Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 26. október 1990 DAGBOK Aukasýning á Pétri og úlfinum 28. október íslenski dansflokkurinn frumsýndi fimmtudaginn 18. október Pétur og úlfinn og aðra dansa í íslensku óperunni. Sýn- ingin samanstendur af þrcmur ballettum: Konsert fýrir sjö, Pétur og úlfurinn og Fjarlægðir. Hinir tveir fyrmcfhdu eru eft- ir brcska danshöfúndinn Terence Ethcr- idge, en hinn síðastnefndi er eftir hol- lenska danshöfúndinn Ed Wubbc. Sýningin Pétur og úlfúrinn og aðrir dans- ar hefúr vakið óskipta hrifúingu þeirra bama og unglinga sem hana hafa séð. Það leynir sér ekki að mcð þessari sýningu hefúr dansflokkurinn hitt naglann á höf- uðið og náð til fjölskyldunnar í heild. Vegna húsfýllis á síðustu sýningum flokksins hefúr vcrið ákveðið að bjóða upp á fjórðu sýningu á Pétri og úlftnum og öðmm dönsum sunnudaginn 28. októ- ber. Nánari upplýsingar em vcittar á skrif- stofú flokksins f síma 679188 og f miða- sölunni í íslensku ópemnni í síma 11475. Dagar leikbrúöunnar í Gerðubergi, önnur helgL Helgina 27.-28. októbcr, vcrður Sögu- svuntan mcð sýningar á „Prinscssunni í Skýjaborgum", eftir Hallvcigu Thorlacius kl. 15.00 báða dagana. Kaffitcria Gerðubcrgs cr opin frá kl. 10- 21 virka daga og kl. 10-16 á laugardög- um. Þær hclgar scm leikbrúðudagamir standa yfir verður kaffiteria Gerðubergs opin frá kl. 10-17 á laugardögum og 13.30-17 á sunnudögum. Þar verða veitingar sniðnar að óskum bama. Bridgefélag Kópavogs 30 ára Bridgefélag Kópavogs cr 30 ára um þessar mundir. í tileftii þess efna félagið og Sparisjóður Kópavogs til stórmóts í bridge í Félagsheimili Kópavogs helgina 3.-4. nóvember nk. Spilaður verður tví- menningur með barómeterfýrirkomulagi og hefst spilamennska kl. 10:00 báða dag- ana. Mjög góð peningaverðlaun em í boði, samtals að upphæð kr. 300.000,-. Spilastjóri verður Hermann Lámsson og rciknimcistari Kristján Hauksson. Þátttökutilkynningar berist til formanns bridgcfélagsins, Þorstcins Bcrg, símar 73050 (vs) og 40648 (hs), kcppnisstjóra Hermanns Lámssonar, sími 41507 eða á skrifstofú Bridgcsambands íslands, sími 689360. Spilakaplar AB Hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins er komin út bókin Spilakaplar AB eftir Þórarin Guðmundsson. Fjölbreytni kapla er mikil og talið er að þeir séu flciri en öll önnur spil til samans og mcira spilaðir. í bókinni Spilakaplar AB er mörgum þeim köplum lýst er náð hafa mestum vinsældum hér á landi og er- lendis. Höfúndur hefúr víða leitað fanga, bæði f bókum og með samtölum við kap- alspilara. Margir kaplar em þess eðlis að auðvelt er að gera úr þcim skcmmtileg spil fýrir tvo eða flciri. Þvf em einnig nokkur kap- alspil með í bókinni. Það er misjafnt hvemig menn fara að við lagningu kapla, hvort þeir fýlgja reglun- um nákvæmlega eða sveigja þær með því að kíkja á spilin scm liggja á grúfú, spila til baka spilum sem þeir hafa spilað eða hreinlega svindla. Hvaða aðferð scm mcnn nota, cm þeir yfirlcitt sammála um að það cr gaman að lcggja kapal og góð glíma fyrir hugann, auk þess scm það bægir um stund frá áhyggjum og amstri hversdagslifsins. Bókin Spilakaplar AB er 190 bls. að stærð