Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 25. október 1990 Bernhard frá Bjartadal og helgir menn og skáld Bemhard von Clairvaux. Herausgege- ben, eingelertet und úbersetzt von Bem- ardin Schellenberger. Walter Veriag 1982. Walter Nigg: Heilige und Dichter. Walter Verlag 1982. Die Textuberlieferung der antiken Liter- atur und die Bibel. Von Herbert Hunger, Otto Stegmúller, Hartmut Erbse, Max Imhof, Karl Búchner, Hans Georg Beck, Horst Rúdiger. Mit einem Vorwort von Martin Bodmer. Deutscher Taschen- buch Verlag 1988. Schellenberger er Cisterciani, munkur og príor. Hann hefur birt bækur og greinar um reglu sína og hl. Bernhard, þar á meðal er þessi bók, þýðingar hans á ýmsum lykil- greinum hl. Bernhards. Heilagur Bernhard frá Clairvaux (bjarti dalur — clara vallis) var af strangkirkju- legum, búrgundiskum aðalsættum. Hann gerðist munkur rúmlega tví- tugur ásamt þrjátíu öðrum ungum aðalsmönnum, þetta hefur verið um 1110-14. Bernhard var fæddur 1090. Fyrst í stað gengu þeir í klaustrið Citeaux, Benediktína- klaustur. Síð- an varð Bemhard ábóti í nýju klaustri sem hlaut nafnið Clairvaux. Hann varð á skömmum tíma einn áhrifamesti maður Evrópu, einstak- ur mælskumaður og með skrifum hans jókst áhrifamáttur hans. Hann er taíinn hafa mótað mjög stefnu kirkjunnar, krossferðaáhuginn var ráðandi í Evrópu og Bernhard vann að því öllum árum að stofna til 2. krossferðar og hann knúði Konráð III tii krossferðar ásamt Friðriki Bar- barossa og Hlöðvi 7. Frakkakonungi. Hann fór um og prédikaði og sagt var að hvar sem hann fór hafi hann „talað herskarana upp úr jörðinni". Bernhards-munkarnir nefndust Cistercianar. Þeir stofna hvert klaustrið á fætur öðm á 12. öld og vom taldir hafa umskapað landbún- að vítt um Evrópu og hún var ekki hvað síst þeim að þakka, hin stór- aukna afurðageta og „hagvöxtur" sá sem einkenndi 12. öldina. Bernhard var talinn bænheitasti klerkur sinnar samtíðar og ágætt sálmaskáld. Innilegt trúarlíf var kjarni boðunar hans, „að elska guð“ en ekki að þekkja hann, „við þekkj- um guð í réttu hlutfalli við elskuna til hans. Það er okkur auðveldara að finna guð í bæninni en í lærðum kappræðum". Auðmýkt hjartans var vegurinn, en ekki skarpleiki hugsun- arinnar. Bernhard var mýstíker. Bernhard hafði bein áhrif hér á landi, því að Björn Gilsson, biskup á Hólum, var vígður í Lundi, þegar Áskell — Eskil — var þar erkibiskup, en hann hafði kynnst munkareglu Cisterciana og var eins og aðrir kirkjunnar menn altekinn af eld- móði reglubræðra. Eitt af fyrstu verkum Björns Gilssonar á Hólum var að vinna að stofnun klausturs á Þverá — Munkaþverá. í þessari bók er að finna áminning- arpistla, bænir og hegðunarkröfur um kristilegt líferni og síðast en ekki síst útlistanir á elsku guðs til mann- anna, prédikanir og brot úr bréfum. Með þessari bók birtist úrval rita Bemhards eftir 40 ára hlé, í bókarlok eru tilvísanir til heimilda og útgáfa. Hl. Bernhard dó 1153 og 21 ári síð- ar var hann helgaður. Heilagir menn og skáld em viðfangsefni Walters Nigg. Hann telur að náinn skyldleiki sé milli vissra skálda og heilagra manna. Skáld minna á spámenn biblíunnar og em oft samviska eigin þjóða. Nigg fjallar fyrst um ýmsa dýrlinga kirkjunnar, svo sem Ágúst- ínus Hildegard von Bingen og Thomas frá Aqvínó. í síðari hlutan- um fjallar höfundur um ýmis sam- tíðarskáld sem hann telur vera, m.a. Friederike Görres og Reinhold Schneider ásamt öðmm sem eru minna kunn. Höf. ræðir trúaráhrif sem marka megi í verkum þessara skálda og tengir þau lífssýn sem rekja megi til lífs og kenninga dýr- linganna. Varðveisla fornra og miðalda texta er inntak bókarinnar frá DTV, sem kemur nú út í þriðja sinn. Þessa varðveislu má þakka munkum, lærðum mönnum og aðalsmönnum og konungum, ásamt lærðum gyð- ingum, heimspekingum og guð- fræðingum, einnig arabískum menntamönnum. Þessir menn afrit- uðu og fjölluðu um þessi fornu rit og fjölfölduðu þau gegnum aldirnar. Hefðu þeir ekki unnið þessi störf væri fátæklegra um að litast í vest- urevrópskum menningarheimi en nú er. Varðveislu-fræðin er ný fræðigrein og fjallar ekki einungis um geymslu og afritun, heldur veitir hún dýr- mætar upplýsingar um skriftækni, smekk og menningarheima, þegar afritunin fór fram, og einnig um þá sem geymdu handritin, til hvers og hversvegna. Bókin hefst með lýsingu á bókagerð og skriftækni til forna og á miðöldum, efni og vinnslu efnis- ins, svo að hæft yrði til