Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogolu. S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS r. NORÐ- AUSTURLAND AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SLJBARU Ingvar | | > | Helgason hf. Sævarhöfða 2 " Sími 91-674000 * £ n ■ sjóvá ! jBvlmennar I íniinn MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER1990 Sjálfstæðismeirihlutinn í borgarráði tekur mál borgarfulltrúa framsóknarmanna traustataki: Sjálfstæðismeirihlutinn lítið fyrir heiðarleika „Þetta eru forkastanleg og ósiðleg vinnubrögð í hæsta máta af hálfu Davíðs Oddssonar borgarstjóra og sjálfstæðismeirihlut- ans, og meðflutningsmanna Davíðs; Katrínar Pjeldsted, Vtl- hjálms H. Vilhjálmssonar og Arna Sigfússonar,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks eftir borgarráðs- fund í gær. Á fundinum tóku Davíð Odds- son og sjálfstæðismenn hans of- antaldir traustataki má! sem Sig- rún Magnúsdóttir hafði á borg- arstjórnarfundi sl. þriðjudag boðað að hún myndi flytja til- lögu um á borgarráðsfundinum í gær. Sú tillaga, sem Sigrún boðaði, fjallaði um að afgreiðslutími verslana yrði rýmkaður þar sem ómögulegt væri að framfylgja þeim takmörkunum sem í gildi væru. Fjöldi verslana hefði opna kvöldsöíu án þess að lögregluyf- irvöld treystu sér að grípa til að- gerða og borgaryfirvöld sjálf hefðu leyft kvöldsölu á bannvöru (mjólk) samkvæmt kvöldsölu- lista borgaryfirvalda og Kaup- mannasamtakanna. Það kom því Sigrúnu í opna skjöldu að sjá frétt á baksíðu Morgunblaðsins í gær þar sem Davíð Oddsson boðar að Sjálf- stæðismenn hygðust flytja til- lögu í borgarráði um að af- greiðslutími verslana verði frjáls til kl 23.30 á kvöldin. í fréttinni var hins vegar í engu getið boð- aðrar tillögu Sigrúnar. Á borgarráðsfundinum gagn- rýndi Sigrún harðlega þessi ósið- legu vinnubrögð Sjálfstæðis- meirihluta Davíðs í málinu, lagði fram tillögu sína og flutti síðan svohlióðandi bókun: „Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag lagði ég fram bókun þar sem ég boðaði tillöguflutning varðandi afgreiðslutíma verslana sem ég hef lagt fram í dag. Það skýtur því óneitanlega skökku við að lesa síðan á bak- síðu Morgunblaðsins í morgun að meirihluti Sjálfstæðismanna verði einnig með slíka tillögu í borgarráði. Vissulega er það ánægjulegt afe sjálfstæðismenn taki eindregið undir nauðsyn þess að breyta samþykktinni um opnunartíma verslana, en að þeir geri tillögu mína að sinni, sýnir að þeir átta sig ekki á málum fyrr en aðrir hafa vakið athygli á þeim. Hins vegar dreg ég þann lær- dóm af þessu máli að heiðarleg vinnubrögð eru ekki virt af meirihluta borgarstjórnar." —sá Skipun orkusölunefndar stjórnarmanna Landsvirkjunar kemur aðstoðarforstjóra Alumax á óvart: Slæmt ef álmálið dregst á langinn Frá Agli Ólafssyni, blaðamanni Tímans í Suður-Karólínu, BNA: Svo virðist sem fregnir af þeirri ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að skipa sérstaka framkvæmda- nefnd í samningaviðræður um orkusölu til Atlantsáls fyrirtækj- anna hafi komið framámönnum þessara fyrirtækja á óvart. Landsvirkjun ákvað þetta á fundi í vikunni og í samninganefndinni eiga sæti þeir Jóhannes Nordal, Páll Pétursson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Davíð Oddson. Ró- bert G. Miller aðstoðarforstjóri Al- umax sagði í samtali við Tímann að hann vonaðist til að þetta myndi ekki verða til þess að draga samningaviðræður á langinn. Fram kom hjá Miller að forráða- menn Alumax væru nokkuð óró- legir vegna pólitískrar framvindu málsins á íslandi og hefðu af því áhyggjur að málið tefðist úr hófi fram, einkum ef samninganefnd Landsvirkjunar hygðist taka upp og jafnvel breyta