Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 31, októberd.990* ;■ - Tíminn 15 IÞROTTIR ■ ■ Furöufuglinn nærsýni Eddie „the Eagle“ Edwards ekki af baki dottinn: ÆTLAR AÐ KEPPA A VETRARÓLYM PÍU LEIK- UNUM í ALBERTVILLE Breski furöufuglinn með þykku gleraugun, Eddie „the Eagle“ Edwards er ekki af baki dottínn, þrátt fyrir aö hafa orðið í neðsta sæti í skíöastökkkeppni Ólymp- íuleikanna í Calgary 1988. Hann lætur alvarlegt slys, sem hann varð fyrir í keppni í AustumTd í janúar 1989, heldur ekki aftra sér frá frekari tilraunum tíl skíðastökks. Stökkstíl Eddies hefur stundum verið líkt við það að maður hendi sér út úr flugvél. í Ástralíu geng- ur hann undir nafninu emúinn, en emúi er ófleygur fugl ekki ósvipaður strúti. Eddie lætur slíkar samlíkingar engin áhrif á sig hafa og er sannfærður um að hann hafi verið óheppinn í Calg- ary. Hann er þess fullviss að hann hafi hæfileika til þess að koma öllum á óvart með góðum ár- angri í Albertville. Eddie æfir nú af kappi í Bed- fordshire í Englandi, einu flat- lendasta héraði Englands. „Mér gengur mjög vel að stökkva núna,“ segir Eddie. „Ég æfi mjög mikið og stunda auk þess mikið huglægar æfingar. Ég leggst nið- ur í dimmu herbergi, loka augun- um og ímynda mér að ég fljúgi. Af þessum sökum stekk ég 8-10 metrum lengra en ég gerði áður.“ Þessi tækni kom „Erninum" þó ekki að miklu gagni í Austurríki í fyrra, en þá varð hann fyrir alvar- legu slysi í keppni. „Ég viðbeins- brotnaði, skaddaði rifbein, nýrun og höfuðið," segir Eddie. Lækn- arnir ætluðu að taka sneiðmynd af heilanum en fundu hann ekki, Ijósin voru kveikt en enginn heima.“ Alþjóðaskíðasambandið hefur lagt stein í götu Eddies, breytt reglum á þá lund að keppendur á heimsmeistaramótum og Ólymp- íuleikum verða að ná árangri sem er innan við 15% frá besta ár- angri í heimsbikarkeppni. Eddie segist hafa stokkið 95 metra á æf- ingu, sem mundi nægja honum til að fá að vera með, en hann við- urkennir að æfing og keppni séu tveir ólíkir heimar. Breska skíðasambandið hefur einnig horn í síðu hins sérkenni- lega skíðamanns. „Eftir ÓL í Calgary vildu þeir hjá skíðasam- bandinu fá 20% af þeim tekjum sem ég hefði af skíðastökki, en núna eru þeir að gera mér erfitt um vik að taka þátt í keppnum. Það er möguleiki að ég nái lág- markinu, en það verður mjög erf- itt,“ segir Eddie. John Leaning hjá breska skíða- sambandinu hefur vissa samúð með Eddie, en skilur þó vel af- stöðu alþjóðasambandsins. „Menn höfðu áhyggjur af öryggis- málum, en enginn hefur verið útilokaður frá keppni. Sumir af alvarlegri mönnunum hjá al- þjóðasambandinu vilja ekki að Eddie endurtaki ævintýrin frá Calgary." Á sínum tíma vakti Eddie heims- athygli fyrir uppátæki sitt. Hann lýsti því yfir að hann æfði stökk- tæknina á hótelherbergi sínu og hann átti í vandræðum með að sjá hvert hann stefndi, sökum þess að móða settist á gleraugu hans. Útbúnaður hans var svo vonlaus að „keppinautar" hans lánuðu honum „réttu græjurn- ar“. „Þegar ég lít til baka, finnst mér ég hafa verið fórnarlamb eigin velgengni," segir Eddie og er al- varlegur. „Dagblöðin hömruðu á því að ég væri hrakfallabálkur og þess vegna held ég að mörg fyrir- tæki hafi ekki viljað styrkja mig,“ segir Eddie. Á sínum tíma fékk kappinn 20 bónorðsbréf og fulla poka af aðdáendabréfum. En Eddie og fjölskylda hans hafa einnig fengið neikvæð og áreitin bréf og símtöl. „Það hefur nokkr- um sinnum komið fyrir að fólk hefur reynt að slá mig niður á kránni, en mér hefur tekist að víkja mér undan, hlaupa út í bíl og keyra burtu,“ segir Éddie. Tilraun Eddies til að