Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardágúr 20. október 1990 í TÍMANS RÁS iii fi ATLI MAGNÚSSON: Skáld á tignartróni Varla getur leikið vafi á því lengur að Mikael Gorbatsjov verður talinn með hinum „miklu mönnum" á 20. öld er fram líða stundir og ef heimur stendur, en það verðum við nú að telja óyggjandi. („Ef ég lifi — sem ég veit ég geri,“ sagði karl- inn). Oft má þó Iáta sér sjást yf- ir það á líðandi stund hverjir hljóta munu ódauðleikafetilinn um öxlina á leiksviði sögunnar. Þannig var það álit flestra um skeið í bernsku undirritaðs meðan stjarna Tommy Steele skein hvað skærast að þar með væri Eivis Presley gleymdur og búinn að vera. Finnst annað dæmi betra um hve skammt sýn okkar dauðlegra manna nær? Þeir eru nú teljandi sem muna eftir Tommy, en á gröf El- vis mun loga eilífur logi, eins og á minnismerki yfir milljónaher. En nú má sem sagt telja það al- veg víst að Gorbatsjov fer ekki sömu leiðina og Tommy, þótt vel gæti hann tekið undir með honum og sagt „Það er allt á floti alls staðar". Gorbatsjov er orðinn að ódauðlegri persónu og hefði orðið það þrátt fyrir Nóbelsverðlaunin. „Hann hefði nú hrunið þrátt fyrir kónginn," sagði ábótinn, þegar turninn á klaustri hans féll til grunna, skömmu eftir að konungur hans hafði verið jarðaður undir honum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem mikill fólkstjóri fær Nóbels- verðlaun og kemur þá öllum fyrst í hug Winston Churchill. En rétt eins og það hefði þótt hótfyndni að Gorbatsjov fengi hagfræðiverðlaun, eins og ástandið er í búðunum í Moskvu, treystu menn sér ekki til að láta Churchill fá friðar- verðlaun — mann sem hafði att Bretum áfram af feiknahörku í tveimur heimsstyrjöldum. Eng- in Nóbelsverðlaun voru ætluð sigursælum stríðsgörpum, en samt vildu menn með einhverju móti koma verðlaununum á hann, og „where there is a will there is a way“, eins og landar Churchills hafa að orðtaki. Churchill var afkastamikill rit- höfundur og engan veginn ómerkur, þótt flest snerust rit- verkin að vísu um hernað, svo og langfeðga hans, stríðsjálka mikla. Varð það úr að karl var sæmdur verðlaununum fyrir bókmenntir með pomp og prakt. Sænska akademían fór létt með að gera grein fyrir vali sínu, því sá frægi Siverz minnti á að ekki væri óalgengt að mikl- ir stjórnmálamenn og hermenn væru og rithöfundar góðir og minnti á þá Napoleon og Caes- ar. Lá í orðunum að þeir hefðu tvímælalaust orðið kandidatar hjá akademíunni, hefði hún fengið komið höndunum yfir þá. En Gorbatsjov fær semsé frið- arverðlaun. Þótt hann hafi rek- ið hernað um skeið á slóðum Djengis Khan, þá munu þær herfarir sennilega ekki hafa þótt nægilega bragðmiklar til þess að hann kæmi til greina sem nóbelsskáld. En ef þörf hefði gerst, þá hefði svo sem mátt tína til bók hans „Perestrojku", og hugleiðingar hans í Prövdu hefðu vel mátt nægja til að kalla hann „essayista", eins og Oct- avio Paz. En á þetta þurfti ekki að reyna og vonandi mun Gor- batsjov halda áfram að renna stoðum undir þann grun vorn, að líklega hafi friðarverðlaunin ekki komið niður í sem verstan stað. Fari hann í Guðs friði og með svona margar norskar krónur í handraðanum ætti hann að geta mætt vel nestaður til þings hinna „ódauðlegu“ á Ólympsfjalli. Ætti sjóðurinn lítt að hafa skerst er þar að kemur, því varla er hætta á að honum verði sólundað í Moskvu í ná- lægri framtíð. Gettu nú Það var Garðskagaviti, sem síðast var spurt um, en hann þekkja þeir sæ- farendur vel sem siglt hafa hvort sem er oftar eða sjaldnar fýrir Reykjanesið. Nú er það guðshús sem um er spurt Við höldum okkur enn á svipuðum slóðum, eins og Suður- nesjamenn munu skjótt sjá. KROSSGATA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.