Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminh Miðvikudagur 24.október 1990 m'm m — - __ m»&, * wmmmwm 7 ým " w' M'","vW8& UTLOND ________________ Gíslarnir í írak: Vonir aukast um að gíslarnir sleppi írakar reyna nú að afla sér velvildar umheimsins og virðast reiðu- búnir að láta lausa alla franska gísla, 330 að tölu, ásamt nokkrum Bretum og Bandaríkjamönnum. Vera má að 40 breskir ríkisborgar- ar og 14 Bandaríkjamenn verði látnir lausir á sama tíma og Frakk- amir. Fimm Finnar fengu að fara frá Bagdað til Jórdaníu í gær eftir að þingnefnd heimsótti írak, að sögn utanríkisráðuneytisins í Helsinki. Þrír írskir stjórnmálamenn hafa tilkynnt að þeir hyggist fara til Bag- dað í næsta mánuði til að biðjast lausnar fyrir nær 220 íra sem þar eru. Opinberlega tóku frönsk stjórn- völd þessu boði íraka fálega, en þetta er stærsti hópur gísla sem séð hefur fram á frelsi frá því að Persa- flóadeilan hófst. Bretum og Bandaríkjamönnum var ekki gert sams konar tilboð. Yfir 1400 Bretar eru kyrrsettir í ír- ak og Kúvæt og eru þeir fjölmenn- astir Vesturlandabúa þar. Um 700 Bandaríkjamönnum er á sama hátt meinað að yfirgefa löndin eða hald- ið á hernaðarlega mikilvægum stöðum til að hindra árás vest- rænna ríkja. Edward Heath, fyrrverandi forsæt- isráðherra Bretlands, hitti utanrík- isráðherra íraks, Tareq Aziz, í gær. Heath hefur beðið Saddam Hussein um að sleppa allt ^ð 200 Bretum. Heath hefur tvisvar átt viðræður við Aziz frá því hann kom til Bag- dað á laugardag. Hann ætlaði að fara frá Bagdað síðdegis í gær með breskri þotu sem væntanleg var frá Lundúnum til að sækja breska gísla. Breskir heimildamenn segja að Heath muni að öllum líkindum fá að taka heim með sér a.m.k. 40 Breta sem ýmist eru aldraðir eða veikir. Hvort fleiri verða látnir laus- ir er komið undir Saddam Hussein. Talið er einnig að a.m.k. 14 las- burða og aldraðir Bandaríkjamenn fái að snúa heim. Bandarískir dipló- matar segja að þeir hafi lista yfir 69 landa sína sem láta ætti lausa af mannúðarástæðum. Þingið í frak átti að koma saman í gær til að ákveða hvort veita ætti Frökkunum fararleyfi, eins og Saddam stakk upp á mánudaginn. Atkvæðagreiðslan mun aðeins vera formsatriði. Saddam sagði að láta ætti Frakkana lausa til að leggja áherslu á vináttu sína í garð Frakk- lands. Frakkar, sem áður studdu íraka og útveguðu þeim vopn, sögðu að lausn gíslanna breytti engu um kröfu þeirra, að írakar ættu skilyrð- islaust að fara með heri sína frá Kú- væt og láta alla útlendinga iausa. Frönsk stjórnvöld líta á þetta til- boð íraka sem tilraun til að sundra samstöðu Vesturlanda um fordæm- ingu á innrásina og yfirtöku íraka á Kúvæt. Palestínumenn í hefndarhug: Ofbeldisalda í Israel þriðja daginn í röð Bandaríkín: Ný von fyrir Bandarískir vísindamenn við Mount Sinai sjúkrahúsið í Chicago kynntu í gær nýja að- ferð tii að opna stífiaða eggja- lelðara, en stfflaðir eggjaleiðar- ar eru í 30% tilfella orsök ófrjó- semi kvenna. Lítilli blöðru erýtt með mjórri slöngu í gegnum leghálsinn og legið og inn í eggjaleiðarana. Þegar hindrun veröur á vegi slöngunnar er blaðran blásin upp og hreinsar hún burt stífl- una. Þessi aðíerð var reynd á hópi kvenna og urðu 34% þeirra bamshafandi