Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 5
Tíminn 5 MiÓvikudagur 24! október 1990 Óvissa ríkir um framtíð loðnunefndar. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands: Lítill tilgangur með nefndinni öllu lengur Óvissa ríkir nú um framtíð loðnunefndar og að sögn Óskars Vig- fússonar, formanns Sjómannasambands íslands, er meiríhluti inn- an Verðlagsráðs sjávarútvegsins þeirrar skoðunar að hana berí að leggja niður. Hlutverk hennar hafí breyst og kostnaður sé of mikill. í tilefni af því hefur fulitrúi sjávarútvegsráðherra í loðnunefnd, Jón B. Jónasson, óskað eftir svörum frá hagsmunaaðilum, hvort það er ósk þeirra að nefndin verði lögð niður, og ef svo er, þurfi að gera ýmsar ráðstafanir m.a. að breyta lögum. „Ég held að það sé samdóma álit innan Verðlagsráðs, hvort sem það eru seljendur eða kaupendur, að þetta sé apparat sem beri að leggja niður. Þetta er allt orðið með öðrum hætti en áður var, skipin að mestu leyti í eigu verksmiðjanna og lítill tilgangur með loðnunefnd öllu leng- ur“, sagði Óskar. Hann sagði að það væri mest Sjávarútvegsráðuneytið sem notaði upplýsingar sem nefndin gæfi. „Það er alveg óþarfí að þeir séu að fá ókeypis úr okkar sjóðum eða fé, það er víst nóg tekið úr sjávarút- vegi.“ Loðnunefnd hefur hingað til verið kostuð af kaupendum og seljendum. í lögum um loðnunefnd segir að þeim beri að greiða jafnan hlut í kostnaði við nefndina. Nú hafa þess- ir aðilar hins vegar lýst því yfir í Verðlagsráði, að endurskoða verði starfsemi nefndarinnar og kostnaður við hana sé of mikill miðað við hlut- verk hennar í dag. Það þarf hins veg- ar lagabreytingar til. Jón B. Jónas- son sagði, að þar sem þessi viðhorf hafi komið fram í Verðlagsráði, hafi hann óskað eftir því við stjómir hlut- aðeigandi aðila, hvort þetta væri endanlegt og hvort leysa ætti upp nefndina. „Ef svo væri þyrfti að ganga frá ýmsum málum, segja upp húsnæði, ganga frá formlegum slit- um nefndarinnar og flytja lagafrum- varp þar að lútandi." í máli Jóns kom fram að hlutverk loðnunefndar hafi verið að breytast í gegnum árin. Þegar verð á loðnu var fast, stjómaði nefndin m.a. löndun á loðnu og gætti þess að allir sætu við sama borð. Hlutverk hennar hefúr breyst samhliða breytingum á veið- unum, kvótaúthlutun og nú, þegar frjálst verð er ríkjandi, semja sjó- menn beint við verksmiðjurnar. í dag er hlutverk loðnunefndar meira þjónustuhlutverk, hún hefur haldið til haga öllum upplýsingum og veitt þær þegar óskað er eftir. Auk þess hefur hún haft visst eftirlitshlutverk. Skip Grænfriðunga í Sundahöfn. Tfmamynd: Pjetur Greenpeace segir að 6-8 kafbátar séu við ísland í hverjum mánuði: Hringsóla kjarnorkukaf- bátar í kringum landið? Á blaðamannafundi sem Green- peace- samtökin héldu um borð í skipi sínu í Sundahöfn í gær kom fram að íslendingar mættu búast við 6-8 kjamorkukafbátum í grennd við landið í hverjum mán- uði. John Large, kjamorkuverk- fræðingur, sagði að hættan á ein- hvers konar slysi í sambandi við kafbátana væri á bilinu 1 á hverjum hundrað ámm niður í 1 á hverjum tíu ámm. Hann sagði að umferð kafbáta í kringum landið værí svo mikil að líkja mætti íslandi við kaf- bátahríngtorg. Kafbátarnir umhverfis landið eru frá Sovétríkjunum, Bandaríkjun- um, Frakklandi og Bretlandi. Ástæðan fyrir því, hversu mikið er um þá hér, er hve hafið í kringum ísland er hernaðarlega mikilvægt fyrir bæði stórveldin. Dr. Gerd Lei- pold hjá Greenpeace-samtökunum sagði að kjarnorkuslys í hafinu kringum ísland væri hrikalegt fyrir íslendinga. Fiskurinn í hafinu yrði geislavirkur og óseljanlegur og jafnvel þó aðeins væri um lítið slys að ræða þá myndu markaðir fyrir ís- lenskar sjávarafurðir hrynja. Greenpeace-samtökin voru á blaðamannafundinum að kynna baráttu sína fyrir kjarnorkulausum höfum og vonast með þessari fyrstu vináttuheimsókn samtakanna hing- að til lands að þau fái stuðning frá íslendingum þar sem þeir eigi mik- illa hagsmuna að gæta. í dag verður almenningi boðið að koma og skoða skip samtakanna í Sundahöfn á milli klukkan eitt og sex. Á mið- vikudaginn munu forsvarsmenn samtakanna hitta Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra og Júlí- us Sólnes umhverfisráðherra og á fimmtudaginn verður talað við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Ulrich Juergens skipstjóri sagði á blaðamannafundinum frá ferð sem skipið var að koma úr frá Sovétríkjunum. Þar heimsóttu þeir m.a. kjarnorkutilraunastöðina í No- vaya Zemlya og fengu ekki blíðar móttökur hjá skipi sovésku