Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 5
Miðv'ikuöágur 31. oktöbér 1 Ö9t)' Timlflr'r'í Átök um samstjórn sjúkrahúsanna í Reykjavík á fundi borgarráðs í gær. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks: Sjálfstæðismenn standa vörð um staðnað og óhagkvæmt spítalakerfi Á fundi borgarráös Reykjavíkur í gær var hart tekist á um þær til- lögur, sem lagðar hafa verið fram um aukið samstarf milli sjúkra- húsanna í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir lagði fram bókun þar sem m.a. er spurt hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli að standa vörð um staðnað og óhagkvæmt spítalakerf! í Reykjavík. Davíð Oddsson kallaði málflutning Sigrúnar lágkúrulegan. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- samstarfs og hagræðingar innan ins lögðu fram bókun þar sem sjúkrahúsa í Reykjavík. vinnubrögðum heilbrigðisráðherra Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi og aðstoðarmanns hans, sem við- höfð voru í kringum störf ráðherra- skipaðrar nefndar um samstarf sjúkrahúsanna í Reykjavík, er mót- mælt. Borgarfulltrúarnir mótmæla einnig því að niðurstöður nefndar- innar skuli vera notaðar sem tylli- ástæða fyrir væntanlegu frumvarpi heilbrigðisráðherra. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins taka fram í bókun- inni að með nefndarálitinu hafi ver- ið stigið mikilvægt skref til aukins Alþýðubandalagsins, tók að hluta til undir bókun Sjálfstæðisflokksins og sagði að stefna beri að aukinni sam- vinnu og samrekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík með samkomulagi frekar en með valdboði. Kristín Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, lagði fram bókun þar sem fagnað er þeim tillögum sem ráðherraskipaða nefndin varð sam- mála um. Kristín segir í bókuninni að ráðherra beri engin skylda til að fara eftir vilja nefndarinnar og gerir enga athugasemd við vinnubrögð ráðherra í þessu máli. Hún segir hins vegar skynsamlegt að stíga að- eins eitt skref í einu og því sé rétt að fara að tillögum nefndarinnar. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, lagði fram bókun þar sem hún segir það sitt mat að stofnun Samstarfsráðs sjúkrahúsanna í Reykjavík sé skref í átt til aukins samstarfs, markvissari verkaskiptingar og hagræðingar innan sjúkrahúsanna. Samstarfs- ráðið muni Ieiða til þess að þeir fjár- munir, sem sjúkrahúsin hafa yfir að ráða á hverju ári, nýtist betur. Minnt er á að aukin hagræðing og verka- skipting milli sjúkrahúsanna hafi lengi verið baráttumál Framsóknar- flokksins í borginni. í bókun Sigrúnar er gerð grein fyr- Þrjár ályktanir liggja fyrir Fiskiþingi um aöild (slands að Evrópubandalaginu. Þar segir m.a.: Aðild Islands að EB o kemur ekki til greina Fyrir Fiskiþingi liggja nokkrar ályktanir um Island og Evrópu- bandalagið. í þeim er m.a. varað við að íslendingar afsali sér veiðiheim- ildum og hvatt er til varúðar í samningaviðræðum. Nokkrar um- ræður voru á Fiskiþingi í gær um þessi mál. Einar K. Cuðfinnsson frá Bolungarvík hafði framsögu um málið og taldi hann ekki æskilegt að íslendingar gerðust beinir þátttak- endur að EB. Þrjár ályktanir hafa borist Fiski- þingi frá fiskideildum og fjórðungs- þingum. í fyrsta lagi má nefna álykt- un frá Fjórðungsþingi fiskideilda á Vestfjörðum, sem telur það vera brýnt hagsmunamál íslendinga að vinna að nýjum viðskiptasamningi við EB. Telur þingið ekki koma til greina að útlendingar fái fiskveiði- heimildir við ísland. ,Á hinn bóginn þurfa EB-þjóðirnar að hverfa frá því víðtæka kerfi styrkja og tollmúra, sem í raun verndar fiskvinnslu þeirra frá heilbrigðri samkeppni. Ríki EB geta ekki búist við því að ís- lendingar flytji út ísfisk á markaði þeirra nema þessi mál verði lag- færð.