og slo-cytt skýringarmyndum. Húnvetningafélagió í Reykjavík Vctrarstarf félagsins er nú hafið af fúll- um krafti. Að venju halda Húnvctningar í Rcykjavik upp á 1. vctraidag. Að þcssu sinni verður efnt til fagnaðar og haldið suður með sjó í gott og fallcgt samkomu- hús í Garðinum. Hljómsveitin Lexfa kem- ur að norðan og leikur fýrir dansi. Farið verður mcð rútu frá Húnabúð, Skeifúnni 17, kl. 21, með viðkomu við Sparisjóð Hafúarfjarðar, Norðurbæ, kl. 21.20 og við sjoppuna f Vogum kl. 22. Frítt fargjald. Upplýsingar í símum 91-31625 og 91- 19863. Sextugur: Jón Gunnar Amdal Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 að Hverfisgötu 105. Opnunarhátíð félagshcimilis F.E.B. verður laugardaginn 27. okt. kl. 14 að Hverfisgötu 105. Hlaövarpinn: Myndvefnaöarsýning Dagana 20.-30. okt. stendur yfir í Hlað- varpanum sýning á myndvefúaði Elísa- bctar H. Harðardóttur. Sýningin cr opin á föstudag kl. 12-18 og á sunnudag kl. 14- 16. Árnaó heilla Þann 29. scptcmbcr vora gcfin saman i hjónaband í Bústaðakirkju af séra Gylfa Jónssyni, Margrét Ómarsdóttir og Guð- mundur Erlingsson. Brúðarmeyja var Svana Björk Hreinsdóttir. Hcimili brúðhjónanna cr að Kramma- hólum 59. Ljósm. Sigr. Bachmann Gallerí Borg: Sjöfn sýnir Sjöfn Haraldsdóttir sýnir ný olíumálvcrk og glermyndir í Gallcrí Borg við Austur- völl. Um helgina er opið frá kl. 14-18. Sýningunni fýkur 6. nóv. Húnvetningafélagiö Reykjavík Félagsvist næsta laugardag kl. 14 f Húna- búð, Skeifúnni 17. Allir velkomnir. KÆLIBÍLL Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-42873 v J Sextugur er í dag vinur minn, Jón Gunnar Arndal, sjúkranuddari, Þor- steinsson Finnbogasonar Arnalds og móður hans Ingibjörg Jónsdóttir Sigurgeirssonar frá Vík á Flateyjar- dal á Skjálfanda. Gunnar hefur verið blindur í mörg ár. Það veit enginn nema sá sem reynt hefur hvað það er að lifa og starfa í myrkvaðri veröld. En svörtu hliðarnar hans verða ávallt hvítar og bjartar. Hann er ekki fyrir að kvarta og kveina. Fyrir nokkrum árum fór hann til Finnlands og lærði sjúkranudd. Hann starfar nú á því sviði við mikl- ar vinsældir, enda næmur mjög og má segja að hendurnar hans séu fullbókaðar langt, langt fram í tím- ann. Gunnar á hlýlegt og snyrtilegt heimili að Hamrahlíð 17. Hann hef- ur í gegnum tíðina átt þó nokkuð af pottablómum og hugsað mjög vel um þau. Ég var eitt sinn að athuga blómaskrúðið hjá honum og mitt fyrsta verk þegar ég kom heim var að tína visnuðu blöðin af blómunum mínum. Gunnar er mjög félagslyndur og lætur sig sjaldan vanta í ferðalög eða leikhúsferðir á vegum blindra og sjónskertra. Og á þá það til að taka hluta af hópnum í kaffi til sín eftir leikhúsferð. Hann á þann eiginleika til að hrífa fólk með sér þannig. Ef sjúkranuddari Gunnar er á ferð fylgja fleiri á eftir. Ég vil segja við þá sem sjá um fé- Iagsstarf blindra og sjónskertra: Ef þiö viljið tryggja góðar undirtektir í félagsstarfi, þá hafið Gunnar með í nefndinni. Þetta eru ekki gullhamr- ar, heldur staðreyndir. Ég held ég megi segja að Gunnar elski góðan mat og brosið verður enn breiðara — þó aðeins þurfi máske að losa um beltið — þegar hann er sestur við borð hlaðið dýr- indis