Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. október 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Bolli Héðinsson: Hvers vegna EFTA-EB viðræður? Ákvörðunin um sameiginlegan markað allra þjóða Evrópubanda- lagsins (EB), svokallaðan „innri markað“ þeirra, sem fyrirhugað er að koma á fyrir 1992, varð til þess að breyta umræðu og af- stöðu manna annars staðar í Evrópu tii EB. Ljóst var að niður- staða þessara vangaveltna yrði hjá mörgum þessara þjóða sú að sækja um fulla aðild að EB. Hins vegar er hugur EB til að taka við miklum fjölda nýrra aðildarþjóða mjög blendinn, m.a. vegna þeirra stórræða sem bandalagið stendur sjálft í gagnvart eigin málefnum. Þjóðir fnverslunarbandalagsins EFTA, á borð við Svíþjóð, Sviss og ís- Iand, sem telja sér af pólitískum ástæðum ekki eftirsóknarvert að sækja um aðild, sáu einnig fyrir sér að verða einangraðar í nýrri Evrópu, gangi hinar aðildarþjóðir EFTA í EB. Þegar hér var komið sögu gerði EB hins vegar lýðum ljóst að þeir yrðu ekki til viðræðu við einstakar þjóðir um aðild, þar sem þeir yrðu svo upp- teknir af eigin málum næstu árin, en vildu samt sem áður veita öðrum þjóðum Vestur-Evrópu einhverja úr- lausn. Því varð það úr að Jacques Delors, framkvæmdastjóri EB, kom með þá hugmynd að reynd yrði svo- kölluð „tveggja stoða lausn". Tveggja stoða lausnin er fólgin í því að EFTA verður önnur stoðin en EB hin stoðin sem eiga að rísa undir Evrópu framtíðarinnar. Samkvæmt hugmyndum framkvæmdastjómar EB yrði sameiginlega unnið að sam- ræmingu ákvæða, setningu reglu- gerða og eftirliti með viðskiptahátt- um á vegum beggja aðilanna, EB og EFTA, sem þá mynda sameiginlega „Evrópska efnahagssvæðið" (EES). EFTA — alþjóða- stofnun með lágmarksumsvif Á vegum EB er að sjálfsögðu að finna ótal stofnanir og samtök sem geta sinnt slíku hlutverki, s.s. dóm- stóla, fastanefndir og fleiri úrskurð- ar- og umfjöllunaraðila, en því er öðruvísi farið hjá EFTA. EFTA hefúr ekki áðurverið ætlað svo veigamikið hlutverk sem sjálfstæður aðili í samningaviðræðum við aðrar stofn- anir eða þjóðir. Því útheimtir tveggja stoða lausnin umtalsverða styrkingu EFTA sem fjölþjóðlegrar stofriunar og því í reynd pólitísk ákvörðun um að láta EFTA, sem eingöngu hafði verið stofnað sem fríverslunar- bandalag með lágmarksumsvifúm, fara að gegna mun veigameira hlut- verki. Ríkisstjómir EFTA-ríkjanna telja hins vegar að hér sé komin leið sem geti í framtíðinni reynst happa- drjúgur millivegur fyrir þær Evr- ópuþjóðir sem standa utan EB. Var því ákveðið að reyna til þrautar í samningaviðræðum við EB að sjá hverju fram vindur og hvaða skyldur EES leggur EFTA á herðar. í fyrstu settu menn sér þau mörk að fá botn í viðræðumar fyrir árslok 1990 en þær hafa heldur dregist á langinn svo niðurstöðu er ekki að vænta fyrr envorið 1991. Á meðan þessar viðræður fara fram hafnar EB því að eiga viðræður við einstök EFTA-ríki, hvort sem um væri að ræða hugsanlega aðild eða tvíhliða samkomulag. Það er því á misskilningi byggt að álíta að íslend- ingar hafi val um í hvaða formi þeir hagi viðræðum sínum við EB, vilji íslendingar eiga viðræður við þá yf- irleitt Að þessum samningaviðræðum loknum veður fyrst Ijóst hvemig við íslendingar teljum að hagsmunum okkar verði best fyrir komið í Evr- ópu framtíðarinnar. Þá hljótum við að meta stöðuna og velja hvaða leið við kjósum að fara í utanríkisvið- skiptum okkar. Gangi þessar samn- ingaviðræður eftir eins og bjartsýn- ustu menn vona, þá er með EES komið heppilegt fyrirkomulag á samskiptum íslands og Evrópu. ís- lendingar væm fullgildir þátttak- endur og nytu kjara á borð við aðrar Evrópuþjóðir án þess að týnast í mannmergðinni. Verði niðurstaða samningavið- ræðna