Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.10.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 30. október 1990 Aðalfundur Framsóknarfé- lags Seltjarnarness verður haldinn miðvikudaginn 31. október nk. kl. 20.30 að Eiöistorgi 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kosning fulltrúa á kjördæmis- og flokksþing. 4. Stofnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Seltjamarnesi. 5. Önnur mál. Stjómin. Reykjavík im Skoðanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavlk um val á frambjóðendum Framsóknarfiokksins I Reykjavlk fyrir næstu kosningar til Alþingis fer fram dagana 10. og 11. nóvember nk. Kjömefnd auglýsir hér með eftir framboðum I skoðanakönnunina. Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til Alþingis og eru skráðir flokksmenn Framsóknarflokkslns eöa lýsa yfir að þeir fylgi stefnu- skrá hans. Framboðsfrestur er til 1. nóvember 1990. Kjömefnd getur aö framboðsfresti iiðnum bætt viö fólki i framboð ( skoð- anakönnunina. I kjömefnd eiga sæti Jón Sveinsson formaður, Steinþór Þorsteinsson, Helgi S. Guömundsson, Sigrún Sturiudóttir og Anna Kristinsdóttir. Framboðum skal skila skriflega til formanns kjömefndar, Jóns Sveinsson- ar, Heiðarási 8, 110 Reykjavlk. Simi 75639. Kjömefnd. 21. flokksþing |||| Framsóknarflokksins t|M 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavlk, dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokks- þingi segir f lögum flokksins eftirfarandi: 7. greln. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþinOg fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miöstjórn, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjómir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins veröur auglýst slðar. Framsóknarflokkurinn. Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15, þriðjudagana 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 20.30. Kvöldverölaun - Heildarverðlaun Fólk má missa úr eitt kvöld án þess að verða af heildarverðlaununum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Steingrímur im Aðalfundur Jóhann Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn I Framsóknarhúsi Keflavlkur miðvikudaginn 31. októberkl. 21.00. Fundarefnl: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Á fundinn mæta Steingrimur Hermannsson og Jóhann Einvarðsson. Félagsmenn mætum vel á fundinn. Stjómin. Framsóknarfólk ísafirði Skoðanakönnun um röðun á framboðslista til alþingis fer fram dagana 27.- 30. október. Atkvæðaseðlum verður dreift til félagsmanna laugardaginn 27. október. Skrifstofa félagsins verður opin sunnudaginn 28. október frá kl. 4.00 til kl. 6.00 slðdegis og mánudagskvöldið 29. októberfrá 8.00 til kl. 10.00. Félagar eru beönir um að gera skil á atkvæðaseðlum á ofangreindum tim- um. Framsóknarfélag Isfirðinga og F.U.F. viö Djúp. Framsóknarfólk Seltjamamesi Stofnfundur Félags ungra framsóknarmanna á Seltjamarnesi verður hald- inn þriðjudaginn 30. okt. nk. kl. 21.00 að Eiðistorgi 17 (við hliöina á lög- reglustöðinni). Dagskrá: 1. Siv Friöleifsdóttir, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, kynnir sambandið og aðdraganda að stofnun F.U.F. Seltjamamesi. 2. Samþykktir félagsins og stofnun þess. 3. Kosning stjórnar. 4. Tilnefning fulltrúa á kjördæmis- og flokksþing. 5. Kynnt væntanleg stofnun Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Seltjarn- arnesi. 6. Önnur mál. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Simi 43222. K.F.R. Ámesingar Hin árlega félagsvist Framsóknarfélags Ámessýslu hefst föstudaginn 2. nóvember kl. 21.00 i Aratungu, föstudaginn 9. nóvember I Þjórsárveri og lýkur 23. nóvember að Flúðum. Aðalvinningur, ferð fyrir tvo að verðmæti 80.000,- Allir velkomnir. Stjómin. Skoðanakönnun á Vestfjörðum IMI Eftirtaldir hafa gefið kost á sér I skoðanakönnun á vegum framsóknarmanna á Vestfjörðum um röðun á framboöslista flokksins fyrir alþingiskosningar 1991. Guðni Ásmundsson Guðmundur Hagalinsson Katrín Marisdóttir Kristinn Halldórsson Magdalena Sigurðardóttir Magnús Björnsson Ólafur Þ. Þórðarson Pétur Bjarnason Ragnar Guömundsson Sveinn Bernódusson Isafirði Hrauni, Ingjaldssandi Hólmavik Reykjavik Isafirði Blldudal Reykholtsdal Isafirði Brjánslæk Bolungarvlk Skoðanakönnunin fer fram i öllum félögum framsóknarmanna I kjördæminu dagana 27.