innan þriggja mánaða frá því að stíflan í eggja- leiðurum þeirra var fjarlægð. Þessi aðferð hefur verið notuð í nokkur ár við að fjarlægja stífl- ur úr kransæðum. Þessi aðferð þarfnast ekki inn- lagnar kvennanna á sjúkrahús og er framkvæmd ýmist með staðdeyfingu eða svæfingu. Áður hafa slíkar stfflur verið fjarlægðar með smásjárskurð- aðgerðum en slíkar aðgerðir eru dýrar og þarfnast alltaf svæfing- ar. Einnig hafa konur, sem eiga við þetta vandamál að stríða, getað farið í svokallaða glasa- frjóvgun, þar sem eggið er fijóvgað utan líkamans og síðan komið fyrir í legi konunnar, en sú aðferð er mjög dýr, tímafrek og virkar aðeins í 16 prósentum tilfella, sagði í skýrsiu vísinda- mannanna sem birtist í tímaríti bandaríska læknafélagsins. Ofbeldisaldan í ísrael hélt áfram í gær, þriðja daginn í röð, þegar þegar ráðist var á tvær herkonur og síðar um daginn á tvo almenna borgara. Vamarmálaráðherra ísraels, Moshe Arens, spáir því að ástandi eigi enn eftir að versna. Arabi af herteknu svæðunum var gripinn og barinn þar til hann missti meðvitund, en hann var grunaður um að hafa stungið og sært herkon- urnar í nánd við Haifa. Fyrri árásir á ísraelsmenn hafa einkum átt sér stað í Jerúsalem og hefur Arens fyrirskipað að Iöggæsla í borginni verði hert. „Við erum viðbúnir hverju sem er. Við vitum að stuðningsmenn Sadd- ams Husseins og hryðjuverkahópar vilja færa sönnur á að uppreisn Pal- estínumanna sé enn í fulium gangi og hafi áhrif. Þeir óttast að uppreisn- in kunni að vera í rénum,“ sagði Ar- ens í gær. „Við munum vera á verði og munum einnig gera allt til að koma í veg fyrir komu þekktra hryðjuverkamanna inn á ísraelsk Iandsvæði." Arabi stakk þrjá fsraelsmenn til bana í Jerúsálem á sunnudag í hefndarskyni fyrir morðin á Muster- ishæð. Á mánudag var tilkynnt um fjórar hnífstunguárásir araba gegn Israelum. Þeir sem ráðist var á meiddust aðeins lítillega. Ráðist var á herkonurnar þar sem þær biðu eftir herflutningabfi við þjóðveginn sem liggur til Haifa og Löggæsla hefur verið hert í Jerúsalem. Nasaret. Þær voru fluttar á sjúkra- hús en voru ekki mikið særðar. Lögreglan sagði að einn eða tveir arabar hefðu stokkið af bfi, en núm- eraplötur hans gáfu til kynna að hann væri af herteknu svæðunum, og ráðist á konurnar. Almennir borgarar og hermenn eltu og náðu manni sem lá undir grun. Þeir náðu honum og færðu hann í hendur lögreglu. Hann hafði verið illa barinn og var meðvitundar- laus, að sögn útvarpsins í ísrael. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu og vegartálmanir voru settar upp til að unnt væri að leita í öllum bifreiðum af heiteknu svæðunum. Lögreglan smalaði saman fjölda araba til yfir- heyrslu. Sagt er að sá eða þeir grun- uðu muni vera frá bænum Jenin um klst. akstur frá Haifa. Daginn áður hafði komið til átaka í Jenin milli ísraelskra hermanna og Palestínumanna. Hermennirnir gripu til vopna og drápu einn mann. í gær réðust tveir arabískir verka- menn á tvo ísraela og börðu þá illa. Þetta átti sér stað í bænum Ashkelon og áttu ísraelarnir tveir verksmiðjur þar. Verkamennirnir börðu versk- smiðjueigendurna í höfuðið með hamri og missti annar þeirra með- vitund. Árásarmennirnir náðust og kváðust hafa