EB og EFTA hins vegar nei- kvæð er vandséð um framhaldið. Þá kynni svo að fara að mörg EFTA- ríkjanna fari í biðröð aðildar að EB sem gæti tekið þau fleiri ár. Enn er heldur ekki séð hverju fram vindur með viðskiptalega stöðu hinna ný- frjálsu þjóða Austur-Evrópu, hvar EFTA- þjóðirnar og ekki hvað síst, hvar EB ætlar þeim stað í framtíð- inni. Fyrirvarar íslands í hugsanlegum tvíhliða samninga- viðræðum EB og íslands yrðu það sömu fyrirvarar sem við íslendingar settum fram þar og nú em settir fram í samningaviðræðum um EES. Þeir snerta þau svið sem nefnd hafa verið „frelsin fjögur", sem þýða óhefta flutninga á vömm, fjármagni og þjónustustarfsemi auk búferla- flutninga. Vömflutningar til og frá landinu uppfylla nú þegar öll skil- yrði um frjálsa flutninga og nýlegar breytingar á gjaldeyrisreglum gera ráð fyrir aðlögunartíma að óheftum fjármagnsflutningum til ársins 1993. Tæpast er að vænta stórfelldra örðugleika í samningum um heim- ildir fyrir ýmiss konar erlenda þjón- ustustarfsemi hér á landi eða heim- ild fyrir íslendinga til að veita þjón- ustu erlendis. Þó verður vegna smæðar íslensks þjónustumarkaðar (t.d. tryggingafélög og bankar) að leita rúms aðlögunartíma áður en erlendir aðilar fengju óheftan að- gang. Óheftir búferlaflutningar fólks frá EB og EFTA löndunum kunna að reynast erfiðari viðfangs. Þrátt fyrir að viðsemjendum okkar sé bent á fá- menni íslendinga og þá augljósu hættu sem þjóðin yrði í, verði fólks- flutningar hingað vemlegir, þá benda þeir á móti Ld. á Lúxemborg sem em lítið eitt fjölmennari en við og hafa búið við óhefta búferlaflutn- inga án þess að þangað hafi flykkst fólk í stómm stíl. Fyrir íslendinga sem vilja sækja sér menntun og reynslu til Evrópulanda, til að flytja með sér aftur heim, kann þetta að reynast ómetanlegt, líkt og reynslan hefur verið af búseturétti okkar á Norðurlöndum. Viðsemjendum okkar ætti hins vegar að vera alveg ljóst að hér er um gmndvallaratriði í samningaviðræðum að ræða og ís- lendingum alls ekki fært að semja um óhefta búferlaflutninga án ör- yggisákvæðis þannig að stöðva megi frekari flutninga fólks frá Evrópu- löndum til íslands, verði þeir orðnir umtalsverðir. Víðast hvar í veröldinni, bæði með- al einstakra þjóðlanda og hjá alþjóð- legum stofnunum, er sjávarútvegur flokkaður með landbúnaði. Þetta setur höfúðatvinnuveg okkar á bás með vandamálaatvinnugreinum sem lúta öðmm lögmálum en önn- ur atvinnustarfsemi. Því var það vemlegur áfangi sem náðist innan EFTA þegar íslendingar náðu því fram að fjallað yrði um sjávarfang eins og hverja aðra vöm er Iyti sömu lögmálum og t.d. iðnvamingur. EB heldur hins vegar fram þeirri skoð- un að sjávarútveg eigi ekki að með- höndla eins og hvem annan at- vinnuveg og hafa því ekki viljað fall- ast á fríverslun með sjávarafurðir. Þess í stað vilja þeir versla við okkur íslendinga um aðgang fiskiskipa að íslenskri fiskveiðilögsögu gegn af- námi tolla af sjávarafurðum. Með því er verið að blanda saman tveimur óskyldum málum; annars vegar að- gangi að auðlindum og hins vegar frfverslun með vömr. Aðrar þjóðir áskilja sér rétt til að hindra eignar- aðild útlendinga að auðlindum og nægir þar að nefna Breta sem tak- marka aðgang útlendinga að olíu- lindunum í Norðursjó, svo fordæmi em næg til að styðja kröfu okkar um íslenskt forræði fyrir auðlindum lands og sjávar. Hvers konar bandalag verður EB? Ljóst er að bmgðið getur til beggja vona hvort EES verður að vemleika eða ekki. Hvort sem verður, þá hafa íslensk stjórnvöld haldið á málinu með þeim eina hætti sem mögulegt var. Þ.e. láta fyrst reyna á hvort hægt væri að mynda EES. Tákist það ekki liggur fyrir að fara í tvíhliða viðræð- ur án þess