-31. okt nk. Þátttöku i skoðanakönnuninni hafa allir félagsmenn samkv. félagatali 9. sept. 1990 sem öölast hafa kjörgengi 15. mal1991. Það er ákvörðun nefndarinnar að stjóm hvers félags sjái um og beri ábyrgð á atkvæöagreiðslunni á hverjum stað fyrir sig. Merkja skal við lágmark 5 manns með tölustöfum 1-5. Allar nánari upplýsingar gefa: Einar Hreinsson simi 4062 eða 3413 Kristjana Sigurðardóttir sfmi 3794 Einar Harðarson slmi 7772 Sigrfður Káradóttir sími 7362 Sigurgeir Magnússon slmi 1113 og 1320 Guðbrandur Björnsson slmi 95-1333 Utankjörstaðaatkvæðagreiösla fer fram á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höfðabakka 9, Reykjavfk; dagana 29. til 30. október. Framboösnefnd. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi m verður haldið sunnudaginn 4. nóvember nk. I Veitingahúsinu Glóðinni, Hafnarstræti 62, Keflavfk, kl. 10.00. Stjómin. Frá SUF. „Flag í fóstur“ Ákveðin hefur verið skemmti- og skoðunarferð Sambands ungra fram- sóknarmanna að .Steingrimsþúfu" 3. nóvember nk. ef næg þátttaka næst. Farið verður með rútu frá BSl kl. 14.00. Á leiðinni til baka verður komið við á hótelinu á Selfossi. Þeir sem hafa áhuga á að koma með ern vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrífstofu Framsóknarflokksins, I siðasta lagi föstudaginn 2. nóv. i slma: 674589 og láta skrá sig. Öllu ungu framsóknarfólki er heimil þátttaka. Þátttökugjald er áætlað 1500 kr. á mann. Framkvæmdastjóm. Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verð- ur á staðnum. Simi 92-11070. Framsóknarfélögin MINNING Ámi Jónsson Fæddur 12. febrúar 1908 Dáinn 30. september 1990 „Þú, bláfjalla geimur, með heiðjökla hring. Um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm þinn, minn söknuð burt égsgng. Um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. “ StTh. Ljóðlínur þessar koma mér í hug er ég minnist mágs míns Árna Jóns- sonar á Hellu. Hann dáði íslensk ör- æfi, fegurð þeirra og töfra umfram flesta aðra. Þar átti hann lengi æv- innar margar gleði- og hamingju- stundir með góðum félaga og við veiðar í ám og vötnum. Hann rækt- aði vel samband sitt við öræfi lands- ins og þekkti þar víða til. Hann gaf vinum sínum hlutdeild í fegurð og ævintýrum úr íslenskum óbyggðum er heim kom. Aldrei varð hann reið- ari, en þegar þjösnalega var farið um landið og viðkvæmur gróður þess skemmdur. Hann bar virðingu fyrir íslenskum öræfum og vildi láta alla umgangast þau með því hugarfari. Þar voru hans draumalönd, sem áttu hug hans allan. Árni var fæddur í Vorsabæ, Austur- Landeyjum, þann 12. febrúar 1908, en lést í sjúkrahúsinu á Selfossi 30. sept. sl. Foreldrar hans voru hjónin í Vorsabæ, þau Jón Erlendsson og Þórunn Sigurðardóttir. Þar ólstÁrni upp í stórum systkinahópi. Börn Hellu, Rangárvöllum þeirra uröu alls 15, en nokkur þeirra létust í æsku. Unglingarnir urðu að bjarga sér snemma á þeim árum. Nokkru eftir fermingaraldur réðst hann til hjónanna Jóhanns Sigurðs- sonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, er þá bjuggu á Kirkjubæjarklaustri. Á því öndvegis heimili átti hann góð unglingsár sem hann minntist jafn- an með sérstakri ánægju. Vorið 1927 flytur hann með þeim hjónum að Núpum í Ölfusi. Þá voru flestar jökulár á þeirri leið óbrúaðar, svo þetta var mikil hættuför með bú- smala og búslóð. Það þurfti dugnað og áræði til að takast á við hin straumþungu vötn, en í endurminn- ingum Árna sló ævintýraljóma yfir þennan erfiða búferlaflutning. Leið Árna lá