Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 3
F6stUdáQUf'2. rióvéfrtbéf 4990 - r Tímínri 3 50 ára afmæli lýðveldisins nálgast. Fátt bendir til að þjóðin fái Þjóðarbókhlöðu í afmælisgjöf: 1600 milljónir vantar, fá í ár 100 milljónir Áætlað er að um 1126 milljónir króna þurfi til að ljúka við Þjóðar- bókhlöðuna. Kostnaður við bygg- inguna hefur tvöfaldast miðað við fyrri áaetlun. Þegar hefur verið varið 854 milljónum á núvirði til bygg- ingarinnar, en sautján ár eru liðin síðan byggingarframkvæmdir hóf- ust. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir að 100 millj- ónum verði varið til byggingarinnar. Frá því að kostnaðaráætlun var gerð á síðasta áratug hafa forsendur mikið breyst. í nýjustu áætlun er gert ráð fyrir kostnaði vegna rekstr- ar hússins, meðan það er í smíðum, vegna hitunar þess og lýsingar, vörslu þess og faglegrar umsjónar. Þá er í fyrsta sinn áætlað hve mikið muni kosta víðtækur undirbúning- ur undir sameiningu safnanna, þar með talin tölvuvæðing safnsins. Starfslið safnanna, eins og það er nú, ræður ekki við þennan undir- búning, nema það fái sérstakan liðs- auka. Þá er jafnframt reynt að áætla reksturskostnað hins nýja safns eins og ráðgert er að hann verði á árinu 1994, en síðustu ár hefur verið mið- að við að ljúka byggingunni á því ári, á 50 ára afmæli lýðveldisins. Að teknu tilliti til þessara þátta og að viðbættum eiginlegum byggingar- kostnaði hefur talan 1600 milljónir verið nefnd. í ráðherratíð Sverris Hermanns- sonar var lagður á sérstakur eignar- skattsauki sem renna átti alfarið til bókhlöðunnar. Þegar hafa inn- heimst 632 milljónir, en einungis 244 milljónir hafa runnið til bygg- ingar Þjóðarbókhlöðunnar. Tekjur af eignarskattsaukanum á næsta ári eru áætlaðar 335 milljónir, en gert er ráð fyrir að aðeins 100 milljónir renni til bókhlöðunnar. Þó er í greinargerð sagt að enn sé óráðstaf- að 150 milljónum sem Alþingi er ætlað að skipta milli framkvæmda Arlegur jólabasar Húsmæðrafélagsins Húsmæðrafélag Reykjavíkur held- ur sinn árlega basar nk. sunnudag að Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14.00. Að venju verður mikið af alls konar handavinnu s.s. sokkum, vettling- um, peysum, húfum, jóladúkum, jólasvuntum fyrir börn og fullorðna. Ennfremur jólapóstpokar, jólatrés- dúkar, prjónuð dýr, ísaumaðir og prjónaðir dúkar, lukkupokar fyrir börn o.fl. í lukkupokunum er að finna ýmislegt smálegt sem gleður börnin og kemur á óvart. Jólabasar Húsmæðrafélagsins er kjörinn vettvangur til þess að nálg- ast góðar og vel gerðar jólagjafir á sérlega lágu verði. Allur ágóði af sölu basarmuna fer til líknarmála. khg. við Bessastaði og Þjóðarbókhlöðu. Ljóst er að ef ríkisstjórnin ætlar að standa við þá yfirlýsingu sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra hef- ur gefið, um að ljúka við bókhlöð- una fyrir 50 ára afmæli Iýðveldisins 17. júní 1994, verður að auka stór- kostlega fjárframlag til byggingar- innar. í Þjóðviljanum í gær segir Svavar Gestsson að hann vilji að byggingar- nefndin endurskoði áætlun sína. 1,6 milljarður sé alltof há upphæð. Svo virðist sem Svavar ætli sér að beita sömu aðferð og beitt var við bygg- ingu flugstöðvarinnar. Þá var lögð fram áætlun sem mönnum þótti of há. Henni var breytt, en byggingar- kostnaðurinn breyttist ekki. -EÓ W BÆNDATRYGGING í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR Þ0RFUM LANDBUNAÐARINS Bændatrygging SJÓVÁ-ALMENNRA er nýjung sem gerir tryggingamál bænda bæði einfaldari og hagkvæmari. Þar er sérstakt tillit tekið til þeirrar sérstöðu sem skapast af því að bændur stunda vinnu sína í mjög nánum tengslum við heimili sitt — oftast með fjölskyldu sinni. Atvinnurekstrartrygging vegna búsins ásamt tryggingum sem fjölskyldan þarfnast eru settar saman á eitt tryggingarskírteini og afhentar í einni möppu. Þannig fæst góð heildarsýn yfír tryggingarmálin og þar með öruggari og betri trygging. SJOVAaPALIVIENNAB Kringlunni 5, sími 91-692500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.