Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 1
3.-4. nóvember 1990 ..... Vildi gerast jarl yf ir nýrri höfðingjastétt Fyrir skömmu sögðum við frá Arngrími lærða í þessum þáttum og viðleitni hans til þess að hrekja villandi sögur og óhróður um landið erlendis. En við ramman reip var að draga og m.a. var vitnað í rit Dithmars Blefk- en sem sannfróðar heimildir fram á 19. öld. Einum þrjátíu árum eftir að Arngrímur samdi rit sín, varð ungur maður til þess að semja merka ritgerð um framfarir landsins, hagi þess og stjórnsögu og varð auk þess fyrstur manna til þess að ferðast um landið í vísindalegu skyni og skoða náttúru þess. Hélt hann þannig áfram starfí Arngríms á sinn hátt, með því að honum tókst að gera Danakonungi og valdsmönnum hans grein fyrir ýmsu um landið, er þeir ekki áður vissu, og varð til þess að unnið var að fram- faramálefnum með markvissari hætti. Þessi maður var Gísli Magnússon frá Munkaþverá, sem réttilega er nefndur fyrsti íslenski nátt- úrufræðingurinn. Múnkaþverá. Fæðingarstaður Vísa-Gísla Magnússonar. FFaðir Gísla var Magnús lög- maður Björnsson að Munka- þverá, en móðir Guðrún Gísladóttir lögmanns Þórðarsonar. Gísli fæddist að Munkaþverá 1621 og mun hafa verið elstur systkina sinna, en hann átti einn bróður og tvær systur. Hann var búinn undir skólanám hjá föður sínum og séra Gísla Jónssyni að Hrafnagili. í Skálholtsskóla var hann tekinn 11 vetra gamall og var þar þrjá vetur, og naut kennslu heyrarans þar, er Ketill Jörundsson hét Að námi í Skálholtsskóla loknu var hann þrjá vetur í Hólaskóla. Það má sjá af bréf- um Þorláks biskups til Óla Worm, að hann hefur snemma fengið trú á hæfi- leikum Gísla, enda segir Gísli sjálfur að Þorlákur biskup hafi mjög hvatt sig til að ferðast til Hollands. NámíHöfn Hann útskrifaðist úr Hólaskóla 1638, en haustið 1639 fór hann utan til Kaupmannahafnar og er skráður þar í stúdentatölu 23. nóvember. Valdi hann Óla Worm sér *$ einkakennara, sem margir íslendingar fleiri, en þá var lögskylt að taka sér slíkan einka- sfeHans. þantvöár T8 erferéf x sem Ugnn góðvttóíí«r biður hahn framvegis og meðaJ VarGísJilæri sem haiwi dvi frá Magnúsi lö| þakkar Óla hann hafi áúl að leiðbeina honum sendir honum gjaftt Eftir þessi tvö ár %^fGísli enn til ís lands og dvaldist¦%&} eitt ár (1641 42), en þá lagði hann af stað til Hol lands síðla sumars. Til eru fjögur bréf til Worms frá Gísla úr þessari ferð, að mestu leyti birt á prenti í bréfum Worms. Er hið fyrsta dagsett í Gliickstadt 8. október 1642, en þang- að var Gísli þá kominn eftir mánaðar- ferð frá íslandi. Kveðst hann munu dveljast í Hollandi í eitt eða tvö ár og fara síðan til Englands og Frakklands. Segist hann hafa í hyggju að leggja stund á lækningar og heimspeki. Námsferðir á róstutímum Skömmu síðar, eða þann 6. nóvem- ber, er Gísli kominn til Amsterdam. Þar var hann um hríð, en fór þá til Leyden og var skráður í stúdentatölu 13. apríl 1643 með læknisfræði að hófuðgrein. Þama Iagði hann samt einkum stund á heimspeki, en í maí 1644 hélt hann til Englands og var þar í tvo mánuði. Fór hann þá til Rotter- dam. í þennan tíma voru miklar við- sjár með Hollendingum og Englend- ingum. Mun bæði það og viðsjárnar með Karli I. og þinginu hafa stytt Englandsdvöl Gísla. Dvaldist hann nú í Rotterdam fram eftir sumri og lagði fyrst stund á stærðfræði, en þá á tungumál og heimspeki. Eftir það var hann bæði f AmsteKÍam ag Leyden ag hefur auk þess, Étm fyrr er takð, lagt stund á grasafræði, eðHsfræði, landafræði og stjónifræði. Vorið 1646 kom Gísli til Kaup- mannahafnar og hélt þaðan til íslands með Akureyrarskipi. Heim kom hann 6. júlí 1646. Sumar þetta ferðaðist hann um landið meðal frænda sinna og hafði spurnir af brennisteini, málmum og öðru. Reyndi hann að hvetja menn til áhuga á þessum mál- um. Árið eftir fengu þeir feðgar Magnús lögmaður og Gísli