Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. október 1990 Tíminn 5 Alexander Stefánsson: Verkið stöðvast nema Alþingi samþykki ný og hærri framlög fyrir næsta ár: Ovænt 50 millj. kr. gat fundið í Þjóðleikhúsinu „Fjárskortur vegna þessa fyrsta áfanga Þjóðleikhússins er þegar korainn upp í 50 milljónir. Það þarf því nýja fjárveitingu. Þess utan er umfang verskins þannig að vart verður hjá því komist að fram- kvæmdir standi lengra fram á árið en áætlað var — ef þá fjárveit- inganefnd eða Alþingi samþykkja nýja fjárveitingu, sem er ekkert -víst. Og ætti tímasetning að standast um opnun hússins, 15 febrú- ar, þyrfti ekki bara meiri peninga heldur yrði einnig að tvöfalda mannskap og vinna nótt og dag, sem þá mundi um leið hleypa kostnaðinum upp úr öllu valdi. Það er Ijóst að þetta mál krefst mik- illar endurskoðunar gagnvart Alþingi". í fjárlagaumræðu á Alþingi á fimmtudag benti Alexander Stef- ánsson, sem situr í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir á veg- um fjárveitinganefndar, enn einu sinni á það hvað íslendingum gengur illa að læra af reynslunni. Og að enn og aftur kemur í ljós hvað mikið vantar á að verk séu nægilega vel undirbúin, þannig að séð verði fyrir endann á þeim áður en ráðist er í framkvæmdir. Og Þjóðleikhúsið er glænýtt dæmi um þetta. Teiknað og teiknað og reiknað og reiknað ••• „Það gekk mikið á s.l. vor um að hleypa þessum framkvæmdum við Þjóðleikhúsið af stað. Fjárveitinga- nefnd gerði tillögu um að heimilað yrði að taka húsið í gegn — endur- bæta það að utan og innan fyrir áramótin 1991/92, sem átti að kosta rúmar 500 milljónir. Þessu vildu menn, ráðherra og aðrir, ekki una, heldur vildu þeir skipta verkinu í áfanga. Og svo var teiknað og teiknað og reiknað og reiknað og þessi 1. áfangi, salurinn og það sem honum við kemur, átti að kosta um 350 milljónir. Þar af var miðað við að 75 milljónir kæmu úr Mannvirkja- sjóði í upphafi árs 1991 (eins og nú er gert ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi). Eftir að mikið hafði gengið á var fallist á þetta. Og framkvæmdir heimilaðar með mjög ströngum skilyrðum um það að hærri fjár- veiting kæmi ekki til greina. Yrði verkið dýrara — sem það alls ekki átti að verða — þá yrði að breyta dagsetningu varðandi lok fram- kvæmda. ...og samt óvænt 50 milljóna gat... Nú kemur síðan í Ijós að það vant- ar a.m.k. 50 milljónir til þess að hægt sé að ljúka þessari fyrstu lotu verksins. Þetta þýðir að peninga vantar til þess að ljúka verkinu nema að Fjárveitinganefnd vilji samþykkja ný og hærri fjárframlög fyrir næsta ár, sem ekkert liggur fýrir um. Og menn hafa ekki heim- Alexander Stefánsson. ild til þess að halda verkinu áfram án þess að hafa peninga til þess", sagði Alexander. En hvernig stend- ur á því að allt í einu vantar nú tugi milljóna í verk sem búið var að greiða sérfræðingum tugi milljóna fyrir að hanna, rannsaka og undir- búa fyrir útboð áður en fram- kvæmdir hófust fyrir nokkrum mánuðum? „Það er afsakað með því að svo margt nýtt hafi komið í Ijós. Húsið hafi verið svo illa byggt og svo framvegis. En það var akkúrat þetta sem við nefndarmenn bent- um á: Að það væri ekki hægt að kljúfa verkið svona niður í áfanga óháða öðrum hlutum hússins. Reynslan: Kraftaverk ef áætlanir standast í umræðunum s.I. vor fannst mér það geysilegur ábyrgðarhluti hjá mönnum að fullyrða hvað þessar breytingar mundu kosta. Vegna þess að við höfum langa reynslu fyrir því að það er algert kraftaverk ef áætlanir standast þegar farið er f niðurrif á gömlum