Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 6
6Tíminn ^FimmtudagurJ^októbeMQgO Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin 1 Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson ”““Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrtfstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvötdsímar. Áskrlft og drelfing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddl hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Friöarverðlaun Alfreð Nobel var sænskur efnafræðingur á 19. öld, sem auðgaðist á framleiðslu sprengiefna, sem hann hafði að verulegu leyti fundið upp sjálfur eða þróað til mikillar fullkomnunar á sinni tíð. Hann lét eftir sig erfðaskrá sem mælti fyrir um stofnun sjóðs sem við hann er kenndur og skyldi hlutverk sjóðsins einkum vera að veita verðlaun affeks- mönnum í ýmsum vísindagreinum og bókmennt- um, auk þess sem veita skyldi svonefnd ffiðar- verðlaun sem eiga að ganga til manna, sem með verkum sínum á verðlaunaárinu hafa stuðlað að einingu þjóðanna, afnáms fastaherja eða samdrátt- ar þeirra auk þess að hafa stofnað til friðarþinga og unnið að því að þau séu haldin sem oftast og sem víðast. Sú skylda er lögð á herðar sérstakri þingkjörinni nefnd í Noregi að ákveða hver sé verðugur þess að hljóta friðarverðlaunin á grundvelli þessara fyrir- mæla erfðaskrárinnar. Að þessu sinni hefur verð- launanefndin ákveðið að Mikael Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, skuli hljóta friðarverðlaun Nóbels. Miðað við það vandasama verk sem það er að túlka ákvæði erfðaskrárinnar og með tilliti til þess hvemig verðlaunaveitingum hefur oft verið háttað í þessu sambandi, mælir flest með því að Gorbatsjov sé verður þessarar sæmdar. Margir telja að vafasamt sé að veita stjómmála- mönnum verðlaun af því tagi sem hér um ræðir, sennilega út frá þeirri algengu skoðun að verk stjómmálamanna séu ævinlega mjög umdeilanleg og allra síst sé samtíðarmönnum mögulegt að leggja rétt mat á verk starfandi stjómmálamanna. Margt er til í þessu, en hvað friðarverðlaun Nobels varðar á verðlaunanefndin ekki úr mörgu að velja. Hún hefur að vísu þann möguleika að fella niður verðlaunaveitingu, og sá kostur hefur oft orðið fyrir valinu, eða taka af skarið og velja tiltekinn mann til verðlaunanna, ekki síður úr hópi stjóm- málamanna en annarra, ef svo vill verkast. Með því að velja Gorbatsjov til friðarverðlauna Nobels hefur verðlaunanefndin lagt það mat á stjómmálastörf hans að hann hafi stuðlað að frið- samlegri sambúð þjóða og afvopnun öðmm stjóm- málamönnum fremur og það svo, að hann eigi ekki aðeins að njóta fyrir það venjulegs fjölmiðla- hróss, heldur skuli hann baða sig í ljósi sigurveg- arans. Þótt verðlaunatilstand af þessu tagi sé býsna vafasamt yfirleitt, er síst ástæða til að vefengja mat verðlaunanefndarinnar á verkum Gorbatsjovs. Sem forystumaður lýðræðisbyltingarinnar í Sovét- ríkjunum em áhrif hans á þróun stjómmála í Aust- ur- og Mið-Evrópu augljós og afdrifarík. Hlutur hans í afVopnunarmálum er einnig mjög veiga- mikill. Að öllu samanlögðu er hann verður friðar- verðlaunanna eins og til þeirra var stofnað og eins og ffamkvæmd verðlaunaveitingarinnar hefur ver- ið í 90 ár. GARRI Reiktuö heíur verlð ót, að Norð* urlandabúar eru nú staddir í miðri ÍUÓsemisbylgju sl dæmið reiknað út frá ánnu 1985. Enginn hefur fundið skýringu á þessum ósköp- um, og ekiri hefur heyrst af