ritunar. Fjall- að er um bókasöfn og síðan um gríska og rómverska skrift og fram- hald skriftar á miðöldum. Frumút- gáfan var í tveimur bindum, annað bindið er ekki endurprentað, en þar í er fjallað um varðveislu íslenskra handrita og annarra miðaldahand- rita. Fyrsta bindið kom út í frumút- gáfu 1961 og það síðara 1964, hjá Atlantis-Verlag í Ziirich. Siglaugur Brynleifsson Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimlli Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447 isafjöröur Jens Markússon Hnlfsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friöbjörn Nielsson Fífusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95- 35311 Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hllðarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagötu 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavfk Friðrik Sigurðsson Höfðatúni 4 96-41120 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbvqqö 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjöröur Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjörður Berglind Þorgeirsdóttir Svfnaskálahlíð 19 97-61401 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hllðargötu 4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli (sleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Enqiaveqi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbmn 51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lvnqberqi 13 98-33813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyrl Kristrún Elvarsdóttir Garði 98-31302 Laugarvatn Halldór Benjamlnsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónfna og Ámý Jóna Króktúni 17 98-78335 Vík Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Látum fara vel um barnið, og aukum öryggi þess um Beið! || UMFEROAR ÚR VIPSKIPTALÍFINU______ Atvinnulegur aftur- kippur á Bretlandi Samtök breskra iðnrekenda (Con- federation of British Industry) birti 24. september 1990 fréttatil- kynningu um bakföll í pöntunum hjá breskum iðnfyrirtækjum. Mánaðarlegum spurningalistum þeirra svöruðu 1405 fyrirtæki. Úr pöntunum hafði dregið hjá 49% þeirra, en aukist hjá 10% þeirra. Þá sögðu 35% þeirra hafa dregið úr útflutningspöntunum sínum og 30% þeirra sögðust mundu draga úr framleiðslu sinni á næstu mán- uðum. Helgina áður, 22.-23. sept- ember 1990, sagði í megingrein Financia! Times: „Samtök breskra iðnrekenda fóru í vikunni fram á lækkun vaxta til að forða landinu frá atvinnulegum afturkipp." .Atvinnulega afturkippinn hefur borið hægar að en flestir bjuggust við. Til hans sagði í upphafi ársins á þröngu sviði. Um nokkurt skeið hefur þrengt að greinum, sem finna mjög til vaxta, — einkum í smávöruverslun, vefnaðariðnaði, byggingarstarfsemi og fasteigna- sölu, — sem og í framleiðslu, sem að miklu leyti fer á markað neyslu- varnings á Bretlandi... Fyrsta árs- fjórðunginn (1990) uggðu iðnfyr- irtæki að sér, þótt ekki fýndu til afturkippsins... Snemma sumars hafði víðar sagt til afturkippsins, þótt hraðar færi ekki en áður. Skjálfti fór um sumar greinar svo sem vörubflasmíði, sem skert höfðu framleiðslu sína um meira en20%.Enþótt skráðir yæru færri nýir bflar en áður og úr eftirspurn drægi eftir efnavörum og stáli, þá var það frá (undanfarandi) sögu- legu hámarki ... í júlí og ágúst (1990) tók afturkippurinn stökk. Vörubflasmiðjum hafa engin grið gefist. ... Það er orðin regla, að heita má, að í þeim sé aðeins unn- ið hluta dags, styst í smiðjum Iveco- Ford og AWD, þótt aðrar séu þeim ekki miklu hressari...." „Horfur eru á minnkandi fram- lögum til landvarna og af þeim sökum þrengja fyrirtæki í land- varnar- iðnaði að sér. Rolls Royce mun segja upp 700 starfsmönnum í Bristol og GEC 550 starfsmönn- um í skoskum smiðjum, sem það hefur keypt af Ferranti ... Fyrstu átta mánuðina (1990) fækkaði skráðum nýjum bflum um 11,6% og þess gjalda fyrirtæki, sem búa þá út. Allnokkrir framleiðendur bflahluta, svo sem GKN, boða lækkandi arð og nokkrar uppsagn- ir. ... úr sölu farsíma er farið að draga... Pantanir í verkfæra-smiðj- um voru íjúlí (1990) 18,5% minni en í fyrra, en útflutnings pantanir þeirra 29% meiri. En síðustu þrjá mánuði hefur útlendum pöntun- um fækkað um helming." „En mörg fyrirtæki bíða átekta og vona, að 1991 verði ekki örðugra en árin um níunda áratuginn miðjan, mitt á milli fyrri aftur- kipps og (eftirfarandi) veltuskeiðs neysluvarnings." Fáfnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.