Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 9
■l Fimmtudagur 25. október 1990 Tíminn 9 FOLK Svissneska heimavarn- arliðið í sál- arkreppu. Aðeins minnihluti nýliða sér nokkurt vit í að gegna herþjónustu nefna að þegar einn nýliðinn hafði týnt húfunni sinni skipaði liðþjálfi öllum mönnunum að mæta úti und- ir berum himni berfættir og á nær- buxunum kl. hálftíu að kvöldi. Þar urðu þeir að standa kyrrir í 20 mín- útur, síðan var þeim skipað að „leggj- ast“, „standa upp“, „leggjast", „standa upp“. Þessi hamagangur stóð í tvær klukkustundir. Sami liðsforingi út- deildi undirmönnum sínum þeirri refsingu að hlaupa með árásarvopn sín um æfingarsvæðið þar til þeir voru að niðurlotum komnir. Þetta eru ekki undantekningartil- felli. í skólanum í Colombier rak yfir sig þreyttur liðsforingi menn sína yfir hættulega mjóa og umferðarþunga jámbrautarbrú, þrátt fyrir að við því lægi blátt bann. Flutningalest rétt tókst að nema staðar áður en illa færi. Afdrifarík strákapör í herskóla Það sem gerði útslagið sl. sumar og gerði það raunverulega „svart" fýrir svissneska herinn gerðist í Colombi- er og átti að heita .„strákapör". Þar fóm margir nýliðar að fordæmi yfir- manns síns og átu hver um sig 30 grömm af plastsprengiefni — sem eins konar eldskírn, að því er þeir sem fyrir eitruninni urðu sögðu eftir að þeim var sleppt af sjúkrahúsinu. Kaspar Villiger varnarmálaráðherra varð fyrir svo miklu áfalli þegar þessi atburður spurðist út að hann krafðist þess að rækileg rannsókn færi fram. Enginn býst við að sú rannsókn leiði einhverja nýja vitneskju í ljós. Ástæð- an er nefnilega öllum kunn. Hún er sú að það eru of fáir atvinnuhermenn sem stjóma og framfylgja menntun og þjálfun óbreyttra hermanna. „Menntunarsveitin“, en í henni eru 1000 undirliðsforingjar og 700 liðs- foringjar, er of fámenn. í Colombier em aðeins tvær af fjórum stöðum skipaðar og í öðmm fótgönguliðs- skóla er aðeins ein staða skipuð. Alls skortir menntunarstjórann Binder 340 menn í stöður. Sjálfboðaher þykir orðið sjálfsagður í menningar- ríkjum - en ekki í Sviss Af því leiðir að gmndvallarendur- bætur eiga sér enga von. Nú er svo komið, jafnvel í Austur-Evrópuríkj- um, að litið er á sjálfboðaliðaher sem sjálfsagðan hlut í menningarríkjum. En í Sviss má ekki einu sinni ræða um það fyrirkomulag. En nú hefúr verið ákveðið í sviss- neska þinginu, eftir margra ára hik, að gera smáumbætur. Þeir sem neita að gegna herþjónustu verða áfram að eiga mál sitt undir úrskurði herrétt- ar. En þeir mega leysa sig undan her- skyldunni með því að leggja fram 18 mánaða vinnuframlag í borgaralegu lífi, en þó því aðeins þeim takist að sannfæra dómarann um að að baki afstöðu þeirra liggi siðferðisástæður. Sá sem ekki getur það, eða ber fyrir sig stjórnmálaskoðanir, verður eftir sem áður settur í steininn. Rudi Joachimstahl flúði eignalaus til Englands eftir að nasistar höfðu sent foreldra hans í útrýmingarbúðir og gert gisflhús þeirra upptækt Margir gera kröfur til gamalla eigna í aust- urhluta Þýskalands Sú var tíðin að fölnuð ljósmynd af austur-þýskri höll kallaði ein- ungis fram minningar um