húsum og upp- byggingu að nýju. Nærtækustu dæmin um þetta eru í húsum hér í kringum Alþingi — hvernig áætl- aður kostnaður hefur rúllað upp á sig vegna þess að menn eru alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og nýtt og ákveða nýjar og nýjar breytingar. Og það er einmitt þetta sem nú er að gerast í Þjóðleikhúsinu. Auðvit- að var ómögulegt að vinna þessa fyrstu lotu eina og sér án þess að verkið skaraðist við aðra áfanga, því vitanlega tengist þetta allt sam- an. Þetta er eitt hús. Og að ætla sér að taka bara miðjuna úr því án þess að það þurfi að raska neinu öðru í húsinu, það er einber barnaskapur — eins og nú hefur enda komið í Ijós. Þessi niðurstaða sannar réttmæti þeirra varnaðarorða sem viðhöfð voru s.I. vor og um leið að orð og gerðir okkar nefndarmanna voru réttmæt. Niðurstaðan hlýtur að verða sú, að þar sem peningar eru ekki til fyrir því sem á vantar, þá þýðir það frestun á verklokum og þar með opnun hússins á ný“, sagði Alexander. Öskhyggja og bjartsýni... Spurður um einhver hinna óvæntu atriða nefndi Alexander að menn sögðust t.d. ekki hafa vitað að loft voru forsköluð. En hvað voru sérfræðingar þá að rannsaka mánuðum saman ef slíkt „smá- ræði“ fór fram hjá þeim? „Ég veit það ekki. En það er von að spurt sé. Menn vissu heldur ekk- ert um hvernig raflagnirnar voru bak við þyljurnar í salnum og voru svo fram eftir öllu vori að teikna raflagnir. Samt voru þeir sann- færðir um réttmæti þess að rífa niður svalirnar og byggja nýjar og svo framvegis. í raun held ég að þetta mál sé allt meira og minna byggt á óskhyggju og bjartsýni, sem síðan ekki stenst. Ég tek fram að það er enginn að hafa á móti því að endurnýja þetta hús og gera að myndarlega úr garði. En ég held að þarna hafi ver- ið færst of mikið í fang án þess að hugsa dæmið til enda. Það er Ijóst að þetta mál krefst mikillar endurskoðunar gagnvart Alþingi. Og að ráðherra og bygg- ingarnefnd verða að gera skýrari grein fyrir því hvernig verkið í heild á að enda. Því það á eftir að gera miklar og nauðsynlegar fram- kvæmdir í öðrum áfanga, sem ekki voru teknar með í heildarupphæð- inni, samanber húsið að utan, lyftu fyrir fatlaða, alla aðstöðu baksviðs og fyrir allt starfsfólkið og svo framvegis", sagði Alexander Stef- ánsson. - HEI Eftirspurn eftir vinnuafli eykst Eftirspum eftir vinnuafli er að auk- ast. Atvinnuleysi í september var 1% af heildarmannafla og hefur ekki verið jafn lítið á þessu ári. Mest eftirspum er eftir fólki í fískiðnaði. Hins vegar er enn talsverður sam- dráttur í verslun og þjónustustarf- semi. Þetta kemur fram í könnun sem Þjóðhagsstofnun og Vinnu- málastofnun félagsmálaráðuneytis- ins hafa gert. Atvinnurekendur, sem tóku þátt í könnuninni, telja sig þurfa að fjölga starfsmönnum um 300 eða 0,4% af heildarmannaflanum. Þetta er breyting því að í sama mánuði tvö síðastliðin ár hafa atvinnurekendur talið sig þurfa fækka starfsfólki. Eftirspurn eftir vinnuafli í fiskiðn- aði er heldur meiri nú en á sama tíma í fyrra. Heldur minni eftirspurn er eftir vinnuafli í byggingariðnaði Tjölduðu í skúr Tveir tólf ára piltar fundust í tjaldi inni í skúr á Geldinganesi í fyrrinótt en þeirra hafði verið saknað frá því á fimmtudagsmorgun. Þeir höfðu lagt af stað í skólann en aldrei komið þangað og í staðinn farið í leyfisleysi í útilegu. Hjálparsveitir voru farnar að leita og fann sporhundur slóð piltanna og rakti að fyrrgreindum stað. —SE en í fyrra. Atvinnurekendur telja sig hins vegar enn þurfa að fækka starfs- fólki í verslun og veitingastarfsemi. Þessi atvinnugrein er að vísu háð sveiflum samanber að í vor töldu at- vinnurekendur sig þurfa að fjölga starfsfólki um 40 manns en nú vilja þeir fækka um 200. Það er fyrst og fremst utan höfuð- borgarsvæðisins sem atvinnurek- endur telja sig þurfa að bæta við vinnuafli. í Reykjavík og nágrenni borgarinnar ríkir jafnvægi á vinnu- markaðinum. 