Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 23. október 1990 ÚTLÖND Páll Pétursson forseti Norðurlandaráðs er nýkominn heim frá Sovétríkjunum, en þar fór hann fyrir sendinefnd ráðsins: Vilja aukið samstarf við Eystrasaltsríkin Fyrir tveimur árum vaknaði áhugi innan Norðurlandaráðs fyrir því að koma á einhverjum tengslum eða samstarfi við Austur- Evrópu í kjölfar þeirra breytinga sem hafa átt sér þar stað. f fram- haldi af því bauð Gorbatsjof sendinefnd frá Norðurlandaráði heim. Þessi sendinefnd átti að fara í fyrravor, en þegar hún fékk ekki áritun til Lithaugalands, var ferðinni aflýst. Páli Péturssyni var síðan boðið sem gesti Æðstaráðs Sovétríkjanna til Moskvu í sumar og þar fékk hann tækifæri til að hitta ráðamenn, sem lof- uðu að veita sendinefndinni fararleyfi til Lithaugalands eins og til annarra svæða. „í Sovétríkjum er afarflókið stjórnmálaástand og mikil óvissa ríkir á mörgum sviðum. Við hitt- um þarna bæði fulltrúa Æðsta ráðsins, þ.e.a.s. menn Gorbatsjofs, sem vilja halda ríkjasambandinu saman, en einnig hittum við menn sem vilja að hin einstöku ríki kljúfi sig út úr ríkjasambandinu.“ Páll sagði sendinefndina hafa rætt við forsetaÆðsta ráðsins og fleiri hátt- setta stjórnmálamenn í Moskvu, en þangað fór sendinefndin fyrst. „Þessir menn draga enga dul á það að ástandið er mjög alvarlegt. Efnahagskerfið er hrunið. Þeir hafa ákveðið að koma á markaðs- búskap, þó þeir deili um á hve löngum tíma það skuli gerast. Á því eru miklir annmarkar, t.d. hafa þeir ekki mynt, sem er á sama verði alls staðar." Páll sagði að þeg- ar matur fengist á réttu verði, væri hann afar ódýr og um myndi hækka um allt að sjö sinnum mið- að við markaðsverð. Svo væri um flest annað, ekki síst kaup, og breyting yfir í markaðshagkerfi væri því hrein bylting. „Það er vöruskortur víða í Sovét- ríkjum, næg matvæli eru fram- leidd þar, en 40-60% komast aldrei leiðar sinnar til neytenda." Hann sagði markmið þeirra vera að leysa upp samyrkjubúin og koma á fót einkaframtaki, en þeir væru í vandræðum vegna þess að engin bændastétt væri lengur til staðar, engir sem kunna að búa með fjöl- skyldubúskapar sniði. „Starfs- mennirnir á samyrkjubúunum kunna bara einhæf störf, þ.e.a.s. þeir sem kunna að fara með kýr kunna ekkert annað en fara með kýr o.s.fr. Vegna þess að vöruskort- ur er í landinu stuðlar það að hamstri þegar eitthvað er til og svartamarkaðsbraski." í máli Páls kom fram að umhverf- ismál væru í miklum ólestri þar eystra og þeim málum var slælega sinnt í mörg ár. „Nú er ástand um- hverfismála þar orðið ákaflega slæmt og er Tsjernobylslysið til vitnis um það. Við fengum upplýs- ingar í ferðinni að Tsjernobylslysið hefði áhrif á landssvæði þar sem byggju um 40 milljónir manna, sem kynnu að hafa orðið fyrir áhrifum af slysinu með einum eða örðum hætti. Það er ægileg nikkel- mengun nálægt landamærum Noregs, eitthvert umhverfisslys hefur orðið í Hvítahafi en þar er fiskurinn dauður á stóru svæði, og iðnaðarmengun er ægileg víða um Sovétríkin. Einnig mengun frá landbúnaði, vegna þess að með því að hafa einingarnar svona stórar þá safnast saman mikill úrgangur á fáa staði, að umhverfismengun hlýst af og jarðvatn skemmist." Páll sagði þetta verða til þess að ríkjasambandið er að gliðna. Gor- batsjof og hans menn reyna að bæta ástandið, halda ríkjasam- bandinu saman og reyna að fleyta því áfram með hraðfara breyting- um. Breytingar innanlands láta hins vegar á sér standa og þrátt fyr- ir vinsældir hans utanlands kemur það ekki að miklu gagni innan Sovétríkjanna. „Hann hafði mik- inn stuðning meðal mennta- manna, og hefur kannski enn og þeirra sem skildu hvað hann er að fara. En vöruskorturinn og vand- ræðin heima fyrir verða til þess að alþýða manna telur hann ekki koma neinu í verk, eða umbóta- áætlanir hans innanlands séu mis- ráðnar og muni ekki takast. Þeir kenna honum og stjórn hans um hið alvarlega efnahagsástand.