“ Þá hefur Fjórðungsþing fiskifélaga- deilda í Austfirðingafjórðungi sam- þykkt ályktun um þessi mál. Þar segir að ekki komi til greina að ís- land gerist aðili að EB, né afsali sér veiðiheimildum í skiptum fyrir tollalækkanir. Hvetja Austfirðingar til þess að fullrar varúðar sé gætt við að leyfa útlendingum að fjárfesta óheft í íslenskum sjávarútvegi og komast með því móti bakdyramegin inn í íslenska fiskveiðilandhelgi. Þá liggur fyrir tillaga frá Vesturlandi, sem hljóðar á þá leið, að við núver- andi aðstæður komi aðild að Efna- hagsbandalaginu ekki til greina. Einar Guðfinnsson benti á í sinni framsöguræðu, að hagsmunir ís- lendinga og EB færu ekki nema að nokkru leyti saman. Það sem íslend- ingar reki sig fyrst og fremst á er hin sameiginlega fiskveiðistefna EB- ríkjanna. Hann benti á að samning- ar við EB komi ekki til greina, ef EB heldur fast við þau skilyrði sem um getur í fiskveiðistefnu bandalagsins. I máli hans kom fram að fiskveiði- stefna EB hafi beðið skipbrot, m.a. vegna þess að ekki hefur verið farið að ráðum fiskifræðinga varðandi veiðimagn. Það væri því ekki fysileg- ur kostur að fara í EB og lúta þeim lögmálum sem bandalagið setur. Einar sagði það óþolandi fyrir fs- Iendinga að tollafyrirkomulag Evr- ópuþjóðanna og niðurgreiðslur til fiskvinnslu og fiskveijja geri það að verkum að erfitt er að heyja sam- keppni um unninn fisk. Hann taldi íslendinga geta haft áhrif á þessi mál ef þeir tækju sig til. „Ég tel að við höfum sterka samningsstöðu gagn- vart EB, vegna þess að þeir eru orðnir býsna háðir innflutningi á ferskum fiski frá okkur. Ef við greið- um þeim það högg að draga úr þess- um innflutningi til þeirra, þá er al- veg ljóst að það myndast gífurlegur pólitískur þrýstingur í þessum ríkj- um. Þessi svæði þola það ekki að at- vinnuleysi aukist eða að efnahags- ástandi versni." Einar sagðist ekki vera að leggja það til að íslendingar stæðu við samningaborðið og hót- uðu því að hætt yrði að flytja út ferskan fisk, nema tollalögum yrði breytt. „Ég er einfaldlega að segja það, að við samningsborðið, þar sem ir vinnubrögðum heilbrigðisráð- herra í þessu máli og bent á að ráð- herra hafi talið brýnt að kveða skýr- ar á um valdsvið og verkefni Sam- starfsráðsins en nefndin gerði í sín- um tillögum. Sigrún segist telja að ef rétt sé á málum haldið og Sam- starfsráðið fái frið að sinna sínu mikilvæga hlutverki, muni m.a. biðlistar eftir aðgerðum í einstökum sérfræðigreinum styttast og komið verði í veg fyrir lokanir stofnana, þannig að þær hætti að senda gamla fólkið heim. Orðrétt segir í bókun- inni: ,Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa gegn slíku með því að standa vörð um staðnað og óhag- kvæmt spítalakerfi í Reykjavík og standa þannig gegn framförum?" Svarið kom um hæl, því að Davíð Oddsson borgarstjóri lagði fram bókun þar sem „lágkúrulegum" málflutningi fulltrúa Framsóknar- flokksins er mótmælt. Borgarstjóri segir í bókuninni að heilbrigðisráð- herra hafi sjálfur gefið fyrirmæli um að senda sjúklinga heim og vísar bókun Sigrúnar á bug. Á blaðamannafundi þar sem tillög- ur ráðherraskipuðu nefndarinnar voru kynntar, kom fram hjá Guðjóni Magnússyni, skrifstofustjóra í heil- brigðisráðuneytinu, að eitt af því sem gerir það að verkum að tilraun- ir til að spara í heilbrigðiskerfinu nái ekki tilgangi sínum nema að takmörkuðu leyti, er að forráða- menn sjúkrahúsanna hugsa aðeins um að spara hjá sér, sem gjarnan þýðir aukinn kostnaður hjá öðrum. Ekkert samræmi eða samstarf er um lokanir milli spítalanna. Ástand eins og skapaðist í sumar, þegar aldraðir langlegusjúklingar voru sendir , heim í hópum, er því m.a. of litlu samstarfi spítalanna að kenna. -EÓ Kirkjuþing sett í gær Klrkjuþing hófst í gær með guðs- þjónustu í Bústaðakirlqu, en þinghaldið sjálft fer fram f safn- aðarheimili kirkjunnar. í setningarræðu sinni gagnrýndi biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, harðlega þann sam- drátt sem orðið hefur á fjárfram- lögum ríkisins til þjóðkirkjunnar, en þau hafa dregist saman um 7,46% frá því sem lög gera ráð fyrir. Biskup sagði það óviðun- andi að ríkið lítílsvirti