Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 2
2 Tímiriri Þriðjudagur 30. október 1990 Jóhannes Nordal seðlabankastjórí segir nauðsyn- legt að fara varlega í að afnema lánskjaravísitölu: Seðlabankinn skoðar áhrif afnáms lánskjaravísitölu Seðlabankinn hefur á undanförnum vikum unnið að greinargerð fyrir ríkisstjórnina um áhrif afnáms lánskjaravísitölu á lánskjör og peningamarkað. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri segir mikilvægt að fara varlega í þessum efnum. Óæskilegt sé að gera nokkuð sem kann að draga úr trausti manna á fjármagnsmarkaðinum. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi fyrr í vikunni að óhjá- kvæmilegt væri að afnema láns- kjaravísitölu. Þessu stefnumáli rík- isstjórnarinnar hefur ekki verið hrint í framkvæmd enn sem komið er, enda eru um hana deildar mein- ingar innan ríkisstjórnar sem utan. Forsætisráðherra nefndi í stefnu- ræðunni þrenn rök fyrir afnámi lánskjaravísitölu. í fyrsta Iagi stuðli verðtrygging fjármagns að víxlverk- un verðlags og launa, ef verðbólgu- skriða fer á annað borð af stað. í öðru lagi krefjist launþegar verð- tryggingar launa, ef fjármagnseig- endur eigi áfram að njóta verðtrygg- ingar sinna tekna. í þriðja lagi sagði forsætisráðherra óhjákvæmilegt að við yrðum að laga íslenskan fjár- magnsmarkað að erlendum fjár- magnsmörkuðum. Hvergi í vest- rænum löndum er almenn verð- trygging fjármagns og sums staðar er slíkt jafnvel bannað með lögum. Ríkisstjórnin hefur óskað eftir því að kannaðar yrðu leiðir í þessu efni og þeir kostir sem fyrir liggja. Seðla- bankinn hefur í framhaldi af því átt viðræður við innlánsstofnanir. Að sögn Jóhannesar Nordal seðlabanka- stjóra eru viðræðurnar nokkuð langt komnar, en ekki fyllilega lokið. Rík- isstjórninni verður gerð grein fyrir stöðu málsins að þeim loknum. „Því er ekki að neita að við teljum mikilvægt að fara varlega í þessum efnum. Verðtrygging hefur reynst mjög mikilvægur þáttur í að byggja upp sparnað hér á landi á undanförn- um árum og hefúr gjörbreytt stöð- unni á peningamarkaðinum. Það er mjög mikilvægt að þarna verði ekki breytingar sem valdi vantrausti á fjármagnsmarkaðinum og dragi úr framboði á lánsfé," sagði Jóhannes. - EÓ Yfiriitsmynd af hafnarsvæðinu í Sundahöfn. Nýtt hafnarsvæði í Reykjavíkurhöfn: 1AFANGA SENN LOKIÐ Nú er að ljúka 1. áfanga við Vogabakka, sem opnar nýtt hafnar- svæði í Sundahöfn. Þetta nýja hafnarsvæði er í Kleppsvík sunn- an Holtavegar, þar sem samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 400 metra löngum hafnarbakka með um 100.000 fermetra at- hafnasvæði í beinum tengslum við hafnarbakka. Fyrsti áfangi, sem nú er sem næst fullgerður, er 120 metra hafnarbakki og um 60.000 fer- metra athafnasvæði. Auk þess voru á síðasta ári um 65.000 fer- metrar lands gerðir byggingar- hæfir við Skútuvog ofan hafnar- svæðisins. Þar hefur verið úthlut- að lóðum til ToIIvörugeymslunnar hf. og fjölmargra heildsölufyrir- tækja. Umferðartengsl frá Kleppsvík eru við helstu stofnbrautir til allra átta og munu þau batna við til- komu Ósabrautar, sem mun tengja Sundahöfn yfir ósa Elliðaáa við athafnasvæði í Ártúnshöfða og Borgarmýri. Á Vatnagarðasvæði er 190.000 fermetra farmiðstöð Eimskipafé- lags íslands sem