verða popp- stjarna mistókst einnig í „flug- taki“. Sala á hljómplötu Eddies, „Fly Eddie Fly“, var mjög dræm. „Ég held að við höfum selt um 19 þúsund eintök, en ég keypti sjálf- ur 18 þúsund af þeirn," segir Eddie hlæjandi, en um þessar mundir vinnur hann fyrir sér sem skemmtikraftur og áhættu- leikari. Eddie hefur æft sig í áhættuatriðum fyrir kvikmyndir síðastliðna fjóra mánuði og líst vel á að stökkva fram af húsþök- um. „Mig langar að leika í James Bond-mynd. I næstu viku á ég að hitta mann, sem vill að ég stökkvi á skíðum fram af Blackpool- turninum. Mér líst frábærlega á þá hugmynd." En skíðastökkið á hug Eddies allan. Árið 1987 sagði hann að innan 5 ára yrði hann annað hvort dauður eða frægur. Hann dreymir um að eignast sinn eigin skíðastökkpall á Englandi. „Ég gæti stokkið 35 sinnum á dag 7 daga vikunnar og þá yrði ég einn ef fremstu skíðastökkvurum heims. Rættist sá draumur ekki, þyrfti ég að fá góðan bakhjarl sem myndi styðja mig um 50 þúsund pund (5 milljónir ísl. króna). Þá gæti ég æft í Noregi eða Þýska- landi og náð Ólympíulágmarkinu án teljandi vandræða." „Ég veit ekki hvort ég verð á meðal keppenda í Albertville, en ég ætla ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Ég ætla að halda áfram að reyna fram í rauðan dauðann, fram að sjálfri setning- arathöfn leikanna," segir skíða- stökkvarinn sérkennilegi Eddie Edwards. Reuter-BL. Douglas Shouse skoraði 36 stig fyrir ÍR gegn Val í gærkvöld. Tlmamynd Pjetur Körfuknattleikur— Úrvalsdeild: Valsmenn misstu 25 stiga forskot niður í aðeins 6 stiga sigur Valsmenn og ÍR-ingar áttust við að Hlíðarenda í gærkvöld í Úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Valsmenn sigruðu í leiknum ör- ugglega, en með baráttu tókst ÍR- ingum að minnka muninn úr 25 stigum um miðjan síðari hálfleik niður í aðeins 6 stig, en lyktir urðu þær að Valur sigraði 96-90. Enska knattspyrnan: FYRSTISIGUR DERBY COUNTY — Hópur frá Siglufirði fékk 1770 þúsund króna vinning í getraunum Liverpool sigraði Chelsea 2-0 í ensku knattspymunni um helgina og er því enn í efsta sæti 1. deildarinnar. Derby County vann sinn fyrsta sigur í deild- inni, lagði Southampton að velli 0-1 og er í næst neðsta sæti deildarinnar á undan nýliðum Sheffíeld United. Úrslit leikja á getraunaseðlinum um helgina urðu þessi: Arsenal-Sunderland............1-01 Aston Villa-Leeds.............0-0 x Crystal Palace-Wimbledon .....4-3 1 Liverpool-Chelsea.............2-0 1 Luton-Everton ................1-1 x Nottingh. Forest-Tottenham....1-2 2 QPR-Norwich...................1-3 2 Sheffíeld United-Coventry.....0-1 2 Southampton-Derby County......0-1 2 Barnsley-Swindon..............5-1 1 Millwall-Sheffield Wed........4-2 1 Oldham-Notts County...........2-1 1 Önnur úrslit, 1. deild: Manch. City-Manchester Utd......3-3 2. deild: Brighton-Middlesborough.........2-4 Bristol Rovers-Portsmouth ......1-2 Leicester-Ipswich..............1-2 Newcastle-WBA..................1-1 Plymouth-Hull..................4-1 Port Vale-Bristol City.........3-2 Watford-Oxford ................1-1 West Ham-Charlton..............2-1 Wolves-Blackburn...............2-3 Þrefaldur pottur var í íslenskum get- raunum um helgina. Ein tólfa kom fram, sú var keypt í versluninni Torg- inu á Siglufirði kl. 13.26 á laugardag. Það var hópurinn FJARKARNIR sem átti seðilinn og notuðu þeir spamaðar- kerfi sem heitir 4-4-144. Kerfið hefur lengi verið vinsælt og byggir það upp á 4 leikjum þrítryggðum, 4 leikjum tví- tryggðum og 4 leikjum föstum. Kerfið býr til 144 raðir í stað 1.296 raða, ef um opinn seðil væri að