á þennan hátt samning sem f gildi er milli ríkis og kirkju. Hann hvatti vel- unnara kirkjunnar tíl að mót- mæla tíl að fá þessari skerðingu hnekkt. Ólí Þ. Guðbjartsson kirkjumála- ráðherra sagði í ávarpi sínu til kirkjuþings að þess hlytí að mega vænta að kirkjan taki á sig byrðar, ekki síður en aðrir aðilar þjóðfé- lagsins, tíl að ná fram markmið- um þjóðarsáttar. Fyrir kirkjuþingi liggur fjöldi mála. Meðal annars mun það taka afstöðu til skð- greininga á dauðahugtakinu og til líffæraflutninga. —sá Vöruskiptajöfnuðurinn rúmlega 5 millja. í þlús: Fiskur fyrir 55 milljarða Sjávarafurðir höfðu verið seldar úr landi fyrir 54,7 milljarða króna í septeberlok, sem var rúmlega 15% aukning miðað við sama tíma í fyrra, reiknað á sama gengi bæði ár- in. Utflutningur stóriðjufyrirtækj- anna er hins vegar rúmlega 21% (um 2,4 milljörðum) minni heldur en í fyrra. Heildarútflutningurinn hefur því aðeins aukist um 6% það sem af er árinu. Aukning heildarinnflutnings er aft- ur á móti mun meiri, eða rúmlega 10% á sama tíma. Jákvæður vöru- skiptajöfnuður landsmanna er nú um 5,3 milljarðar króna, sem er 2 milljörðum kr. lægri upphæð heldur en í fyrra. AIIs hafa vörur verið fluttar til landsins fyrir 64,8 milljarða. Þar af er almennur vöruinnflutningur án olíu um 47 milljarðar og hefur auk- ist um 5% umfram gengishækkanir milli ára. - HEI KVENNADEILDI BYGGÐASTOFNUN Einar K. Guðfinnsson á Fiskiþingi: Befn þátttaka fslendinga í EB óæskileg. ræða saman fulltrúar fullvalda ríkja, þá höfum við þó þetta vopn á við- semjendur okkar. Við eigum alltaf þennan möguleika, sem við vonandi þurfum aldrei að grípa til.“ í máli fundarmanna mátti heyra að aðild fslands að EB væri ekki æski- legur kostur fyrir ísland. Einn fund- armanna sagðist meira að segja vona, að Guð gæfi að íslendingar ættu aldrei eftir að ganga í Evrópu- bandalagið. íslendingar þurfi ekki að hafa neina minnimáttarkennd gagnvart bandalaginu og því ættu þeir að gera það sem þeim sæmdi í viðskiptum sínum við bandalagið. Það virðist því vera vilji Fiskiþings að varlega verði farið í samningavið- ræðum við EB, annars geti illa farið fyrir sjálfstæði íslendinga og hags- munum þeirra. -hs. Þingmenn Kvennalistans hafa lagt fram frumvarp tíl laga um breytingu á lögum um Byggðastofnun. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að stofnuð verði deild við Byggðastofnun, sem verði fengið það hlutverk að vinna að uppbyggingu atvinnu fyrir konur. Gert er ráð fyrir að til deildarinnar renni a.m.k. 20% af árlegum fram- lögum ríkisins til Byggðastofnunar og skal þeim varið til reksturs deild- arinnar, ráðgjafar, lána, styrkja og annarrar fyrirgreiðslu vegna at- vinnustarfsemi kvenna. í greinargerð með frumvarpinu er fullyrt að verulegt dulið atvinnuleysi sé meðal kvenna, ekki síst kvenna sem búa í dreifbýli. Vitnað er í mál- efnasamning núverandi ríkisstjórnar þar sem segir: „Sérstakt átak verður gert til að auka fjölbreytni í atvinnu kvenna á landsbyggðinni." Flutningsmenn telja mikilvægt að kvennadeild Byggðastofnunar verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og nefna Akureyri í þessu sambandi. Jafnframt benda þær á að nauðsyn- legt sé að við deildina starfi konur sem hafi reynslu af kvennaráðgjöf o; jafnréttismálum. -E Ekki skal allt hið opinbera hokra í Reykjavík: Flutningur opinberra stofnana Bæjarstjóm Akraness samþykktí á fundi þann 23. þ.m. að skipuð yrði vinnu- nefnd sem mótaði heildarstefnu um flutning opinberra stofnana út á land. Var bæjarstjóra Akraness falið að leita þessari hugmynd fylgis meðal stærstu kaupstaða í hverjum landshluta utan Reykjavíkursvæðisins. Einnig var lögð áhersla á að nýjar ríkisstofnanir yrðu settar niður utan höfuð- borgarsvæðisins. Jafnframt lýsti bæjarstjórn Akraness stuðningi sínum við þá hugmynd að ,Alþjóðlegri rannsóknarmiðstöð um umhverfi N-Atlantshafs“ verðikomiðfyriráAkureyri. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.