Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. október 1990 Tíminn 9 rULIV Bók bandarískrar konu, sem berst við íranskan eiginmann sinn um dóttur þeirra, slær nú öll sölumet í'Þýska- landi. Bókin „Ekki án dóttur minnar" kom út í Bandaríkjunum fyrir þrem árum og vakti athygli. Þar segir bandaríska konan Betty Mahmoody frá baráttu sinni við að komast aftur til Bandaríkjanna, ásamt dóttur sinni, eftir að hún hafði látið tilleið- ast að fara með manni sínum í heimsókn til ættingja hans og vina í íran. Maður hennar hafði búið í Bandaríkjunum í 20 ár og aðlagast vestrænum siðum. Hann var læknir og fjölskyldan komst ágætlega af. En eftir byltingu Khomeinis varð viðhorfsbreyting hjá honum, eins og svo mörgum öðrum löndum hans, en það er ekki að skilja að kona hans hafi fullkomlega áttað sig á henni. A.m.k. tók hún í mál að fara með honum til gamla föðurlandsins 1984, fjórum árum eftir að íranskir byltingarverðir höfðu haldið tugum Bandaríkjamanna í gíslingu í sendi- ráði Bandaríkjanna í Teheran hátt í ár. Og stríð írana og fraka hafði staðið í fjögur ár. Hún segir einfald- lega að hún hafi lítið fylgst með málum á alþjóðavettvangi. Það kom fljótlega í ljós eftir kom- una til írans að Mahmoody læknir hafði aldrei hugsað sér að snúa aft- ur til Bandaríkjanna. Og nú hófst togstreita og barátta hjónanna, sem stundum varð hrottaleg og blóðug. Betty var nefnilega staðráðin í að komast aftur heim, til Michigan í Bandaríkjunum, þar sem hún átti tvo syni af fyrra hjónabandi og aldr- aða foreldra. Faðir hennar var dauðvona af krabbameini. En án dóttur sinnar, Mahtob, tók hún ekki í mál að fara því að þá vissi hún sem var að hún myndi aldrei sjá dóttur sína framar. Hagsmunasamtök kvenna sem giftar eru útlend- ingum bregðast illa við Bókin „Ekki án dóttur minnar" er nú nýkomin út í Þýskalandi og selst grimmt. En viðbrögðin sem hún hefur vakið eru ekki öll aðdáunar- full. Þar í landi er starfræktur fé- lagsskapur, Hagsmunasamtök kvenna sem giftar eru útlendingum, öðru nafni „Samband tvíþjóða fjöl- skyldna og sambýla" og á skrifstofu þeirra í Frankfurt er síminn rauð- glóandi. Hiltrud Stöcker-Zafari fer ekki dult með óánægju sína. Hún er ein þeirra sem svara í símann og segir flestar hringingamar vera frá konum sem vilji fá svar við því hvort það sama gæti komið fyrir þær og dætur þeirra og Betty Mahmoody lýsir í bókinni. Tilefni þessara áhyggjufullu símhringinga er fyrr- nefnd bók sem hefur haldið huga þýskra lesenda föngnum að undan- förnu. Hún hefur verið á vasabóka- metsölulista „Buchreports" mánuð- um saman og hefur þegar selst í meira en milljón eintökum. „Hvaða erindi á þetta bókarefni?