Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn ÚTLÖNP _________ ~ ..■ írland: Föstudagur 2. nóvember 1990 næsti forseti landsins Mary Robinson var eitt sinn kjörin „Maöur ársins" í heimahéraði sínu Mayo. Nú er þessi frjálslyndi lögfræðingur, sem mikið hefur beitt sér í mannréttindamálum, talin líkleg til að verða fyrsti kven- kyns forseti írlands. írar eru íhaldssöm þjóð og rómversk-kaþólska kirkjan hefur þar að mestu tögl og hagldir og stjómmálaforystan hefur einkennst af karlaveldi. Vinsælasti frambjóðandinn, Brian Lenihan, var rekinn af þingi í fyrra- dag vegna hneykslismáls, sem kallað hefur verið „Dublingate". Mái þetta er frá árinu 1982, en þá var stjórnar- kreppa á írlandi og mun Lenihan hafa hringt í Hillery forseta og farið fram á að Haughey, núverandi for- sætisráðherra, yrði falin stjórnar- myndun án undanfarandi kosninga. Vegna þessa máis er Mary Robinson, sem er 46 ára gömui og þriggja barna móðir, talin mjög sigur- strangleg í forsetakosningunum sem fram fara næsta miðvikudag. Mary Robinson er vön því að fara ótroðnar slóðir. 25 ára gömul varð hún yngsti lagaprófessor á írlandi og 26 ára var hún kjörin á þing yngst allra þingmanna frá upphafi. Hún fagnaði mjög viðurkenningu þeirri sem íbúar heimahéraðs hennar veittu henni, sveitahérað þar sem skoðanir hennar á að rýmka þröngsýnar lagasetningar um hjónaskilnað, getnaðarvarnir og samkynhneigð voru ekki líklegar til að njóta mikils stuðnings. Stjórnmálaflokkar írlands eru skip- aðir mönnum, sem fylkja sér í lið eft- ir því með hverjum afi þeirra barðist í borgarastyrjöldinni árið 1921. Robinson, sem studd er af stjórnar- andstöðuflokkunum, er fulltrúi yngra fólks og nýrra tíma í landi þar sem íbúarnir eru að meðaltali þeir yngstu í Evrópu en eru samt sem áð- ur afar íhaldssamir. Jafnrétti kynjanna er eitt af helstu baráttumálum Mary Robinson. „Hvað er að því að kona verði for- seti?“ spyr hún. „Það verður að losna við þá skoðun aö það sé rangt að móðir sækist eftir launuðu starfi og að til séu störf og hlutverk sem kon- ur séu útilokaðar frá.“ Forsetakosningarnar á miðviku- daginn eru þær fyrstu í 17 ár. Robin- son beinir málflutningi sínum sterklega til ungra kjósenda. En það fylgir böggull skammrifi. Robinson hefur barist fyrir því að samkynhneigt fólk hljóti full mann- réttindi á Irlandi, að banni við hjónaskilnuðum verði aflétt og að allir fái frjálsan aðgang að getnaðar- vörnum. Ef hún nær kosningu eru þetta málefni sem hún má ekki minnast á. „Forsetinn verður að vera hafinn yfir alla flokkadrætti," segir Mary Robinson. „Ég myndi ekki berjast fyrir, ræða um eða stuðla að neinum breytingum á stjórnarskránni." Bemadette Devlln var ein af fáum konum sem látið hafa til sín taka í írskum stjómmálum, þar hefur karlaveldið ráðið ríkjum. En nú eru sterk- ar líkur til að næsti forseti landsins verði kona. Fréttayfirlit Bagdad — irakar eru sann- færðir að styrjöld geti brotist út þá og þegar og dagblað stjóm- arinnar sagði í gær að Persa- flóasvæöið gæti breyst I algera eyðimörk, ef til átaka kæmi. Sadd'ðm Hussein átti fund með ráðgjöfum sínum i gær til að meta stöðuna við Flóann. Beirút — Israelskar herþotur gerðu sprengjuárás á aösetur skæruliða í Bekaadal í Líbanon í gær. Þetta er önnur árásin sem þeir gera á átta dögum. Brussel — Stefna NATO, nú að kalda stríðinu loknu, skil- greinir enn Sovétríkin sem helsta óvin vestrænna rikja. Tókýó — Nelson Mandela fór tómhentur frá Tókýó til Malasíu í gær, eftir að hafa mistekist að fá stjórn Japans til að styrkja Afríska þjóðan-áðið með fjár- framlögum. Lucknow, Indlandi — For- sætisráðherra Indlands segist óttast að frekari átök eigi eftir að verða milli hindúa og mús- lima áður en friður kemst á. Moskva — Þrjátiu sovéskir stúdentar hófu í gær hungur- verkfall við Kremlarmúra til að leggja áherslu á kröfur sínar um að stjómin segi af sér og lagt verði hald á eignir kommúnista- flokksins. Pretoría — Leiðtogi Zúlu- manna, Mangosuthu Buthelezi, hitti F.W. de Werk, forseta Suö- ur-Afríku, að máli í gær og