Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 1

Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 1
20.-21. október 1990 yrir fimmtán árum ! kom út bókin j „Horfnir starfs- hættir“ eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi. Þau voru tildrög að tilurð bókarinnar að höfundur- inn, sem var þjóðhaga- smiður, hafði lengi unnið að viðgerðum amboða á Þjóðminjasafni. Þáver- andi þjóðminjavörður, dr. Kristján Eldjárn, vissi að hann var manna fróðast- ur um atvinnuhætti og verklag fyrri tíðar manna og var það fyrir hvatn- ingu hans að Guðmund- ur sneri sér að því að rita niður minningar sínar hér að lútandi. Er bókin fyrst kom út var hún án mynda, en nú hefur út- gefandinn, Örn og Örlyg- ur, fengið ívar Gissurar- son til þess að búa hana fjölbreyttu og ríkulegu myndefni og birtist mest- ur hluti þess fyrsta sinni í bókinni. Hún er á þriðja hundrað síður og er áhugamönnum um þjóð- lega menningu mikill fengur. Hér er fyrst borið niður í kaflanum „Gesta- beini“. Lengi hefur það verið haft á orði að íslendingar vaeru gestrisin þjóð, og hygg ég það ekkert of- mælt. Nokkuð hefur verið um það skrifað, en svo mun um það sem fleiri margþætt efni að það verður seint útrætt. Svo margt snertir það, beint og óbeint, að lengi má bæta einhverju smávegis við, sem ella er hætt við að gleymist með öl!u í hinum mikla hávaða og asa þessarar aldar, ásamt mörgu fleira, sem betur hefði verið varðveitt. Harðýðgin undantekning - fórnfýsin reglan En einmitt af því að gestrisnin er þjóðinni í blóð borin, hafa líka geymst frásögur um andstæðuna, þar sem eigingirni og miskunnar- leysi réðu skiptum. Þegar maður athugar fátækt þjóðarinnar á fyrri tíð, sem ég hefi hér aðallega í huga, einni til tveimur kynslóðum fyrir mitt minni, sér maður það að harðýðg- in hefur fremur verið undantekn- ing, en fórnfysin regla. Ekki var það alltaf létt að gefa síðasta bit- ann frá sér og sínum, þótt oft væri það gert, þegar annar var enn verr staddur. Þá var svo að allur matur var eld- aður á hlóðum í eldhúsi frammi í bæ, en búrið var venjulega rétt inn af því. Þar var aliur matur tekinn til, skammtaður, og ennfremur var þar aðalmatvælageymsla heimilis- ins, en þau voru að miklum hluta súrmatur, hákarl og harðfiskur, ef til var, fremur geymdur í skemmu í bæjarþorpi. Þegar búið var að skammta var Gripið niður í bók Guðmundar Þorsteins- sonar frá Lundi „Horfnir starfshættir", sem væntanleg er í nýrri útgáfu innan tíðar. Hér er hugað að gestabeina og eldiviðaröflun á fyrri tíð Áreiðanlegt er að fólk, einkum karlmenn, át miklu meira í eldri tíð en nú gerist og liggja til þess eðlilegar orsakir. Nærfellt allir börðust í bökkum með að hafa ofan í sig og sína; mikið af fæðunni var kostalítið. Mjólkina varð oft að blanda að ein- hverju með vatni til drýginda, og oft voru flautir hafðar út á skyr eða hræring, en það var mjólkurlögg, sem þeytt var, þar til hún var orðin að fyrirferðarmikilli froðu, og mik- ið var drukkið af sýru, bæði til svölunar og saðningar. Þetta þandi út magann, en það krafðist fylli. Eftir góða saðningu þoldu menn líka ótrúlega langa föstu, langar göngur og ævintýralega örðug- leika með furðulegu þolgæði, enda urðu margir hrakningar bæði á landi og sjó, svo sem víða má sjá sannanir fyrir, sem