Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 25. öktóber 1990 * 21.flokksþing ||i| Framsóknarflokksins MM 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavik, dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokks- þingi segir I lögum flokksins eftirfarandi: 7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á fiokksþinOg fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Áflokksþinginu eiga einnig sæti miðstjórn, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins verður auglýst slöar. Framsóknarflokkurinn. IMJ Steingrímur Hermannsson Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra veröur haldið ( Félagsheimilinu á Blönduósi 27. og 28. október nk. Dagskrá: Laugardaginn 27. október Kl. 13.00 Þingsetning og kosning starfsmanna. Kl. 13.10 Skýrslur stjórnar K.F.N.V. og Einherja, umræður og afgreiðsla reikninga. Kl. 14.00 Sérmál þingsins. Uppbygging ferðamannaþjónustu á landsbyggðinni, framsögum. Valgeir Þorvaldsson, bóndi á Vatni. Kl. 14.45 Frjálsar umræður. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Umræður, framhald. Kl. 17.00 Framboðsmál. Kl. 18.00 Kosning nefnda og nefndastörf. Kl. 20.30 Kvöldverður á Hótel Blönduós og kvöldskemmtun. Sunnudagur 28. október Kl. 10.00 Nefndarstörf. Kl. 11.00 Nefndir skila áliti, umræður og afgreiðsla nefndaálita. Kl. 12.30 Matarhlé. Kl. 13.30 Ávarp gesta. Sif Friðleifsdóttir frá S.U.F. Bjamey Bjarnadóttir frá L.F.K. Kl. 13.45 Stjórnmálaviðhorfiö, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Kl. 14.45 Frjálsar umræður. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Framhald umræðna. Kl. 16.40 Umræður og afgreiðsla nefndaálita, framhald. Kl. 17.20 Kosningar. Kl. 17.50 Önnur mál. Kl. 18.10 Þingslit. Stjórnin. Reykjanes Skrífstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Noröurland vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurtandi vestra verður haldið á Blönduósi dagana 27. og 28. október. Þingið hefst kl. 13,00 laugardaginn 27. október. Dagskrá nánar auglýst siðar. Stjórn KFNV Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verö- ur á staðnum. Simi 92-11070. Framsóknarféiögin lllj Steingrímur Jóhann Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn I Framsóknarhúsi Keflavíkur miðvikudaginn 31. október kl. 21.00. Fundarefnl: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Á fundinn mæta Steingrlmur Hemiannsson og Jóhann Einvarðsson. Félagsmenn mætum vel á fundinn. Stjórnin. UKI Steingrímur Hermannsson Kjördæmisþing framsóknarfélaganna á Suöurlandi 31. þing K.S.F.S., haldið að Hvoli, Hvolsvelli, 26. og 27. október 1990. Dagskrá: Föstudagur 26. okt Kl. 20.00 Þingsetning, kjömir starfsmenn þingsins. Kl. 20.15 Stjómmálaviöhorfið. Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra. Umræður og fyrirspumir. Álit kjörbréfanefndar. Fyrri umferð skoðanakönnunar. Tillögur lagöar fram. Laugardagur 27. okt. Kl. 10.00 Skýrsla stjórnar. Skýrsla Þjóðólfs. Umræöurog afgreiðsla. Afgreiðsla mála. Stjómmálaályktun. Kl. 12.00 Hádegisveröur. Kl. 13.00 Seinni umferð skoðanakönnunar. Flokksstarfið í kjördæminu fram að kosningum. Kl. 16.00 Kosningar. Álit framboðsnefndar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 20.00 Kvöldverður og skemmtun. Aöalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Keflavík verður haldinn laugardaginn 27. október nk. kl. 14.00. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Borgarnes - Nærsveitir Spilum félagsvist i Félagsbæ föstudaginn 26. okt. kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Framsóknarféiag Borgamess. Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Framsóknarfólk Suöurlandi 31. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suðurlandi verður haldið dagana 26. og 27. október nk. á Hvoli, Hvolsvelli. Þingið hefst kl. 20.00 föstudagskvöld. Dagskráauglýst siðar. Stjóm K.S.F.S. Kjördæmisþing á Austurlandi D0 Þing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austuriandi verður haldið í Valaskjálf á Egilsstöðum föstudaginn 26. og laugardaginn 27. október næstkomandi. Þingið hefst klukkan 20.00 á föstudagskvöld með skýrslum um starfsemi liðins árs og umræðum um stjómmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson, forsætísráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, ávarpar þingið á laugardagsmorgun. Aukaþing verður haldið eftir hádegi á laugardag, og þar verður frambjóð- endum eftir forval á Austurlandi raðað i sæti á framboöslista. Á laugardagskvöld 27. október verður haldin árshátíð Kjördæmisam- bandsins og verður hún i Valaskjálf. Athygli er vakin á þvl að á aukakjördæmisþing eiga félögin rétt á þrefaldri fulltrúatölu. Skoðanakönnun á Vestfjörðum Dtl Eftirtaldir hafa gefið kost á sér ( skoðanakönnun á vegum framsóknarmanna á Vestfjörðum um röðun á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningar 1991. Isafirði Hrauni, Ingjaldssandi Hólmavik Reykjavík Isafirði Bildudal Reykholtsdal Isafirði Brjánslæk Bolungarvík Guðni Ásmundsson Guðmundur Hagalinsson Katrln Marisdóttir Kristinn Halldórsson Magdalena Siguröardóttir Magnús Björnsson Ólafur Þ. Þóröarson Pétur Bjarnason Ragnar Guðmundsson Sveinn Bernódusson Skoðanakönnunin fer fram I öllum félögum framsóknarmanna i kjördæminu dagana 27.-31. okt. nk. Þátttöku i skoöanakönnuninni hafa allir félagsmenn samkv. félagatali 9. sept. 1990 sem öðlast hafa kjörgengi 15. mai 1991. Það er ákvörðun nefndarinnar að stjóm hvers félags sjái um og beri ábyrgð á atkvæðagreiöslunni á hverjum stað fyrir sig. Merkja skal við lágmark 5 manns með tölustöfum 1-5. Allar nánari upplýsingar gefa: Einar Hreinsson Kristjana Sigurðardóttir Einar Haröarson Sigriður Káradóttir Sigurgeir Magnússon Guöbrandur Björnsson slmi 4062 eða 3413 slmi3794 slmi 7772 simi 7362 sfmi 1113 og 1320 sfmi 95-13331 Framboðsnefnd. Kópavogur Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna ( Kópavogi verður haldinn mánudaginn 29. október nk. að Hamraborg 5 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra ræðir stjórnmálaviðhorfið. Stjómin. Steingrímur Hermannsson Amesingar Hin áriega félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 2. nóvember kl. 21.00 í Aratungu, föstudaginn 9. nóvember I Þjórsárveri og lýkur 23. nóvember að Flúðum. Aðalvinningur, ferð fyrir tvo að verðmæti 80.000,- Allir velkomnir. Stjómin. Frá SUF Þriðji fundur framkvæmdastjórnar SUF verður haldinn fimmtudaginn 25. október nk. kl. 17:30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höföabakka 9. Formaður. Hafnarfjörður Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Hafnarfirði verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Undirbúningur fyrir kjördæmisþing er haldið verður sunnudaginn 4. nóvember. 3. Undirbúningur fyrir flokksþing er haldið verður 16.-18. nóvember 4. Vetrarstarfið. 