Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 25. október 1990 Persaflóadeilan: Vestræn ríki neita alfarið orðrómi um samningagerð Vestræn ríki og arabískir bandamenn þeirra neita harðlega fregnum um að samningagerð sé á döfínni í Persaflóadeilunni og óttast að slíkur orðrómur geti styrkt stöðu Saddams Hussein. Vestrænir diplómatar segjast ekki sjá þess nein merki að samningar verði gerðir um að írakar dragi sig að hluta til frá Kúvæt, þrátt fyrir að ýmis atriði hafi bent til að svo væri. Pessi atriði eru m.a.: Orð sem varnarmálaráðherra Saúdí- Arabíu lét falla um að hann sæi engin tormerki á því að araba- þjóð gæfi frændríki sínu land. Þetta var túlkað þannig að Kúvæt gæti vel séð af landsvæðum í hendur íraka. Tilkynningar um að sovéska sendi- fulltrúanum, Yevgeny Primakov, hefði verið tjáð á fundi sínum með Saddam að Irakar væru reiðubúnir að fara frá Kúvæt ef þeir fengju í staðinn olíulindir og tveir eyjar á Flóanum. Primakov lagði af stað í aðra sendiför til Persaflóans í gær. Ákvörðun íraka um að láta lausa alla franska gísla og nokkra amer- íska og breska ríkisborgara. Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafa lagt til mest af herafla vestrænna ríkja sem safnast hefur saman á Persa- flóasvæðinu. Undarlegasti orðrómurinn er þó sá að Múhammeð spámaður hafi birst Saddam Hussein í draumi og sagt honum að gefa Kúvæt eftir að und- anskiidum olíulindunum og eyjun- um. Þessi orðrómur mun hafa haft áhrif á vestrænum mörkuðum en hefur ekki verið staðfestur frá írak. Þessi atriði hafa orðið til þess að vestrænir stjórnmálamenn eru ugg- andi um að brestur kunni að koma í samstöðu þeirra ríkja sem samein- ast hafa gegn írökum. Þessi ótti hef- ur komið fram í áskorunum Sam- einuðu þjóðanna til íraka um að fara skilyrðislaust frá Kúvæt. Saúdí-Arabar hafa hamast við að bæta þann skaða sem yfirlýsingar utanríkisráðherrans hafa valdið. Hann segir sjálfur að rangt hafi ver- ið eftir sér haft og Fahd konungur sagði á þriðjudaginn að andstaða þjóðar hans gegn yfirtöku íraka á Kúvæt væri jafnákveðin og nokkru sinni. Vestræn ríki hafa tilkynnt að þau taki þessar afsakanir Saúdí-Araba til greina, en heldur hafi þeir staðið klaufalega að málum. Svæðin sem írakar eru sagðir reiðubúnir að semja um hafa verið inniimuð í íraska héraðið Basra, en afgangurinn af Kúvæt er nú sagður 19. hérað íraks. Vandi vestrænna ríkja felst í því að litið verður á alla eftirgjöf sem ósig- ur. Bush Bandaríkjaforseti segir slíkt ekki koma til greina og ef írök- um verði afhent svo mikið sem ör- smá landspilda sé verið að verðlauna yfirgang og ofbeldi. Bush Bandaríkjaforseti segir að ekki komi til greina að gefa eftir svo mikið sem smáskika af Kúvæt í hendur írökum. Norður-írland: Sovétríkin: IRA drepur breska hermenn Þessi mynd vartekin í götuóeiröum á Norður-írlandi árið 1984. Ekki hef- ur ástandið batnað síðan og mun varía gera það á næstunni. Pravda neyðist til að færa út kví- arnar til vesturs írski lýðveldisherinn gerði sprengju- árásir á tvær varðstöðvar á Norður- írlandi í gær. í árásunum, sem gerð- ar voru í hefndarskyni vegna