Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. október 1990 Tímínn' 7 Bolli Héðinsson: Hver er byggðavandinn? - Gera verður fólki kleift að flytja til fleiri staða en á höfuðborgarsvæðið eitt Öll umræða um byggðamál hefur aukist svo um munar allra síð- ustu misseri og kemur þar sjálfsagt margt til. Vonbrigði um staðsetningu álvers valda þar miklu, en auk þess hefur Byggða- nefnd, skipuð fulltrúum allra stjómmálaflokka, verið að störf- um, en skipan hennar og starf sýnir að víðast hvar í þjóðfélaginu eru málefni byggðar og dreifingar hennar um landið, talin standa á krossgötum. I þeirri umræðu hefur þótt skorta að tekið væri tillit til allra þeirra þátta sem ráða búsetu fólks, þ.á m. þeirra sem snerta samskipti og félagslíf. Án þess að vilja gera lítið úr at- vinnu- og afkomumöguleikum, sem eru að sjálfsögðu forsenda þess hvar menn geta búið á land- inu, þá má ætla að það sé ekki nema hluti þess vanda sem við er að glíma í byggðamálum. Þannig hafa verulegir fólksflutningar ver- ið frá stöðum sem bjóða upp á við- unandi afkomuskilyrði. Þeir sem flytja eru þá oft að fara úr rýmra húsnæði og betur launuðum störf- um, til SV- hornsins, í smærri íbúðir og oftar en ekki í lægra launuð og einhæfari störf. Því virðist ljóst aö leita þarf fleiri skýr- inga á ílutningum fólks heldur en þeim sem skýrast af afkomumögu- leikunum einum saman. Skoðanakönnun meðal brottfluttra Til að átta sig á því hversvegna fólk flytur til SV-hornsins, væri það verðugt verkefni að fram færi skoðanakönnun sem tekin yrði meðal brottfluttra til höfuðborgar- svæðisins. Þar yrði reynt að grafast fyrir um orsakir þess að fólkið af- réð að flytja búferlum. Ekki þyrfti að koma á óvart að svörin yrðu á þann veg að fábreytni, takmarkað félagslíf, auðveldari samskipti við brottflutta vini og ættingja og önnur svör af félagslegum toga, yrðu algengari en vonin um betri efnalega afkomu. Að þessu gefnu þyrftu menn að skoða stefnumótun í byggðamál- um í allt öðru og nýju ljósi, því til þessa hafa byggðasjónarmiðin nánast einvörðungu verið þau að efla, með atvinnutækifærum, byggð allsstaðar og ekki hefur ver- ið greint á milli byggðar í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins ann- arsvegar og dreifbýlis hinsvegar. Sá vandi sem við er að etja á þétt- býlisstöðunum, allt í kringum landið, er allt annar en sá sem við er að glíma í dreifbýlinu, sveitinni. Við leit á lausnum byggðavandans verður að leita að mismunandi lausnum eftir því hvort brottflutn- ingurinn á sér stað frá þéttbýlis- stöðunum eða úr dreifbýlinu. Dreifbýlisvandinn verður ekki skil- inn frá vanda landbúnaðar og framtíð sveitanna ræðst af skyn- samlegri stefnumótun í málefnum landbúnaðarins. Ef það reynist rétt að brottflutn- ingur þaðan eigi rætur að rekja til samfélagslegra þátta, ekki síður en afkomulegra, þá eru aðeins til ein rökrétt viðbrögð: Gera fólki kleift að flytja til fleiri staða en eingöngu höfuðborgarsvæðisins. Opinber byggðastefna þyrfti fyrst og fremst að þjóna þessum tilgangi. Hverskonar samfé- lagi er sóst eftir? Það samfélag sem brottfluttir sækja nú í, er 100 þúsund manna samfélagið á SV-horninu. Ástæða Þeir sem flytja eru þá oft að fara úr rýmra húsnæði og betur launuðum störfum, til SV- hornsins, í smærri íbúðir og oftar en ekki í lægra launuð og einhæfari störf. Því virðist Ijóst að leita þarf fleiri skýr- inaa á flutningum fóÍKs heldur en þeim sem skýrast af af- komumöguleikunum einum saman. er til að ætla, að til lítils sé að mynda önnur svæði með 3-4000 íbúa, því hversvegna ætti fólk sem hefur á annað borð afráðið að flytja frá smærri þorpum að setjast að í samfélagi 3-4000 manna þegar það getur allt eins flutt til 100 þúsund manna samfélagsins á SV-horninu með sama tilkostnaði? Það er ekki nema stigsmunur á að flytja úr litl- um bæ í annan aðeins stærri, jafn- vel þó að þar búi allt að 5000 manns. Sá eðlismunur samfélaga sem brottfluttir sækjast eftir, fæst ekki fyrr en flutt er á svæði með 15-20.000 íbúa hið fæsta. Miðað við fólksfjölda hér á landi verða það ekki nema í hæsta lagi tvö svæði utan Reykjavíkur