5. Önnur mál. Stjórnin. LESENDUR SKRIFA Að hlýða röddu samviskunnar Gott á sá, sem ekki þarf að berjast við sjálfsásökun. „Hugsunarlaus og himinglaður" getur hann gengið ókvíðinn allar stundir því engar hann angra hugar- raunir er hljótast af vondum verk- um. Langvarandi sjálfsásökun (sam- viskubit) er öllum þrautum þyngri. Það þekkir sá einn er sjálf- ur reynir. Óhæfuverk stór eða smá eru stund- um unnin í hugsunarleysi, og eru varla munuð fyrr en að löngum tíma liðnum, jafnvel svo að árum nemi. En svo kemur samviskan að lokum og rifjar upp hinn liðna atburð, og eftir það gefur hún ekki grið: „Eitt einasta syndar augnablik, sd agnar-punkturinn smár, oft lengist í ævilangt eymdarstrik sem iðrun oss vekur og tár. “ (Stgr.Th.) Eftir þetta stendur hinn leiði at- burður manninum fyrir hugskots- sjónum. Sífellt minnir samviskan á hið illa sem maðurinn gerði, sífellt nagar hún sál hans, veldur honum angri, hugarkvöl, iðrun. En þessi stöðugu óþægindi, sem samviskan veldur honum, verða þó til þess, að hann forðast að gera nein þau verk, er valdið gætu hugarangri. Hann reynir að breyta sem réttast, koma fram við menn og málleysingja þannig, að ekki valdi hann þeim sárs- auka á neinn hátt. Samviskan stuðlar þannig að bættu hugarfari hans, vek- ur honum nýjar kenndir í brjósti, glæðir hjá honum ást til alls og allra, blæs honum í brjóst lotningu fyrir Iífinu, gerir hann þannig að betri manni en hann áður var. Því nú er samviskan vöknuð. Hún er á verði og gefur manninum sínar aðvaranir, hvenær sem hann er að því kominn að gera eitthvað það, sem brýtur gegn tilgangi lífsins, eða gegn ætlun- arverki hans í lífinu. Og þrátt fyrir öll þau óþægindi, sem samviskan veldur manninum, þá verður hún samt til að lyfta honum á hærra stig en áður, nær birtu og yl æðri veralda, þar sem góðvildin ríkir og ást til alls. Því samviskan er rödd guðs í brjósti mannsins og leitast við að breyta innræti hans úr kærleiksleysi í góðvild. Koma samviskunnar inn í líf manns er því hin mesta gæfa, og vissulega að ofan send frá hinum æðsta krafti. „Eitt augnablik helgað af himinsins náð oss hefja til farsældar má, svo gjörvöll vor framtíð ergeislum stráð og gæfan ei víkur oss frá. “ (Stgr. Th.) Samviskan leiðir til sigurs yfir ill- um tilhneigingum sem á hugann leita. Hún er hin æðsta leiðar- stjarna. Sá sem styðst við leiðsögn hennar, og ber gæfu til að heyra að- varandi rödd hennar æ og ávallt, er vel settur í lífinu, með hennar hjálp er hægt að vinna hina mestu sigra, andlega séð. „Eins augnabliks sigur, sé ákvörðun rétt, oss eilífðar hnossi fær gætt. “ (Stgr. Th.) Og því aðeins næst sá sigur, að samviskan, hin óbrigðula rödd æðri veralda sé með í för og yfirgefi okk- ur aldrei. Gæta verður þess vel að víkja henni ekki úr leið, þótt stund- um kunni okkur að virðast svo, sem hún standi í vegi fyrir einhverri ákvörðun, sem við tökum. Brjótum hana aldrei á bak aftur, ryðjum henni aldrei úr vegi, því það geti valdið okkur óbætanlegum skaða, því að „eins augnabliks tjón, það er annað en létt, vart eilífðin getur það bætt. “ (Stgr. Th.) Við erum oft svo hvatvís, hugsum lítt um þær afleiðingar, sem hlotist gætu af óyfirvegaðri ákvörðun. Og hér á ég einkum við það tjón, sem við sjálf kunnum að bíða á sálu okk- ar vegna langvarandi sjálfsásökunar, sem okkar mun bíða vegna rangrar breytni. Sú sjálfsásökun getur orðið svo þungbær, að okkur finnist, sem aldrei munum við geta við hana losnað, hvorki hér í lífi, eða jafnvel í framlífi. Að gera mun á réttu og röngu er hin mesta nauðsyn. Gjalda þarf var- huga við þeim röddum í eigin barmi sem hvetja tii ills. Þær eru oft svo háværar. En að Ijá eyra hinni þýðu rödd samviskunnar, þótt oft sé Iág- mælt, fylgir hamingja og hin sanna farsæld. Hlustum því eftir þeirri röddu, hún ein leiðir til sigurs á ill- um hvötum, og lyftir sálinni upp til æðri birtu. Ingvar Agnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.