krásum. Margt af fólkinu í Hamrahlíðinni er mjög jákvætt og gleðin skín af hverri brá. Hún er löngu orðin landfleyg setningin hennar Betu hans Andrésar: „Þau eru erfið fyrstu 100 árin, en úr því fer þetta að lagastl" Hér sjáum við að ekki eru neikvæð- ar hugsanir á ferðinni, hér kveður við léttan tón. Vinur minn Gunnar hefur góðan tónlistarsmekk. Hann á bæði hljóm- snældur og gott hljómplötusafn. Ég fékk upphringingu nú á dögunum: „Hvað er hægt að gefa blindum manni?“ Ég brosti með sjálfum mér. Margir gefa bióm á slíkum tímamót- um. En ég er hræddur um að litla stofan hans vinar míns yrði fljót að fyllast. Og blómin falla á einni hélu- nótt, kvað skáldið. En einn geisla- disk í safnið, þá myndi sko fyrst geisla af mínum manni og minning- in um afmæliskveðjuna þá lifa enn lengur. Kæri vinur, Gunnar: Á þessum merku tímamótum sendi ég þér hlýjar hamingju- og heillaóskir. Bið algóðan Guð sem öllu ræður að far- sæla spor þín og þinna um ókomna framtíð. í tilefni þessara tímamóta tekur Jón Gunnar á móti gestum í húsi Blindraféiagsins laugardaginn 27. október frá kl. 15:30-19:00. Góðir hálsar á öllum aldri: Komum og samfögnum með þessum síunga táningi. Lifðu heill! Karl Vignir Þorsteinsson. MINNING Krístinn Jóhannsson Fæddur 3. ágúst 1904 Dáinn 11. október 1990 Kristinn Jóhannsson frá Borgar- garði á Djúpavogi andaðist á sjúkra- húsinu Sólvangi, Hafnarfirði, 11. okt. s.l. Kristinn var fæddur 3. ágúst 1904 á Dynjanda í Arnarfirði og var því 86 ára er hann lést. Með nokkrum orð- um vil ég minnast þessa gamla vinar míns og nágranna um fjölda ára. Mér er ekki margt kunnugt um ævi hans áður en hann flytur austur á land á árunum milli 1930 og ‘40. Ég veit þó að ungur kynntist hann al- vöru lífsins. Átta ára gamall missti hann föður sinn og móðir hans varð ekkja sem hafði fyrir 17 börnum að sjá. Ungur fór hann að vinna fyrir sér og mun fljótt hafa farið á sjóinn. Hann kynntist hinu erfiða Iífi sjó- mannsins á skútum og togurum. Fyrri konu sína, Hallgerði Sigurðar- dóttur, missti hann eftir stutta sam- búð frá ungum syni, en þau höfðu komið sér upp heimili í Hafnarfirði. Eftir það flytur hann austur á land. Þar kynntist hann seinni konu sinni, Sigurborgu Sigurðardóttur frá Strýtu við Hamarsfjörð. Árið 1934 munu þau hafa gengið í hjónaband og stofnað heimili, fyrst á Djúpavogi og síðar í Merki, litlu býli skammt innan við Djúpavog, þar sem þau komu sér upp dálitlum búskap jafn- framt því sem Kristinn stundaði vinnu á Djúpavogi. í Merki ólu þau upp 5 mannvænleg börn. Vinnudag- urinn mun oft hafa verið langur og ekki slegið slöku við að afla heimil- inu lífsbjargar. Frá Merki á vinnustað á Djúpavogi er um 3-4 km gangur. Þessa leið fór Kristinn oftast gang- andi snemma á morgnana, oft með mjólkurbrúsa í báðum höndum, því hann seldi mjólk í þorpið áður en þar hófst föst mjólkurvinnsla. Heim gekk hann síðan er vinnu lauk. Um bíl- ferðir var tæpast að ræða fyrr en nokkru eftir 1950. Stundvísi hans var við brugðið. Eftjr að hafa skilað mjólkinni til káupenda var hann kominn að vinnu sinni með þeim fyrstu. Árið 1961 keyptu þeir Kristinn og Sigurður sonur hans húsið Borgar- garð á