“ Páll sagði að einn viðmælandi sendinefndarinnar taldi tvo þrösk- uldi vera í vegi fyrir umbótum. í fyrsta lagi væru það íhaldsmenn, þ.e.a.s. kommúnistar af gamla skólanum. í öðru lagi væri það al- menningur sem ekki skildi gildi umbótanna og tryði ekki að verið væri að vinna að umbótum. „Ég held að þetta verkefni Gorbatsjofs sé orðið það erfitt að það verði honum ákaflega torsótt. Ríkjasam- bandið er sem sagt að gliðna, ríkin vilja öðlast sjálfstæði m.a. til þess að þau sem betur eru sett geti bjargað sér. Þau hafa mörg hver trú á því að þau séu betur sett sjálf- stæð heldur en innan ríkjaheildar- innar.“ Sendinefndin hitti varaforseta rússneska lýðveldisins, sem er frægur hagfræðingur og nýtur mikils álits. „Hann dró enga dul á það, að Rússlandi yrði ekki bjargað nema að losa það úr ríkjasamband- inu, eða losa um tengslin. Hann sagði beinlínis við okkur að þetta væri að eyðileggja efnahagskerfið og umhverfið." Ráð Gorbatsjofs er að búa til nýja sambandssamning milli ríkjanna. „Þetta vilja sum ríkin fallast á, en Páll Pétursson fórsetí Norður- landaráðs. ekki öll. Eystrasaltsríkin vilja með engu móti undirskrifa slíkan samning, en þau telja að þar með séu þau að festast í Sovétríkjunum, heldur vilja fá fullt frelsi." Páll sagði að mikill spenna væri í loft- inu um þetta mál. Sendinefndin hitti leiðtoga Eystrasaltsríkjanna og átti með þeim langa fimdi. „Okkar erindi var fyrst og fremst að ræða um- hverfismál, efnahags- og menning- armál og koma á sambandi. Við gátum ekki bannað þeim að tala um pólitík eða um viðhorf sitt til hennar, sem þeir gerðu óspart.“ Sendinefndin gaf út fréttatilkynn- ingu áður en hún yfirgaf Eystra- saltsríkin og þar er lýst yfir að nefndin muni Ieggja til við Norð- urlandaráð, að það beiti sér fyrir auknum samskiptum. „Við nefnd- um í þessari fréttatilkynningu nokkur af þeim viðfangsefnum, sem væru til þess fallin að um þau yrðu samstarf. í fyrsta lagi er það umhverfisvernd. Þeir þurfa nauð- synlega á því að halda að fá sér- fræðiþekkingu frá okkur og einnig tækni. Þeir báðu um hjálp í heil- brigðismálum, þeir eiga t.d. ekki hjólastóla eða hjálpartæki eins og á Vesturlöndum. Ef þeir hugsa sér að byggja upp þjóðfélög að vestrænni fyrirmynd, þurfa þeir á öðruvísi tungumálakunnáttu að halda en þeir hafa núna. Ein hugmynd sem fram kom var sú, að fólk á Norður- löndum sem væri hætt störfum á vinnumarkaði, myndi vera mjög vel þegið sem tímabundinn starfs- kraftur í Eistlandi. Það gæti t.d. hentað kennurum prýðilega, sem komnir eru á eftirlaun í sínum löndum, að eyða nokkrum mánuð- um í Eystrasaltslöndunum við kennslu. Eins væri það með lækna og reyndar fleiri stéttir." Þá væri einnig áhugi í þessum Iöndum að kynnast fjölmiðlum á Vesturlönd- um og fleiru. Páll sagði að ástandið í stjórnmál- um væri ótryggt og erfitt væri aö sjá fyrir um framhaldið. „Sjálf- stæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna, sem ég hef persónulega afar mikla samúð með, gerist ekki á auga- bragði, það hlýtur að þurfa að vera þróun og samningsatriði, en hér er um flókið mál að ræða. Á hinn bóginn hlýtur maður líka að hafa samúð með Gorbatsjof og hans mönnum, sem telja það sitt hlut- verk að halda ríkinu saman, því ef ríkið leysist um þá getur þetta einnig logað allt saman í illdeild- um. Það er hægt að hugsa sér það, að ef Gorbatsjof sleppti öllu lausu, þá myndi herinn taka málið í sínar hendur. Ég hef ekki trú á að það yrði undir stjórn kommúnista, það gæti alveg eins orðið einhverjir fasistadólgar eftir suður-amerískri fyrirmynd. Til þess má maður ekki hugsa. Þannig að þetta er vandröt- uð slóð.