gert þetta til stuðnings málstað sínum. Leiðtogar uppreisnar Palestínu- manna á herteknu svæðunum hafa fyrirskipað dráp á ísraelsmönnum til að hefna fyrir það er ísraelskir lög- reglumenn drápu 21 Palestínumann á Musterishæð hinn 8. október. Sovétríkin: Norömenn og Bretar í samvinnu viö Sovét- menn um olíuvinnslu Norðmenn og Bretar hafa tekið höndum saman og skrifað undir samning við Sovétmenn um sam- vinnu við að bora eftir olíu í Ka- spíahafi, náiægt Baku, að sögn blaðafulltrúa breska olíufélagsins BP. BP og ríkisolíuféiagið í Noregi skrifuðu undir samninginn við ol- íufélag í Aserbadjan, sem nefnist Caspmorneftegaz, að sögn Richard Jones, fulltrúa BP í Moskvu. Þessi tvö olíufélög kunna að vera þau fyrstu af mörgum vestrænum ol- íufélögum til að taka þátt í olíu- vinnslu á Bakusvæðinu. Vestræn olíufélög eru áköf í að komast í ol- íu í stað þeirrar frá Persaflóasvæð- inu og Sovétmenn leita leiða til að auka olíuframleiðslu sína á meðan heimsmarkaðsverð er hátt. Að sögn Jones hafa fulltrúar sov- éska olíufélagsins fullan hug á að vestræn fyrirtæki keppi um olíuna á svæðinu. Olíu- og gasráðuneyti Sovétríkj- anna hefur beðið nokkur vestræn fyrirtæki að gera tilboð í olíu- vinnslu í Aserbadjan fyrir lok þess- arar viku. Fulltrúar sex erlendra olíufyrir- tækja voru í Baku í síðustu viku til að ræða við yfirvöld í Aserbadjan. Þar á meðal voru fulltrúar Amoco og MacDermott International, en það fyrirtæki framleiðir borpalla. Fimm prósent af allri olíu Sovét- ríkjanna koma frá Aserbadjan. 01- ían þar er talin hágæðavara því hún inniheldur lítið af brenni- steini. Vitað er að mikið af olíu er í Ka- spíahafi en Sovétmenn skortir tækni til djúpsjávarborunar. Fréttayfirlit NÝJ A DELl - Singh, forsaetis- ráöherra indlands, neitar að segja af sér eftir að flokkur strangtrúaðra hindúa sneri við honum bakl. Slngh varar lands- menn sína eindreglö vlö því að fara út í trúardeiiur. BURUNGTON, VERMONT- Bush forseti ber innrás Saddams Husseín saman við innrás Hitlers f Pólland og segir engan samn- íngagrundvöll vera í Persaflóa- deilunnL WASHINGTON - SaúdÞArab- ar hafa gefið I skyn að þelr séu reiðubúnir til að semja við íraka og hafa þar með sett bandarísk stjómvöld í klemmu, þvf þeim ligg- ur á að bijóta niður herstyrk íraka. WASHINGTON — Þingmenn þokast nær samkomulagi um að draga úr fjáriagahalla og standa jafnframt frammi fyrir þvf vanda- máli hvemfg eigi að fara að því að hækka skatta án þess að refta kjósendur tíi reiði á kosn- ingaári. VÍN — Ráðstefnu um Varsjár- sáttmálann, sem átti að vera f Búdapest i næsta mánuði, hefur verið frestað að beiðni Sovét- manna, að sögn diplómata f Vín. BONN - Upp hefur komist um 178 austur-þýska njósnara frá því að kommúnistastjómin féll fyrir ári og búist er við að fleiri handtökur muní fylgja í kjötfaríð. Talið er þó að búið sé að ná flestum „stórfiskunum". PARÍS - Dómskerfí Frakka er nú nánast lamað þar sem dóm- arar, saksóknarar og fangelsis- yfirvöld eru i verkfalli. KÍGALÍ - Habyarimana, forseti Rúanda, er farinn tíl Zaire til að eiga viðræður við leiötoga Zaire og Burundi um tilraunir til að binda enda á innrás skæruliða f land sitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.