að nokkmm dymm hafi verið lokað. Miklu heldur verður að telja að fleiri og betri kostir hafi ver- ið kannaðir og í raun er ekki hægt að taka málefni EB eða hugsanlega að- ild að EB til umræðu fyrr en að þessu loknu. Enda liggur fyrir að EB er hvorki reiðubúið í tvíhliða við- ræður né viðræður um aðild fyrr en viðræðumar um EES hafa verið leiddar til lykta. Aðeins neikvæð út- koma úr tvíhliða samningaviðræð- um íslands og EB gæti leitt til þess að íslendingar þyrftu að hugleiða að- ild að EB auk þess sem það réðist að nokkm leyti af því hver viðbrögð annarra aðildarþjóða EFTA verða. Verði EES ekki að vemleika og þá ekki hvað síst hvað EB afræður að bjóða öðmm Evrópuríkjum upp £ Fari svo að öll ríki Evrópu (e.t.v. að Sviss og íslandi undanskildu) þ. á m. Austur- Evrópuríkin öll (nema e.Lv. Rússland) gangi í EB sem er einfald- lega ekki tímabær spuming, auk þess sem við vitum ekki hvers konar EB það verður sem um yrði að ræða. BÓKMENNTIR NÝJA SAGAN Tímarit Sögufélags, 4. árgangur 1990 Ný saga á að vera málgagn hinna yngri sagnfræðinga okkar, enda eins- konar framhald ársrits sagnfræði- nema sem Sagnir hét. Tímaritið Saga heldur áfram og kemur út árlega í sama formi og áður. Ný saga flytur jöfnum höndum sagn- fræðilegt efni og hugleiðingar um sögu og sögukennslu. Hér em meðal annars hugleiðingar um sagnfræði sem list eða vísindi. Slíkar hugleið- ingar finnst okkur sumum að séu nokkuð til hliðar við kjama málsins. Sagnfræðin er til þess að geyma rétta sögu og segja frá því sem gerðist eins og það var. Samt er löngum deilt um hvað sé rétt, — hvað gerðist og hvers vegna? Síst er því að neita að sumar frásagn- ir sem notaðar em sem sagnfræðileg- ar heimildir em listaverk sem ekki em að öllu nákvæm og rétt skýrsla um það sem gerðisL Svo er t.d. um Heimskringlu Snorra Sturlusonar, að við tölum ekki um íslendingasögur. Hitt vitum við að jafnan er hálfsögð sagan þegar einn segir frá og margir þættir almennrar sögu hafa verið sagðir af talsverðri hlutdrægni. Því er það skyldugt hlutverk sagnfræðinnar að endurskoða allar sögur. í þessum árgangi Nýrrar sögu ritar Egill Ólafsson um Óhlýðni og aga- leysi á íslandi á 17. og 18. öld. Þar er frá ýmsu að segja, enda hafa íslend- ingar alla tíð reynt að brjóta þau lög sem þeir sáu sér hagkvæmt að brjóta. Egill dvelur einkum við slæmt umtal og virðingarleysi gagnvart konungi og öðmm tignum valdamönnum. Egill segir að frægasta hýðing ís- lenskrar sögu sé eflaust hýðing Jóns Hreggviðssonar á Alþingi árið 1693. Sú hýðing var gleymd, en geymd í Al- þingisbókum. Frægð sína fékk hún þegar Laxness notaði hana í sagna- bálk sinn íslandsklukkuna. í mínu ungdæmi var frægast hýðinga þegar Hólmfastur var hýddur við staur vegna þess að hann seldi fáa fiska öðr- um kaupmanni en þeim sem keypt hafði réttinn til að versla við hann. Einokunin snerti miklu fleira fólk en þau ákvæði að ekki mætti tala óvirðu- lega um konunginn. Öll heimili þurftu að versla en menn gátu látið vera að tala um konung svo að vitn- um yrði við komið. Hins vegar var friðhelgi konungs gagnvart umtali þegnanna merkilegt dæmi um tign hans þar sem illmæli um hann gekk guðlasti næst. Sagnfræðin má gæta sín gagnvart skáldskapnum. Hólmfastur hverfur í skugga Jóns Hreggviðssonar. Mig grunar að þegar leiðsögumenn sumir eru að fræða erlenda og innlenda ferðamenn um land og sögu þá þoki söguleg fræði og íslenskar þjóðsögur fyrir skáldskap meistara eins og Lax- ness og Jóhanns Sigurjónssonar. Saga Fjalla-Eyvindar verður í munni þeirra að nokkru sótt í leikrit Jó- hanns. Og íslandsklukkan er áleitin. Lengsta greinin í þessum árgangi er ritgerð Eggerts Þórs Bemharðssonar um átthagafélög í Reykjavík. Virðist mér