dráps á einni af þeirra helstu skyttum, fórust sex hermenn og 27 slösuðust. Manns, sem var neyddur til að aka bíl hlöðnum sprengiefni til varð- stöðvarinnar í Londonderry, er sakn- að og er óttast um afdrif hans. Hin árásin var gerð í varðstöð nálægt bænum Newry. Þetta er mesta mannfall sem breski herinn hefur mátt þola á Norður- ír- landi á þessu ári. Sprengingarnar voru nákvæmlega tímasettar, þannig að þær urðu á báð- um stöðum í einu. Þær voru svar IRA við því að Dessie Drew, ein af leyni- skyttum lýðveldishersins, var skotinn fyrir tveimur vikum. Hann var sterk- lega grunaður um morð á Norður-ír- landi og í Evrópu. Breskir leyniþjón- ustumenn drápu Drew og aðra leyni- skyttu í árás sem IRA sór að hefna fyr- ir. IRA, sem hefur barist fyrir þvj í 70 ár að koma Bretum burt úr N- írlandi, lýsti árásunum á hendur sér og vildi með þeim sýna að þeir gætu valið sér skotmörk að vild. í tilkynningu frá IRA sagði: „Þar til breska stjómin lætur af vonlausri baráttu sinni á Norður- írlandi, munu árásir eins og þessar halda áfram." Árásin í Londonderry hafði í för með sér dauða fimm hermanna og sextán slösuðust. Það eina sem er eftir af varðstöðinni eru afgangar af herskála. Þyrla frá hernum sveimaði yfir staðnum til þess að reyna að finna leyniskyttur eða jarðsprengjur sem settar hefðu verið til höfuðs björgun- arsveitum. Eftir sprenginguna í Londonderry komst lögreglan að því að manns var saknað. Grímuklæddir menn héldu fjölskyldu hans í gíslingu og fóru með hann á bílnum hans. IRA notaði sömu aðferð í Newry, tók fjölskyldu í gíslingu og neyddi 65 ára gamlan mann til að aka sendibíl, fúll- um af sprengiefhi, til varðstöðvarinn- ar. Þegar þangað var komið, stökk hann út úr bílnum og hrópaði: „Það er sprengja í bílnum." En hermennirnir höfðu engan tíma til að rýma svæðið. Sprengjan sprakk og varð 21 árs gömlum hermanni að bana og særði 10 aðra. Bflstjórinn slapp með fótbrot. Undanfarin tvö ár hefur IRA farið víðtæka sprengjuherferð um allt Bretland og meginland Evrópu. Þeir bera því við að sprengjuárásir erlend- is hafi mun meira áróðursgildi. Árásirnar á varðstöðvamar í gær eru þær alvarlegustu sem orðið hafa á þessu ári. Lýðveldisherinn hefúr yfir miklum vopnabúnaði að ráða og er talið að hann telji um 250 manns. Breski herinn hefur átt von á hefnd- araðgerðum frá því Drew var drepinn í Loughgall, litlu þorpi þar sem bresk- ir hermenn skutu átta IRA- menn í árás fyrir þremur árum. Þá svaraði IRA fyrir sig með því að drepa átta breska hermenn með því að sprengja upp rútu sem þeir voru í. írska lögreglan hefur handtekið fimm manns og fært þá til yfirheyrslu vegna sprengingarinnar í London- derry. Málgagn sovéska kommúnista- flokksins, dagblaðið Pravda, hefur misst stóran hluta lesenda sinna á síðustu misserum. Af þessum sökum eru nú uppi áætlanir um að útgáfufyrirtæki blaðsins fari út í sjónvarpsrekst- ur og reyni að komast inn á al- heimsmarkað. Ivan Frolov, ritstjóri blaðsins og meðlimur í forsætisnefnd kommúnistaflokksins, sagði að forysta flokksins hefði rætt þann möguleika í gær að breyta blaðinu í nokkurs konar