lofts- lagsbreytingu, sem kynni að hafa haft almennust áhrif. Að vísu er Finnar undanskildir, en þeir eru nú Uka svoUtið sér á parti og hafa Vitað hefur verið um ástæður til ur við samhjálpina fer stððugt aniegt að hugsa fil þess ef barn- eígnir fœru að dragast saman núna, þegar stjóramálamenn eru byijaðir að gera sér grein fyrir því inn velferðarpening í cllinni. Þetta fðlk er að ^árfesta f skattborgur- uro framtfðarinnar. Það blasa nefniiega við hlnar margvísieg- ustu Jðhönnu- raunir » uánustu framtfð, Eins og er teljftst fjárfög ríkisins fullsetin af velferðar- greiðslum, og aðcins skammur Þarf ekid annaö en Ifta tli J6- hönnu-rauna á fiokksins. um. Má þar nefna tíi Bandaríkja- eftir stríðið, þegar þess fór að heim og ailétti áhyggjum af stríði hjá þeim sem sátu helma. I>arí ekki norræna nefnd? En það hefur elrid gerst fyrr svo vitað sé að merkjanleg og raunar töluverð verði á skyldu menningarsvæði upp ur þurru og án tilefnis að því er virðist. Br ástæða til að ieggja tii aö skipuð verði samnorraen nefnd í málið. Siík nefnd myndi inu, sem héldu þagnartund um síöustu helgi, hafa svarað fullum hálsi. Þeir heimta að húsnæðis- kerfinu verði breytt í staðiua fyrír börn komi ólæs úr skóíum Þetta Börnum en» kenndir staftren ekki að kveða að orðum, þannig að ólæsið er itmifalið í velfcrðinni. Bitist út af velferö eins og það er. Jafnframt tala þeir um verðar aukatekjur, ekki sfður en þegar norrnn nefnd sannaði að við iifðum betur en aðrir Norður- Íandamenn. Við Jifum auðvitað betur að því leyti að starf okkar að samnorrænum verkefnum er vel borgað, en tii norræns samstarfs greiðum við sem svarar einum af hundraði. Þá þarf að skoöa hvern hagnaö við höfum af þessum auknu fæðingum f ftamtíðinni. í öllum þeim fjórum rfkjum þar sem aukningin hefur orðið er gert út á þá sem greiða skatta í fram- tíðinní. Þessi íjögur ríki eru fræg velferðarríki, þar sem tílkostnað- Þetta böl er þó ekki meira en það, því að flokksþing krata hafa verið að samþykkja að setja einn til tvo milijarða 1 húsnæðiskerfið af skattpeningum aimennings. Hann sagði að ef sáttakoss Jóns Bald- vins og Jóhðnnu kostaði þessa milijarða, væri hér um að rseða dýrasta koss íslandssögunnar. En Jóhönnu-raunir eru efckert eins- dæmi. Þessum vandamálum fer sífeilt ftðlgandi, þar sem velferð- arpostuiar fara ftam úr sjálfum sér og auka sffellt hraðann. Fjárfest í skatt- borgurum Þess vegna mætti ætla að skýr- ingin á fjölda bantsfæðinga í vel- ferðarríkiunum frá 1985 sé ekki annað en skýring á ótta fólks, sem nú er 25-40 ára, við að sitja uppi sem gamlamenni með næsta lít- á bamsfæöingum ftá 1985 í vei- ferðarrikjum norðursins leysir auðvitftð fáar Jóhönnu-raunir, 111 þess þyrfti aukningin að vera miklu meiri. Af þessum sökum ferðarkerfi sem ræður ríkjum í þcssum löndum og er oröið meira og mínna sjálfvirkt Það er Iíka margfalt í roðinu. Hér gilda td. eHilaun, Ili viðbótar eru Itfeyris- sjóðir. Sumir taka eftiriaun úr mörgutn sjóðum og verða íyrst lauoaháir þegar þeír hætta að vinna, Þá er að flnna merkilegan fyritboða»skætingi ráðhcrra út af skiptingu velferðarinnar. Einn vHI , annar úr Lánasjóði ísienskra náms- manna. Þetta þykir gróft brot á velsæmi. Ett fjárflutningur innan flárlaga verður ekki stundaður lengur öðruvfsi eo færa peninga fra einni veiferðinni í aðra. Er þá nokkur furða þótt gripið sé til þess ráðs að slá undir í einn skatt- borgara um öH Norðurlönd. Garri VÍTT OG BREITT ......