Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. október 1990 Tíminn 13 Bændur Nýtt tæki til gjafa úr rúlluböggum K.R. afrúllarinn vinnur verk sitt fljótt og örugg-lega, en kostar minna en þig grunar. Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli Símar: 98-78225 og 98-78136 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst til starfa við blóðbankaeiningu Rannsóknadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Vinnutími eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1990. Upplýsingar gefur yfirlæknir Rannsóknadeildar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyrí Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir október er 1. nóvem- ber nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaöarvélum — járnsmíði. Vélsmiöja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 SPEGILL A Benz í gegnum gullna ■ ■ ■ ■ •m* Líkkistusmiðurínn leggur síðustu hönd á smíði líkkistu af gerðinni Mercedes Benz. Grover Mclntyre elskaði bílinn sinn meira en ailt annað. Bílar hans voru alltaf af gerðinni Mercedes Benz, sá síðasti var árgerð 1987 með turbovél, og börnum hans þótti við hæfi að hann færi seinasta spölinn í einum slíkum. Þau létu sérsmíða líkkistu fyrir föður sinn sem var með grilli, ljósum, Benzmerki og sérsmíð- aðri númeraplötu sem faðir þeirra hafði haft á bílum sínum á meðan hann Iifði. Grover hafði hreint og beint lifað fyrir bílana sína. Hann var síbónandi þá og pússandi og ef hann var á ferðalagi neitaði hann að búa á hót- elum sem ekki buðu upp á yfirbyggðar bíla- geymslur með vörðum. Hann lagði alltaf yst á bifreiðastæðum svo minni hætta væri á að ein- hver klunni ræki bílhurðina í yndið hans. Bann- að var að drekka, borða eða reykja í bílnum. Og þá sjaldan sem börnin hans fengu að fara með í ökuferð urðu þau að þurrka af fótum sér áður en þau stigu upp í dýrðina, steinþegja á meðan á ökuferðinni stóð og sitja bein í sætunum. Ef pabbi minn léti svona yrði hann jarðaður í Trabant. En börn Grovers virtust hafa fullan skilning á þessari sérvisku föður síns og eyddu stórfé í að reyna að vekja hrifningu Lykla- Péturs og létu föður sinn fara á Benz í gegnum gullna hliðið. Á líkkistuna voru settar sérsmíðaðar númeraplötur sem Grover hafði haft á bíl sínum. PERSAFLOA7/SK4 Eftir að bandarískir hermenn voru sendir til Saudi-Arabíu og fleiri staða við Persaflóa og myndir af þeim í eyðimerkurfelubúning- um tóku að birtast á hverju kvöldi í bandarískum sjónvarpsfréttum hefur tískan hjá unglingunum snarbreyst. Nú eru verslanir sem selja her- gögn og -búninga vinsælastar til kaupa á tískufatnaði. Buxur, jakk- ar, hattar og ennisbönd rjúka út eins og heitar lummur. Verslunar- eigendur í Miami, Seattle, New Orleans og víðar segja söluna hafa margfaldast eftir að Persaflóadeil- an hófst. Umrædd föt eru með beislituð- um, brúnum, beinhvítum og svörtum skellum til að hermenn- irnir renni saman við umhverfið í arabískum eyðimörkum. Ungling- arnir sáu hermennina í þessum göllum í sjónvarpinu og féllu alveg flatir. Og þessi fatnaður er ekki bara sá sem þykir æðislegastur núna, hann hefur líka þann kost að vera ódýrari en annar tískufatn- aður. Bandarískir unglingar í felubún- ingum eyðimerkurhermanna sem hafa slegið í gegn í Banda- ríkjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.