Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.10.1990, Blaðsíða 11
Eftir Egil Ólafsson Tada 1: Mannatlanotkun vagna byggingar og rakstura átvers (ársverk) 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Ðygging ólvers 50 550 780 950 70 þar af erlent vinnuófl 10 110 160 190 10 Virkjanaframkvæmdir 278 635 810 718 447 Rekstur álvers 175 410 645 645 645 Samtals 338 1.295 1.750 2.033 937 645 645 645 Fimmtudagur 18. október 1990 Fimmtudagur 18. október 1990 Tíminn 11 Álver þýðir hærri þjóðartekjur, minna atvinnuleysi, hærri kaupmátt, hærri erlendar skuldir og meiri mengun: AN Því er spáð að nýtt álver á íslandi leiði til að kaupmáttur á íslandi hækki um 5% að meðal- tali á ári næstu árin, en aðeins um 1% verði álverið ekki byggt. Verði álver byggt fara er- lendar skuldir landsmanna sem hlutfall af vergri landsframleiðslu upp í 53% árið 1994, en án álvers verða þær 40% það ár. Um 130 færri koma til með að vinna hjá Atlantsál ál- verinu en hjá ísal. Hjá Atlantsál verður hins vegar þörf fyrir um 60 tækni- og háskóla- menntaða menn, en það eru um 10% starfs- fólksins. Aðeins um 3% starfsmanna ísal eru tækni- eða háskólamenntaðir. Þessar upplýs- ingar koma fram í skýrslu sem Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi um stöðu samninga um nýtt álver og rædd verður í dag. 3000-3500 manns vinna við álver og virlganir sumrin 1992-93 í töflu 1 kemur fram að þörf verður á um I. 750 nýjum ársverkum vegna byggingu ál- versins og virkjananna á meðan uppbygging þeirra stendur sem hæst, en ársverk í allri byggingarstarfsemi á landinu hafa verið um II. 000 á ári undanfarin ár. Starfsmenn verða fleiri en hér greinir vegna þess að hluta verks- ins er einungis hægt að vinna að sumarlagi. Þannig er ætlað að u.þ.b. tveir starfsmenn séu að baki hverju ársverki í virkjanaframkvæmd- um. Starfsmannafjöldi verður því 3.000- 3.500 manns þegar mest verður. Um 130 íærrí störf verða í Atlantsál álverinu en hjá ísal Reiknað er með að starfsmenn í Atlantsál ál- verinu verði 645 (í fréttatilkynningu frá iðn- aðarráðuneytinu frá 4. október 1990 er reynd- ar talað um 500-600 manns). Þetta eru veru- lega færri starfsmenn en vinna hjá ísal, en þar vinna nú 779 menn. Samt sem áður verða þessi álver svipuð að stærð. Skýringin á þess- um mun er sú að Atlantsál álverið verður mun nýtískulegra en álverið í Straumsvík. Þar verður notuð nýjasta tækni á öllum svið- um framleiðslunnar. Það kallar aftur á marga vel menntaða starfsmenn. Eins og kemur fram í töflu 2 er gert ráð fyrir að mun fleiri tækni- og háskólamenntaðir starfsmenn starfi hjá Atlantsál en hjá ísal. Forráðamenn Atlantsál fyrirtækjanna leggja mikla áherslu á að hjá þeim starfi hæft starfsfólk, en til þess verða líka gerðar miklar kröfur. Eitt af því sem réð því að álverið verður byggt á Keilisnesi en ekki í Eyjafirði eða á Reyðarfirði er að Atlants- ál aðilarnir töldu að erfiðara yrði að fá lang- skólagengið starfsfólk til að setjast að utan höfuðborgarsvæðisins, enda þótt góð störf séu í boði. Þeir töldu líklegt að launa- og hlunnindakröfur yrðu hærri ef álverið yrði staðsett í dreifbýli. í þessu sambandi vísuðu þeir til reynslu af álveri í Noregi og af álveri Hoogovens í norðurhluta Hollands. Atlantsál fyrirtækin ætlast til að þegar álver- ið verður komið í eðlilegan rekstur verði allir starfsmenn þess innlendir. Þeir gera ráð fyrir að fyrstu starfsmennirnir verði ráðnir árið 1993 og að þeir fari þá erlendis í starfsþjálfun í álverum sem fyrirtækin eiga. Meðan á bygg- ingu álversins stendur verða hér við vinnu all- margir erlendir starfsmenn, flestir árið 1993 eða sem nemur 190 ársverkum. Álverið mun ýta undir byggðaþróun