Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 24. október 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavfk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason SkrifstofúrLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ágætur árangur í stefnuræðu sinni á mánudaginn gerði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra sérstaklega að umtalsefni þann árangur sem náðst hefur síðustu tvö ár í núverandi stjórnarsamstarfi eftir að Þor- steinn Pálsson hrökklaðist frá stjórnarforystu haust- ið 1988. Þá blasti við vaxandi verðbólga, sagði Steingrímur Hermannsson, hrun atvinnulífsins og stórkostlegt atvinnuleysi. Þá var mynduð ný ríkisstjórn að sér- stöku frumkvæði Framsóknarflokksins. Sú ríkis- stjórn ákvað að vinna þjóðina skref fyrir skref frá hengifluginu. Það var gert með aðhaldssamri efna- hagsstefnu og víðtækari fjárhagslegri endurskipu- lagningu útflutningsatvinnuveganna en nokkru sinni fyrr. Það var þessi endurskipulagning sem bjargaði atvinnulífinu frá hruni, ekki síst atvinnulífi landsbyggðarinnar. Steingrímur Hermannsson vék ítarlega að því sam- starfi sem náðst hefur milli stjórnvalda, fulltrúa verkalýðshreyfingar og launþega, atvinnurekenda og bænda, og leitt til þeirrar þjóðarsáttar um þróun verðlags- og kjaramála sem tryggt hefur hina efna- hagslegu endurreisn. Orðrétt sagði forsætisráðherra: „Sá mikli árangur sem náðst hefur í efnahagsmál- um kemur fram á mörgum sviðum. Þrátt fyrir sam- drátt í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur tekist að koma á mun betra jafnvægi í utanríkisvið- skiptum þjóðarinnar en verið hefur um áraraðir. Sem dæmi má nefna að á síðastliðnu ári náðist sá merki áfangi að umtalsverður afgangur varð af vöru- skiptum við útlönd og dró þá mjög úr viðskiptahalla. Hann varð þó 1,6 af hundraði sem fyrst og fremst stafar af vaxtagreiðslum til útlanda." Forsætisráðherra benti síðan á, að viðskiptahallinn færi enn minnkandi samkvæmt spá fyrir árið 1991. Hann gat þess einnig að enn væru erlendar skuldir íslendinga að vísu umtalsverðar eða um 50% af landsframleiðslu, þótt á hinn bóginn væri hækkun þeirra haldið í skefjum með því að ríkissjóður full- nægði lánsfjárþörf sinni innanlands. Þess vegna tók forsætisráðherra það skýrt fram að meðal mikilvæg- ustu verkefna þjóðarinnar væri að lækka erlendar skuldir. ,Að því er lagður grundvöllur með jafnvægi í efnahagsmálum og aukinni framleiðslu," sagði Steingrímur Hermannsson. í umfjöllun sinni um efnahagsbatann síðustu tvö ár sagði forsætisráðherra að hann sýndi sig einnig í lækkun vaxta og bættri stöðu bankakerfisins. Fjár- magnskostnaður fyrirtækja og einstaklinga hefur lækkað verulega. Afkoma fjármálastofnana gefur til kynna að vextir mættu enn lækka, sagði ráðherrann. Seðlabankanum ber Iagaskylda til að fylgjast vel með því, bætti hann við. Stefnuræða forsætisráðherra ber merki heilbrigðr- ar bjartsýni og raunsæi, en í máli sínu sýndi Stein- grímur Hermannsson fyrst og fremst fram á að efna- hagsstefna ríkisstjórnarinnar síðustu tvö ár hefur borið ágætan árangur. Það var raunar aðalmarkmið stjórnarsamstarfsins. t»á er MorgunbtaðJð orðið svo heilagt ( krossferð sinni við að gera rótbeklinga í þjððfélaginu aö sæmilega krisfnum mönnum, að Björn Bjamason, aðstoðarrit- stjóri, verður að Íeha á náðir DV, sem kailar sig frjálst og óháð þeg- ar sleppt er