einkaleyfi til brennisteinsnáms og brennisteins- verslunar á íslandi. Var bréf um þetta birt á alþingi 1647 og reið Gísli af þinginu í rannsóknaferðir og var í þeim allt sumarið. Um haustið samdi hann hina merku ritgerð sína „Con- signatio institutis" og sendi Worm og jafnframt ýmsa málma og efni til sýn- is, sem hann hafði safnað. Sýslumaðurinn Honum var veitt Múlaþing þann 15. júlí 1648 og gerði kauprnála degi sfðar við Þrúði Þorleifsdóttur, sýslumanns að Hlíðarenda. Stóð brúðkaup þeirra 5. júlí árið á eftir. Sama ár fékk hann Skriðuklaustur. Samt er svo að sjá að þau GísJi hafi átt heima að HHðarenda og ekki flutt að Skriðuklaustri fyrr en vorið 1650. Nú andaðist Þorleifur sýslumaður, faðir Þrúðar, 13. október 1652, og munu þau þá hafa flust aftur að Htíferenda vorié 1«53. Hétt Gís« þó umboðsmenn eystra til 1659, er hann fékk veitingu fyrir Rangárþingi. ST « Ári áður, eða 1658, missti Gísli konu sína og fékk þá stjúpmóður hennar til að taka við húsmóðurstörfum að Hlíðarenda. Árið 1686 lét hann af bú- skap og fluttist í Skálholt til dóttur sinnar Guðríðar, en hún var þá gift Þórði biskupi Þorlákssyni. Rangár- þingi hélt hann samt til æviloka. Ekki virðist Gísli hafa haft sig mjög í frammi og ekki átti hann deilur við menn, enda var hann vinsæll og vel- metinn af samtíðarmónnum. Gísli kappkostaði að manna börn sín vel. Björn son sinn lét hann stunda nám í Kaupmannahöfn, Oxford og Leyden. Björn varð sýslumaður í Barðastrand- arsýslu, en andaðist 1675, aðéins 29 ára gamall. Þorleif son sinn lét hann stunda nám í Oxford, en þar andaðist hann 18 ára. Þegar Gísli fluttist í Skálholt fékk hann lögsagnara til þess að sinna sýslustörfunum í Rangárþingi. Sat hann oft að viðræðum við embættis- menn stólsins, þá er honum þótti vel gefnir og einkum þá Pál sfðar lög- mann og Jón Vídalín, síðar biskup. Virtu þeir hann báðir mikils og hefur Páll ort um hann vísur en Jón erfiljóð á latínu. Gísli virðist hafa verið maður heilsuhraustur. Banamein hans var stcinsótt og andaSist hann í 9kálhoHi 5. júní 1696. Hann var maSar mjög óxlátur og stundum nemdur Gjáfe- Gfttf «* htona tvefltfa kenwnam* annarra — Vfsi-GfsK eða Læroi-Gísli, Dæmi má draga fram um það, að sem Vísi-Gísli var fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn og tillögur hans landinu til eflingar voru athyglisverðar. Hann ætlaði sér jarlstign á fslandi og hefði eflaust orðið hið merkasta yfírvald yfirvald þótti hann vægur í refsingum. í ritstörfum liggur eftir hann þýðing á guðsorðakveri. Hann gat líka brugðið fyrir sig að yrkja á latínu. Vera má og að hann hafi samið lækningabók, þótt hún sé nú ekki til svo kunnugt sé. Kúmenið í Fljótshlíð- inni Sem sýnt hefur verið, hagaði Gísli námi sínu á annan veg en títt var um samlanda hans. Af framkvæmdum hans síðar meir er auðsætt að aðal- áhugmál hans hafa verið grasafræði og efnafræði og viðleitni hans varð þá einkum tvennskonar: ræktunartil- raunir og rannsóknir málma og steina, sérstaklega samfara brenni- steinsnámi. Holland var og er eitt helsta garðyrkjuland Norðurálfu og þar hefur Gísli fengið áhugann á því efni. Árið 1647 hóf hann vísi að garð- yrkju að Munkaþverá og sáði þar í lft- inn garð 30 útiendum jurtategund- um. Ennfremur melgresi og fleiri inn- lendum tegundum, birki og víði. Ekki er kunnugt um árangurinn, enda má búast við að tilraunirnar hafi fallið niður er hann fluttist frá Munkaþverá. Eftír að hann settist að á Hiíðarenda helt tann áfram tilraunum f sömu átt með noMerum árangri. Nefnir hann manna hérlendís á 17. ftW sem sinnti kornyrkju og ft*s$c agjáatjr og nytjajurtir aftw JSpB^«É*ín að rækta. Af bréfum er auðsætt að hann hefur reynt að afla sér frá útlöndum fræja af grenitrjára, ^r«, eik og beyki ög einnig jarðeplaútsæðis. Var jarð- eplarækt þá ókunn f Danmörku og á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.