leyni- þjónustunnar, KGB, sem fylgdi þeim eins og skuggi. Við komuna til Novaya Zemlya réðust vopnaðir menn inn í skipið og tóku við stjórn þess. Allt fór þó betur en á horfðist og undir lokin leystist friðsamlega úr málunum. Jón Ólafsson er fulltrúi Samtaka fiskimjölsframleiðenda í loðnu- nefnd. Hann sagði að vegna breytts hlutverk hennar hafi menn spurt hvers vegna verið sé að halda úti sér- stakri nefnd í sambandi viö þessa starfsemi og hvers vegna hún fari ekki inn í ráðuneytið eða Fiskifélag- ið, eins og gildir um aðrar tölulegar upplýsingar í íslenskum sjávarút- vegi. „Aðrir segja sem svo, að þessi iðnaður sé slíkur að við þurfum á haldgóðum upplýsingum að halda, fljótt og vel. í Verðlagsráði fyrir skömmu ákváðum við að sjá hvort við gætum hagrætt eitthvað betur rekstri nefndarinnar, en ekki að borga inn í loðnunefndina þetta gjald.“ Jón Ólafsson benti á ýmislegt sem betur mætti fara í rekstri nefndar- innar, t.d. varðandi húsnæðismál. „Verði slíkar framkvæmdir gerða, þá hef ég það á tilfinningunni að menn innan loðnuiðnaðarins væru fylgj- andi rekstri nefndarinnar." Jón B. Jónasson var spurður að því hvort ráðuneytið myndi taka við hlutverki loðnunefndar. „Ekki í þeirri mynd sem loðnunefnd hefur haft. Ráðuneytið þarf hins vegar að sinna eftirliti með þessum veiðum eins og öðrum, en við verður ekki með neitt þjónustuhlutverk." Mikið hefur verið leitað til loðnunefndar eftir upplýsingum og sagði Jón að menn þyrftu ekki að vera lengi í nefndinni til að átta sig á því. „Þó ekki séu nema nokkrir dagar síðan loðnuveiðar hófust og í smáum mæli, þá linnir ekki látunum hjá okkur vegna þess, sfminn stoppar ekki. Hins vegar er þetta gert fýrir verksmiðjurnar, sjómenn og útvegs- menn, og það fer enginn að halda þessu uppi í trássi við þá“, sagði Jón. Alger óvissa um síldarvertíöina Sovriflot í Moskvu sendi í gær fiskútflytjendum hér á íslandi skeyti, þar sem segir að þeir treysti sér ekki til að standa við gerða samninga og greiða fyrir vörur sem þangað yrðu sendar. Þá var beðið um að ekki yrði afgreitt upp í gerða samninga og sagði í skeytinu að ástæðan fyrir því væri gjaldeyris- skortur. Sovétmenn hafa keypt mest af þeim, sem kaupa síld af íslending- um, og kemur þetta því verst niður á þeim sem verka síld. í fyrra keyptu þeir 150 þúsund tunnur af saltsfld og var verðið um einn milljarður króna. Því er óvissa um framhald sfldarvertíðar, því einungis liggja fyrir samningar við aðila í Svíþjóð og Finnlandi. -hs. Lánsíjárþörf ríkissjöðs hefur hækkað um 3.570 milljónir kr. frá fjárlögum: Landsmenn lána ríkinu 11.660 m. kr. á árinu Þótt lánsfjárþörf ríkissjóðs hafi vaxið um hálfan I fjárlögum hafa ríkissjóði svo mikla peninga að tal- ið er áætlaðar að erlendar lántökur á árinu verði óþarfar. Samkvæmt nýju frumvarpi til fjáraukalaga þykir nú sýnt að ríkissjóður fái um 5 milljörðum króna hærri lán frá landsmönnum sjálfum heldur en áætiað var í fjárlögum eða alls um 11.660 m.kr. á þessu ári. Umfang þessarar fjárfúlgu er skiljanlegra þegar haft er í huga að hún sam- svarar t.d. um 46.000 kr. á hvert mannsbam eða um 90.000 kr. á hvert unnið ársverk í landinu. Ný spariskírteini hafa í ár runnið út ehis og heitar lummur jafn- framt því sem innlausn eldri skír- teina er um fjórðungi minni en fjárlög gerðu ráð fyrir. Sala spari- sltírteina og rfldsbréfa er áætluð um 7.460 m.kr. á þessu ári (nær nær 6.000 m.kr. umfram inn- lausn). Þar við bætist um 3.800 m.kr. sala á ríkisvfxlum umfram innlausn og önnur innlend lántaka 400 m.kr. Þessl mikli sparaaður landsmanna sjálfra gerir criendar lántÖkur rfldssjóðs óþarfar á þessu ári. f fjárlögum 1990 var gert ráð fyr- ir tæplega 9.000 m.kr. lántökum hvar af áætlað var að taka 2.370 m.kr. að láni erlendis. I fjáraukalögum í vor hækkaði lánsfjárþörfin um 850 m.kr. í nýju frumvarpi tii fjáraukalaga hefur lánsfjárþörfin enn hækkað í alls 12.560 m.kr. Alla þessa upphæð fær rfldssjóð- ur lánaða innanlands ef frá eru taldar 900 m.kr. sem fara um End- urlánasjóð rfldsins til annarra (At- vinnutiýggingasjóðs og Alþjóða- flugmálastofnunar, bæjarfélaga og fleiri). Helsta skýringin á stóraukinni lánsfjárþörf frá áætlun á s.l. vori er sögð uppgjör á 2.000 m.kr. yfir- dráttarskuld við Seðlabankann í árslok 1989. Áætlað var að gera þá skufd upp mcð sérstakri erlendri lántöku, sem nú er talin óþörf. Þar við bætast 300 m.kr. vegna hækk- unar á útlánum rfldssjóðs og að iokum 415 m.kr. til að fjármagna aukinn halla á ríkissjóði í ár. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.