04 IflDIÍ lllhlMft 41 ■ IVIKIVwUPINvi ÞJÓÐKIRKJUNNAR 21. Kirkjuþing Þjóðkirkju ís- lands verður sett kl. 14.00 þriðju- daginn 30. október n.k. Álitsgerð um mcssutíma, sem byggð er á könnun Félagsvísindastofnunar, mun vera á meðal málefna sem verða tekin fyrir á þessu þingi. Þingið hefst með messu í Bú- staðarkirkju kl.14.00 og mun séra Sigutjón Einarsson, prófastur Skaftfellinga prédlka. Að messu lokinni flytur biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, þingsetn- Mál Inga B. Ársælssonar gegn Ríkisendurskoðun og Fjármálaráðuneytinu: Krafa gerð um að domari víki sæti ingarræðu. Þá mun kirkjumála- ráðhcrra, ÓU Þ. Guðbjartsson, ávarpa þingið. Meðai annarra mála, sem tekin verða fyrir á þessu þingi, er álits- gjörð Rannsóknarstofnunar í sið- fræði um dauðasldlgreiningu og (græðslu líffæra og álit nefndar, þar sem borin er saman staða vígðrar og óvígðrar sambúðar í samfélaginu. Þinginu líkur fímmtudaginn 8. nóvember. í gær lagði Tómas Gunnarsson, iögmaður fram kröfu í Bæjarþingi Reykjavíkur um að Garðar Gísla- son, borgardómari víki sæti í máli Inga B. Ársælssonar gegna Fjár- málaráðuneytinu og Ríkisendur- skoðun. Tómas, sem er lögmaður Inga í málinu, krefst þess að í stað Garðars verði sldpaður hlutiaus kunnáttumaöur sem ekki er fastur starfsmaður stofnunar, sem sætir fjármálastjóra og eftirliti stefndu í málinu, Fjármálaráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar. Fram kemur í rökstuðningi við kröfu stefnanda að málskjal sem stefndu hafa bingað til neltað að væri til en stefnandi hefur hins vegar lagt til grundvallar í málatiibúnaði sínum og varðar samning um starfslok Inga B. Ár- sælssonar hjá Ríkiscndurskoðun 1984. Afrit þessa samnings hefur stefnandl lagt fram sem dómskjal en stefndu sagt rangt og ósannað að skjalið væri tiL Hins vegar hefur nýlega fengist staðfesting úr Fjár- málaráðuneytinu á efni samnings- ins og telur stefnandi ljóst að stefndu hafí gefið lögmanni sínum rangar upplýsingar um málið. Krafan um að dómari vfld sæti er rökstudd þannig að stefnandi eigi stjórnarskrárvarinn rétt á því að óhlutdrægni þess opinbera dóm- stóls, sem um máf hans fjalli, sé hafínn yfir alian vafa. Síðan segir í kröfunni: „Við þessar sérstöku að- stæður þar sem staðfest eru eru réttarbrot annars málsaðilans og hann hefur jafnframt á hendi fjár- máiastjóra og eftirlit með stofnun þeirri, sem dómarinn starfar hjá, er rétt og eöliiegt að stefnandi krefjist þess, að dómarinn víki sæti í mál- inu.“ Olíuleki í strætó Leki kom að olíuleiðslu í einum vagni Strætisvagna Reykjavíkur um tvö Ieytið í gær. Vagninn, sem var númer 4 og kallast Hagar-Sund, var í akstri og dreifðist olían um nokkr- ar götur borgarinnar. Vagnstjóri, sem keyrði sömu leið, tók eftir ol- íunni á götunni og náði að gera vagnstjóranum á leka vagninum við- vart. Hreinsibfll var síðan sendur til að hreinsa upp olíuna sem var mest í Nóatúninu og á Laugaveginum og þar í kring. —SE Ekið á mann Ekið var á gangandi vegfaranda í Skeifunni í gærmorgun. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað ná- kvæmlega um meiðsli en talið er að þau séu ekki alvarleg. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.