Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. nóvember 1990 Tíminn 13 Jarðir til sölu Eftirtaldarjaröireru til sölu: 1. Þóreyjarnúpur, Kirkjuhvammshreppi, V-Húnavatnssýslu. 2. Birkiland (Vestraland IV), Öxarfjarðar- hreppi, N-Þingeyjarsýslu. 3. Miðfjarðarnes I og III, Skeggjastaða- hreppi, N-Múlasýslu. Nánari upplýsingar veittar hjá Stofnlána- deild landbúnaðarins, Laugavegi 120, Reykjavík. Sími 25444. Stofnlánadeild landbúnaðaríns. FEIAG ELDEI BORGARA Opið hús að Hverfisgötu 105 Félagsvist að Hverfisgötu 105 föstudaginn 2. nóvembernk. kl. 14.00. Frá og með 12. nóvember verður minni salurinn opinn mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13.30 til 17.00. Frjáls starfsemi. OTvAFSVIKURLÆKNISHERAÐ Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu hús- næði fyrir heilsugæslulækni. Um er að ræða ein- býlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 160-200m2 að stærð að meðtalinni bílageymslu. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 12. nóvember 1990 Fasteignaeigendur sem áður hafa sent upplýs- ingar af sama tilefni þurfa ekki að gera það aftur. Fjármálaráðuneytið, 31. október 1990 með útibú allt í kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla eriendis interRent Europcar BÍLALEIGA VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91-84844 Whitney vill mann Whitney Houston er nú búin að fá sig fullsadda af þeim sögusögnum sem gengið hafa um að hún sé lesbísk og standi í ástarsambandi við einkaritara sinn og vinkonu til margra ára, Robyn Crawford. Whitney hefur reynt að Ieiða þennan orðróm hjá sér en nú hef- ur hann haft slæm áhrif á einkalíf hennar. Hún segir engan mann þora að bjóða sér út vegna þessa og tók því af skarið og lýsti því yfir að hún hafi áhuga á karlmönnum en ekki konum og hennar æðsta ósk sé að eignast eiginmann og fjöl- skyldu eins og aðrar konur. WhMney Houston ásamt æskuvinkonu sinni Robyn Crawford Shawn Bates fýrír framan húsið þar sem hann firamdl þá hetjudáð að bjarga ellefu manns frá bráðum bana. 16 ára gömul hetja: Bjargar 11 manns úr brennandi húsi Shawn Bates vaknaði klukkan rúmlega tvö aðfaranótt 19. sept- ember sl. við vælið í reykskynjar- anum í gistiheimilinu sem móðir hans rekur. íbúar gistiheimilisin eru aðailega aldrað fólk og Shawn vissi að það var ekki fært um að koma sér út úr húsinu á eigin spýtur. Hann rauk því fram og sá þá strax hvar gamall maður sat og var að kveikja í pípunni sinni en sófinn sem hann sat á var í ljósum log- um. Shawn rauk til gamla manns- ins og sagði honum að kviknað væri í húsinu. Sá gamli virtist enga grein gera sér fyrir hvernig komið væri og heimtaði að vera látinn í friði og stimpaðist við á meðan Shawn kom honum út úr húsinu. Húsið var úr timbri og eldurinn átti því greiða leið um það allt. Shawn óð hvað eftir annað inn í húsið, en þar voru 15 manns. Honum tókst að koma ellefu þeirra út. Sumir höfðu misst með- vitund vegna reyksins og þá bar hann út. Hann fór ellefu sinnum Fylkisstjóri Alabama veitir Shawn Bates heiðursskjal fýrir afrekið. inn í húsið og bjargaði jafnmörg- um íbúum þess. Þegar hann fór inn í tólfta skiptið var eldurinn orðinn það mikill að hann varð að snúa við í forstof- unni. Hann reyndi þó fyrst að skríða eftir gólfinu en þá var gólf- teppið farið að loga þannig að sá möguleiki var úr sögunni. Hann kvaðst allan tímann hafa hugsað um það eitt að halda ró sinni því hann vissi að hann var eina vonin sem gamla fólkið átti um að sleppa lifandi. Fylkisstjóri Alabamafylkis, þar sem Shawn býr, veitti honum sér- stakt heiðursskjal fyrir afrekið og slökkviliðsstjóri bæjarins sagðist aldrei fyrr hafa orðið vitni að því- líkri hetjudáð. SPEGILL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.