harmleik fjölslcyldu í huga Barböru Ashley. Þessa dagana kallar hún fram von um að loks geti Bar- bara gert kröfu til að fá afhentan fjölskylduarfinn. Höllin stendur við vatn í furuskóg- unum utan við Berlín og er meðal þeirra milljóna eigna á því svæði, sem áður var Austur- Þýskaland, sem upprunalegir eigendur og erf- ingjar þeirra gera nú kröfur til að fa aftur í sínar hendur. Allt að því 1000 kröfur hafa verið lagðar fram af ætt- ingjum sem búa nú í Bretlandi. Þarna eru geysimiklar eignir í húfi. Lögfræðingar álíta að allt að því þrjár milljónir húsa, íbúða og verk- stæða sem enn eru í notkun heyri í rauninni öðrum til. Kröfur varð að skrá fyrir miðjan október Bresk fyrirtæki, þ.á m. BP, Shell og Guardian Royal Exchange, eru meðal þeirra sem vilja aftur fá í sína eigu verksmiðjur og skrifstofur sem nasistar gerðu upptækar á sínum tíma. Unilever krefst þess að fa skil- að a.m.k. fjórum verksmiðjum. Allir kröfuhafar hafa haft hraðann á við að Iáta skrá kröfur sínar áður en fresturinn til þess rann út um miðj- an október. Þýskur lögfræðingur, sérfræð- ingur í eignarétti með aðsetur í London, segir að bresk fyrirtæki og önnur, sem ekki eru þýsk, muni leggja fram kröfur um end- urheimt eigna upp á mörg hundr- uð milljónir sterlingspunda. En þegar er farið að bera á ruglingi kröfuhafanna. Þannig er BP að gera tilraunir til að festa kaup á lóðum sem enn eru skráðar á Waf- fen SS og franskt fyrirtæki keppir við danskt um eignaryfirráð á löngu glataðri sementsverk- smiðju. Kröfuhafar bera sjálfir kostnað af kröfugerðinni Þeir sem gera tilraun til að fá aftur fjölskyldueignir verða sjálfir að bera kostnaðinn af kröfugerðinni. Bar- böru Ashley, sem nú býr rétt norðan við London, er þess vegna órótt þrátt fyrir líkumar á því að henni takist að endurheimta eignir föður- foreldra sinna. Hún segir: ,Að sumu leyti vil ég ekkert hafa með þær að gera. Mig langar ekki til að rifja aft- ur upp fortíðina. Á hinn bóginn er þetta eins og kapítuli sem aldrei hef- ur verið lokið við og tími til kominn að afgreiða." Fyrir hálfri öld tóku nasistar afa hennar og ömmu, Joachimstahl- hjónin, höndum á gistiheimili þeirra í Leuenberg og sendu þau í gyðingagettó í Berlín. Þau létu bæði lífið síðar í útrýmingarbúðum. Rudi, sonur þeirra, flúði til Bret- landi, gekk þar í herinn og barðist í Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi. En hann komst aldrei til Berlínar né leit æskuheimilið aftur augum. Hann dó í Englandi 1976. „Hef ekkí hugmynd um hvað húsið er mikils virði“ „Ég hef enga hugmynd um hvað húsið er mikils virði,“ segir Barbara, dóttir Rudis. „En það eru ekki bara peningamir sem um er að ræða. Við viljum einfaldlega að þýsk yfirvöld viðurkenni að eignimar voru teknar af afa mínum og ömrnu." Árið eftir að faðir hennar dó fór Barbara til Austur-Þýskalands og fann aftur týnda heimilið, aðeins með Ijósmynd að vopni. Hún segir það hafa staðið tómt og verið í mik- illi niðumíðslu. „Ég held að her- menn hafi hafst þar við einhvem tíma,“ segir hún, „en samt virtist það ekkert hafa breyst frá því mynd- in var tekin. Og sumir nágrannamir mundu