Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 1
Sigrún Magnúsdóttir sakar borgarstjórnarmeirihlutann um vafasama hagsmunagæslu: Verja óhagkvæmt og staðnað spítalakerf i Snarpar umræður urðu á fundi í borgarráði Reykjavíkur í gær í tilefni af frumvarpi Guðmund- ar Bjarnasonar heilbrígðisráðherra um sameigin- lega yfirstjórn — samstarísráð sjúkrahúsanna þríggja í Reykjavík. Við umræðurnar spurði Sig- rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokks, hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að standa vörð um staðnað og óhagkvæmt spítala- kerfi í Reykjavík. í bókun sem sjálfstæðismenn lögðu fram er mótmælt, eins og það er nefnt, vinnubrögðum heilbrígðisráðherra og aðstoðar- manns hans, sem viðhöfð voru í kríngum störf ráðherraskipaðrar nefndar um samstarf sjúkra- húsanna í Reykjavík. í bókun Sigrúnar Magnús- dóttur borgarfulltrúa um málið segir, að stofnun samstarfsráðs Reykjavíkursjúkrahúsanna sé skref í átt til markvissari verkaskiptingar og hag- ræðingar milli sjúkrahúsanna og muni leiða til betrí nýtingar þeirra fjármuna sem til reksturs þeirra fara. Fái hið væntanlega samstarfsráð fríð til að sinna hlutverki sínu muni biðlistar eftir að- gerðum í einstökum sérfræðigreinum styttast og auk þess verði komið í veg fyrír tímabundnar lok- anir sjúkrastofnana. Davíð Oddsson vísaði bókun Sigrúnar á bug og kallaði málflutning hennar lág- kúrulegan. _. - , %Blaðsióa5 ————— . ..... ÞATTTAKENDUR í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanosi eru hug- myndarfldr menn. Einn þeirra, Ami Ragnar, setti upp skilti á Kópavogsbrúna þar sem ökumenn, sem leið eiga undir hana, eru hvattir til aö koma manninum á þing. Fjöldi vegfarenda taldi aö skiltid truflaöi einbeitingu ökumanna og kvartaði undan því við bæjarfógeta Kópavogs. í gær gaf fógeti fyrirmæli um aðfjarlægja skiltið og var það gert. Tlmamynd: Pjetur ALMENN ANDSTAÐA VIÐ INNGONGU OKKARI EB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.