Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmfudagur 25. október 1990 ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í handknattleik: ÍR-ingar klúðruðu niður unnum leik -gerðu 19-19 jafntefli við Selfyssinga Það er óhætt að segja að leikur ÍR og Selfoss í Seljaskóla í gærkvöld hafí verið kaflaskiptur. Liðin skiptust á um að ráða ferðinni, en þegar upp var staðið var stigunum tveimur bróðurlega skipt milli liðanna því jafntefli voru lyktir, 19-19. Sterkur varnarleikur einkenndi fyrri hálfleik. Selfyssingar skoruðu fyrsta mark leiksins eftir 7. mín. leik og eftir 12 mín. leik voru gestirnir komnir með 1-5 stöðu. Annað mark fR leit ekki dagsins ljós fyrr en um miðjan hálfleikinn 2-5, en þegar 19 mín. voru liðnar var staðan orðin jöfn 5-5. Það eftir var fram að hléi var jafnræði með liðunum, en ÍR-ingar höfðu eitt mark yfir í hléinu 9-8. Heimamenn réðu gangi mála lengi vel framan af síðari hálfleik og náðu mest 4 marka forystu 15-11 og 16-12. Selfyssingar tóku þá við stjórninni og jöfnuðu 16-16, komust síðan yfir 17- 18. ÍR komst í 19-18, en Selfyssingar áttu síðasta orðið og tryggðu sér ann- að stigið 19-19. ÍR-ingar fór illa að ráði sínu undir lok leiksins, klúðruðu niður unnum leik. Selfyssingar eiga hrós skilið fyr- ir ódrepandi baráttu. Jóhann Ásgeirsson var skástur í slöku Iiði ÍR, en hjá gestunum átti Gísli Felix Bjarnason stórleik. Leikinn dæmdu Guðjón L. Sigurðs- son og Hákon Sigurjónsson og voru þeirslakir. Mörkin ÍR: Jóhann 6/4, Ólafur 4, Magnús 4, Róbert 3, Frosti 1 og Matt- hías 1. Selfoss: Einar G. Sig. 5, Einar Guðm. 5/1, Gústaf 4, Sigurður 2, Stefán 2 og Erling 1. Naumt hjá FH gegn Gróttu íslandsmeistarar FH sigruðu Gróttu í íþróttahúsi Seltjarnarness 21-20 í gærkvöld í hörkuspennandi og fjör- ugum leik. Grótta byrjaði leikinn betur og náði strax tveggja marka forystu, en þegar líða tók á fyrri hálf- leik náði FH að jafna leikinn. Staðan í háifleik var 8-9 FH í vil. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik, jafn leikur en frumkvæðið átti jafnan FH. Þegar um ein og hálf mín. var til leiksloka og Grótta var einum leikmanni færi, náði FH að skora sigurmarkið. Þar var að verki Þorgils Ottar Mathiesen með sitt eina mark í leiknum. Grótta hafði því eins og hálfa mín. til að jafna, þegar 9 sek. voru eftir var Guðjón Ámason rekinn út af og voru þá jafn margir í báðum liðum. Gróttumenn létu þetta tæki- færi sér úr greipum ganga. Bestu menn FH-liðsins voru þeir Bergsveinn Bergsveinsson sem varði 15 skot og Stefán Kristjánsson og Guðjón Árnason. Hjá Gróttu var Þor- lákur Árnason bestur, varði 12 skot. Einnig áttu þeir góðan Ieik þeir Hall- dór Ingólfsson og Páll Björnsson. Mörkin Grótta: Halldór 7/3, Páll 4, Stefán 3, Sverrir 2, Davíð 2, Svafar 1 og Elliði 1. FH: Stefán 8/2, Guðjón 5, Gunnar 3, Pétur 2, Hálfdán 2 og Þor- gils 1. Önnur úrslit í gærkvöld urðu þau að KR og KA gerðu 23-23 jafntefli, Haukar unnu Fram 26-23 og ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni 24-25. I kvöld mætast efstu lið deildarinn- ar Víkingur og Valur í Laugardalshöll kl. 20.00. Bl/PS PáHBjömssonskoraöifjögurmötkfýrirGróttuígaefkvöld Tímamynd Pjetur. Körfu knattlei ku r: KR-sigur í framlengingu KR-ingar sigruðu Hauka 87-82 í framlengdum leik í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Þar með lauk fyrstu umferð innan riðlanna, en á sunnu- dag verða fimm leikir milli liða úr sitt hvorum riölinum. Haukar höfðu undirtökin