Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 31. október 1990 Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrffstofunLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsíngasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skýr boöskapur Ragnhildur Helgadóttir, einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins úr Reykjavík, hefur ákveðið að hætta þingmennsku eftir langa setu á þingi sem hún hóf í skjóli frændaveldis Engeyjarættarinnar svokölluðu, sem einkum naut forystuhæfileika og áhrifa Bjarna Benediktssonar um frama sinn í stjórnmálum og við- skiptum. Bjarni Benediktsson var alinn upp í þjóð- ræknisanda föður síns, Benedikts Sveinssonar, sem m.a. er minnst fyrir það að hafa greitt atkvæði gegn fullveldissamningnum 1918 vegna þess að honum þótti hann garvga of skammt í því að fullnægja sjálf- stæðiskröfum íslendinga á hendur Dönum. Hér skal að vísu hvorki gert of mikið úr venslum Ragnhildar Helgadóttur við Benedikt Sveinsson né heldur að henni beri skylda til að taka mið af viðhorf- um hans í íslenskum fullveldismálum. Hún er auðvit- að frjáls að því að hafa á því efni sína eigin skoðun. En það verður eftir því tekið hver boðskapur hennar er til pólitískra eftirmanna sinna í Sjálfstæðisflokknum, þegar hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í fyrra- dag að íslendingar eigi tafarlaust að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Þetta er sá boðskapur sem hún les yfir arftaka sínum af Engeyjarætt, Birni Bjarnasyni, sem hún eggjar nú til þess að ganga gegn þjóðræknisstefnu afa síns á svo afgerandi hátt sem verða má. Engu skal spáð um það, hvort það verður sérstakt hlutverk sonarsonar Benedikts Sveinssonar að afsala íslendingum fullveldisréttinum, en hitt er víst af orð- um formanns Sjálfstæðisflokksins og varaformanns hans, að þeir eru staðráðnir í að vinna að inngöngu íslands í bandalagið, nota til þess völd sín og áhrif. Stefna forystumannanna, Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar, hefur greinilega fundið hljóm- grunn meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og það svo, að fráfarandi þingmanni eins og Ragnhildi Helgadóttur er umhugað að láta samþykki sitt í ljós áður en hún hverfur endanlega úr þingsölum. Allt er þetta vísbending um að innan Sjálfstæðis- flokksins sé búið að plægja svo jarðveginn fyrir þetta áhugamál nýkapitalistanna í flokknum að óhætt sé að koma úr felum með stefnumörkunina í því. Úr því að svo er komið er nauðsynlegt að andstæðingar aðildar íslands að Evrópubandalaginu láti ekki síður í sér heyra. Undan því verður ekki vikist að gera þetta stór- mál að kosningamáli. Stjórnmálamenn verða að átta sig á að hér er um pólitískt mál að ræða, en ekki ein- hvers konar saklaust og dauðhreinsað sérfræðimál- efni, sem aðeins sé fyrir diplómata að dunda sér við. í þessu máli mun mest reyna á Framsóknarflokkinn til andstöðu gegn aðildarhugmynd Þorsteins Páls- sonar og fráfarandi fulltrúa Engeyjarættarinnar á Al- þingi. Formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, er í forystu fyrir þessari andstöðu, eins og afdráttarlaus orð hans um það efni bera skýrt vitni. Enginn vafi er á því að andstaða Framsóknar- flokksins í þessu máli á mikinn hljómgrunn hjá ís- lenskum almenningi. Sú andstaða mun vaxa því meira sem stjórnmálamenn taka