Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 26. október 1990 Föstudagur 26. október 1990 Tíminn 9 : ÍímÉmM wmMmsœMmmm msmmm ■■■■ Al lj m N/jll halda áfram, en ekki byrja up>p> á nýtt: ■ Wm Yfirlýsing Roberts Millers var gefin að vandlega íhuguðu máli Bandaríska álfyrirtækið Alumax bauð í síð- ustu viku tíu íslenskum fréttamönnum til Bandaríkjanna til að skoða Mt. Holly álverið í Charleston í Suður-Karólínu. Farið var síðast- liðinn mánudag og komið heim í gær. Til- gangur ferðarinnar var að kynnast nýtísku ál- veri af eigin raun og sérstaklega þeim meng- unarvörnum sem þar eru notaðar. Ferðin var velheppnuð í alla staði. Landsmenn hafa þeg- ar fengið fréttir af henni, en á þriðjudaginn sagði Robert G. Miller aðstoðarframkvæmda- stjóri Alumax við fréttamenn að mjög erfitt yrði að gera miklar breytingar á þeim samn- ingsgrundvelli um orkuverð sem þegar liggur fyrir. Þetta sagði hann eftir að hann frétti af því að stjórn Landsvirkjunar hefði ákveðið að setja á stofn nefnd til að fara með samning- sumboðið í lokahrinu samninganna. Stjómmálamenn á íslandi hafa ekki óþrjótandi tíma til að þræta um álmálið Þegar Robert Miller kom til íslands í byrjun þessa mánaðar til að undirrita minnisblað um byggingu álvers á Keilisnesi var hann mjög varkár í orðum þegar fjölmiðlamenn leituðu álits hans á pólitísku ástandi hér heima. „Rík- isstjórnir koma og fara, en álverið á Keilisnesi á eftir að standa í áratugi," sagði Miller og bætti við: „Við erum kaupsýslumenn, en ekki stjórnmálamenn." Þegar ég kynntist Miller nánar á ferð minni til Charleston komst ég að því að Miller er ákaflega vel upplýstur um íslensk stjórnmál. Hann virtist skilja mjög vel hvernig straum- arnir liggja í hinu pólitíska landslagi á ís- landi. Yfirlýsingin sem hann gaf á blaða- mannafundi í Mt. Holly álverinu síðastliðið þriðjudagskvöld var ekki gefin í einhverri augnabliks gremju vegna frétta af fundi stjórnar Landsvirkjunar. Miller tjáði mér sjálfur að hann hefði gefið þessa yfirlýsingu að vandlega íhuguðu máli. Hann sagðist hafa metið stöðuna þannig að á þessu augnabliki væri rétt af sér að gera stjórn Landsvirkjunar og íslenskum stjórnmálamönnum ljóst hver afstaða forráðamanna Alumax væri til þessa máls. Miller óttast að sú ákvörðun stjórnar Lands- virkjunar, að skipa sérstaka nefnd til að fara með samningsumboð við gerð raforkusamn- ingsins, leiði til þess að nefndarmenn krefjist þess að farið verði yfir alla þætti raforkusamn- ingsins að nýju og þeim hugsanlega breytt. Hann sagði sjálfur að þetta gæti þýtt aö samn- ingsgerðin myndi dragst á langinn sem hann sagði vera óæskilegt fyrir báða aðila. Það sem hann óttast hins vegar mest er að farið verði að endurvinna þá samningavinnu sem þegar hefur verið unnin, en skilja mátti fréttir af nefndarskipuninni, sem bárust til Bandaríkj- anna á þriðjudag, á þann veg að slík endur- vinna stæði fyrir dyrum. Komi til þess getur það haft slæm áhrif á stjórn Alumax. Miller benti á að stjórn fyrirtækisins myndi eiga erf- itt með að skilja slík vinnubrögð. Hún hefði ekki sama skilning á íslenskum stjórnmálum og hann hefði. Ekki er víst að það hafi eingöngu verið þessi nefndarskipan sem gerði það að verkum að Miller fór að ræða opinskátt við blaðamenn um samningsgerðina. Það kann að vera að Miller hafi viljað koma þeim skilaboðum til ís- lenskra stjórnmálamanna að þeir hefðu tak- markaðan