síðustu ára Álverið á Keilisnesi verður staðsett mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og þéttbýlisins á Suðurnesjum. Fjarlægð frá höfuðborgar- svæðinu er 15-35 km eftir því við hvað er mið- að. Fjarlægð frá meginþéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum er um 24 km. Því má reikna með að starfsmenn þess komi frá báðum þess- um svæðum. Hugsanlegt er þó talið að í fram- tíðinni komi meirihluti starfsmanna frá Suð- urnesjum, en talað hefur verið um að verka- Iýðsfélög á Suðurnesjum geri sérstakan samning við Atlantsál þar sem kveðið verði á um forgang sinna félagsmanna. í dag búa rúmlega 15 þúsund manns á Suð- urnesjum. íbúum hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum eða um 1,8% á ári að meðaltali síðustu 20 ár. Litlar sveiflur hafa verið í íbúafjölda og líkist þróunin mest þró- uninni á höfuðborgarsvæðinu. Vöxtur mannafla á Suðurnesjum er um 130 ársverk á ári. Atvinnuleysi þar er nú um 150 ársverk. Þá má búast við að samdráttur verði í byggingarstarfsemi hjá varnarliðinu og að áfram dragi úr fiskvinnslu á Suðurnesjum. Byggðastofnun áætlar því að bygging og rekstur álvers með tilheyrandi afleiddum árs- verkum í öðrum greinum leiði ekki til stór- kostlegrar breytingar á íbúafjölda á Suður- nesjum. Hún telur að framkvæmdir þar festi í sessi áframhaldandi vöxt mannfjölda og vinnumarkaðar á Suðurnesjum. Stofnunin telur að aðflutningur muni verða nokkur og að hann leiði til nýbygginga íbúðarhúsnæðis og þjónustustarfsemi í nágrenni við álverið, aðallega í Vogum en einnig eitthvað í Keflavík og Njarðvík. Án álvers drögumst við aftur úr Þjóðhagsstofnun hefur reynt að meta áhrif álvers á efnahagslíf landsmanna. Spádóma sína byggir hún á mörgum forsendum sem geta að sjálfsögðu breyst. Stofnunin segir að taka beri útreikningum sínum með ákveðn- um fyrirvara. Ólíklegt sé að þjóðarskútan sigli algerlega lygnan sjó á næstu árum, en útilok- að sé að spá fyrir um öll óveðursský sem verða kunna á leið hennar. Þjóðhagsstofnun spáir að án álvers megi bú- ast við 1,5% hagvexti á ári, en alþjóðastofnan- ir spá 3% hagvexti að jafnaði á ári í heimin- um. Spáð er 2% atvinnuleysi á næstu árum, en fari lækkandi og verði um 1,5% árið 1996. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann aukist um 1% á ári að jafnaði. Þá er spáð að þjóðarútgjöld, samanlögð neysla og fjárfesting, vaxi svipað og landsframleiðsla árin 1991-1996, en á sama tímabili má búast við að viðskiptajöfnuður fari batnandi. Gert er ráð fyrir að erlendar skuldir þjóðarinnar lækki að raunvirði jafnt og þétt, þannig að þær verði sem hlutfall af landsframleiðslu um 37% árið 1996. Þetta hlutfall er um 50% í dag. Þetta þýðir að greiðslubyrði af erlendum lánum lækkar úr 20% af útflutningstekjum í 14%. Þjóðhagsstofnun segir að í heild megi segja minna verði álver byggt en ef það verður ekki byggt. Þjóðhagsstofnun reiknar með að eftir að ál- verið verður komið í eðlilegan rekstur auki álverið landsframleiðslu um 3% og með margfeldisáhrifum um 4%. Þessi viðbót skil- ar sér þó ekki öll til þjóðarinnar. Stór hluti fer í að greiða niður skuldir vegna virkjananna. Varanleg áhrif á þjóðarframleiðslu verður að hún hækkar 2% meira verði álver byggt en ef það yrði ekki byggt, þjóðartekjur verða 3% hærri og kaupmáttur ráðstöfunartekna kem- ur til með að verða 4% hærri. .. Hlutfall áls af heildarútflutningi í árslok : 1996 verður um 21% í stað 8% ef Atlantsál ál- ' verið hefði ekki komið til. Það þýðir að hlut- fall sjávarafurða af útflutningi fer úr 52% í 44%. Álveri fylgir mengun Eins og öllum er kunnugt er mengun óhjá- kvæmilegur fylgifiskur álvers. f útreikning- um sem Norsk Institut for Luftforskning vann fyrir ráðgjafanefnd iðnaðarráðuneytis- ins um umhverfisáhrif iðjuvera kemur fram að frá álveri með 200 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári koma u.