harðar á móti boð- berum aðildarhugmyndarinnar. DAI ITICiriD IÍA6CAD rULITIolVlK IVU55AK Sagt hefur verift að Bandaríhja- tnenn hafi þá fyrst oróið reiðir út af Persafldadeilunni, þegar þeir sáu í sjónvarpi að Saddam Hussein var að klappa breskum börnum á kollinn meðan hann hélt þeim í gíslingu. Þetta stafar af j>ví að Bandaríkja- menn?............................. sem hann orti eftir rímmuvið konu GleymdíSt að kyssa Steingrím svona skömmu fyrir kosningar og á ósættinu lauk: að kyssa þau. Frambjóðandi í Bandaríkjunum, sem hefur eidd kysst slatta af bömum er eldd margra atk\-seða virði. Mrítan austantjaldslöndin vnru og fangið hvor á öðrum og byrjaðir að k>-ssast. l’áfinn í Róm er hins vegar frægur fyrir að falla tíl jaröar og kyssa jörðina, komi hann á stað sem honum þykir mikilsverður. Sœttín verðurásvenskra móð En sættír sænskra við Dani þóttu iagsins á Akureyri, þar sem þaí Þeirra á meðal voru Páll Halidórs- ins tíjfeynhtu að nú yrði að bfása tii verkfalla um alit land, aðeins til að koma nokkurri óreiðu á efnahags- mállru Ekki þarf annað en koma Ol- afi Ragnari frá og Steingrimi Sig- fússyni að í hans stað til að hagur- tnn vænidst fyrir bandalagið. Þá veröur hægt að hrinda af stað nýrri hækka vextí og verðbætur og koma á sósíöisku yfiriýstngarhlýtur Steingrímur Sig- Sættirá svenskra móð búnaðarráðherra og iýsti vftum á ríkissflómina, þar sem hann situr sjáifur, fyrir að hafa ekki leyft EMd er vitað á þessari stundu hvort r koma aftur tíJ gteymt að kyssa hann. na, að Aljr út úr bráöum tfma verið tíðkaðir. Það er ekki fyrr en bera fer á ósaettí í flokkum, sem siðurinn virðist vera á góðri leið með að öðlast Sess, sem lausn á örðugum vandamálum flokka- liðsodda kommúnista, að kyssast sfnar. Það er ekki nóg að breyta stefnuskránni. Einhverjir verða að boða hið harða réttíætí, þó að það ráðhern og Jón Bakfvin Hanni- balssson utanrfldsráöherra lcntu í deihim nýverið á krataþingi. Kom þá mörgum ihug vísa Páls Vídalíns, ur Ragnar Grímsson og Ragnar biaðamannafundar og kyssist Þann kostinn hafa einmitt bræðra- flokkar í Austur- Evrópu tekið með ágætum árangri eins og dæmin sanna. Menn eiga ekki að hlusta á Ólaf Ragnar, þegar hann er að reyna að fresta andarslitrunum. VÍTT OG BREITT Að koma úr felum er það kallað nú til dags þegar menn og konur opin- bera sína réttu náttúru sem áður var haldið leyndri væri hún eitthvað af- brigðileg. Það kvað vera mikill léttir að hætta laumuspilinu og að fá að koma til dyranna eins og hver og einn er klæddur — eða óklæddur. Moggi sló því upp í stórfrétt í gær að einn af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins og fyrrum ráðherra væri kominn úr felum og að þingliðið væri ekkert að laumupokast með það lengur að stefna beri að fullri aðild íslands að Evrópubandalaginu. Ragnhildur Helgadóttir lét þessa ótvíræðu skoðun í ljós í þingræðu. Það er hárrétt fréttamat hjá Morg- unblaðinu að gera þessum atburði verðug skil, því eins og tekið er fram í málgagninu er þetta í fyrsta sinn sem alþingismaður leggur til að ís- lendingar sæki um aðild að banda- laginu. í uppslættinum fékk að fljóta með að Hreggviður Jónsson, þing- maður Borgaraflokksins í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, vildi að viðræð- um um evrópskt efnahagssvæði verði hætt en viðræður um beina að- ild að EB teknar upp í