Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 1
Forsætisráðherra segir þær hugmyndir, sem viðraðar hafa verið að undanfömu um að íslendingar eigi að íhuga aðild að Evrópu- bandalaginu, lýsa uppgjöf við það verkefni að tryggja hér lífkjör: Engin rök hníga að aðild að Steingrímur Hermannsson fbrsætis- ráðherra sagði í stefhuræðu sinni á Alþingi í gær að engin rök væru fyrir inngöngu íslendinga í Evrópubanda- lagið, enda myndi slíkt einungis leiða til þess að við drukknuðum í mann- hafínu og yrðum lítið annað en „áhrífalaus útkjálki, eins konar hrá- efríamiðstöð". Tilefni þessara um- mæla forsætisráðherrans er að „ábyrgir aðilar", eins og hann orðaði það, hafa nú vakjð máls á því, að e.tv. værí rétt að íslendingar sæktu um fulla aðild að Evrópubandalag- inu. Þeiraðilar, sem forsætisráðherr- ann er hér að vísa til, eru vafalaust ýmsir sjáKstæðismenn, með Þor- stein Pálsson í broddi fýlkingar, sem lýst hafa yfjr að tímabært sé að ræða af fullrí alvöru um aðild að EB. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni í gær að samflot fslendinga og ann- ara EFTA-ríkja í samningum við EB hafi reynst erfíðara en margir ætluðu, en þá braut yrði að ganga til enda á sama tíma og sérsamningar íslend- inga og EB væru undirbúnir. Hins vegar undirstríkaði forsætisráðherra að ekkert annað en uppgjöf fælist í því að fara nú að ræða um inngöngu í Evrópubandalagið. Hann sagði það vera „uppgjöf við það stóra verkefríi að tryggja hér lífskjör, sem eru sam- bæríleg við það sem best geríst í löndum Evrópubandalagsins." • Opnan i ¦'- ^á; ~^|j ¦ . Steingrfmur Hermannsson, forsætisráðherra flytur stefnuræðu sina á Alþingi (gær. Timamynd: pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.