Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 26. október 1990 UTLOND Landbúnaðarráðherrar EB funda: Tillaga um 30% skerðingu niðurgreiðslna fyrir 1996 Smábændur hafa haft í frammi háværustu mótmælin gegn fyrir- hugaðri skerðingu á niðurgreiðslum á iandbúnaðarafurðir í löndum Evrópubandalagsins, en sérfræðingar EB um landbúnaðarmál halda því fram að yfírleitt séu það betur settir bændur, sem verði fyrir mestum niðurskurði. Þegar ráðherrar bandalagsins mæta í sjötta sinn til fundar um þetta mál í Lúxemborg í dag, verður helst til umfjöllunar niðurskurður á niðurgreiðslum á afurðir sem rækt- aðar eru í auðugum ríkjum. Fyrir fundinum Iiggur fyrirhugað tilboð framkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins fyrir viðræður um al- þjóðleg viðskipti — GATT. EB er eina stærri blökkin um útflutning á landbúnaðarvörum, sem ekki hefur enn lagt fram tilboð fyrir samninga- fund GATT í Genf, sem á að ljúka í desember. Ef ráðherrunum tekst ekki að koma sér saman enn einu sinni, get- ur farið svo að leiðtogafundur EB í Róm nú um helgina verði að af- greiða málið, sem, að sögn Jacques Delors, væri meiri háttar slys. Ray MacSharry, landbúnaðarráð- herra EB, segir að 80% fjárins á landbúnaðarfjárhagsáætluninni fari til 20% bænda í bandalagslöndun- um, sem alls eru um 10 milljónir, og hefur niðurskurðurinn á áætlun hans verið skipulagður skv. því. Hann vill skerða stuðninginn um 30% á árunum 1986-1996 og þegar er hluti skerðingarinnar kominn til framkvæmda. Hollendingar, Bretar, Danir og ítal- ir styðja áætlunina. Andstaðan gegn henni á öllum fimm fundum EB- ráðherranna hefur verið undir for- ystu Þýskalands, hins mikla iðnríkis sem ætti eftir öllu að dæma að hafa minnstan áhuga á landbúnaði í EB. Skýringarinnar á áhuga Þjóðverja nú er að leita í kosningunum, sem fram eiga að fara þar í landi 2. des- ember, og Helmut Kohl kanslara er mikið í mun að fá atkvæði þýskra bænda. Skv. tillögu MacSharry tekur full 30% skerðing til þeirra afurða, sem mest viðskipti eru með og eru aðal- lega ræktaðar í norðlægari löndun- um, s.s. kornvara og hrísgrjón, syk- ur og búfé. Frakkar eru mestu framleiðendur Iandbúnaðarvara í EB og, rétt eins og í hinum auðugu norðlægari löndunum, færu best settu bænd- urnir verst út úr tillögum MacS- harrys, en hefðu líka best efni á að fallast á þær. írland, fátækasta ríkið í norður- hluta EB, yrði illilega fyrir barðinu á áætluninni og er andsnúið henni. Þar er mest áhersla lögð á búfjár- rækt, sem fellur undir 30% niður- skurðinn. Andstæðingar áætlunarinnar í suð- urhluta EB eru Spánn og Grikkland, ásamt Portúgal, sem rækta ávexti, grænmeti og vín, en á þeim flokkum lækka niðurgreiðslur um 10%, sem þessi ríki segja samt of mikið. Landbúnaðarafurðir námu aðeins 3,2% af heildarþjóðartekjum banda- lagsríkjanna á árinu 1987, og 8,3% af útflutningi þeirra. Fréttayfirlit ISLAMABAD - Niðurstaða þing- kosninganna í Pakistan, þar sem Benazir Bhutto og flokkur hennar biðu mikfnn ósigur og töpuöu nær hdmingnum af þeim þingsætum sem flokkurinn hafði, hafa korrfð nokkuð á óvart Bhutto hefur þó ckki látíð deigan síga og fultyröir að kosningasvik hafi verið höfö f frammi. DUBAI - Viðskiptabann Samein- uðu þjóöanna á frak hefur, að sögn talsmanna