Tíminn - 23.10.1990, Page 1

Tíminn - 23.10.1990, Page 1
boðað fijálsiyndi og framfarir í sjö tugi ára mnmm ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 - 204. TBL. 74. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 90, Forsætisráðherra segir þær hugmyndir, sem viðraðar hafa verið að undanförnu um að íslendingar eigi að íhuga aðild að Evrópu- bandalaginu, lýsa uppgjöf við það verkefni að tryggja hér lífkjör: Steingrímur Hermannsson fbrsætis- ráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að engin rök væru fýrír inngöngu íslendinga í Evrópubanda- lagið, enda myndi slíkt einungis leiða til þess að við drukknuðum í mann- hafinu og yrðum lítið annað en „áhrífalaus útkjálki, eins konar hrá- efnamiðstöó“. Tilefni þessara um- mæla forsætisráðherrans er að „ábyrgir aðilar“, eins og hann orðaði það, hafa nú vakjð máls á því, að e.tv. værí rétt að íslendingar sæktu um fulla aðild að Evrópubandalag- inu. Þeir aðilar, sem forsætisráðherr- ann er hér að vísa til, eru vafalaust ýmsir sjálfstæðismenn, með Þor- stein Pálsson í broddi fýlkingar, sem lýst hafa yfir að tímabært sé að ræða af fullrí alvöru um aðild að EB. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni í gær að samflot íslendinga og ann- ara EFTA-ríkja í samningum við EB hafi reynst erfiðara en margir ætluðu, en þá braut yrði að ganga til enda á sama tíma og sérsamningar íslend- inga og EB væru undirbúnir. Hins vegar undirstrikaði forsætisráðherra að ekkert annað en uppgjöf fælist í því að fara nú að ræða um inngöngu í Evrópubandalagið. Hann sagði það vera „uppgjöf við það stóra verkefríi að tryggja hér lífskjör, sem eru sam- bæríleg við það sem best geríst í löndum Evrópubandalagsins.“ • Opnan Steingrlmur Hermannsson, forsætisráðherra flytur stefnuræðu sina á Alþingi i gær. Timamynd: Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.