lengst af í fyrrakvöld, voru yfir í leikhléi 30- 37, en um miðjan síðari hátfleik náðu KR-ingar að komast í fyrsta sinn yfir 57-56. Síðustu mínútur leiksins voru mjög spennandi, Björn Steffensen gat tryggt KR sigurinn á lokasekúndunum, en hann brenndi af úr vítaskoti. Staðan var jöfn 74-74 og því var framlengt. KR-ingar voru mun sterkari í fram- lengingunni og þeir Matthías Matt- híasson og Páll Kolbeinsson tryggðu KR 87-82 sigur. Áður nefndir tveir KR-ingar, ásamt Guðna Guðnasyni, Axel Nikulássyni og Jonathan Bow voru bestu menn Vesturbæjarliðsins, en Jón Arnar Ingvarsson, Pálmar Sigurðsson og ívar Ásgrímsson voru bestir hjá Haukum. Dómarar voru þeir Bergur Stein- grímsson og Kristinn Oskarsson. Bergur gerði sig sekan um óskiljan- leg mistök undir lok leiksins, en í heildina var leikurinn vel dæmdur. Stigin KR: Guðni 19, Páll 17, Matt- hías 15, Axel 15, Bow 13, Gauti 5 og Björn 3. Haukar: Jón Arnar 28, Pálmar 17, ívar 15, Noblet 12, Reyn- ir 4, Henning 4 og Pétur 2. A-riðill: KR................4 4 0 340-292 8 Haukar............4 3 1 319-302 6 Njarðvík..........4 2 2 349-300 4 Snæfell...........4 1 3 309-343 2 ÍR................4 0 4 266-341 0 B-riðill: Tindastóll........4 4 0 395-357 8 Keflavík..........4 3 1410-381 6 Þór ...............4 1 3 396-397 2 Valur .............4 13 362-393 2 Grindavík.........4 13 338-374 2 Úrslit leikja á Evrópumótunum í knattspyrnu, fyrri leikir í 2. umferó Evrópukeppni meistaraliða: Dinamo Dresden Þýskalandi-Malmö Svíþjóð..............................1-1 Rauða Stjarnan Júgóslavíu-Glasgow Rangers Skotlandi...................3-0 Dinamo Búkarest Rúmeníu-Porto Portúgal................................0-0 Real Madrid Spáni-Swarowski Tirol Austrríki..........................9-1 Bayern Munchen Þýskalandi-CFKA Sofia Búlgaríu.........................4-0 Lech Poznan Póllandi-Marseille Frakklandi................................ Napoli Ítalíu-Spartak Moskva Sovétríkjunum............................0-0 AC Milan ftalíu-Club Brugge Belgíu....................................0-0 Evrópukeppni bikarhafa: Dynamo Kiev Sovétríkjunum-Dukla Prag Tékkóslóvakíu....................1-0 Man. United Englandi-Wrexham Wales ...................................3-0 Olympiakos Grikklandi-Sampdoria Ítalíu...............................0-1 Fram Íslandi-Barcelona Spáni .........................................1-2 Montpellier Frakklandi-Steaua Búkarest Rúmeníu........................5-0 Liege Belgíu-Estrela da Amadora Portúgal................................. Aberdeen Skotlandi-Legia Varsjá Póllandi..............................0-0 Austria Vín Austurríki-Juventus Ítalíu................................0-4 Evrópukeppni félagsliða-UEFA keppnin: Bröndby Danmörku-Ferencvaros Ungverjalandi............................3-0 Luzern Sviss -Admira Wacker Austurríki................................0-1 Hearts Skotlandi-Bologna Ítalíu.......................................3-1 Katowice Póllandi-Bayer Leverkusen Þýskalandi.........................1-2 Fenerbahce Týrklandi-Atalanta ftalíu..................................0-1 Sporting Lissabon Portúgal-Polite Timisoara Rúmeníu...................... Real Sociedad Spáni-Partizan Belgrade Júgóslavíu......................1-0 Magdeburg Þýskalandi-Bordeaux Frakklandi..............................0-1 Valencia Spáni-AS Roma Ítalíu.........................................1-1 Chernomoretz Odessa Sovétríkjunum-Monaco Frakklandi..................0-0 