crfíuféiaganna við Persaflóa, nú leitt til þess að or- er sú, að þeir hafa eWd fengið afgreiddl nauðsynteg efrii, sem bætt er útí þotueldsneyt- ið og hindrar það í að ffjósa þegar vélin er komín í ákveðna hæð. BAGHDAD - Franskir rikisborg- arar i gislingu í írak, sem þariend stjómvöld hafa lofað að fái burtfar- oteyfi, söfriuðust saman fyrir utan firanska sendiráðið f Baghdad og knöföust þess að fá uppfýsingar um hvenær þeir fengju að yfirgefa landiö. Á sama tíma er óttast um fjöfda manns, sem talinn er hafa lokast innl þegar átta hæða hús hmndi í miðborg Baghdad. TOKYO - Japanar hyggjast senda kunnan stíómmálamann til frak, sem á að freista þess að finna lausn á deilunn) við Persaflóa, að sögn eins af fonrstumönnum Frjálslynda flokksins í Japan. DAMASKUS - Sendinefnd á vegum NEkhails Gorbafejof hefarátt fund með tafsmönnum sýrienskra s^ómvakfa um friðsamlega lausn á PersaflóadeilunnL Yevgeny Pri- makov flaug í gær frá Kairó til Dam- askus á fetö sfeni um svæðið í di- plómartastíl, sem hingað tð hefúr ernkennt bandariska diplómata NÝJA DELHÍ - Ofbeldí hefúr minnkað á Indlandi, nú þegar nær dregur almennum kosningum, en átök hafa verið grimmlleg rrúlli trú- arhópa og stótta hins foma stétta- kerfis (caste). í gær bárust fóar fretfir af ofbeldisverkum og ekkert í líkingu við það sem gerðist á mið- vikudag, þegar Hreintrúarflokkur hindúa boðaði tíi verkfalls og 40 manns létust í átökum hindúa og múslima. styrjöld ísovéflýðveldinu Moldavfu, að tyrkneska minnihlutanum, sem vðl fá að GENF - Átta árum eftír að stór- vekfin settust við samningaborðiö, þá sem flandmenn f Kalda strfðinu, emþau nú sem óðast að Ijúka við samninga um takmörkun lang- MOSKVA < ra- áttusina. DUÐLJN-frsklögreglayfirheyiöií gær átta menn, í tengslum við srengjuárásir IRA í fyrradag, árás sem gengur nú undir nafriinu „mannlega sprengjuárásin“, vegna þess menn voru neyddir tfl að aka bílum hlöðnu sprengiefni inn í heröuðir. — fá ekki launin sín greidd Patagónfa, kaldranalegt eyðimerkursvæöi í suðurhluta Argentínu, þar sem íbúar eru ekki nema einn á hvern ferkílómetra, virðist ekki líklegur staður fyrir uppreisn almennings. Samt er nú svo komið að íbúamir hafa risið gegn ríkisstjóminni í Buenos Aires og halda því fram að verið sé að gera þá að bónbjargarmönnum. Carios Menem, fbrsetí Argentínu, á úr vöndu að ráða. Efnahagur landsins er f rúst, en það er ekki vænleg leið að reisa hann við, að stöðva þær greiðslur á þeim lúsariaunum sem opinberír starfsmenn og lífeyrisþegar eiga að fá. í huga flestra Argentínumanna gæti þetta eyðilega landsvæði allt eins verið á tunglinu. Alheims- borgararnir í Buenos Aires hafa tamið sér að láta hugann reika eins lítið til íbúanna 600.000 í Patagón- íu, sem margir eru úthaldsgóðir af- komendur evrópskra innflytjenda á 19. öld, og þess sérkennilega dýra- lífs sem þar þrífst, m.a. fuglsins rhea sem Darwin uppgötvaði og líkist strúti. Almannauppreisnin á sér ekkert fordæmi En nú neyðast stjórnvöld í Buenos Aires til að leggja við hlustimar. Op- inberir starfsmenn í héraðinu Chu- but í Patagóníu, sem eru orðnir þungir í skapi, þar sem þeir hafa ekki fengið launin sín greidd í tvo mán- uði, hafa slegist í hóp með lífeyris- þegum, skólakennurum, lögfræð- ingum