eigcndunum, Svcini R. Eyjólfssyni, Ilerði Einarssyni og Jónasi Kristjánssyni. Þeir eru svo óháöir á DV að annar helm- ingur útgáfufyrirstaekisins, sem myndar Frjáisa fjölmiðiun hf„ hefur hvorki haldið aðaifundi eða venjuiega fundi síðan á stofnári, þegar hvaft mest gekk á út af út- komu Dagbiaðsins. Freisisins riddarar þyrptust í hlutafélag um stofnun blafts, svo Jónas Krist- jánsson gæti áfram verift ritstjðri. Ekkert skráö gengi er á þessum hlutabrófúm, en menn hafa veriö að gefa þau þeim sem hafa kært $ig um að taka við þeim. DV stendur lífca í krossferð, en hún er hefur hins vegar að birta aug- Íýslngar frá frambjóðendum og taka gjaid fyrir. Svo geta hlnir og þessir skrifaó lofgreinar um fram- bjóðendur í biaðið. Þær eru af þvf góða, þvf þær sýna hvað íhaidið hefur góðum frambjóðendum á að skipa. Það sanna vitnisburðimir. En ætli byssumar að fara að sfejóta sjáifar f heilögum Mogga versnar máiið. Þá gæti farið svo eftir nokkurt hié að heiiagur Moggi sæti uppi með Sjálfstæðis- flokkinn í augum almennings. Hlngað til hefur ekki þótt tiltöku- mál, þótt heilagur Moggi tæki tii hendi svona rétt fyrir kosningar til borgarstjómar eða Alþingis. ur svo t hefur enginn þurft að fara f önnur biöð með mál sín. Eins og al- kunna er teist Jónas ritstjóri tii helstu roiiuritstjóra iandsins og má vel vera að árátta hans og and- úð á rolíutn hafi gengið í erfðir. Ai5 hans, merkur læknir, var á móti kjöti. Sameinast í rollublaði Bjom Bjamason er í fratnboði við próikjor Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið er ekki endilega lokað fyrir frambjóðendur flokks- ins í prófkjörinu. Það birtir aug* lýsingar frá þeim, þar sem þeir hrosa við kjósendum. En heilagur þurru að birta gamangrein sfna í rollubiaðinu DV tíl að sýna, að þegar tíl stykkisins kemur eiga agur Moggi telur tíma «1 kominn að taka tíl bendi, heldur hann áfram þeirri jðju sinni að vera eins og segfcr í frægu kvæði eftir Einar Benediktsson: Þeir augum út af landleysi sínu og þá stoðarritstjórann, þótt hann þiggi heldur strembnar greinar cftir sama ritstjóra ef þær eru um Nato efta hemaðarástand í fjörrum löndum. Kannski hefur aðstoðar- .............................. vélritaða munnræpuna fyrir rit- Bretland í þessu tilfelli er auðvit- traustí þess að þeir muni einhvem að sameiginlegur blaðakostur tíma áður en torfan iykst yfir há íhaldsins. kasta firá sér trúnni á ráðstjóm. Jafnvel Þjóðviijinn nennir ekki að Næturgagn á biru harmagrát þcirra lengur.^Á Heiiagur Moggi telur sig enn Moggi slagorðið: Biað allra lands- vera utanflokka, enda er ekki manna. Ve) má vera að Moggi sé að bJaðið telji sér fært að styðja virðist ekki vera hlað Bjöms flokkinn opinskátt. DV er aftur á Bjamasonar, aðstoðarritstjóra, móti eins og gamalt næturgagn, sem verður að Qýja til roflubiaðs sem hefur verið skilið eftír á flokksins, þegar hann vili segja gatnamótum, og mega allir nota nokkur orð í tilefni prófkjors. það án þess að heilagleikinn fari af Carri aöalmálgagninu. Ileilagur Moggi AF ERLENDUM VETTVANGI mm Wmm Innrás Breta í Sovétríkin Breska flugfélagið British Airways er greinilega að færa út kvíamar og virðist ætla að leggja undir sig nýjar og nýjar flugleiðir erlendis og verða þannig harður samkeppnisaðili á flugrekstrarmarkaði Evrópu. Breskt-rússneskt flugfélag Mesta athygli vekur forganga fé- lagsins um að stofna sameignarfyrir- tæki