein hugmynd- in væri sú að íslendingar leggðu 0,5% af sínum launum í alveg sjálfstæðan sjóð, sem ráðstafaði peningum úr honum í hin ýmsu þróunarverkefni, og þar væri verið að tala um verkefni þar sem munaði um okkar fjárfram- Íag. Steingrímur sagði að stofnanir eins og Rauði krossinn, Hjálparstofn- un kirkjunnar og Bamaheill væru að vinna mjög gott starf og þeirra fram- lag til þróunaraðstoðar mætti ekki vanmeta. En þó svo verið væri að tala um 0,5% af tekjum landsmanna í sjóð, þá væri það langt frá því mark- miði að verja 0,7% af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar. Steingrímur sagði að til greina kæmi að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu um það, hvort ís- lendingar væm tilbúnir að greiða þennan hluta af launum sínum í þró- unarhjálp og hafa hana þá samfara al- þingiskosningum næsta vor. Steingrímur sagði að ráðstefnan hefði verið athyglisverð. Ráðamenn þjóðanna hefðu flutt ræður og hefðu þær skipst niður á fjögur verkefni. Fyrsta hefði verið um bamadauða, annað um vemdun barna, það þriðja um þróun og fjórða um það, hvernig framkvæma ætti stefnuyfirlýsinguna. Steingrímur sagði að margar ræðurn- ar hefðu verið athyglisverðar, en sum- ir hefðu í ræðum sínum gefið heldur betri mynd af ástandinu í sínu landi en efhi voru til. í stefhuyfirlýsingunni segir m.a. að leiðtogamir muni gera allt, sem í þeirra valdi standi, til að lækka dánar- tíðni barna og ungbarna í öllum lönd- um og meðal allra þjóða. Þeir ætla einnig að stuðla að því að séð verði fyr- ir hreinu vatni í öllum samfélögum fyrir öll börn, og að allir fái aðgang að hreinlætisaðstöðu. Þeir ætla að vinna að því að bæta skilyrði bama til vaxtar og þroska með aðferðum sem útrýma hungri, vannæringu og hungursneyð og losa þannig milljónir barna undan hörmulegum þjáningum í heimi, sem hefur efni á að fæða alla sína þegna. Einnig ætla þeir að vinna að því að bæta aðstöðu milljóna barna sem lifa við sérstaklega erfið skilyrði, s.s. fórn- arlömb aðskilnaðarstefnu og erlendr- ar hersetu, munaðarleysingja og heimilislausra barna og fleiri. í lokaorðum stefnuyfirlýsingarinnar segir að ekkert verkefni geti verið göf- ugra en það að veita öllum bömum betri framtíð. —SE Kópavogur: KLIPPT AF 30 BILUM Ridgid-snittvél stolið Nýlega var farið inn í hús í bygg- ingu við Lækjarhjalla 14 og stolið þaðan Ridgid-snittvél, sem notuð er viö pípulagnir. Vélin var keypt í sumar og er grá og rauð á litinn. Slík vél kostar í kringum 300.000 og eru þeir, sem eru að byggja, eða aðrir, sem hafa orðið varir við vél- ina, beðnir um að láta Rannsókn- arlögreglu ríkisins vita. —SE Lögreglan í Kópavogi hefur að und- anförnu klippt númer af rúmlega 30 bílum, sem eigendur höfðu vanrækt að fara með í skoðun. Auk þess hafði lögreglan afskipti af fjölmörgum eigendum annarra bíla, án þess þó að til þess kæmi að bflnúmerin væru fjarlægð. Samkvæmt nýja skoðunarkerfinu er það síðasti stafurinn í númeri bif- reiðanna, sem segir til um skoðun- armánuðinn. Bflarnir, sem hafa orð- ið númerinu styttri, eru þeir sem eigendur áttu að fara með til skoð- unar fyrstu sjö mánuði ársins. Lög- reglan og Bifreiðaskoðun íslands hvetja alla þá, sem ekki hafa farið með bfla sína til skoðunar á réttum tíma, til að gera það sem fyrst, til að komast hjá óþarfa óþægindum. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.