________________________________________: Handritin heim! Margir minnast með gleði þeirrar stundar í Háskólabíói fyrir næstum 20 árum, þegar Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, sté fram á sviðið kallaði til sín íslenska menntamálaráðherrann, Gylfa Þ. Gíslason, rétti honum myndarleg- an böggul og sagði: „Værsgol Fla- döbogen!" Þannig hófst afhending dýrmæt- ustu handrita íslenskra sem geymd höfðu verið í dönskum söfhum um margar aldir og íslendingar töldu til þjóðargersema og menningararfs sem Dönum bæri að skila þegar lok- ið væri öllu stjómskipulegu sam- bandi landanna. Handritamálið var á sinni tíð mikið þjóðræknismál sem tók mörg ár að fá til Iykta leitt. Lausn handritamálsins var Dönum til mik- ils sóma og reyndar til hennar vitnað um farsæl og vinsamleg lok alda- langra samskipta íslendina og Dana. Sauðabréfið Þetta atvik rifjast upp við lestur frétta frá Færeyjum sem skýra frá því að menningarmálaráðherra Svía, Bengt Göransson, hafi á haustdögum lagt leið sína til Fær- eyja með fríðu föruneyti þeirra er- inda að afhenda menntamálaráð- herra Færeyinga, Signari Hansen, svonefnda Konungsbók, sem geym- ir handrit að „Sauðabréfmu" („Seyðabrævið"), sem er mjög mik- ilvægt fyrir færeyska menningar- sögu og þjóðarsögu yfirleitt. Hand- rit þetta hefur verið geymt í sænsku safni og varla hægt að segja að sér- stök skylda hafi hvflt á Svíum um aðlátaþaðafhendi. Bengt Göransson var því ekki að framfylgja neinni lagaskyldu þegar hann færði Færeyingum „Sauða- bréfið“ sem gjöf fVá Svíum. Hann kvaðst gera þetta til þess að heiðra færeysku þjóðina og láta það koma fram hversu mikilvægur hluti nor- rænnar menningar færeysk þjóð- menning væri. Göransson lagði áherslu á að brýnt væri að halda fram norrænum menningarein- kennum og þjóðlegri sjálfsmynd Norðurlandaþjóða í þeirri „Evrópu- umræðu" sem nú ætti sér stað og síst myndi réna á næstunni. Vissu- lega má taka undir öll þessi orð og óska Færeyingum til hamingju með að geta framvegis geymt þetta sögulega skjal í þjóðskjalasafni sínu. Hátíð í Færeyjum Það fylgir fréttinni af afhendingu Sauðabréfsins að Konungsbókin hafi verið rituð í Færeyjum 1298 og hefur að geyma norsk lög sem giltu í þann tíma og lengur með þeirri viðbót sem Sauðabréfið er sem sér- lög fyrir Færeyjar. Leið bókarinnar frá því hún var rituð í Færeyjum fyrir 692 árum þar til hún er flutt þangað aftur, hefur verið krókótt um aldirnar, en lengst mun hún hafa verið varðveitt í Konungsbók- hlöðunni í Stokkhólmi. Þar sem fá- ar minjar eru til um færeyskt mál og bókmenntir frá fyrri öldum má ljóst vera að Færeyingar fagna þess- ari gjöf, enda líta þeir á afhendingu hennar sem einn mesta menning- atviðburð í landinu á síðari árum. I tilefni heimkomu Sauðabréfsins var efnt til hátíðar í Þórshöfn með fjölbreyttri dagskrá í Norðurlanda- húsinu. Þar vakti ekki síst athygli sýning á færeyskum handritum sem varðveist hafa heima eða feng- in voru að láni frá erlendum söfn- um. Þótt Færeyingar hafi ekki gert neinar handritakröfur á hendur Svíum í líkingu við kröfur íslend- inga gagnvart Dönum á sinni tíð -enda ólíku saman að jafna -hafa þeir beitt kurteislegri ýtni við sænsk yfirvöld um að þau létu Sauðabréfið af hendi. Sú málaleitan hefur nú borið árangur, enda eru Svíar nú vinsælir í Færeyjum sem von er. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.