m.a.s. eftir fjölskyldu minni." Ekki hafa allir fullnægjandi gögn undir höndum til að sanna rétt- mæti krafna sinna um að fá aftur fjölskyldueignir, en það hefur Bar- bara, og í þokkabót hefur enginn að- setur á eigninni. Það má því búast við að hún fái sínar kröfur uppfyllt- ar. Barbara Ashley, dóttir Rudi Jo- achimstahl, gerír nú tilkall til arfs eftir afa sinn og ömmu. Erfingjar Helfararinnar eiga nú í höggi við erfingja kommúnismans Komið hefur í ljós að kröfur um eignaendurheimtingu er eitt af þeim málum sem hvað mestum deilum eiga eftir að valda í samein- uðu Þýskalandi. Nú eiga þeir sem lifðu af Helförina og börn þeirra í höggi við erfingja austur-þýska kommúnismans, sem eru að berjast við að ná fótfestu í efnahag vestur- þýska marksins. I sameiningarsamningnum var við- kvæmasta ágreiningsefnið afgreitt, þ.e. Austur-Þjóðverjar sem búa í hús- næði sem aðrir gera tilkall til, verða ekki fluttir út nauðugir. í stað þess verður fyrrum eigendum bætt fyrir, annaðhvort með peningum eða með því að fá aftur eignarhald á upptæk- um eignum og verða leigusalar fólks sem þegar býr í húsnæðinu. Hvers virði er eign í Austur- Þýskalandi? í kampavínsveislu vegna samein- ingar Þýskalands í London, ræddi vestur-þýski sendiherrann, Her- mann von Richthofen barón, um þær skuldbindingar sem land hans hefði við fórnarlömb síðari heims- styrjaldar. Sem svarar 20 milljörð- um sterlingspunda hafa þeir þegar borgað í skaðabætur eftir stríðið og lagt í handraðann 166 milljónir sterlingspunda til viðbótar til að verða við frekari kröfum. Enn er eft- ir að setja á stofn annan sjóð til að standa straum af greiðslum fyrir eignir í austurhluta landsins. Stærsti vandinn verður að ákvarða í hve miklum mæli greiðslurnar eiga að verða. „Hvers virði er eign í Austur-Þýskalandi? Það veit eng- inn,“ segir lögmaður í London, sem tekur að sér að reka kröfugerð, þ.á m. eina sem varðar heilt sjúkrahús. Oft erfitt að bera aftur kennsl á eignimar Það getur verið því sem næst ómögulegt að bera aftur kennsl á margar glataðar eignir, eftir loftárás- ir á stríðstímum og áratuga skipu- lagsbreytingar. Fyrmefndur lög- fræðingur í London segist rekast á fólk á áttræðis- og níræðisaldri sem eigi óvefengjanlegar kröfúr. Ef hins vegar taki of langan tíma að komast að niðurstöðu um hvemig kröfu- gerðinni verði svarað geti það orðið um seinan fyrir þessa öldunga. Sumum endist ekki aldur til að fylgja kröfugerðinni eftir Það er þegar orðið um seinan fyrir suma. Joachim Gorden var orðinn 77 ára og stundaði áður efnaiðnað. Hann lagði fram kröfu um að fá aft- ur 300.000 sterlingspunda eign sína í Kleinmachnow. „Það gæti vel verið að ég félli sam- an ef ég sæi húsið nú. Eg líð enn þjáningar vegna fortíðarinnar, það er ekki hægt að hrista hana af sér,“ sagði Gorden í síðasta viðtalinu sem haft var við hann en þá bjó hann í fé- lagslegri íbúð í Notting Hill, í vestur- hluta London. „Enn þann dag í dag fæ ég áfall ef einhver brýtur glas, það minnir mig á kristalsnóttina," sagði hann. Nú er Gorden látinn, áður en krafan hans kom til álita.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.