Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR HalnarMusmu v Tryggvagotu. 3 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NORÐ- AUSTURLAND AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Slmi 91-674000 Nýtt söluátak að fara í gang: Ársgamalt lamba- kjöt lækkar um 20% Verðlækkun á lambakjöti frá haustinu 1989, sem nemur 20 af hundraði, tók gildi í dag og mun standa yfir til loka nóvember. Um er að ræða lambakjöti í úrvalsflokki og 1. flokki A. Lambakjöt úr úrvalsflokki ‘89 veröur boðið í 1/2 skrokkum í pok- um merktir „lambakjöt á Iágmarks- verði". Smásöluverð verður 417 kr/kg. eða það sama og var á 1. flokki A í sumar. Um er að ræða mjög tak- markað framboð eða samtals aðeins um 60-70 lestir. Lambakjöt úr 1. flokki A ‘89 býðst neytendum með ýmsum hætti. Verð á heilum skrokki skipt að ósk kaupanda verður frá gærdeginum 346 krAg. en var áður 422 krÆg. Að undanfömu helúr staðið yfir kynningarátak á nýju lambakjöti í þeim tilgangi að minna neytendur á að nota tækifærið í sláturtíðinni til að kaupa nýtt og ferskt lambakjöt Samhliða þessari aðgerð var ákveðið að fresta fýrirhugaðri verðlækkun á lambakjöti frá síðustu sláturtíð þangað til núna, þannig að eldra kjötið stæði ekki í vegi fyrir sölu á nýja kjötinu. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá Samstarfshópi um sölu lambakjöts er að svo stöddu ekki hægt að meta söluárangur í átakinu sem nú er u.þ.b. að ljúka, þar sem tölur frá Framleiðsluráði Iandbúnað- arins liggja ekki fyrir, fyrr en í byrjun nóvember. Þá segir í tilkynningunni að samhliða minnkandi framleiðslu, hafi birgðir eldra kjöts í upphafi hverrar sláturtíðar og útflutningur á kindakjöti, farið stigminnkandi und- anfarin ár. Gæði eldra kjötsins hafi einnig stórbatnað og í byrjun þessa mánaðar voru u.þ.b. 4/5 hlutar þess í tveimur hæstu gæðaflokkunum, þ.e. úrvalsflokki og 1. flokki A. —-SE Hársnyrtistofu Helgu. Helga Björk Sigurðardóttir snyrtir hár Jóns E. Alfreðssonar, kaupfélagsstjóra á Hólma- vik og stjómarmanns í SÍS. Hárgreiðslustofa opnuð á Hólmavík Frá fréttaritara Tfmans, Stefáni Gíslasyni. Helga Björk Sigurðardóttir opnaði hársnyrtistofu á Hólmavík nú í haust. Mun þetta vera fyrsta fyrirtæki sinnar tegundarástaðnum. Á undanfömum árum hefur fyrir- komulagið á hársnyrtingu Hólmvík- inga verið þannig, að nokkrir einstak- lingar úr hárgreiðslustétt í Reykjavík hafa heimsótt staðinn nokkrum sinni á ári, nokkra daga í senn. Þetta fólk hefur þá unnið myrkranna á milli og haft ær- inn starfa. Hafa menn líkt þessu við vík- ingaferðir fyrri tíma. Nú hefur hins vegar orðið breyting á þessu, þar sem þjónustan er komin heim í hérað. Hársnyrtistofa Helgu er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 13.-18, en kl. 10-19 á föstudögum. Að sögn Helgu Bjarkar hefúr verið nóg að gera það sem af er, og góðar hoAir með fram- haldið. Hársnyrtistofa Helgu er í húsa- kynnum Kaupfélags Steingrímsfjarðar við Höfðagötu. Akureyri: Ríflega 42 þús. fjár slátrað Fyrstu lömbunum þjá Slátur- hdsi KEA á Akureyri var slátraö sl. miðvikudag. Áætlað er að þar veröi 42.300 kindum slátrað á þessu hausti ogerþað nokkru fænra en í fyrra. Sláturhús KEA á Akureyri sér um sauðfjárslátrun af ÖUu Eyjafjarðarsvæðinu sem og á fé úr BáröardaL Fnjóskadal og Höfða- hverfi í Þingeyjarsýslu. Fyrsta daginn var 400 dllkum slátrað og var meðafvigtin 15.4 kg. Er það innan við meðaltal síöustu slátur- tíðar, en mcðalvigt sláturtíðarinn- ar á síðasta áii var 15.6 kg. Að sögn Óla Valdlmarssonar slát- urhússtjóra hefst slátursala í dag, föstudag. Verð á heilslátri með sviðnum haus, hreinsaðri vömb og kepp og einu kflói af mör er kr. 490.-. Sé slátrið pakkað og fryst er verðiö kr. 520.- Mikil ásókn hefur verið í slátrið undanfarin ár, þar sem um hoUa og ódýra afurð er að ræða. ÓU segir að allt útíit sé fyrir að svo verði einnig nú, og þegar hafi stórar pantanir borist frá mötuneytum skóla og stærri mat- sölustaða. „Við náum engan veg- inn aö anna eftirspum með því sem tíl fellur hjá okkur, og strax fyrsta daginn íæ ég 400 slátur fr.í Húsavík", sagði ÓU. Sláturiiúsið selur einnig kjöt í heilum skrokkum. Kílóverð er 422 krónur, bæði á nýja og gamla kjötinu, og segir ÓU að ef fólk láupi skrokka áður en þeir eru fiystir, þá sé kílóið 10.60 krónura ódýrara, eða ríflega 411 krónur. Athygli vekur að kílóverð á nýju ófrosnu kjöti er um 6 krónum ódýrara en „Lambakjöt á lág- maricsverði“ sem landsmönnum var boðið uppá í sumar. ÓU seglr að nánast ekkert sé til af gömlu kjöti þjá Sláturhúsi KEA Ef mlðað ervið undanfarin ár, þá þarf okkar markaðssvæði um 44.000 skrokka, þa. þau sláturioforð, sem okkur voru gefin, nægja vart okkar markaðssvæðL hiá-akureyri. Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER1990 Vésteinn Benediktsson viðskipta- fræðingur, nýráðinn rektor Sam- vinnuháskólans að Bifröst Jónas Guðmundsson hagfræð- ingur, nýráðinn aðstoðarrektor Samvinnuháskólans. Samvinnuháskólinn að Bifröst: Nýir yfirmenn að Bifröst Jón Sigurðsson rektor Sam- vinnuháskólans að Bifröst lætur senn af stjórn skólans að eigin ósk, en mun starfa áfram við skólann sem lektor. Vésteinn Benediktsson við- skiptafræðingur hefur verið ráð- inn rektor Samvinnuháskólans í stað Jóns. Frá ráðningu Vésteins var gengið á fundi skólanefndar að Bifröst nýverið. Vésteinn hefur undanfarið ver- ið aðstoðarrektor skólans en mun taka við rektorsstöðunni í mars nk. Jafnframt ráðningu hans var gengið frá ráðningu Jónasar Guðmundssonar hag- fræðings í stöðu aðstoðarrekt- ors, en Jónas hefur verið lektor við skólann. Amarflug tekið til gjaldþrotaskipta í gær: Skuldir um- fram eignir 800 milljónir Flugfélagið Amarflug var tek- ið til gjaklþrotaskipta í gær. Tal- ið er að skuldir umfram eignir séu um 800 miiljónir króna. Talið er að eitt af fýrstu verkum bústjóra verði að senda starfs- fólki Araarflugs uppsagnarbréf en því hefur ekki verið formlega sagt upp. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.