lét I ijós óþolinmæði vegna hæga- gangs í samningaviðræðum svertingja og stjómarinnar. Bangkok — Hermenn I hinu illræmda Insein-fangelsi i Burma böröu 40 pólitíska fanga og taliö er að þeir hafi myrt þrjá þeirra. Sendifulltrúar tilkynntu að hundruð munka heföu veriö handteknir f árás- um á klaustrin. Pakistan: Shanf kjorinn forsætisráðherra Nawaz Sharíf var í gær formlega kjörinn forsætisráðherra sam- steypustjómarinnar, sem nú tekur við. Strax og úrslitin voru ljós, til- kynnti Sharíf að hann myndi ekki reka frekari mál á hendur Benazir Bhutto, sem hann sigraði í kosn- ingunum. „Við getum að vísu ekki haft áhrif á þau mál, sem eru þegar komin fyrir dómstóla, en ég mun ekki höfða fleiri mál gegn Benazir Bhutto,“ sagði hann við frétta- menn. Bhutto, sem Ghulam Ishaq Khan forseti vék úr embætti forsætisráð- herra í ágúst sl., á yfir höfði sér sjö kærur fyrir að hafa misnotað að- stöðu sína. Verði hún sek fundin verður henni vikið af þingi fyrir fullt og allt og henni meinað að gegna opinberum embættum í sjö ár. En Nawaz Sharif virðist reiðubú- inn að grafa stríðsöxina. „Við krefjumst aðeins réttlætis," sagði Bhutto á blaðamannafundi í gær. „Ég er baráttumaður og mun berjast til þrautar." Bhutto og flokkur hennar, Pakist- anski þjóðarflokkurinn, biðu gífur- legan ósigur í kosningunum í síð- ustu viku. Þau haida því fram að ósigurinn hafi orðið vegna gífur- legrar atkvæðasmölunar, sem bráðabirgðastjórnin hafi staðið fyr- ir. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar, þegar Bhutto var vikið úr embætti. Ghulam Mustafa Jatoi, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra í bráðabirgðastjórninni, reyndi hvað hann gat til að halda embættinu, en það varö Ijóst strax á miðvikudag- inn að sú von hans brygðist. Sharif sagðist hafa boðið honum Nýkjörínn forsætisráðherra Pakistans vill semja frið við Benazir Bhutto, en hún kveðst munu berjast til þrautar. hvaða stöðu sem hann vildi innan ríkisstjórnarinnar, en Jatoi hefði ekki viljað þiggja það. Forsætisráðherrar Pakistans hafa löngum verið frá Sind, óróasömu héraði í suðurhluta landsins, og er Sharif fyrsti forsætisráðherrann frá því á sjötta áratugnum sem ættaður er frá Punjab, fjölmennasta og valdamesta héraði landsins. Sharif verður formlega skipaður í embættið næstkomandi þriðjudag. Ermarsundsgöngin: Hætta varð vlnnu víð hluta Erm- arsundsgangnanna, sem tengja munu Bretland og Frakkland, í gær eftir að eldur kom upp í loft- þjöppu. Eldurinn náði sem betur fer ekld að breiðast út og enginn mannskaði varð. Talsmaður slökkvíliðsins í Kent, en þar er endi gangnanna Bretlandsmegin, sagði að eldur- inn hefði verið slökktur 45 mín- útum eftir að hann kviknaði, en starfsmenn hefðu samt verið látnir yfirgefa göngin í öryggis- skyni. Níu manns hafa látið lífíð, sjö Bretlandsmegin og tveir Fraldt- landsmegin, í slysum frá því hafist var handa við göngin, sem munu verða 50 km löng. Merkilegur áfangi varð í fram- kvæmdunum á þriðjudaginn, þegar göngin frá Frakklandi og Brctlandi voru tengd saman með öriítilli borholu. Göngunum er ætlað að vera farvegur jám- brautarlesta milli landanna og verða að öllum líkindum opnuð árið 1993. Um þrenn samhliða göng verð- ur að ræða, ein í hvora átt og em þjónustugöng. HUNDRUÐ ALBANA FLYJA YFIR TIL JÚGÓSLAVÍU Um það bil 570 manns hafa fíúið kommúnistaríkið Albaníu yfir til Júgóslavíu á þessu ári og hefur veruleg aukning flóttamanna- straumsins orðið á síðustu mánuð- um. Júgóslavneska fréttastofan Tánjug skýrir frá því að í ágúst og september sl. hafi 368 Albanir flúið yfir landa- mærin, en aðeins 170 allt árið 1989. Flestir flóttamannanna koma inn í héruðin Montenegro og Makedóníu í suðurhluta Júgóslavíu. Fimmtíu og níu hafa þegar haldið til vest- rænna ríkja og 221 hafa fengið inn- flutningsleyfi til Bandaríkjanna. Þúsundir Albana fengu leyfi til að yfirgefa landið í júlí sl., eftir að hafa leitað hælis í sendiráðum í Tirana. Síðan hafa margir yfirgefið landið á ólöglegan hátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.