staðinn. Hreggviður á líklega erfitt með að skilja þá túlkun Þorsteins Pálssonar, að viðræður um evrópskt efnahags- svæði séu hið sama og viðræður um aðild að Evrópubandalaginu. En það gerir svosem ekkert til því kjósendur Hreggviðs vita ekkert hvaða erindi hann á í þingliði Sjálfstæðisflokksins og þegar enginn skilur neitt hallast ekki á misskilninginn. Sérstöður Umræður um ísland og Evrópu- bandalagið hafa annars allar verið með þeim hætti að yfirleitt veit mað- ur ekkert um hvað fólkið er eiginlega að tala. Það er því mikill léttir þegar áhrifafólk í Sjálfstæisflokknum kem- Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður: Islendingar eiga að ur úr felum og kveður skýrt og skori- nort upp úr um að það vill að Flokk- urinn beiti sér fyrir inngöngu íslands íEB. Utanríkisráðherrann okkar er aldrei í vafa um hvað hann vill og hvert hann stefnir í Evrópumálunum. Hann kveður sterkt að orði og allt er það kristaltært sem fram af munni hans gengur, en hann er bara eini maðurinn sem skilur það. Svíar og Norðmenn botna ekkert í hvað EFTA er að þvæla um evrópskt efnahagssvæði og hvað hann er bú- inn að undirbúa í sambandi við slíka samninga. Sænski forsætisráðherr- ann er svo blankur í Evrópuumræð- unni að hann er farinn að gefa opin- berar upplýsingar um að Svíar sæki kannski um aðild að EB og skilur ekki að Jón Baldvin er að ganga frá allt öðruvísi samningum. Norðmenn eru svo hræðilega illa að sér í undirbúningsviðræðum Jóns Baldvins, að ríkisstjómin þar sprakk í ioft upp af fáfræði. Ríkisstjóm krata er að taka þar við og lætur að því liggja að hún muni sækja um aðild og er ekki annað sýnna en að það muni hún gera án þess að spyrja ís- lenska utanríkisráðherrann um leyfi. í samkvæmisleik sem J.B.H. tók þátt í og lenti út í ljósvakanum, lík- lega fyrir slysni, sagði hann að ísland verði komið í EB fyrir aldamót. í sama þætti fuliyrti hann að ísland yrði fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Furðu lostin ís- lensk þingmannanefnd frétti um þetta loforð í forsetahöllinni í Lithá- en. Vonandi hafa þeir í Brussel ekki fregnir af samkvæmisleikjum æðstu manna íslensku þjóðarinnar. Jafnvel þótt þeim sé útvarpað. Það þykir nefnilega heldur kauðsk spilamennska að glenna spil sín framan í þann sem verið er að spila við, en á Alþingi í fyrradag sagði ut- anríkisráðherra að spumingin um aðild íslands að EB væri ekki tíma- bær. Það þykir stundum við hæfi að vera í felum. Eftir að Ragnhildur kom úr felum og Hreggviður gaf vísbendingu um hvert hugur hans stefnir er von til að umræðan um ísland og Evrópu- bandalagið verði hreinskiptari og að ráðamenn hætti að tala í véfréttastíl. Óskhyggjan um að ísland fái ein- hverjar ofboðslegar undanþágur vegna „sérstöðu" eiga ekki heima í vangaveltunum. Enn síður að túlka ýmis ummæli erlendra áhrifamanna um skilning á sérstöðunni sam- kvæmt sömu óskhyggju. Það er tími til kominn að stjóm- málamenn sem aðrir komi úr felum og fari að tala um hvað Evrópu- bandalagið er í raun og veru og um kosti þess og galla fyrir íslendinga að verða aðildarríki eða standa utan við þau jámtjöld sem umlykja munu bandalagið í fyllingu tímans. Sérstaða okkar núna er sú ein að halda að góðu karlamir í Evrópu- bandalaginu vilji gefa okkur allt án þess að fá neitt í staðinn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.