Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 5
12 Tíminn Laugardagur 20. október 1990 Laugardagur 20. október 1990 liminn 13 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: að aðlaga verkið þeirri staðreynd. Ballettinn er í augum leikmanns í gamaldags, hefðbundnum stfl og svífa dansmeyjarnar um á táskóm og í slæðukjólum, í ágætri samvinnu við karldansarana. Fuglinum (Helena Jóhannsdóttir), vini Péturs, tekst að plata úlfinn (Hany Hadaya) þannig að Pétri og kettinum (Guðmunda H. Jó- hannesdóttir) tekst að koma böndum á hann. ("nmamyndir Aml Bjama) Danshöfundurinn Tcrence Etheridge Terence Etheridge, höfundur tveggja af þessum þrem dönsum, er íslendingum ekki alls ókunnur því að það var hann sem samdi og æfði dansana í sýningu íslensku óper- unnar á Carmina Burana, sem sýnd var hér sl. vetur við miklar vinsæld- ir og gerði síðan garðinn frægan í Gautaborg í haust í tengslum við mikið umtalaða bókasýningu. Hann hefur nú dvalist hér síðan í septem- berbyrjun og starfað með dans- flokknum. Hann kemur aftur á næsta ári til að þjálfa dansara ís- lenska dansflokksins og kveðst hafa mikinn áhuga á að finna dramatíska íslenska sögu til að semja dansa við. Terence Etheridge er gamalreynd- ur dansari og danshöfundur og hef- ur víða starfað, segist reyndar bara eiga Ástralíu eftir af heimsálfunum. Hann er upprunninn í Suður-Afríku og hóf dansnámið þar en fór ungur að árum til Englands og hélt þar áfram námi og starfi um langt skeið. M.a. annarra afreka hans má nefna að hann samdi dansa í Eugen Oneg- in fyrir Aldeburg Festival þar sem stjórnandi var Rostropovich, sá frægi sellósnillingur. Etheridge hef- ur mikið starfað í Asíu og þá ekki síst í Hong Kong, þar sem hann var listdansstjóri ballettsins í fjögur ár. Konsert fyrir sjö Konsert fyrir sjö samdi Terence Et- heridge upphaflega fyrir ballettflokk í Japan og var hann frumsýndur í Tókýó. Þá hét dansinn Konsert fyrir níu en vegna fámennis íslenska dansflokksins eru dansararnir nú ekki nema sjö og varð höfundurinn Pétur og úlfurinn bráðskemmtileg barnasýning íslenski dansflokkurinn heldur um þessar mundir sýn- ingar á þrem ballettum og fara þær fram í húsi íslensku óperunnar. Dansamir þrír eru Konsert fyrir sjö við tónlist eftir Sergei Prokofiev, Fjarlægðir við tónlist frá Marokkó og Pétur og úlfurinn við hina gamalkunnu og vinsælu tón- list Sergeis Prokofíevs. Danshöfundur fyrsta og síðasta verksins er Terence Etheridge, sem staddur er hér á landi til að stjóraa dansendum, en danshöfundur Fjar- lægða, er Hollendingurinn Ed Wubbe, sem stjóraaði sýningum íslenska dansflokksins á verkinu í Þjóðleik- húsinu 1986. Nýr Zetor turbo Ennbætistviö hópþeirraZETORdráttarvélasem íboöieru. Núerþaö ZETOR TURBO, meö 79 din. hestafla vél. Meöal annara nýjunga má nefna HYDROSTATIC vökvastýri, utanáliggjandi vökvadælu, farþega- sæti, loftbremsuúttak fyrir aftanívagna og radial hjólbaröa. Vakin er sérstök athygli á aö viö fáum aðeins 10 vélar fyrir áramót á sérstöku kynningarverði. Kr. 1.130.000.- Án VSK og skráningarkostnaðar. Viö hvetjum bændur því til aö gera pantanir strax. ZETOR VERÐLISTI 1. OKTÓBER 1990 * 5211 - Kr. 646.000.- Uppseldur 7245- Kr. 974.000,- Kemur f/áramót. 6211 - Kr. 723.000.- Á lager 7711 - Kr. 828.000,- Á lager 6245- Kr. 887.000.- Uppseldur 7745- Kr. 1.024.000.- Uppseldur 7211 - Kr. 752.000.- Á lager 7745 T Kr. 1.130.000.