sam- steypufyrirtæki sem aflaði eigin tekna með auglýsingum og öðl- aðist þannig aukið sjálfstæði. „Það er mögulegt að stofnað verði flokkssjónvarp. í athugun er að leigja myndver og fram- leiða þar eigin kvikmyndir til sýningar í sjónvarpi," sagði Frolov á blaðamannafundi í gær. Lesendum Pravda, sem eitt sinn var víðlesið þar sem þar var einu upplýsingarnar um stefnu stjórnvalda að hafa, hefur fækk- að úr 6,8 milljónum í 504.000 frá því í janúar. Þessi fækkun, sem einnig hefur orðið vart hjá öðrum blöðum, orsakast aðal- lega af verðhækkun. Róttækir kommúnistar hafa kvartað yfir því að sjónvarps- stöðvarnar í Moskvu og Len- ingrad, sem áður voru tryggar málpípur kommúnistaflokksins, séu nú notaðar af breytinga- sinnum til þess að grafa undan sovéska kerfinu. Frolov sagðist telja að Pravda gæti komist af með færri les- endur ef tækist að afla aukinna auglýsingatekna. „Dagblöð lifa best sem alþjóð- legir rniðlar," sagði hann, og bætti því við að flokksforystan hefði í hyggju að stofna alþjóð- lega útgáfu af Prövdu í sam- vinnu við útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum, Japan, Bret- landi og Frakklandi. Fréttayfirlit PARÍS - írakar hafa fúllvissað Frakka um að engin skílyröi fylgi lausn fírönsku gfslanna. Frönsk yf- irvöld neita að standa í samninga- makki víð íraka. ALSÍR - Saddam Hussein seglr í opinskáu viðtali við alsírskt viku- Wað að gráum hárum á höfði hans hafi að vísu fjölgaö, en guð muni leíða hann til sigurs í Persaflóa- skytdu hans hafe komið illa við í norðaustri, en skæruliðamír hafi herjarverkfalls til að mótmæla deilunni, sem hann segir alfarið krístna minniWutann í lancflnu. þegar brotiö þá mótspymu á bak handtöku leiðtoga síns vera sök Kúvæta. WASHINGTON - Bandaríkja- aftur WASHINGTON - Morð, rán og KAÍRÓ - Yevgeny Prímakov, stjóm er nú undír sívaxandí þrýst- ISLAMABAÐ - Kjósendur f nauðganir í Bandaríkjunum hafa sovéski sendifúlitrúinn, hefur að ingi að minnka eða eyða alveg Pakístan ganga nú til atkvæða um stórlega fænst í vöxt á fyrstu sex nýju ferð sína til friðarumleitana herstyrk Iraka hvað varðar kjam- hvort Benazir Bhutto, fyrrverandi mánuðum þessa áre, árið 1990 við Persaflóa. Hann kom til Kaíró í orku- og erturefríahemað, jafrível foreætisráðherra, fái annað tæki- stefnir f að verða mesta ofbeldisár gærog þaðan mun hann haldatil þótt írakar samjjykki að yfirgefa færi eftir að hafa verið ásökuð um í sögu Bandaríkjanrta. frak, Saúdí-Arabíu og Sýrlands. Kúvæt misferliogvikiðúrembætti. MADRID - Spánverjar eru byrj- LÍBANON - Þúsundír syrgjandi NAÍRÓBÍ - Belgíski utanríkis- NÝJA-DELÍ - Sextán létust og aðir að flagga til að fágna komu Líbana hyggjast fylgja stiómmála- ráðherrann segír sflómarmenn í Ijölmargir særðust í átökum af tni- Gorbatsjovs tfl landslns á föstu- leiötoganum Dany Charmoun tfl Rúanda hafa tjáö sér að gripið hafi artegum toga sem urðu eftir að dag. Líklegt er að efríahagsmál grafer, en moröin á honum á flöl- verið til vopna gegn skæruliðunum heittrúaðir hindúar boðuðu til alls- verði aðalefríi viðræðnanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.