Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 3
Laugáfaágur H: ökt'óbér •i‘ððÖ'1'1 • Tíminn 11 Öllum starfsmönnum Sýnar hefur verið sagt upp nema Goða Sveinssyni og öll starfsemi hefur lognast út af: Eins og kunnugt er, féll útvarpsleyfi Sýnar hf. úr gildi fyrir skömmu og nú er Ijóst að ekki verður farið í útsendingar fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og líklegt er talið að ár líði þar til útsendingar hefjist eða jafnvel að ekkert verði af því. Forsvarsmenn Stöðvar tvö, sem eru jafnframt meirihlutaeigendur í Sýn, segja að sendir hafi ekki borist í tæka tíð þannig að best sé að fresta öllum útsendingum Sýnar um ár því að haustið sé besti tíminn til að bytja sjónvarpsútsendingar. Goði Sveinsson, dagskrárstjóri hjá Sýn, sagði að hann harmaði það mjög að þetta skyldi enda svona. Hann sagði að þessi saga um að send- irinn hafi ekki verið tilbúinn væri einungis fyrirsláttur hjá Stöð tvö þar sem engin sérstök áhersla hafi verið lögð á það að fá sendinn á réttum tíma og auðveldlega hefði verið hægt að fá hann fyrr og hefja útsendingar. Goði sagði að búið væri að segja upp öllu starfsfólki Sýnar nema honum og hann væri að gera samning við eigendurna um starfslok. Þar að auki væri búið að rifta öllum samningum um dagskrá sem Sýn gerði. Engin starfsemi væri því í fyrirtækinu og íyrirtækið væri að lognast út af. Goði sagði að þegar Stöð tvö hafi keypt Sýn hafi það aðeins vakað fyrir þeim að losa sig við samkeppnisaðila og nú væri það að koma í Ijós að ekk- ert yrði um útsendingar Sýnar í bráð og líklega ekki heldur í framtíðinni. Goði sagðist ekki skilja að þar sem Stöð tvö eyddi 90 milljónum í að eignast meirihluta í Sýn, af hverju þeir hæfú ekki útsendingar því þar með hefðu þeir getað tryggt sig fyrir annarri samkeppni, allavega næstu fimm ár, þar sem núverandi dreifi- kerfi byði ekki upp á nema þrjár sjón- varpsrásir. Goði sagði að hans mat væri að það væri afskaplega óklókt að drepa Sýn á þennan hátt, þar sem um Nýútkomin íslandskort eru full af villum og leiðbeiningar á þeim benda til þess að þau eigi að nota í hernaðarlegum tilgangi: Eyðið kortum að lokinni notkun! Árni Hjartarson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, skýrir frá því í grein sinni í októberhefti Norður- slóðar, að nýtt kort af Svarfaðardal í Eyjaflrði, sé allt fullt af alls kyns villum. Meðal annars vanti bæjar- nöfn eða þau séu á vitlausum stað, þá vanti á kortið vötn, og eyðibýli eru sýnd í byggð og bæir, sem búið er á, eru sagðir eyðibýli. Árni sagði í samtali við Tímann að á kortinu væru einnig upplýsingar sem kæmu íslendingum ekkert við og væru í raun upplýsingar fyrir her- menn í skriðdrekum og kafbátum. Kort þetta er í kortasafni sem Kortastofnun bandaríska varnar- málaráðuneytisins og Landmæl- ingar íslands eru að gefa út og eru 72 kort í mælikvarðanum 1:50.000 komin út af 300 sem ætlunin er að gefa út. Árni sagði að kortin litu út eins erlend herkort en ekki eins og opinber íslandskort og að öðrum þræði virtist sem nota ætti kortin í hernaðarlegum tilgangi. „Enskan er þarna aðalmál og íslenskan und- irmál", sagði Árni. Hann sagði að á þessum kortum væri allt mö^ulegt sem ekki ætti að vera á Island- skortum. T.d. væri það skrifað með stórum stöfum á ensku með rauðu letri að kortinu sé dreift í takmörk- uðu upplagi og skuli eytt strax að notkun lokinni. „Þar að auki stendur að kortið sé „red light re- adable11 sem sölumaðurinn á Land- mælingum sagði mér að þýddi að hægt væri að lesa kortið auðveld- lega í rauðu ljósi skriðdrekanna og kafbátanna. Maður spyr sig ósjálfr- átt hvort svona eigi að vera á ís- landskorti sem Landmælingar ís- lands dreifa hér á landi“, sagði Árni. Hann sagðist ekki hafa skoðað öll kortin