með sovéska flugfélaginu Aero- flot undir nafninu Air Russia. Sagt er að hugmyndir að þessu nýja bresk- rússneska flugfélagi hafi kviknað í höfði stjómarformanns BA, Kings lávarðar, enda kom það í hans hlut að undirrita „bókun“ eða viljayfirlýs- ingu um sameignarfélagið í Moskvu fyrir skömmu ásamt flugmálaráð- herra Sovétríkjanna, Boris Pan- jakov. Samkvæmt bókuninni mun Breska flugfélagið eignast 49% hlutafjár í sameignarfélaginu og leggja fram í fyrstu 20 milljónir sterlingspunda eða sem svarar 2 milljörðum íslenskra króna, sem þykir reyndar ekki ýkjahá fjárhæð, en talið er að fleira hangi á spýtunni í fýrirhugaðri starfsemi en ráða má af þessu byrjunarframlagi. Flugfélagið Air Russia verður starf- rækt í samræmi við fyllstu alþjóða- kröfur um rekstur flugfélaga. Ætl- unin er að stunda flug til staða í Evr- ópu, Norður-Ameríku og Asíu og koma upp fullkomnum flugvéla- kosti með kaupum á nýjum vélum. Félagið hyggst hafa miðstöð starf- seminnar á Domodedovaflugvelli í Moskvu. Þar verður reist alþjóða- flugstöð til þess að þjóna starfsem- inni. Fýrirhugað er að Breska flugfé- lagið stofni auk þess kaupleigufyrir- tæki með Aeroflot í samstarfi við bankasamsteypu, sem ekki hefur þó verið nafhgreind. Maðurinn á bak við allt þetta fyrir- tæki, King lávarður, lét svo um mælt við undirskrift samstarfsbókunar- innar að stofnun þess væri eingöngu að þakka hinni nýju, sovésku fram- farastefnu. í ljósi þeirra stórbreyt- inga sem nú ættu sér stað í Sovét- ríkjunum leyndi sér ekki nauðsyn þess að koma á fót samkeppnishæfri og arðbærri alþjóðaflugþjónustu. Fyrirboði nýrra tíma Ekki er gott að segja um það, hvort þessi breska innrás á flugrekstrar- markaðinn í Sovétríkjunum er fyrir- boði þess sem í vændum er á hinum ýmsu sviðum framleiðslu og þjón- ustu þar í landi, að erlend auðfélög hasli sér þar völl og taki þátt í að um- skapa efnahagskerfið eins og boðað hefur verið. Margt hlýtur þó að styðja þann möguleika að uppbygg- ingar- og umsköpunarþörf Sovét- ríkjanna freisti fjármagnseigenda og kraftmikilla fyrirtækja til þess að hefja þar atvinnurekstur á ýmsum sviðum. Fljótt á litið sýnast mögu- leikarnir ótæmandi, en hins vegar ekki alveg eins víst, hvemig slíkri starfsemi yrði komið á eða við hvað hún yrði miðuð. Þær yfirlýsingar sem berast frá Sovétríkjunum um að stefnt skuli að algerri umbreytingu efhahagskerfisins á einu og hálfu til tveimur árum, eru ekki ýkja sann- færandi nema gert sé ráð fýrir ein- hvers konar eftiahagsaðstoð eða rekstrarþátttöku erlendra fyrir- tækja. Hvort sem ástæða er til að leggja meira í þetta framtak breska flugfé- lagsins en það lítur enn út fyrir að vera, er það út af fyrir sig athyglis- vert að Bretar skuli sýna þetta frum- kvæði í atvinnurekstri í Sovétríkjun- um. Menn hefðu síður orðið hissa að heyra frétt af því að Lufthansa hefði notfært sér þennan möguleika, því Þjóðverjar hafa lengi horft löngun- araugum til „austurs" og fylgjast áreiðanlega grannt með því sem er að gerast í Sovétríkjunum. Ekkert er líklegra en að vestrænt fjármagn og framtak finni sér leið inn í uppbygg- ingarstarfið í Sovétríkjunum, þ.e.a.s., ef einhver alvara fylgir há- stemmdum yfirlýsingum um breyt- ingar á framleiðsluháttum og efna- hagskerfi landsins. Meira þarf en orðin ein að koma slíkum breyting- um á. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.