þ.b. 4.400 tonn af brennisteinstvíildi (22 kg/tonn af áli), 200 tonn af flúor (1 kg/tonn af áli) og 600 tonn af súrálsryki. Þá má reikna með að um eða yfir 300.000 tonn af koltvísýringi fari út í and- rúmsloftið. Flúor getur haft slæm áhrif á búfé, en ís- lendingar þekkja dæmi um það frá Heklugos- um. Flúor getur einnig haft slæm áhrif á sum barrtré, sérstaklega barrnálar meðan þær eru í vexti. Fleiri næmar plöntur geta orðið fyrir áhrifum frá flúormengun, s.s. bláber, ýmsar tegundir fléttna og mosa, túlípanar og fleiri vorlaukar. Brennisteinstvíildi hefur slæm áhrif á heilsu manna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lagt til að þjóðir setji í reglu- gerðir að brennisteinstvíildi í lofti megi ekki fara yfir ákveðin mörk. Þessi mörk eru strangari en eru í íslensku mengunarvarna- reglugerðinni. Brennisteinstvíildi er eitt þeirra efna sem valda súru regni. Hins vegar er talið að súrnun regns af völdum brenni- steinstvfildis frá 200.000 tonna álveri verði lítil sem engin, ef frá eru talin staðbundin áhrif. Brennisteinstvíildi er eitt þeirra efna sem veldur tæringu, en tæring af völdum loftmengunar er gífurlegt vandamál víða er- lendis. Hér á landi er bað sjávarselta sem veldur mestri tæringu. Arið 1986 var áætlað að 6.000 tonn af brennisteinstvíildi hafi myndast á íslandi. Á sama tíma er áætlað að 927.000 tonn hafi myndast á Norðurlöndun- um. Koltvísýringur er hugsanlega talinn hafa gróðurhúsaáhrif á veðurfar. Koltvísýringur er í sjálfu sér ekki skaðlegt efni, t.d. er talið að öll spendýr á íslandi andi að sér um 350.000 tonnum af koltvísýringi árlega. Útlitsmynd af Deschambault álverinu sem nú er verið að byggja f Quebec í Kanada, en það verður fullbúið 1992. Verksmiðja Atlantsál á íslandi verður svipuð þessari verksmiðju. að sú mynd sem blasi við án álvers sé ekki björt. Orðrétt segir: „Við munum glata því forskoti á aðrar þjóðir sem við höfum náð í kringum 1980.“ Álver þýðir meiri kaupmátt og hærri erlendar skutdir Verði álver og virkjanir byggðar breytast efnahagsstærðirnar nokkuð. Umfang álvers- framkvæmdanna er verulegt á íslenskan mælikvarða. Þannig nemur innlendur hluti framkvæmdanna með margfeldisáhrifum rúmum 4% af landsframleiðslu þegar mest er, árið 1993. Vegna innflutnings á fjárfest- ingavörum og þensluáhrifa verður viðskipta- jöfnuðurinn mun lakari en ef ekkert álver hefði komið til. Árið 1993 má reikna með að viðskiptajöfnuðurinn verði neikvæður um 6,5%. Erlendar skuldir koma til með að auk- ast mikið og fara upp í 53% af landsfram- leiðslu árið 1994. Kaupmáttur verður að meðaltali nokkuð betri með álveri en ef það kæmi ekki til. Mest verður kaupmáttaraukn- ingin árið 1993, 5,5%. Reikna má með að verðbólga verði heldur meiri verði farið út í að byggja álver. Þjóðhagsstofnun talar um 1% í þessu sambandi, en þá er miðað við að gengi verði ekki breytt. Árið 1994 er millibilsár milli mestu fram- kvæmdanna og fullrar gangsetningar álvers- ins. Landsframleiðsla dregst þá verulega sam- an það ár. Hagvöxtur verður neikvæður um 2% á því ári, en verður að jafnaði 4% á ári ár- in 1991-1993. Atvinnuleysi verður 0,5% Tafla 2 Sterfsbtitl oe nicpntunarkröfur t núlfma álveri starfsheiti ATLANTSÁL ÍSAL Menntun Verkamenn 361 478 Verkstjórar 30 36 ýmis menntun Iðnaöannenn 175 173 iðnmennt Skrifstofufólk 18 67 verslunarskóli Stjórnun/sérfræðingar 38 13 tæknimenntim ’ ' 23 12 háskólamenntun Samtals

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.