Un. Craiova Rúmeníu-Borussia Dortmund Þýskalandi.....................0-3 Omonia Nikosia Kýpur-Anderlecht Belgíu ..............................1-1 Aston VillaEnglandi-Inter Milan Ítalíu................................2-0 Torpedo Moskva Sovétríkjunum-Selvilla Spáni..........................3-1 Köln Þýskalandi-Inter Bratislava Tékkóslóvakíu.......................0-1 Vitesse Arnhem Hollandi-Dundee United Skotlandi.....;.................1-0 Körfuknattleikur: Evrópukeppni á íslandi í maí - hvalreki á fjörur körfuknattleiksunnenda Á fundi tækninefndar alþjóða körfu- knattleikssambandsins í Þýskalandi í fyrradag var umsókn íslands um að halda annan af undanriðlum Evr- ópukeppni karlalandsliða samþykkt. Leikið verður í maí á næsta ári. Það verður keppt í A-riðli undan- keppninnar á íslandi, en í þeim riðli munu eftirtaldar þjóðir leika: ísland, írland, Danmörk, Noregur, Finnland og Portúgal. í B-riðli, sem haldinn verður í Sviss, leika: Sviss, Skotland, Tyrkland, Ungverjaland, Austurríki, Luxemborg og Kýpur. Tvö efstu liðin úr hvorum undan- riðlanna komst áfram í milliriðla. Milliriðlar verða Ijórir og í hverjum riðli leika fjórar þjóðir. Leikið verður heima og heiman í nóvember og des- Hnefaleikar: Dougias ver titilinn Á fímmtudagskvöld, föstudags- morgun að ísl. tíma, mun heims- meistarínn í þungavigt í hnefaleik- um, James „Buster“ Douglas gera tilraun til að veija heimsmeistara- titil sinn. Douglas varð sem kunn- ugt er heimsmeistari eftir að hafa slegið sjálfan Mike Týson í rot öll- um á óvart í febrúar sl. Áskorandinn er Evander Holyfield. 28 ára gamall og 95 kg á þyngd. Það er einkum þyngd hans og smæð sem komið gæti í veg fyrir að hann sigr- aði Douglas. Evander er 1,85 sm á hæð en Douglas er 1,93 sm. Þá hef- ur Douglas 13 sm forskot í lengd handleggja sem skipt getur sköpum. Það sem orðið gæti Douglas að falli er hvort hann hefur trú á getu sinni þegar á reynir í bardaganum. Hann er í góðri æfingu um þessar mundir og hefur létt sig 14 kg á síðustu mánuðum. Douglas, sem er 30 ára, þykir rólegur friðsemdamaður, ekki líklegur til að vera hnefaleikamaður. Hann ætlaði sér reyndar alltaf að verða körfuknattleiksmaður. Líkurnar hjá veðbönkum eru Dou- glas í óhag, 8 gegn 5 veðja á Holyfi- eld sem næsta heimsmeistara. BL ember 1991 og 1992. Tvær efstu þjóðirnar komast áfram í úrslitin, sem fram fara f júní 1993. íslenska landsliðið ætti að eiga nokkra möguleika á að komast áfram eins og raunin varð á hér á landi 1985. Þá voru einmitt Norð- menn, írar og Portúgalir í riðli með okkar mönnum. Skortur á hávöxn- um leikmönnum hefur háð íslenska liðinu á undanförnum árum en nú hefur heldur betur orðið þar breyt- ing á. Pétur Guðmundsson er nú kominn í liðið, en hann er 2,18 m á hæð. Þá er Magnús Matthíasson Valsmaður kominn heim frá Banda- ríkjunum, en hann er 2,04 m á hæð. BL Pétur Guðmundsson Knattspyrna: Bandaríkjamenn til Evrópuliða Júgóslavneska knattspymuliðið Hajduk Split gerði í gær eins árs samning við bandaríska landsliðs- manninn Desmond Armstrong. Armstrog er níundi Bandaríkjamað- urínn sem geríst atvinnumaður t Evrópu á þessu ári. í fyrradag gerði Philip Gyau árs samning við belgíska félagið Genk. Hadjuk Split hefur gengið afleitlega í júgóslavnesku deildinni að undan- förnu og þjálfari liðsins hefur verið látinn taka pokann sinn. Einnig hafa nokkrir leikmenn verið settir í leik- bann af félaginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.