og Akur- eyrar. Byggðastefnu ætti að miða að uppbyggingu þessara svæða. Álweði stjórnvöld að treysta byggð á Akureyri og á hinum tveimur stöðunum, t.d. Egilsstöð- um og ísafirði, svo um munar, þá fyrst hafa verið dregnar nýjar Bolli Héðinsson markalínur byggðarinnar. Ef svo verður ekki gert er hætt við að óheftir búferlaflutningar haldi áfram til höfuðborgarsvæðisins, án þess að hægt verði að beina fólksflutningum annað. Það er á færi stjórnvalda að gefa fólki færi á að flytja til fleiri staða en á höfuð- borgarsvæðið eitt. Ekki fer á milli mála að heppilegt er að efla byggð með því að beina þangað nýjum atvinnutækifærum eins og þeim sem fást með nýju ál- veri. Ríkið sem stærsti vinnuveit- andi hér á landi getur einnig flutt umtalsverða starfsemi, og þarmeð atvinnutækifæri og fólksfjölda, til byggðakjarnanna, ekki hvað síst eftir þær stórstígu framfarir sem orðið hafa í upplýsingatækni sem enn sér ekki fyrir endann á. í kjöl- far þess að afráðið er að reisa álver á SV-horninu þarf ekki að koma á óvart að kröfur um að annarskonar starfsemi, t.a.m. stofnanir ríkisins verði þess í stað fluttar úr stað. íslensk byggðastefna stendur á krossgötum og háværar kröfur eru uppi um endurnýjaða stefnu. Gera má ráð fyrir að það sé vilji allrar þjóðarinnar, hvar á landinu sem hún býr, að hægt verði að efla svo byggð annarsstaðar en á SV-horn- inu, að til þeirra byggðarlaga þyki fýsilegt að flytja, ekki síður en til Reykjavíkursvæðisins. Byggða- stofnun hefur bent á aukið óhag- ræði og kostnað þess að fleiri flytji til höfuðborgarsvæðisins en nú er orðið, vegna fyrirséðrar vannýt- ingar á aðstöðu og búnaði sem er til staðar annars staðar á landinu. Höfuðborgin: mikil- væg miðstöð þjón- ustu og mennta Fyrir mig sem borinn og barn- fæddan Reykvíking, þá er það alls ekki það ákjósanlegasta að íbúum í borginni fjölgi mikið hraðar en annarsstaðar á landinu. Stækki Reykjavík mikið meira en orðið er, má fara að búast við ýmsum þeim vandamálum sem fýlgja stórborg- um og við höfum þegar fengið for- smekkinn af. í allri byggðaumræðunni skulum við heldur ekki vanmeta gildi Reykjavíkur og höfuðborgarsvæð- isins við að skapa aðstöðu sem ella hefði orðið að sækja til útlanda. Stærð borgarinnar gerir okkur kleift að sækja þangað afþreyingu og þjónustu, t.d. á sviði menningar og mennta, auk sérhæfðrar heil- brigðisþjónustu. Ef vilji er fyrir hendi má móta byggðastefnu sem allir landsmenn geta sameinast um sem skynsam- lega leið til hagkvæmustu nýtingar landsins gæða. Ekki á að þurfa að koma til átaka milli höfuðborgar- svæðisins og þeirra sem aðra staði á landinu byggja við mótun þeirrar stefnu. Við þá stefnumótun verður hinsvegar að velja og hafna. Sú af- staða að reyna að vera öllum allt getur ekki leitt til annars en ófarn- aðar, sérstaklega í byggðamálum. FARSÆL STEFNA Stjórnmálaályktun 31. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Suðurlandi, haldið á Hvol- svelli 26. og 27. október 1990, bend- ir á hvernig Framsóknarflokkurinn hefur látið verkin tala á því kjör- tímabili sem nú er senn á enda. Að loknum síðustu kosningum var það yfirlýsing annarra stjórnmála- flokka að Framsóknarflokkurinn skyldi verða utan ríkisstjórnar, þótt síðar kæmi í ljós að án þátttöku hans varð engin ríkisstjórn mynduð. Hinsvegar var þá lítt tekið tillit til tillagna og stefnu Framsóknar- flokksins í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála, þó að sterk að- vörunarorð væru flutt og afleiðingin varð öngþveiti í efnahagsmálum, óðaverðbólga og stöðvun atvinnu- veganna. Það kom því í hlut Fram- sóknarflokksins, undir forystu Steingríms Hermannssonar, að hafa forystu um að snúa þeirri öfugþróun við. Á fyrsta ári tókst ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar, þrátt fyrir nauman þingmeirihluta, að koma á jafnvægi í efnahagsmálum samfara minnkandi verðbólgu og batnandi afkomu atvinnuvega. Þannig var lagður grundvöllur að kjarasamn- ingum aðila vinnumarkaðarins á síðastliðnum vetri, sem hafa gefið þjóðinni tækifæri til bjartari fram- tíðar. Framsóknarflokkurinn treystir á framtak, dugnað og þekkingu fólks- ins. En til þess að það nýtist, þarf að skapa viðunandi skilyrði í þjóðfélag- inu. Kjördæmisþingið leggur áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Jafnvægi í efnahagsmálum og trausta efnahagsstjórn. Sá mikli ár- angur sem núverandi ríkisstjórn hefur náð á þeim vettvangi verði nýttur til áframhaldandi lækkunar vaxta og afnáms lánskjaravísitölu. 