en það mætti búast við því að víða væri pottur brotinn í þess- um efnum. Árni sagði að honum hefði skilist að Bandaríkjamenn hefðu viljað nota gamlar myndir sem þeir áttu af íslandi til að gera kortin og að Landmælingar hefðu gefið eftir í því efni og ætlað síðan að leiðrétta kortin eftir nýjum myndum. Árni sagði að Landmælingar ís- lands hefðu um áratugi verið ákaf- lega fjársvelt stofnun og hún hafi aldrei getað sinnt neinum víðtæk- um landmælingum en ætti þó nýj- ar og ágætar myndir af landinu. Þeir hafi síðan ekki fengið neinn pening til að vinna úr þessum myndum og því endurútgefið gömlu dönsku herforingjaráð- skortin og haldið þeim í horfinu og nú væri þessi samvinna við banda- rísk hernaðaryfirvöld og Nato komin á. Dönsku kortin gömlu væru hins vegar réttari en þessi nýju í sambandi við örnefni og hreppamörk og annað slíkt. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, sagði að ástæðurnar fýrir þessum villum í kortinu væru fyrst og fremst þær að þarna væri verið að vinna kort í tveimur löndum og þeirra þáttur í þessari kortagerð væri miklu minni en þeir vildu, og það væri skortur á fjármagni sem réði því. „Þegar er verið að senda svona upplýsingar á milli er mikil hætta á svona villum því þarna í Banda- ríkjunum er fólk sem þekkir ekki til okkar staðhátta", sagði Ágúst. Ágúst sagði að prófarkalestur hefði farið fram hjá þeim hér heima en svo virtist vera að í sumum tilfell- um væri ekki tekið mark á þeirra athugasemdum. Ágúst sagði að það væri ekki alfarið rétt að Banda- ríkjamennirnir vildu ekkert með þeirra myndir hafa. „Hluti af þess- um kortum var unnin með göml- um bandarískum loftmyndum og við leiðréttum kortin eins og við gátum og sendum þeim nýjar myndir sem við eigum en aftur á móti höfðum við ekki mann á staðnum til sjá hversu mikið var unnið eftir þeim. í einhverjum til- fellum komust ekki leiðréttingar okkar til skila og stundum urðu villurnar til eftir að við vorum búnir að lesa síðustu próförk", sagði Ágúst. Ágúst sagði að ef þeir hefðu ekki leiðrétt kortin, hefði verið hægt að tala um mikið af vill- um en þeirra leiðréttingar væru greinilega ekki nægjanlegar og þeim þætti þetta mjög leitt. Aðspurður um það hvort þessi kort væru ætluð til nota í hernað- arlegum tilgangi sagði Ágúst að hægt væri að nota öll kort í hern- aði og kortagerðin sem slík væri þróuð og komin frá hernum. Aftur á móti væru þessi kort unnin sam- kvæmt samkomulagi sem var gert á milli Nato-ríkjanna á sínum tíma um að gera samræmd kort af ríkj- unum og ísland væri síðasta land- ið sem eftir væri. Aðspurður sagði Ágúst að sá tími væri löngu kominn að íslendingar gerðu sín kort sjálfir en það væri fyrst og fremst fjármagnsskortur, sem stæði í veginum fyrir því að ís- lendingar gerðu sjálfir gert ná- kvæm kort af sínu landi. Ágúst sagði að nú yrði gengið hart fram í því að leiðrétta þær villur sem kæmu fram á næstu kortum og reynt yrði að koma í veg fyrir önn- ur eins mistök í framtíðinni og S' 'st t.d. á kortinu af Svarfaðardal. úst sagði að nú væri hópur að vinna í því skoða kortin og villurn- ar, sem á þeim er að finna, hvers konar villur er um að ræða og á hvaða vinnslustigi þær komi og þar fram eftir götunum. „í fram- haldi af því verður tekin ákvörðun um það hvað af þessum kortum verða á markaðnum og það mun- um við gera strax í vetur“, sagði Ágúst. —SE leið væri verið að bjóða þeirri hættu heim að aðrir aðilar færu að hugsa sér til hreyfings með sjónvarpsút- sendingar og þar með væru Stöðvar tvö menn komnir aftur á byrjunar- reit. Hann sagðist hafa lagt ríka áherslu á það að hafin yrði útsend- ing, jafnvel aðeins um helgar, til að koma í veg fyrir þennan möguleika en eigendumir virtust ekki hafa neinn skilning á því. „Þeir