Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 31. október 1990 Noregur: Gro Harlem Brundtland falin stjórnarmyndun Gro Harlem Brundtland var kölluð til konungshallarinnar í gær á fund þjóðhöfðingjans, Haralds krónprins, sem fól henni að mynda stjórn í stað hægristjómarinnar sem sagði af sér á mánudaginn. Brundtland skýrði frá því, að fundinum í konungshöilinni loknum, að sér hefði formlega verið falin stjómarmyndun og kvaðst hún ætla að leita hófanna um stuðning á næstu klukkustundum. í Noregi velur konungurinn forsæt- isráðherra, en hefúr forseta þingsins sér til ráðgjafar. Norskir fjölmiðlar höfðu spáð því að Brundtland yrði falin stjómarmynd- un og búast við að því verki verði lokið á föstudaginn. Brundtland verður þó að fara var- lega í sakirnar, þar sem flokkur hennar hlaut aðeins 63 þingsæti af 165 í kosningunum í september 1989, en það er lélegasta kosning sem Verkamannaflokkurinn hefur hlotið frá því í seinni heimsstyrjöld- inni. Verkamannaflokkurinn, sem enn hefur ekki ákveðið stefnu sína varð- andi aðild Noregs að Evrópubanda- laginu, verður að afla sér stuðnings tveggja smárra flokka, sem báðir eru harðir á móti því að ganga í EB. Ann- ar þeirra er Miðjuflokkurinn, sem rauf samstarfið í samsteypustjórn Syse vegna ágreinings um hvort Noregur ætti að sækja um aðild að bandalaginu. Verkamannaflokkurinn þarfnast einnig stuðnings Sósíalistaflokksins, sem er svarinn andstæðingur aðildar Noregs að EB. Þó svo að Verkamannaflokkurinn hafi ekki enn gert grein fyrir stefnu sinni í Evrópumálum, hefur Brundt- land ítrekað lýst því yfir að Norð- menn verði að komast að samkomu- lagi til að opna efnahag sinn gagn- vart Evrópubandalaginu. Hún hefur sagt að stjórn Verka- mannaflokksins muni beita sér fyrir því að draga úr atvinnuleysi, stuðla að jafnari skiptingu auðs, umhverfis- vernd og bæta hag barna. Hún hefur einnig strengt þess heit að fella úr gildi fjárhagsáætlun fyrir árið 1991, sem lögð var fram af frá- farandi stjórn, þar sem þar sé ekki gert ráð fyrir að minnka 4% atvinnu- leysi sem nú er í Noregi og einnig er þar að finna ákvörðun um að lækka skatta til hagsbóta fyrir þá ríku. „Það er ekki hægt að ætlast til að við tökum við fjárlögum frá fyrri stjórn," sagði Brundtland við norska fréttamenn. Verkamannaflokkurinn hefur sagst vilja skapa 30.000 ný störf, aðallega í opinbera geiranum. Gro Harlem Brundtland hefúr nú verið falið að mynda sína þriðju rikisstjóm og hefúr hún þegar ákveðið að fella fjáriög fiúfarandi stjómar úr gildi. Fréttayfirlit Nikósía — Saddam Hussein ír- aksforseti hefúr skipað íraska hemum í viðbragðsstöðu næstu vikur, vegna harðra ummæla Bandarfkjamanna og þeirrar sjátfheldu sem tflraunir til að leysa deiluna á friðsamlegan hátt eru komnar L Amman — Mikill fjöldi flótta- manna hefur sótt til Jórdaníu eftir innrás fraka í Kúvæt og segjast Jórdanlr varla geta tekið við fleir- um, ef til styrjaldar kemur. Trfpóli — Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi heitir á alla múslima að sniðganga heilaga staði, svo lengi sem bandarískar hersveitir eru í Saudi-Arabíu. Washington — Bandarískir ráðamenn verða stöðugt harð- oröari f garð Iraka, á sama tíma og Sovétríkin halda í friðarvon- ina. Nýja Delhí — Singh, forsætis- ráðherra Indlands, hefur boðist til að segja af sér embætti til að lægja öldumar í trúarbragðadeil- unum. Öryggissveitír drápu flmm manns eftír að hindúar reyndu að yfirtaka mosku til að byggja musteri á lóðinni. Moskva — Mikfll mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan Luby- anka, höfuðstöðvar KGB, til að afhjúpa minnisvarða um fómar- lömb fyrrí ofsókna og þeirra millj- óna sem þjáðusti vfnnubúðum. Washington — Efnahagur Bandarikjanna batnaði um 1,8 prósent á síðasta ársfjórðungi, vegna aukinnar neyslu lands- manna sem nú hefúr aftur dregist saman. Jerúsalem — Leiðtogar mús- llma hafa ásakað ísraelsku lög- regluna fyrir að hafa skipulagt morðln á Musterishæð með sam- þykki yfirvalda. Bahrain — Arabísk riki { ná- grennl (raks etu reiðubúin tíl að beita valdi til að koma frökum frá Kúvæt ef þörf krefur; en vonast jafnframt til að ef Saddam skilji að sú ógnun sé fyrir hendi, verði hægt að fá hann tíl að yfirgefa Kúvæt án bardaga. Persaflói: Sex amerískir hermenn slasast á heræfingu Æfing bandaríska sjóhersins á Persaflóa hófst á hörmulegan hátt í gær, þegar gufuleiðsla sprakk með þeim afleiðingum að sex sjóliðar létust og fjórir skaðbrenndust um borð í herskipinu Iwo Jima. 455 gráðu heit gufa dreifðist um vélarrúm skipsins, þegar leiðslan gaf sig. Skipið var þá á leið frá Bahrain til að taka þátt í heræfingu á norðan- verðu Arabíska hafinu. Að sögn blaðafulltrúa sjóhersins er enn ekki vitað hver orsök slyssins var. „Heræfingarnar munu halda áfram, eins og áætlað var, en án Iwo Jirna," sagði hann. Þrjátíu og sjö bandarískir hermenn hafa nú látið lífið, frá því að herinn hélt til Persaflóasvæðisins fýrir tæp- um þremur mánuðum. Iwo Jima, sem er með nær 1.800 manna áhöfn, átti að vera eitt af 18 skipum sem taka eiga þátt í 10 daga æfingu í árás af sjó. Þetta er önnur æfingin af þeim toga sem Banda- ríkjamenn halda á Persaflóasvæðinu. Það er almannarómur að æfingar þessar séu aðfari hugsanlegra árása á strendur Kúvæt. Tuttugu herflugvélar, 75 þyrlur og mikill fjöldi sjóliða átti að taka þátt í æfingunni, sem gengur undir nafn- inu „Sea Soldier II“. Aðeins verður beitt léttum vopnum. Blaðafulltrúi sjóhersins vildi ekki gefa upp staðsetningu æfingarinnar. HUNGRAÐ TIGRISDYR KEMUR STROKUFANGA Á SINN STAÐ Hungrað tígrisdýr hindraði för strokufanga í Indónesíu með því að reka hann upp í tré og sitja um hann í tvo daga. Fanginn var fertugur kennari, sem tekinn hafði verið höndum í hérað- inu Aceh, en íbúar þar eru islamstrú- ar, fyrir að hlaupast á brott með ung- um nemanda sínum. Hann braust út úr klefa sínum í síðustu viku og flúði út í frumskóginn. Hann hefði þó betur látið það ógert, því hann hafði ekki farið langt þegar á vegi hans varð tígrisdýr í fæðuleit sem leist strax vel á kennarann. Strokufanginn flúði upp í tré og mátti húka þar í tvo sólarhringa áður en tígrisdýrið gafst upp á að bíða eft- ir bráðinni. En rándýrið varð að Iáta í minni pokann og maðurinn komst heill á húfi niður úr trénu. Ólánið hafði þó ekki alveg sagt skil- ið við hann. Þegar fanginn konist niður úr trénu var hann sjáifur orð- inn glorhungraður og fór því beint að næsta húsi og bað um mat. Hús- bóndinn þar á bæ var lögregluþjónn á frívakt sem kannaðist strax við kauða, gaf honum að borða og kom honum síðan aftur á bak við lás og slá. Varta er hægt að hugsa sér meira ógnvekjandi fangavörð en hungrað tígrisdýr. Sú fyrri, sem fram fór dagana 30. september til 5. október, var haldin undan strönd Omans. Flogið var með iík sjóliðanna sex til Bandaríkjanna, en þeir særðu voru fluttir með þyrlu um borð í sjúkra- skipið USS Comfort. ísrael: Einn lést og tveir slösuðust viö að koma fyrir sprengju Arabískur karlmaður lést og tveir aðrir slösuðust þegar sprengja sprakk, sem þeir ætl- uðu að koma fyrir í úthverfi Tel Aviv í gær. Sprengjan sprakk í höndum mannsins sem lést, þegar hann var að reyna að koma henni fyr- ir við grænmetisverslun í miðju Bnei Brak hverflnu sem er um 20 km frá Tel Aviv. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu slösuðust tveir vitorðs- menn hans er sprengjan sprakk og annar þeirra var fluttur Iífs- hættuiega særður á sjúkrahús. í seinustu viku voru þrír gyð- ingar stungnir til bana og sjö særðir af Palestínumönnum sem voru að leita hefnda fyrir drápin sem ísraelskir lögreglu- menn frömdu á Palestínumönn- um á Musterishæð þann 8. októbcr sl. Stjóm ísraels bannaöi þeim 1.750 þúsund Paiestínumönn- um, sem búa á herteknu svæð- unum, að koma til landsins í fjóra daga og rann bannið út á sunnudaginn. Nú er í undlrbúningi að herða reglur um ferðir 120.000 pal- estínskra verkamanna frá Vest- urbakkanum og Gaza-svæðinu sem sækja vinnu til ísrael.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.