einhverjum þátt- um sem þeir töldu að væru frá- gengnir. Þá undirstrikaði Miller að mikilvægt væri að tímaáætlanir þær sem þegar hefðu náðst sam- komulag um stæðust, þó það myndi í sjálfu sér ekki tefla málinu í tvísýnu þó samningar drægist um einhverjar vikur eða jafnvel mánuði. Allt umfram það hins veg- ar gerði stöðuna erfiðari. Hann benti á að Atlantsáls fyrirtækin hafi önnur lönd í bakhöndinni varðandi byggingu álvers og nefndi í því sambandi Venesúela, sem hafi boðið Alumax raforku á helmingi lægraverði en íslending- ar séu að tala um. Þegar hann var spurður hvort hann teldi að skipan sérstakrar framkvæmdanefndar af hálfu Landsvirkjunar í orkusölu- samningana hefði þau áhrif að tefja málið, sagðist hann þó vonast til að svo væri ekki og þetta væri jákvætt skref. Á myndinni sést Eiríkur Amar Harðarson starfsmaður Stálfélagsins vera að taka olíuleiðsluna í sundur, en hún fer mestöll í bræðslu hjá Stálfé- laginu. Timamynd: Ámi Bjama Tilbúnir til að fækka undanþágum Á óformlegum fundi utanrílds- Jafnframt ætiast þeir til þess að ráðherra EFTA ríkjanna í Genf í Evrópubandalagið fallist á það gær var rætt um stöðuna í samn- fyrirkomulag, sem geri sameig- ingaviðræðna EFTA ríkjanna og inlega stjómun og þróun evr- Evrópubandalagsins um myndun ópska efnahagssvæðisins mögu- evrópsks efnahagssvæðis. í orð- lega. „EFTA ríldn munu í sam- sendingu frá fundinum segir, að vinnu við EB, taka þátt í kraft- með sveigjanieika og raunsæi sé miklu og varaniegu samstarfi, hægt að finna pólitíska lausn á sem verður að vera byggt á jafn- málinu, sem báðir aðilar geti fall- rétthárri þátttöku til þess að ist á. Telja ráðherramir m.a. að til verða pólitískt trúverðugt og þess að koma í kring slíkri lausn, ásættanlegt“, segir í yfírlýsingu verður að fækka undanþágum í fundarins. einhvem lágmarksfíölda. -hs. Onógar tæringarvarnir Ekki voru viðhafðar eðlilegar tær- ingarvarnir á olíuleiðslu Olís- manna, sem tók að leka, er dælt var, með þeim afleiðingum að mik- ið magn af olíu fór í sjóinn. Þetta kemur fram í skýrslu Iðntæknistofnunar sem send var Óla Kr. Sigurðssyni, forstjóra Olís, í fyrradag. Að sögn Óla Kr. Sigurðssonar var öll vinna við olíuleiðsluna, sem lak, boðin út á sínum tíma og var það íslenskt verktakafyrirtæki sem sá um verkið. Ekki vildi Óli gefa upp hvaða fyrirtæki það var, en sagðist vera að skoða þessi mál í rólegheit- unum áður en næsta skref yrði tek- ið. Iðntæknistofnun var fengin til að rannsaka olíuleiðsluna og gefa um- sögn um ástæður þess að hún fór að leka. Leiðslan, sem er um 250 metrar að lengd og hafði legið á um 20 metra dýpi á hafsbotni í um fjög- ur ár, var dregin upp á land hjá Björgun til að auðvelda rannsókn- ina. í skýrslu Iðntæknistofnunar segir að rörið hafi farið að ieka vegna tæringar, sem rekja má til hraðrar pyttatæringar af völdum baktería, sennilega af ætt sk. súl- fatreuserandi baktería. Þá segir orðrétt í ályktun skýrslunnar: ,Ástæður lekans eru að mati undir- ritaðs, að ekki hafi verið viðhafðar eðlilegar tæringavarnir á rörunum miðað við það umhverfi sem þeim var ætlað að vera í. Það leiddi síðan til þess að rörin tærðust hraðri tær- ingu við rörasamskeyti og í götum á málningarhúðinni, þar sem málning, sem borin var á eftir sam- suðu röfanna, veitti takmarkaða vörn, vegna ófullnægjandi hreins- unar fyrir málningu, vegna þess að ekki var borinn á grunnur fyrir málningu eða málningarlagið of þunnt miðað við aðstæður". Undir skýrsluna skrifar Páll Ólafsson verkfræðingur. Þá er mælst fyrir í skýrslunni að allar leiðslur í sjó verði athugaðar með tilliti til tæringar og tæringa- varna. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.