2. Hagkvæma nýtingu fiskistofna og öflugan rekstur fiskveiða og fisk- vinnslu. Stórauka þarf markaðssetn- ingu, leita nýrra markaða og endur- skoða framleiðsluaðferðir þannig að ávallt fáist hæsta verð fyrir afurðirn- ar. 3. Landbúnaðurinn verði áfram undirstaða atvinnulífs í dreifbýli. Frekari fækkun starfa í hefðbundn- um búgreinum vegna aukinnar framleiðni og þröngra markaðsskil- yrða verði að fullu mætt með nýj- ungum og nýtingu landkosta. Efla þarf skilning og samstöðu þjóðar- innar um gildi fjölbreyttrar og hollr- ar innlendrar matvælaframleiðslu. 4,Jöfnun orkuverðs og annarrar op- inberrar þjónustu ríkisvaldsins. 5. Atvinnulíf á landsbyggðinni verði eflt með stofnun öflugra at- vinnuþróunarsvæða undir forystu sveitarstjórna, félagasamtaka og einstaklinga, sem vinni að þróunar- verkefnum og verði bakhjarl þeirra sem vilja vinna að eflingu atvinnu- lífs. Byggðastofnun veiti þar öflugan stuðning með fjármagni og ráðgjöf. 6. Stofnaðar verði stjórnsýslumið- stöðvar í öllum kjördæmum lands- ins sem sinni þjónustu ríkisvaldsins fyrir viðkomandi svæði í það ríkum Efnahagsmálaráðherra Hollands, Koos Andriessen, segir engar áætl- anir um nýjar kjarnorkuknúnar raf- stöðvar verða gerðar í tíð núverandi ríkisstjórnar eða fram til 1994. Hol- lendingar velta þó fyrir sér, hvort þeirra verði ekki brátt þörf. Um 90% rafmagns landsins er unnið í raf- stöðvum, kyntum með jarðgasi og olíu. Menga þær andrúmsloft. í upp- hafi níunda áratugarins var vænst, að innan tíðar fengi Holland þriðj- ung rafmagns síns frá kjarnorku- mæli að heildarfjölgun starfa í þess- um þjónustugreinum verði öll utan höfuðborgarsvæðisins á næstu ár- um. Fjölmörg önnur atriði geta ráðið miklu fyrir íslensku þjóðina á kom- andi árum og framvinda mála er orðin svo hröð að sífellt þarf að vera á verði og taka afdrifaríkar ákvarð- anir, bæði á innlendum vettvangi og í erlendum samskiptum. En að loknum næstu alþingiskosningum skiptir tvímælalaust mestu að áfram verði haldið þeirri farsælu stefnu knúnum rafstöðvum, en þær bolla- leggingar voru lagðar á hilluna 1986 eftir Chernobyl-slysið. Áður höfðu verið settar upp 2 slíkar rafstöðvar, nú um 20 ára gamlar, og tvær til- raunastöðvar, og eru þær allar enn starfræktar. Samanlögð vinnslugeta hollenskra rafmagnsstöðva er 15.000 megaw- ött, 4% hennar í kjarnorkuverunum tveimur. Undanfarin 3 ár hefur notk- un rafmagns aukist um 4% á ári, en stjórnarnefnd rafstöðvanna, SEP, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft forystu um í efnahags- og at- vinnumálum en ekki fari eins og að loknum þeim síðustu þegar siglt var í strand á örskömmum tíma. Jafn- framt munu samningar við Evrópu- bandalag og aðrar erlendar þjóðir skipta sköpum um framtíð okkar, hvort við eigum að halda áfram að ráða yfir landi okkar og auðlindum og halda tungu okkar og sjálfs- ákvörðunarrétti. Kjördæmisþingið skorar á alla framsóknarmenn í Suðurlandskjör- dæmi að kynna sérstaklega nýjum og ungum kjósendum stefnu Fram- sóknarflokksins og störf ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar á þessu kjörtímabili, því að komandi alþingiskosningar gætu orðið ein- hverjar þær örlagaríkustu fyrir ís- lenska þjóð. væntir þess, að sakir sparnaðarráð- stafana muni notkun rafmagns að- eins vaxa um 10% fram til aldamóta. Verða þarf þó við meiri nýrri raf- orkuþörf. Loka þarf gömlum raf- stöðvum með 2.300 megawatta vinnslugetu. Auka verður þannig vinnslu rafmagns um a.m.k. 15% fram til aldamóta. Hvernig skal sú raforka unnin? Vegur mengun raf- stöðva, kyntra með jarðgasi og olíu, upp á móti hættu af kjarnorkuknún- um rafstöðvum? UR VIÐSKIPTALIFINU_ ____ Raforkumál Hollands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.