síðan til margvíslegra starfa- bæði til sjós og lands- m.a. var hann nokkur ár leigubifreiða- stjóri í Reykjavík. Árið 1942 gerist Árni einn af fyrstu landnemunum á Hellu. Það ár gekk hann að eiga Jak- obínu Erlendsdóttur frá Odda á Rangárvöllum. Þeim varð tveggja sona auðið. Erlendur Agnar er iðn- fræðingur á Akureyri, kvæntur Gunnhildi Ólafsdóttur frá Hvera- gerði, og Oddgeir Þór er garðyrkju- stjóri á Akranesi, kvæntur Elín- borgu Halldórsdóttur frá Akureyri. Barnabörnin eru átta og voru þau öll afa sínum kær. Þegar þau hjón settust að á Hellu voru þar aðeins örfá íbúðarhús, auk þess sem kaupfélagið Þór hafði byggt þar verslunarhús og hafið þar ýmsan atvinnurekstur. Á fyrsta ári byggðu þau sér íbúðarhús á falleg- um stað og nefndu Helluland. Þau hófu fljótlega ræktun á stórum og fallegum trjá- og blómagarði, sem setti og setur enn hlýlegan svip á umhverfið. Árni var mikill ræktun- armaður og hafði yndi af því að gera tilraunir með sem flestar tegundir blóma og jurta í garði sínum. Heppnaðist það mjög vel og kenndi þar margra grasa. Fyrstu árin á Hellu vann Árni við bifreiðaakstur hjá Kf. Þór en síðar kom hann sér upp sjálfstæðum atvinnurekstri. Átti m.a. vörubifreið og rak verslun, ásamt ýmsu fleiru sem hann tók sér fyrir hendur. Hann kunni best við að vera sinn eigin húsbóndi. Um árabil ók hann skólabörnum Rangárvalla- hrepps í barnaskólann á Hellu. Árni var einstakur veiðimaður. Það var sama hvar hann kastaði fyrir fisk- alltaf tók á hjá honum- þótt aðrir sem með honum voru yrðu ekki varir. Margan fallegan sjóbirt- inginn og laxinn dró hann úr Ytri- Rangá. Einnig var hann góð skytta og átti um tíma minkahunda sér til aðstoðar við minkaveiðar. Árni var mikill ferðamaður og náttúruskoð- ari, eins og áður hefur komið fram, og hvergi undi hann sér en inni í hinum íslenska bláfjallageim. Hann og félaginn kæri, Rudolf Stolzenw- ald, sem nú er látinn, fóru margar ævintýraferðir saman yfir fjöll og firnindi. Þeir nutu saman undurs og fegurðar íslenskrar náttúru. Þá heillaði Þórsmörkin með sinn bjark- arilm og fuglasöng. Það var því ekki nema eðlilegt að Árni gerðist einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitar- innar á Hellu og var öflugur liðs- maður hennar svo lengi sem kraftar entust. Hann tók þátt í ýmsum öðr- um félögum, enda félagslyndur og léttur í lund. Söngmaður var hann góður og gat leikið á flest hljóðfæri eftir eyranu og mörgum skemmti hann með góðum harmonikkuleik. Hann var einkar barngóður og lét vel að umgangast börn. Þegar aldur færðist yfir og heilsu hrakaði gerðist hann vistmaður á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Síð- ar varð hann að dvelja alllangan tíma á sjúkrahúsinu á Selfossi. Á báðum þessum stöðum naut hann góðrar aðhlynningar sem ber að þakka. Smám saman hvarf máttur- inn og lífslöngunin fjaraði út. Dagur var að kveldi kominn og hvfidin kærkomin eftir löng og ströng veik- indi. „Ég kenni ei lengurþá kvikandi þrá, þó kvaki skógarins þrestir. Með alvöru hljóðri er himinsins brá mörg hjarta míns fræ eru kulnuð strá og sólgeislar vonann sestir. “ E.Ben. Útför Árna var gerð 6. október frá Selfosskirkju, þar sem viðgerð stóð yfir á sóknarkirkju hans í Odda. Sr. Arngrímur Jónsson, fyrrum sóknar- prestur hans, jarðsöng. Kór Selfoss- kirkju annaðist söng og Guðmund- ur Gíslason söng einsöng. Synir hins látna og barnabörn báru kist- una úr kirkju. Jarðsett var í Odda. Hinn fagri fjallahringur Rangár- þings skartaði sínu fegursta. Ekkert ský á himni og nýfallinn snjórinn glitraði í sólarljóma á efstu brúnum. Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, klæddir þjónustubúningum sínum, báru kistuna í kirkjugarð- inn, þar sem hann var lagður til hinstu hvfidar við hlið lítils sonar- sonar og nafna. Kær vinur er kvadd- ur. Blessuð s^minning hans. Anna Erlendsdóttir Afmælis-og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.