- Kemur f/áramót. * VERD ÁN VSK OG SKRÁNINGARKOSTNAÐAR. Umboöiö i L fpjr íslensk-tékkneska verslunarfélagiö hf. " Lágmúla5 Reykjavík Simi 91-84525 1 nSTG 8E7HING - HÖNHUH Úr Pétrí og úlfinum. Afinn (Flosi Ólafsson) vill draga Pétur (Einar Sveinn Þórðarson) inn í girðinguna af ótta við úlfinn. Öndin (Ólafía Bjamleifsdóttir) er á bandi Péturs og streitist á móti. Fjariægðir Fjarlægðir eru í allt öðrum dúr en Konsertinn. Þar vill höfundur skyggnast inn í hugarheim þeirra kvenna sem komið hafa til Hollands frá löndum eins og TVrklandi og Marokkó og eru í þeim hópi fólks sem vinnur lægst launuðu og óþrifalegustu störfin í þjóðfélaginu. Tónlistin er framandi og áhrifarík og ekki síður dansarnir. M.a.s. bún- ingamir eru framandlegir. Það er kraftur í þessum döpru kon- um sem sýnilega eiga ekki sjö dag- ana sæla. Leikmynd hafa Armenio og Marcel Alberts gert og búninga Heidi De Raad. Pétur og úlfurinn Og þá er komið að aðalburðarás sýningarinnar, Pétri og úlfinum. Tónlist Sergeis Prokofiev þekkja trúlega flestir og hafa gaman af flutningi hljómsveitar og sögu- manns. Ekki er langt síðan Þórhall- ur Sigurðsson sagði frá við hljóð- færaleik Sinfóníusveitar fslands og var sá flutningur m.a. sýndur í Sjón- varpi. Á mínu heimili er til plata frá 1960 þar sem Helga Valtýsdóttir seg- ir söguþráðinn í eigin þýðingu og stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands er dr. Vaclav Smetácek. Önnur plata, nýrri, er þar líka til. Þar segir Bessi Bjarnason frá en Philadelphia Orchestra, undir stjórn Eugene Ormandy annast tónlistarflutning- inn. Ekki er getið um útgáfuár á plötuumslagi en þessi plata er áreið- anlega til á mörgum heimilum. Það mun vera þessi plata sem leikin er við dansinn hans Terence Etheridge í íslensku óperunni þessa dagana. Já, flestir kannast við tónlistina og fylgjast vel með þegar hin ýmsu hljóðfæri gefa til kynna hvaða per- sóna lætur mest til sín taka þá stundina. En enn skemmtilegra er að sjá dansara fylla upp í hlutverkin, sem ekki hefur áður gerst hér á landi. Hins vegar hefur Terence Et- heridge farið vítt og breitt um Eng- land og sett upp danssýningar á Pétri og úlfinum og segir hann dansana taka stöðugum breyting- um. Leikmynd og búninga gerir Gunn- ar Bjarnason. Dansarar Dansarar í sýningunni eru: Ásdís Magnúsdóttir, Helena Jóhannsdótt- ir, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarn- Ieifsdóttir, Helena Jónsdóttir, Guð- munda H. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helga Bernhard og karldansararnir tveir Einar Sveinn Þórðarson og Hany Hadaya. Dansinn höfðar til allra aldursflokka íslenski dansflokkurinn tekur sér- staklega fram að sýningin sé fjöl- skyldusýning, eitthvað fyrir alla ald- ursflokka. Það má til sanns vegar færa, en það er áreiðanlegt að flestir krakkar kynnu vel að meta upp- færsluna á Pétri og úlfinum, þar sem ýmislegt kostulegt er að sjá. M.a.s. þurfa þeir ekki að taka nærri sér þegar úlfurinn gleypir öndina í heilu lagi, það heyrist í henni gaggið úr kvið úlfsins þegar búið er að handsama hann. Það væri því kannski óvitlaus hug- mynd að setja upp sérstaka barna- sýningu á ballettinum um Pétur og úlfinn og vinnst þá hvort tveggja að vekja áhuga barnanna á tónlist og ballett. E.t.v. væri fært að fara með sýninguna í skóla. Kristín Leifsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.