að hann telji tíma þeirra nú að mestu liðinn og mun það rétt. Átt- hagafélögin urðu til á fyrstu árum aldarinnar og voru þá miðuð við stór svæði. Á ámnum 1911-1914 orti Jón TVausti veislukvæði fyrir Vestfirðinga, Snæfellinga, Norðlendinga og Aust- firðinga til notkunar á mótum þeirra. Síðan urðu átthagafélögin fleiri og bundin minna svæði, einni sýslu eða einum firði. Innflytjendur eltust og tengdust ýmiskonar fjölskyldubönd- um og höfðu því ekki sömu þörf fyrir átthagafélagið. Þó em þau sum starf- andi enn, enda hafa ýmis þeirra helg- að sig ákveðnum verkefnum til hliðar við það að vemda og viðhalda inn- byrðis kynnum. Guðmundur J. Guðmundsson færir sterkar líkur fyrir því að bagall einn í safni Viktoríu drottningar og Alberts muni vera íslenskur en hann hefur verið talinn norskur. Hann er lista- verk, skorinn úr rostungstönn. Gfsli Gunnarsson ritar um fátækt á íslandi á fyrri tímum. Víst er þar frá ýmsu að segja en ofmælt þykir mér vera að „saga íslenskrar fátækralög- gjafar 1281-1905 gengur fyrst og fremst út á það að búa fátæklingum strangari kost.“ Löggjöfin miðaði öðm fremur við það að halda lífi í fá- tækum og t.d. þau ákvæði að vama allslausum mönnum að ganga í hjónaband og eignast böm vom gerð til verndar þeim. Þrátt fyrir þær hömlur varð öðm hvom meiri og minni mannfellir vegna fátæktar. Yf- irleitt svarf neyðin fastast að þeim sem snauðastir vom. Lífsbaráttan var svo hörð að menn lögðu hart að sér og kröfðust þess af öðmm. Auðvitað má hugsa sér fræðilega þann mögu- leika að réttur allra væri virtur og hver maður hefði sinn bameignar- kvóta líkt og nú á að vera í Kína. Rík- ar ástæður vom til að takmarka ómegðina. Hér er ekki unnt að ræða hverja grein þessa heftis fyrir sig. Þó skal að- eins víkja að grein Ólafs Ásgéirssonar um efnahagsstefnu íslenskra sósíal- ista á ámm síðari heimsstyrjaldar. Þar segir um sósíalista; „Þeir vom eina pólitíska hreyfingin sem gekk að því óskipt að íslendingar nýttu sér þann byr sem veltiár stríðsins sköpuðu til að fleyta þjóðinni inn á nýtt tækni- og lífskjarastig." Síðan á að færa rök fyrir þessari sér- stöðu með því að lýsa tregðu annarra og þá koma þessi orð: „Framsóknarmenn fóm þar fremstir í flokki og Vilhjálmur Hjálmarsson segir að það hafi verið kjaminn í stefnu þeirra að ríkissjóður safnaði til sín eins miklu af stríðsgróðanum og unnt yrði svo hefja mætti stórfelldar nýbýlaframkvæmdir og aukna báta- útgerð í sjávarþorpunum eftir stríð- ið.“ Hér var því ekki um djúpstæðan ágreining að ræða. Allir hugðu gott til nýtingar stríðsgróðans. Nýsköpun- artogararnir fleyttu þjóðinni ekki á „nýtt tæknistig". Síðutogarar með gufuvélum vom úrelt tæki svo að segja um leið og þeir komu. Sú skoð- un sem sjálfstæðismönnum er eign- uð að „veltan í þjóðfélaginu yrði skammvinn og á eftir kæmi hmnið" var ekki alveg út í bláinn. Svo að lokum fáein orð um nöldur Margrétar Guðmundsdóttur vegna fjölmiðla og umsagnar þar. Víst er það rétt að fjölmiðlar em oft fáorðir um sagnfræðirit en oft er þeirri umræðu skorinn þröngur stakkur. Oft er um- sögnin aðeins smáfrétt um útkomu bókar. Líka er stundum vikið að skoð- un höfundar án þess að leggja nokk- urn dóm á hana. Hér verður líka að hafa í huga skáld- rit sem höfundar eða bókmennta- fræðingar vilja líta á sem þjóðlífs- mynd eða aldarfarslýsingu. Þegar ég lít til baka þykist ég muna ýmsar orð- ræður og skoðanaskipti á þeim vett- vangi þar sem ég tel hlut fjölmiðl- anna hafa sitt gildi. Hins vegar skil ég vel að áhugamönnum þyki of lítill gaumur gefinn og fátt sagt um það sem þeim er ríkast í huga. Ritstjórn Nýrrar sögu þetta árið hef- ur Gunnar Þór Bjarnason. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.