nýtir hafnar- bakka við Sundabakka og Klepps- bakka, en á síðasta ári var hann lengdur í 315 metra. Við Korngarð er fjölbreytt iðnaðar- og flutninga- starfsemi. Við Holtabakka, sem á SIGFUS HALLDÓRSSON tónskáld gekk á fund Davíðs Oddssonar borgarstjóra nú nýlega og afhenti honum að gjöf áritað eintak af bókinni Kveðja mín til Reykjavíkur. Bókinni fylgir stór hljómplata með lögum Sigfúsar. síðasta ári var lengdur í 245 metra, er 65.000 fermetra farmið- stöð Skipadeildar Sambandsins. Vel er séð fyrir þróunarmöguleik- um núverandi farmstöðva á svæð- inu milli Kleppsbakka og Holta- bakka og er þar nú unnið að land- gerð. Með tilkomu Vogabakka og vænt- anlegri lengingu hans og auknu landrými á næstu árum er hægt að verða við óskum um athafna- rými á sviði sjóflutninga og tengdrar starfsemi. Skipadeild Sambandsins nýtir hluta svæðis- ins og hefur óskað eftir auknu at- hafnarými. Hjá hafnarstjórn liggur umsókn frá Skipaútgerð ríkisins og fleiri skipafélögum um aðstöðu. Farm- eigendur á sviði stórflutninga í inn- og útflutningi hafa sýnt svæðinu áhuga. Einnig skipa- og flutningamiðlarar. Tollvöru- geymslan hf. hefur sett fram hug- myndir um afmörkun fríhafnar- svæðis, sem gæti tengst væntan- legu athafnasvæði fyrirtækisins við Skútuvog. khg. ^Tilraun með geymslu lambakjöts í gasumbúðum í Borgarnesi: Ofryst lambakjöt fram til jóla „Við teljum þessa vinnslu horfa til framfara varðandi meðferð og sölu á lambakjöti," sagði Gunnar Guð- mundsson, sláturhússtjóri í Borgar- nesi. En þar hefur verið unnið að til- raunum með pökkun á lambakjöti í gasumbúðir annað árið í röð. Þann- ig pakkað á kjötið að geymast ferskt og ófrosið í einar 6-8 vikur við 0-1 gráðu hita. Það er síðan selt sem meymað lambakjöt. „Við byrjuðum þessa tilraun í fyrra, pökkuðum þá 3-4 tonnum með þess- um hætti sem allt seldist innan þriggja mánaða og líkaði undantekn- ingalítið mjög vel. Núna aukum við það magn í 6 til 8 tonn, sem við kom- um til með að bjóða til sölu í nóvem- bermánuði," sagði Gunnar. Að þessari tilraun sagði hann unnið í samvinnu við fæðudeild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins undir stjórn Guðjóns Þorkelssonar matvælafræðings, sem stýrir pökk- uninni. Með þessu er meiningin að reyna að lengja það tímabil á hverju ári sem hægt er að hafa ófryst lamba- kjöt á boðstólum. Hvað varðar vænt- anlega kaupendur, sagði hann fyrst og fremst vera verið að hugsa um veitingahús og hótel, að ógleymdum heimamarkaði þeirra í Borgarfirði. Pökkunin gengur þannig fyrir sig að heilu læri, hrygg eða framparti er Einn maður lést í mótorhjólaslysi á laugardagskvöld í Vestmannaeyj- um. Tveir menn voru á hjólinu, báðir hjálmlausir. Talið er að ökumaður- pakkað í svokallaða herpifilmu, sem hleypir í gegnum sig gasi en ekki vökva. Sex þannig stykkjum er síðan komið fyrir í stærri plastpoka, sem er fyrst iofttæmdur og síðan fylltur með gasblöndu, að mestu Ieyti kolsýru. Þannig geymist kjötið síðan ófrosið og meymar í 6- 8 vikur, sem fyrr seg- ir. - HEI inn hafi misst stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hjólið rann á ljósastaur. Ökumaðurinn lést en far- þeginn slapp með minniháttar meiðsli. khg. BANASLYS UM HELGINA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.