Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. október 1990 Tíminn 13 Launasjóður ríthöfunda Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér með er auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1991 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöf- undar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara, skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðu- blöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðar- mál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1990 til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Reykjavík, 30. október 1990 Stjóm Launasjóðs ríthöfunda. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfiörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavik Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447 ísafjöröur Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangi Hólmfríður Guðmundsd. Fífusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95- 35311 Sigluflörður Sveinn Þorsteinsson Hlíöarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagötu 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Friðrik Sigurðsson Höfðatúni 4 96-41120 Ólafsfiörður Helga Jónsdóttir Hrannarbvpaö 8 96-62308 Raufartröfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisflörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskiflörður Berglind Þorgeirsdóttir Svínaskálahlíð 17 97-61401 Fáskrúðsflörður Guðbjörg H. Eyþórsd. Hlíðargötu 4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Vilborg Þórhallsdóttir Laufskógum 19 98-34323 Þoriákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Andrés Ingvason Eyjaseli 7 98-31479 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónína og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vík Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 SPEGILL El Gigante fjölbragðarisi Bandarískir fjölbragðaglímu- menn hafa aldrei verið af smærri sortinni, en nú er einn kominn fram á sjónarsviðið sem slær þá alla út. Þetta er ungur maður sem gengur undir nafninu El Gig- ante eða risinn. Hann er nær 2,5 metrar á hæð og vegur rúm- lega 230 kíló. Andstæðingar hans í hringn- um trúa ekki sínum eigin aug- um þegar þessi risi birtist. Aðr- ir fjölbragðaglímumenn koma inn í hringinn með því að klifra yfir kaðlana umhverfis hann en El Gigante klofar yfir þá í einu risavöxnu skrefi. El Gigante hefur alla ævi verið stærri en flestir. Fimm ára gamall var hann orðin yfir 170 sm hár og 63 kíló að þyngd. Fötin hans eru öll sérsaumuð og efnið í skyrtunum hans dygði í þrjár venjulegar skyrtur. Hann verður yfirleitt að sofa á gólfinu á hótelum þar sem rúmin eru allt of stutt og það er hreinasta kvöl fyrir hann að þurfa að taka leigubíl því hann verður að sitja með hausinn á milli hnjánna í aftursætinu. Það hefur þó ýmsa kosti að vera svona risavaxinn. Hann er öruggur um að það er ekki ver- ið að abbast neitt upp á hann svona dags dagslega. Eitt sinn var hann á veitingahúsi og sat þar í bás. f næsta bás voru ung- lingsstrákar að gera gengilbein- unni Iífið leitt með alls kyns stælum. E1 Gigante reis upp og bað þá að stilla sig og þeir hurfu með það sama og hafa ekki látið sjá sig á veitingahúsinu síðan. E1 Gigante reynir yfirleitt að sitja aftast þegar hann fer í bíó svo hann skyggi ekki á tjaldið. Eitt sinn varð hann þó að sitja fyrir miðju í yfirfullu kvik- myndahúsi. Náungi fyrir aftan hann fór að kvarta hástöfum og E1 Gigante stóð upp til að færa sig. Manngreyinu dauðbrá þeg- ar hann sá stærðina á honum og sagði í flýti: „Þetta er allt í lagi, vinur. ÉG skal færa mig.“ Gigante með tveimur aðdáendum sem hann hitti við sundlaug gisti húss þar sem hann svaf á gólfinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.