Djúpayogi og fluttu þangað ásamt fjölskyldum sínum. Sigurborg dó árið 1976, Kristinn dvaldist áfram í kjallaraíbúðinni í Borgargarði í Djúpavogi skjóli barna sinna og tengdabarna. Þangað fluttust líka bræðurnir frá Strýtu, Gísli og Stefán, eftir að aldur og heilsubrestur gerði þeim ókleift aðstunda búskap. Ég á margar góðar minningar um samskipti og samstarf okkar Kristins. Ég minnist þess er ég rúmlega kom- inn af fermingaraldri réðst í að mála litlu íbúðina hennar Helgu frænku minnar á Hjalla undir leiðsögn Krist- ins. Verkinu lukum við fljótt og vel. Svo var Kristni fyrir að þakka. Þegar rætt var um borgun kom slíkt ekki til greina. Að taka við greiðslu af gam- alli, fátækri konu var fjarri hans hugsunarhætti. Fljótur var hann að bjóða mér hjálparhönd er ég stóð í húsbyggingu. Kvöldið og nóttin, sem við steyptum ofan á skorsteininn, líð- ur mér seint úr minni. Við byrjuðum verkið um kvöldið ég og mágur minn, ungir menn og hraustir. Krist- inn kom brátt til liðs við okkur og yf- irgaf okkur ekki fyrr en verkinu var lokið seint um nóttina. Þreyttur mun hann hafa verið orðinn, sem oft áður að loknum löngum vinnudegi, mað- ur kominn hátt á sextugsaldur. Sem betur fór höfðum við bíl þá nótt að aka honum heim. Þegar minnst er Kristins Jóhanns- sonar má ekki gleyma öllu því fórn- fúsa starfi sem hann vann í þágu kirkjunnar á Djúpavogi. Um fjölda ára var hann meðhjálpari og hringj- ari. Söng einnig í kirkjukórnum og tók yfirleitt þátt í allri söngstarfsemi sem fór fram í þorpinu á meðan heilsa leyfði. Hann var gæddur þeirri fágætu náðargáfu að þurfa ekki að heyra laglínu nema einu sinni eða tvisvar þá kunni hann hana. Það kom því oft í hans hlut að koma þeim til hjálpar sem áttu í basli með að læra röddina sína. Auk þess að kunna lag- ið kunni hann alíar raddirnar sem átti að syngja. Hann hafði þýða og áferðarfallega bassarödd og bætti hvern þann sönghóp sem hann starf- aði með. Nú er byggðin við austanverðan Hamarsfjörð í eyði. Það var mikil upplifun að alast þar upp fyrri hluta aldarinnar þar sem samhjálpin var sett ofar hverri kröfu. Smala- mennska, heyskapur, gæsla búfjár var nánast samvinnuverkefni. Ef ein- hver þurfti hjálparhönd var hún fús- lega rétt fram og aldrei talað um að borga eða skrifa reikning. Greiði kom iðulega í greiða stað. Sjávarafla og nýmeti var oftar en ekki deilt út með- al nágranna og þótti ómetanleg gjöf áður en frystivörur urðu daglegt brauð. Ég og mitt fólk stöndum í ævarandi þakkarskuld við þetta góða fólk sem þarna bjó, systkinin á Strýtu, frændfólk okkar á Hamri, fólkið í Merki og fleiri sem þarna bjuggu. Kristinn Jóhannsson er reyndar sá síðasti sem hverfur yfir móðuna miklu af því fullorðna fólki sém var nágrannar okkar þau ár sem ég sleit barnsskónum við fjörðinn fagra, þar sem sólin skín allan ársins hring og ilmur úr jörð er ótrúlega sterkur á vorin af blóðbergi og öðr- um jarðargróðri. Ég og mitt fólk þökkum Kristni Jó- hannssyni góð kynni, gott nágrenni og vináttu sem entist þar til yfir lauk. Jafnframt vottum við börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar. Ingimar Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.