“ Hjá bókaforlaginu ríkir ánægja með bókina. Fyrir þrem árum rakst ráðgjafi forlagsins, kona, á hana á bókasýningu í Bandaríkjunum og greip hana ásamt öðmm líklegum sölubókum með sér á heimleið. Heim komin varð hún fyrir hálf- gerðu aðkasti fyrir valið. „Hvaða er- indi á þetta bókarefni?" var hún spurð. Efni bókarinnar er þetta, og nú verður vitnað til umsagnar í Der Spiegel: Bandarísk kona frá Michig- an, giftist írönskum lækni og fer ásamt manni og dóttur til ættingja í Teheran 1984, í miðju stríðinu milli írans og íraks. Hálfum mán- uði seinna bíður heimferðin, en Mahmoody einn ákveður og segir Betty Mahmoody og Mahtob tókst loks við illan leik að kom- ast frá fran til Bandaríkjanna. Betty vildi ekki fara án dóttur sinnar og af því dregur bókin nafrí, „Ekki án dóttur minnar". hjá Hagsmunasamtökum kvenna sem giftar em útlendingum, segir margar konur sannfærðar um að þær gætu lent í sömu ógöngunum og Betty. Henni er kunnugt um það að á hverju ári eru 200 börn numin á brott frá Þýskalandi til út- landa. Það er líka staðreynd að í mörgum löndum múslíma og ar- aba eru réttindi kvenna fótum troðin. Hagsmunasamtökin leggja áherslu á forvarnarstarf og leggja sig fram um að upplýsa konur um heimalönd eiginmannanna, svo að konurnar viti hvaða réttarfarslegar og menningarlegar afleiðingar fylgi hjónabandinu. Hins vegar er ekki litið á lýsingar Betty Mahmoodys í sjálfshjálparsamtök- um kvenna sem neitt leiðarljós. En Birgit Sitoms segir að bókin falli í frjósaman jarðveg í samtökum þeirra. Bókaútgefandinn vísar þó á bug ásökunum um að bókin auki á for- dóma gegn tvíþjóða hjónaböndum, en hún segist hafa fengið reglulega andstyggileg bréf sem andsvar við bókinni. „Þarna er sagt frá einstök- um örlögum einstaklings," segir hún. Á kynningartexta á bókarkápu kemur þó í Ijós hversu nátengd ein- staklingsörlög og pólitísk siðvenja eru: .Áhrifamikil bók, sem dregur samtímis skýrt í ljós vandamálin sem sambýlisfólk frá mismunandi menningarhópum getur rekið sig á.“ Höfundurinn kominn í felur með nýtt nafn - vegna hótana Þokukennd blanda lífsreynslu einstaklings og skoðunin á að allur sannleikurinn sé sagður gengur eins og rauður þráður í gegnum alla söguna. í smáatriðum lýsir Betty Mahmoody því sem hún sér og gerir, allt er sagt frá hennar sjónarmiði. Hún eyðir fleiri Iínum og setningum í lýsingar á banda- rískum mataruppskriftum en í samræður við dóttur sína eða mann. Hún ímyndar sér alltaf hvað aðrir eru að hugsa og dregur upp skrípamyndir af öðru fólki. Vonda mágkonan fær risastórt arnarnef í lýsingunni. Ónýtar tennur verða að persónueinkenni, sturtuhengi sem ekki er til staðar og tilvera að- eins eins símtækis á heimilinu að menningarlegum óskapnaði. Herskáa móðirin og óánægða eig- inkonan hefur að undanförnu haldið fýrirlestra í Bandaríkjunum um tvíþjóða hjónabönd, og leggur fyrst og fremst áherslu á að fólk skuli varast að leggja í þá áhættu. Fregnir herma að Betty Mahmoo- dy hyggist nú skrifa framhald sögu sinnar. Það ætla konurnar í Hags- munasamtökunum ekki að horfa aðgerðalausar upp á. Þegar hefur verið stofnaður félagsskapur í Frankfurt sem hefur á stefnuskrá að fjalla um innihald og afleiðingar bókarinnar. Og á Evrópuráðstefn- unni, sem Hagsmunasamtökin ásamt systursamtökum frá öðrum Evrópulöndum ætla að gangast fyrir í Hannover í nóvermber, verð- ur bókin miðpunkturinn, innan ramma aðalefnis ráðstefnunnar, sem er „barnabrottnám". Forlagið sem gefur bókina út í Þýskalandi skiptir sér ekkert af ráð- stefnunni. Hins vegar er bent á