eyddu í raun 90 milljónum í að kaupa sam- keppnisaðilann og nú er það að koma í ljós að þeir ætla að láta hann deyja drottni sínum“, sagði Goði. —SE Goði Sveinsson. Tveir ungir menn hætt komnir í Keflavík: Ráku stjómlaust til hafs í kari Tveir ungir menn voru hætt komn- ir í Keflavík í gær þegar fiskkar, sem þeir voru í, rak stjórnlaust á haf út. Lögreglan og lóðsinn komu mönn- unum til bjargar, en útlitið var á tímabili ekki bjart því mikil kvika var og straumur. Atvikið átti sér þannig stað, að mennirnir tveir voru að leika sér við það að stjaka sér áfram á karinu fyr- ir utan fiskverkunarhús Brynjólfs í Innri-Njarðvík. Það endaði með því að þeir misstu vald á ferð sinni og karið rak hratt í átt til hafs. Þegar Ijóst var hvert stefndi var haft sam- band við lögreglu og síðan hafsögu- mann sem fór á hraðskreiðum fiski- báti eftir þeim. Þegar að var komið sátu mennirnir í hnipri í botni kars- ins og voru þeir teknir um borð ásamt karinu. -hs. Hollywood til sölu Fréttir hafa borist af því að veit- ingastaðurinn Hollywood í Reykja- vík sé til sölu fyrir 40 milljónir. Eins og kunnugt er, keyptu hjón frá Fá- skrúðsfirði staðinn ekki alls fyrir löngu af Ólafi Laufdal. Ingi Helga- son, annar eigenda, sagði í samtali við Tímann, að eftir að hafa kannað málin, sé það ákvörðun þeirra að selja staðinn. „Við sögðum alltaf í upphafi, að við ætluðum að gefa okkur ákveðinn tíma til þess að átta okkur á því hvað við vildum í þessu dæmi. Stað- reyndin er sú, þegar farið er að skoða málin, sjáum við að þarna er hægt að gera marga góða hluti, en það kostar bara heilmikinn tíma. Við erum meira innstillt inn á það að eiga bara rólegt fjölskyldulíf, heldur en að fara að gifta okkur skemmtistað", sagði Ingi. Hann sagði að margir hefðu lýst áhuga sínum á staðnum og hann sagði að auðveldlega væri hægt að rífa stað- inn upp. „Ef við eigum þarna val- kost, þá er það númer eitt að selja staðinn fyrir sanngjarnt verð, en annars yrði það númer tvö að reka staðinn á þann hátt sem við sjálf getum verið sátt við.“ -hs. Sauðárkrókur: Sígarettum kastað inn um opna glugga Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til íkveikju á Sauðárkróki í fyrradag og í gær. f tveimur tilvikunum var logandi sígarettu kastað inn um glugga íbúðarhúsnæðis og einu sinni í aftursæti bíls, en þessir at- burðir gerðust í sama hverfi, Túna- hverfi. Logandi sígarettu var kastað inn um glugga einbýlishúss í fyrrakvöld. Sígarettan lenti á gólfinu og var her- bergið mannlaust. Tókst íbúunum að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Svipað atvik átti sér síð- an stað í gær, én til allrar mildi féll sígarettan á gluggakistu svefnher- bergis. Það hefði getað farið verr, því undir gluggakistunni var barnarúm með ullarábreiðu á. í þriðja skiptið var sígarettu kastað í aftursæti bif- reiðar og er sætið illa brunnið. Ekki hafði lögreglan á Sauðárkróki upp- lýst málið þegar Tíminn hafði sam- band við hana í gær, en málið er í rannsókn. -hs. Athugasemd frá M.S. Skólafélag Menntaskólans við Sund lýsir furðu sinni á þeirri fullyrðingu Elsu B. Valsdóttur í Tímanum 26. þ.m. þess efnis að félagið hefði ekki rétt á að segja sig úr MORFÍS. Þar sem MS var aðildarskóli keppninnar í mörg ár hlýtur honum að hafa ver- ið frjálst að segja sig úr henni. Öll önnur túlkun á lögum MORFÍS hlýtur að stangast á við stjórnar- skrána. Enn fremur teljum við í hæsta máta vafasamt að plagg það, sem ræðumenn skólans voru látnir skrifa undir, megi túlka á þann veg að þeir hafi verið að afsala sér mál- frelsi um MORFÍS um alla framtíð. Við mótmælum málflutningi af þessu tagi og teljum hann ekki sæma manneskju sem vill tengja nafn sitt ræðumennsku. R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.