“ -hs. KENYA SLITUR STJORNMALA- SAMBANDIVIÐ NORDMENN Kenýa sleit í gær stjómmálsam- bandi við Norðmenn og ásakaöi þá um að hafa stutt við bakið á tilraun- um útlægra andófshópa til að steypa stjóra landsins, sem er eins flokks stjóra, sem lýtur Daniel arap Moi forseta. Ákvörðun þessi kom í kjölfar harðra deilna milli þjóðanna vegna stjórnarandstöðumanns, Koigi wa Wamwere, sem var sakaður um landrán eftir að hann sneri heim á dularfullan hátt eftir útlegð í Nor- egi. í yfirlýsingu, undirritaðri af utan- ríkisráðherra Kenýa, Wilson Ndolo Ayah, eru Norðmenn sakaðir um að hafa haft fjandsamlega afstöðu í garð Kenýa um nokkurn tíma og sendiherra Noregs skipað að loka sendiráði sínu og koma sér úr landi innan sjö daga. Með beinni skírskotun til máls Wamweres eru Norðmenn sakaðir um að hafa verið aðilar að ólöglegu athæfi útlaga sem hafi reynt að grafa undan stöðu ríkisins og löglega kjörinni stjórn þess. Norðmenn hafa neitað þessum ásökunum og kveðast harma þá ákvörðun sem Kenýmenn hafa tekið og hvetja þá til að endurskoða af- stöðu sína. Kenýa hefur ekki sendi- ráð í Noregi. „Þess er ekki óskað af okkar hálfu að slíta stjórnmálasambandi við Ke- nýa“, sagði Tom Vraalsen ráðherra þróunarmála erlendis. Wamwere, sem er fyrrverandi þing- maður, flúði til Noregs árið 1986 og setti þar á stofn leynilegan and- spyrnuhóþ sem kallaðist Fram- varðalið kenýskra ættjarðarvina (KPF). Hann var handtekinn í Naíróbí 8. október sl. og var á föstudaginn ákærður, ásamt þremur öðrum, fyr- ir að hafa skipulagt vopnaða and- spyrnu gegn stjórn landsins. Ef þeir verða sekir fundnir, geta þeir átt dauðadóm yfir höfði sér. Norsk stjórnvöld, sem veitt höfðu Wanwere hæli sem pólitískum flóttamanni, mótmæltu handtök- unni og fóru fram á það við mann- réttindadómstól Sameinuðu þjóð- anna að hann rannsakaði málið. Stjórn Moi hefur verið harðlega ásökuð af mannréttindahreyfingu Kenýumanna í Svíþjóð um að Wam- were hafi verið rænt og hann fluttur til Kenýa af útsendurum stjórnar- innar. Tilkynningin á mánudaginn fylgdi harðorðri ræðu Mois á laugardaginn þar sem hann deildi harðlega á er- lendar ríkisstjórnir fyrir að reyna að þvinga í gegn stjórnarfarsbreytingar með því að hóta að draga úr þróun- arhjálp. Áður en Wamwere var handtekinn hafði norska stjórnin tilkynnt um 20% prósent samdrátt í þróunar- hjálp á næsta ári. Stjórnin kvaðst hafa áhyggjur af lýðræði og mann- réttindum í Kenýa. Moi hefur verið við völd í 12 ár og hefur orðið fyrir stöðugt meiri þrýstingi heima og erlendis frá um að afnema einsflokkskerfið. í júlí sl. fórust að minnsta kosti 20 manns þegar til óeirða kom um allt land, þegar bannað var að halda fjölda- fundi til stuðnings lýðræði. Eftir handtöku Wamweres hafa að minnsta kosti 15 stjórnarandstæð- ingar til viðbótar verið handteknir. Á mánudaginn hitnaði enn meir í kolunum þegar Ajuma Oginga Od- inga, fyrsti varaforseti Iandsins eftir að það hlaut sjálfstæði árið 1963, skammaði Moi fyrir að kenna út- Iendingum um vandamál þjóðarinn- ar. „Baráttan fyrir lýræði hefur ekki verið háð af útlendingum, hún hef- ur verið háð af Kenýamönnum, fyrir Kenýamenn og gegn pólitískum kúgunaröflum landsins," sagði hann í fréttayfirlýsingu. Raila, sonur Odingas, hefur verið hafður í haldi án réttarhalda frá því til óeirðanna kom í júlí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.