tíma til að þræta um þetta mál. Það er a.m.k. augljóst að hann vildi setja vissa pressu á íslenska stjórnmálamenn. Annars hefði hann tæpast farið að minnast á að Ve- nesúela hefði boðið Alumax raforku á helm- ingi lægra verði en ísland. Ég spurði Miller hvort hann væri að ein- hverju leyti óánægður með gang samninga- viðræðnanna. Miller kvað það ekki vera. Hann sagði að viðræðurnar hefðu gengið mjög vel fyrir sig fram að þessu. Hann hældi sérstak- lega Jóhannesi Nordal formanni Landsvirkj- unar og sagði að hann hefði haldið mjög vel á málum fyrir íslands hönd. Ég fann hins vegar vel að Miller hafði dálitlar áhyggjur af fram- vindu mála næstu vikur og mánuði, en hann sagði engu að síður ákveðið, „nei“, þegar ég spurði hann hvort hann teldi hættu á að upp úr samningunum myndi slitna. Risinn Alumax Alumax er þriðji stærsti álframleiðandinn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið velti á síðasta ári yfir 120 milljörðum (íslenska ríkið velti á sama ári innan við 100 milljörðum). Hjá Al- umax starfa rúmlega 14.000 manns. Fyrir- tækið rekur 106 verksmiðjur og vöruhús í 30 fylkjum Bandaríkjanna og 12 verksmiðjur í 6 ríkjum utan Bandaríkjanna. Alumax er alhliða fyrirtæki í áliðnaði. Auk þess að framleiða ál, framleiðir fyrirtækið mikið af hálfunnum ál- vörum. Það rekur sex plötuverksmiðjur, sex útpressunarverksmiðjur, eina álþynnuverk- smiðju, eitt gæðamálmver og verksmiðju sem mótar hálfhert ál. Alumax er stærsti framleið- andi í Bandaríkjunum á málmþynnum og stærsti framleiðandi í heimi á máluðum plöt- um. Yfirbygging hjá Alumax er mjög lítil. Innan við 200 manns vinna hjá aðalstöðum fyrir- tækisins í Norcross í Georgíu. Aðalforstjóri og aðstoðarforstjórar Alumax hafa enga einkaritara og öll símtöl eru milliliðalaus. Forráðamenn fyrirtækisins leggja ríka áherslu á að fyrirtækið sé opið og að sam- skipti manna á miili séu sem eðlilegust. Þetta verklag er mjög mikilvægur þáttur í rekstri Eftir Egil Ólafsson Mt. Hollys álversins, sem fjölmiðlamenn skoðuðu í vikunni. Ekkert verkalýðsfélag er starfandi í verksmiðjunni. Fyrirtækið kýs að líta á hvern starfsmann sem starfar í verk- smiðjunni sem einstakling og reynir að koma fram við hann sem slíkan. Ekki er annað að sjá en starfsmönnum líki vel að vinna við þessar aðstæður. Áberandi er að stafsmönn- um er mjög hlýtt til fyrirtækisins. Það feng- um við að heyra þegar við ræddum við starfs- menn við störf sín. Mt. Holly álverið er í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Charleston var mikið í frétt- um fyrir rúmu ári síðan, en þá lagði fellibyl- urinn Hugo borgina nánast í rúst. Hugo er öflugasti fellibylurinn sem gengið hefur yfir suðurríki Bandaríkjanna á þessari öld, en íslenskir blaðamenn skoða verksmiðju Alumax í Mt Holly í Suður-Karólínu. menn þar um slóðir eru reyndar ýmsu vanir þegar um fellibyli er að ræða. Um 70% hús- þaka í borginni urðu fyrir skemmdum af völdum Hugo, sími og rafmagn fóru af borg- inni og tugir þúsunda trjáa brotnuðu eins og eldspýtur. Mikið tjón varð í Mt. Holly álver- inu, en átján daga tók að koma rafmagni á það að nýju. Um 10% byggingakostnaðar vegna mengunarvama Mt. Holly álverið var tekið í notkun á árun- um 1978-1980. Framleiðslugeta þess er um 200.000 lestir á ári. Álverið er fyrsta álverið sem reist var í Bandaríkjunum eftir að sett voru ströng lög um mengunarvarnir iðjuvera. Mt. Holly