varla verða rengdar. Ég tek fram að það sem lýst er hér á undan er að mestu horfið í minni tíð, en í fullu gildi einni kynslóð áður. í rauninni var það þó allt annað en þetta, sem fyrir mér vakti, þeg- ar ég tók pennann í þetta skipti, en það var sá þáttur gestbeina, sem sjaldan heyrist nefndur á nafn, þ.e. þjónustubrögðin, sem heyrðu þó til gestamóttöku. Þau komu öll í hluta kvenna og eru eitt þeirra tröllauknu starfa kvenna frá þeim tíma, sem varla hefur verið að nokkru getið, en eru þó engir smá- munir. Plögg þerrud á kýrhornum Fyrst þurfti að draga af gestinum tvenna vota sokka og í mörgum til- fellum fleira fata, og alloft kom fyrir að hann var svo holdvotur að þurrka þurfti af honum allan ham- inn, og því þurfti að vera lokið, áð- ur en hann færi af stað að morgni. Það var oftast snemma, svo ekki var til setu boðið. Sú var líkn með þeirri þraut að víðast var þá all- margt fólk á bæjum, svo kvenfólk- ið gat nokkuð skipt með sér verk- um, þó allir hefðu nóg að gera. Varð þá oft eitthvað annað að sitja á hakanum í þess stað. Kom oftast niður á eldabuskunni að þurrka fötin, hvort sem það var húsfreyj- an sjálf eða einhver önnur. Hvers- dagslega voru hlóðarsteinarnir notaðir kostgæfilega til að þurrka sokka, vettlinga o.fl. slíkt, en þegar hrakviðri voru og þurrka þurfti bæði af heimamönnum og gestum, hrukku þeir lítið til og þurfti þá að grípa til fleiri ráða. Þegar nóg var til að láta f eldinn voru engin stórvandræði, en ekki var alls staðar og alltaf mikið ríki- dæmi. Þegar eldiviður var til var tekin stór hella, látin yfir hlóðirn- ar og kynt undir. Hún var töluvert stórvirk og notadrjúg, en standa þurfti stöðugt við að hagræða föt- unum, svo að þau þornuðu án þess að brenna. Var oft vakað yfir þessu heilu næturnar eftir mikla hrakn- inga. Stundum var í stað hellunn- Hátíðarkaffi í Máskoti í Reykjadal 1906. Gestrisnin á guöstóli situr“ maturinn oftast borinn til bað- stofu, hverjum einum réttur sinn askur og stundum einhver biti með, og svo sat hver á sínu rúmi, á meðan hann snæddi með horn- spæni og vasahnífi, eða öðrum smábusa. Stundum stóðu spónn og busi í litlum slíðrum yfir hverju rúmi, og sá ég það á góðu sveita- heimili, sem ég kynntist þegar ég var á tíunda ári og næstu ár þar á eftir, en það var talið einum tutt- ugu árum eftir sinni samtíð. Einn mann þekkti ég stöðugt nota spón fram um 1950, og mögulegt er að hann geri það enn. Þá var venju- lega hilla yfir hverju rúmi og væri viðkomandi ekki kominn var matnum skákað upp í hilluna, og beið hann þess svo að eigandinn leiddi sig að honum. Með sama hætti var gestum einn- ig færður þeirra skammtur, nema að stundum var matur þeirra sett- ur á naglfasta borðskák undir glugga, ef þeir kusu þá ekki heldur að sitja á einhverju rúminu og borðfærin voru hin sömu. Sex marka skálar Ekki man ég eftir öskum til dag- legra nota, en spæni sá ég eftir að ég kom í sveitina, þó skeiðar væru óðum að útrýma þeim. Næst eftir askana komu skálar, en þær voru komnar á undanhald, þegar ég man. Heyrði ég þær nefndar allt að sex marka stærð (3ja lítra), en sá þær ekki stærri en 3 marka og of- an í eina mörk. Á unglingsárum mínum eru þær óðum að hverfa, en diskar að koma í þeirra stað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.