og sauðfjárbændum í svo- kallaðri „almenningsuppreisn" sem á sér ekkert fordæmi. Uppnámið hófst um miðjan októ- ber með óundirbúnum mótmæla- göngum um götur nágrannabæj- anna Rawson og TVelew, sem inn- flytjendur frá Wales stofnuðu á 19. öld. Ekki leið á löngu þar til götuvígi höföu verið reist á rykugum vegin- um sem tengir héraðið við Buenos Aires, sem er í um 900 km fjarlægð til norðurs. Aðgerðin var meira táknræn en ógnvekjandi, það er sáralítil umferð um veginn. Vilja ekki afskipti stjómarandstæðinga En þá gerði hópur lífeyrisþega áhlaup á flugvöllinn í TVelew. Þeir héldust í hendur og mynduðu hring um þotu Aerolineas Argentinas og hindruðu að hún kæmist á lofL Síð- an tóku skólakennarar pósthúsið í Rawson á sitt vald og hringdu í dag- blöð í Buenos Aires til að vekja at- hygli á hvemig farið væri með þá. Foringjar mótmælaaðgerðanna leggja áherslu á að þeir séu að kvarta undan fjármálum frekar en stjórn- málum. Þeir afþökkuðu kurteislega tilboð um aðstoð frá trotskista, sem situr á þjóðþinginu í Buenos Aires og hefur heimsótt ChubuL Almenningur í Chubut hefur undr- ast hvað mótmælaaðgerðirnar hafa borið góðan árangur og sett á fót fast almannaþing, sem heldur líflega fundi á hverjum degi í skólum, slökkvistöðvum og sjúkrahúsum. Fyrsta ákvörðunin, sem þar var sam- þykkL fjallaði um þörfina á að hrinda af stað „pólitískri ógnun" við ríkisstjórann í Chubut. Olíugróðinn fer til Buenos Aires og ekkert kemur í staðinn Mótmælendurnir kvarta undan að þeir hafa ekki fengið útborgað síðan í ágúst sl., þar eð stjórnvöld senda ekki nægilegt fé til þeirra hluta til yfirvalda á staðnum. Sú tilfinning, að héraðið fái ekki rétti- lega bætt fyrir olíuna sem þar er unnin, kyndir undir reiði íbúanna, en olíugróðinn rennur beint í fjár- hirslur í Buenos Aires á sama tíma og skólar og sjúkrahús í Patagóníu eru að hruni komin og launin eyð- ast jafnfljótt og rýr og ófrjór jarð- vegurinn. „Ég kemst ekki af á laununum mínum, jafnvel þó að ég fái þau greidd," segir kennari einn, sem þykir þó skárra að fá mánaðarlaun- in sín, sem nema um 5000 fsl. kr., útborguð. Hann segir að eldiviður- inn til upphitunar heimilisins kosti um helming launanna. Lögreglan hefur ekkert gert til að draga úr mótmælaaðgerðunum, lögregluþjónarnir eru líka reiðir því að þeir hafa ekki heldur fengið kaupið sitt. Auk þess hafa mót- mælin verið fámenn og friðsamleg á þessu dreifbýla svæði, en sagt er að Butch Cassidy, hinum fræga bandaríska útlaga, hafi fundist Patagónía kjörinn staður til að fela sig þegar hann varð að flýja frá Bandaríkjunum. Menem segir það mál héraðanna að koma lagi á ólagið Mótmælin í Patagóníu eru þó Carlos Menem Argentínuforseta áhyggjuefni. Hann þarf að fást við vaxandi óánægju í Buenos Aires vegna harkalegra sparnaðarað- gerða, sem ætlað er að koma bönd- um á óðaverðbólgu og færa úrelt iðjuver til nútíma starfshátta. Hann segir það á verksviði hérað- anna að koma lagi á ólagið á sínu svæði. Þar verði menn að vera reiðubúnir að herða sultarólina. Fjármálaráðherrann í Chubut, sem sótt er að úr öllum áttum, tek- ur enn dýpra í árinni. Hann segir: „Við verðum að slökkva þessa elda. Annars verður bara sviðin jörð í Patagóníu."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.