ræða. Það táknar að þó öll merkin séu rétt þá eru aðeins 144/1296=11,11% líkur á tólfunni. En kerfið gekk upp hjá þeim Siglfirðing- um og þeir fengu í sinn hlut 1.717.867 kr. fyrir tólfuna en auk þess voru þeir með fjórar raðir með ellefu réttum og sex raðir með tíu réttum. Samtals fengu þeir því 1.770.105 kr. í vinning. Alls voru 36 raðir með ellefu réttum, 11.972 kr. koma í hlut hvers. Þá voru 594 með 10 rétta, fyrir hverja röð koma 725 kr. í vinning. Staöan í 1. deild ensku knattspym- unnar er nú þessi: Liverpool ........10 9 1 0 22-6 28 Arsenal...........10 73 0 18-5 24 Tottenham.........10 64 0 17-4 22 Crystal P.........1055 0 17-9 20 Man. City.........10 4 5 1 15-12 17 Man. Utd..........10 4 2 4 13-14 14 Luton.............1042 4 11-15 14 Aston Villa.......10 343 13-10 13 Leeds ............10 343 13-11 13 Nott. Forest......10 343 13-13 13 QPR ..............10 334 16-16 12 Coventry..........10 352 11-13 11 Wimbledon.........10253 11-14 11 Southampton.......10 3 2 5 13-17 11 Chelsea...........10 244 13-18 10 Norwich...........10 3 1 6 11-19 10 Sunderland........102 3 5 12-16 9 Everton...........1014513-17 7 Derby.............10 1 3 6 6-16 6 Sheff.Utd.........10037 6-19 3 Staðan í 2. deild: Oldham ..........14 10 4 0 26-1134 West Ham............14 8 Sheff. Wed..........13 8 Millwall............13 7 Wolves..............14 6 Barnsley ...........13 6 Middlesb............13 6 Ipswich.............14 6 Notts Co............13 6 Portsmouth........14 5 Brighton............13 5 Newcastle...........13 4 Bristol C...........12 5 Plymouth ...........14 3 Swindon ............14 4 WBA.................12 3 PortVale............14 4 Bristol R...........12 4 Blackbum ...........14 4 Leicester...........14 4 Hull ...............14 2 Oxford..............13 2 Charlton............13 2 Watford.............13 2 6 0 24-9 30 4 1 29-12 28 4 2 25-14 25 5 3 24-15 23 4 3 25-16 22 3 4 22-12 21 3 5 17-20 21 2 5 19-16 20 3 6 21-23 18 3 5 21-2718 5 413-13 17 2 5 17-20 17 7 4 15-1716 4 6 18-24 16 6 314-16 15 3 7 21-25 15 2 6 16-17 14 2 8 19-23 14 1 9 18-33 13 5 7 19-35 11 4 7 16-25 10 3 8 14-21 9 3 8 9-18 9 BL. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið fyrstu 10 mín. leiksins, voru yfir 12-16, 16-23 og 24-27. Þá tóku Valsmenn mikinn kipp og skoruðu næstu 9 stig og breyttu stöðunni í 33-27. Áfram héldu Valsmenn að auka muninn og í Ieikhléi munaði 12 stigum, 54-42. Valsmenn hófu síðari hálfleik með tveimur þriggja stiga körfum og voru komnir með 20 stiga for- skot eftir 5 mín. leik, 66-46. Um miðjan hálfleikinn munaði 25 stigum, 80-55. Þá gripu ÍR-ingar til þess ráðs að leika pressuvörn og hún skilaði góðum árangri. Hverjum boltanum á fætur öðrum stálu ÍR-ingar og munurinn minnkaði stöðugt. Síðustu 9 stig- in í leiknum voru ÍR-inga og þeir löguðu stöðuna úr 96-81 í 96- 90. Hæðarmunurinn var Valsmönn- um drjúgur í þessum leik og þeir Magnús, Matthías og David Griss- om skoruðu mikið. Douglas Sho- use var lítt viðráðanlegur fyrir Valsmenn, en hann skoraði mikið fyrir ÍR-inga. Varnarleikur ÍR-inga var með skásta móti í þessum leik og hittnin var þokkaleg. Enn vant- ar þó nokkuð á að liðið fari alla leið og sigri í leik. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ól- afsson og Kristinn Óskarsson og áttu þeir þokkalegan dag. Stigin Valur: Grissom 24, Magn- ús 22, Guðni 13, Matthías 12, Ragnar 11, Helgi 10, Aðalsteinn 2, Jón 1 og Gunnar 1. ÍR: Shouse 36, Björn L. 11, Jóhannes 10, Brynjar 8, Hilmar 8, Gunnar 7, Halldór 6, og Björn B. 4. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.