að þegar hafi verið gerð kvikmynd um reynslu Betty Mahmoody, sem verði sýnd um jólin í bandarískum kvik- myndahúsum og þegar í mars í Þýskalandi. Nýjustu fregnir af Betty Mahmoo- dy herma hins vegar að hún sé nú komin í felur og hafi skipt um nafn þar sem henni hafi ekki verið vært vegna sífelldra hótana. Þýskar eiginkonur útlendra manna bálreiðar vegna metsölubókar: BANDARÍSK KONA FLÚÐI FRÁ ÍRAN MEÐ DÓTTUR SÍNA í BLÓRA VIÐ MANN SINN Mahmoody læknir hefði heldur viljað eignast son, en varð engu að síður mjög hrífinn af dóttur sinni sem hann valdi einsamall, án sam- ráðs við móðurína, nafríið Mahtob. „Nei, við verðum hér um kyrrt.“ Síðar eftir tíðar ákafar og ruddaleg- ar deilur vill hann leyfa konu sinni að fara, án dótturinnar Mahtob, fimm ára, sem á að verða eftir hjá honum í íran. „Ekki án dóttur minnar," sver móðirin og berst gegn hinum „geð- bilaða fangaverði“ Mahmoody. Að lokum tekst henni, að liðnum 18 mánuðum og 534 blaðsíðum, að komast með aðstoð flóttamanna- hjálpar, um Tyrkland aftur til Bandaríkjanna, þar sem hreinlæti og reglusemi eru í hávegum höfð, ásamt dóttur sinni. Sigurinn er hennar. Andíranskur áróður, vinsæl markaðsvara í Bandaríkjunum? í Der Spiegel hlýtur bókin þann dóm að ef hún væri uppspuni, væri hún spennandi, en ekki mjög vel skrifaður andíranskur áróður, sem vill svo til að fyllir upp í tilfaílandi tómarúm á markaðnum. Þegar bókin var gefin út 1987 í Bandaríkj- unum, ríkti þar vaxandi fjandsemi í garð klerkaríkisins í íran í kjölfarið á töku bandaríska sendiráðsins í Te- heran, töku liðsmanna HitzboIIah- hreyfingarinnar, sem hliðholl er ír- önum, á bandarískum gíslum í Líb- anon, að ógleymdu írangate- hneykslinu. En sem sjálfsævisöguleg bók, sem gefin er út í ritröðinni „Reynsla" - - ber hún yfirbragð raunveruleikans og fjallar um efni sem margar konur hafa áhuga á eða jafnvel snertir þær sjálfar. „Bókin er um konu sem berst fyrir barni sínu og hefur sigur. Kon- ur eru hrifnar af því,“ segir talsmað- ur bókaforlagsins þegar hún gefur skýringu á vinsældum bókarinnar. En konunum í Hagsmunasamtök- um kvenna sem giftar eru útlend- ingum finnst þessi metsölubók of stór biti í háls til að kyngja. Hiltrud Stöcker-Zafari segir að það sé ekki aðeins að bókin valdi ótta hjá mörg- um konum sem gifst hafi útlend- ingum, þeim finnist líka að sér veist. Margar konur hræddar um að þær geti lent í sömu ógöngum og Betty Þannig segir kona í Frankfurt frá því að þegar hún fari í gönguferðir með börnum sínum, sem hafa framandlegt yfirbragð, vindi sér að henni ókunnugir vegfarendur og spyrji hana tortryggnislega hvort hún hafi ekki lesið „bókina" og hvort hún sé ekkert hrædd. Þýsk- írönsk hjón frá Frankfurt áttu fullt í fangi með að svara öllum þeim spurningum sem þýskir ferðafé- lagar þeirra í sumarleyfisferð í TVrklandi lögðu fyrir þau. Þeir voru nefnilega margir sem höfðu „Ekki án dóttur minnar" í farangr- inum. Bókin hefur nefnilega tilvísanir í hið raunverulega líf. Birgit Sitor- us, sem fyrst og fremst hefur „barnabrottnám" á sinni könnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.