er reyndar eina álverið í Bandaríkj- unum sem reist hefur verið eftir að þessi lög voru sett. Gífurleg áhersla er lögð á mengun- arvarnir í álverinu. Allt loft í verinu er hreins- að í öflugum hreinsibúnaði sem á að skila 99% hreinu lofti. Öllu rigningarvatni sem fellur á verksmiðjusvæðinu er safnað saman og það hreinsað. Reglulegar mælingar eru gerðar á mengun í nágrenni við álverið. Um 10% af byggingakostnaði álversins fóru í gerð mengunarvarna. Fimmtán manns starfa við mengunarvarnar- deild álversins. Forsvarsmenn deildarinnar gerðu fjölmiðlamönnum grein fyrir umhverf- is- og mengunarmálum í álverinu. Þeir gerðu mjög lítið úr öllum mengunarvandamálum. Þeir sögðu að sáralítið sæi á gróðri í nágrenni álversins og að ekki hefði borið á heilsubresti hjá starfsmönnum af völdum mengunar. Sér- stök áhersla hefur verið lögð á að fjölga dýr- um og dýrategundum í nágrenni við álverið, en það er staðsett á risastórri landareign. Vís- indamenn vinna að rannsóknum á dýralífi í nágrenni álversins. Sú mynd sem var dregin upp fyrir íslensku fjölmiðlamennina af um- hverfismálum í Mt. Holly álverinu var ákaf- lega góð. Ég fékk á tilfmninguna að starfs- menn umhverfisdeildarinnar gerðu of lítið úr mengunarvandamálum í verinu. Það fer t.d. ekki milli mála að vinnan í kerskálunum er óþrifaleg og erfíð. Hávaðamengun í steypu- skálanum er mikil. í heild er álverið hins veg- ar þrifalegur staður. Enginn vafi er á að það er í fremstu röð í umhverfisvernd, sbr. að álverið er eitt af sex álverum í Bandaríkjunum sem hefur verið verðlaunað fyrir gott umhverfi. Orkuverð til Mt. Holly er mjög hátt Mt. Holly álverið fær raforku frá þremur raf- orkuverum. Orkan er búin til úr kolum. Orkusamningar milli orkufyrirtækjanna og álversins eru hliðstæðir samningi þeim sem verið er að vinna að milli Atlantsáls og Lands- virkjunar að því leyti að orkuverð fylgir heimsmarkaðsverði á áli. Síðustu árin hefur orkuverð til Mt. Holly verið hátt, sveiflast frá 24 mills upp í 34 mills. Tblað hefur verið um að orkuverð frá Atlantsál álverinu til Lands- virkjunar verði um 17 mills að meðaltali á samningstímanum. Orkuverðið til Lands- virkjunar verður því allmiklu lægra, en það er einmitt lágt orkuverð sem veldur því að er- lend álfyrirtæki hafa áhuga á að byggja álver á íslandi. Robert Miller sagði að Mt. Holly álver- ið hefði að öllum líkindum aldrei verið byggt ef menn hefðu vitað fyrirfram að þeir þyrftu að borga allt upp í 34 mills fyrir raforkuna. Raforkukostnaður er yfir þriðjungur af rekstr- arkostnaði Mt. Hollys álversins. Þrátt fyrir hátt raforkuverð hefur rekstur Mt. Hollys álversins gengið vel. Undanfarið hefur Tfmamynd; Eglll Ólafsson það verið rekið með 94,7% afköstum en það er með því hæsta sem gerist. Kerry Farmer, framleiðslustjóri álversins, sagði óvarlegt að gera ráð fyrir að Atlantsál álverið yrði rekið með mikið meira en 95% afköstum. Hann bætti við að álverið á Keilisnesi yrði af nýrri kynslóð álvera og því ætti það að hafa getu til að ná mjög hárri rekstarnýtingu og góðri framleiðni. Farmer nefndi sem dæmi um þá tækni, sem notuð verður í Atlantsál álverinu, að skipting á rafskautum verður þar fram- kvæmd án þess að stafsmenn þurfi að bogra yfir sjálfum kerjunum, en sú vinna er erfið og óþrifaleg eins og hún er unnin í Mt. Holly ál- verinu. mammm&UmSUmSHmSSBmSSBm Hl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.