Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 3. nóvember 1990 Norðurlöndum, hófst þar ekki fyrr en á 18. öld. Sýnir þetta best hve langt Gísli var á undan sínum tíma. En hætt er við að hann hafi ekki fengið jarð- eplaútsæðið, því það var þá hvergi að fá nema í Englandi. Þessar tilraunir vöktu talsverða at- hygli meðal samtíðarmanna hans, þótt lítt vektu þær menn til eftir- breytni. Þórður Þorláksson getur um nokkurn árangur af uppskeru hans og Jón Eggertsson frá Ökrum nefnir að hann hafi reynt að rækta rúg, kál, ert- ur, rófúr, salat og fleira. En eftir lát Gísla lagðist þessi viðleitni brátt niður og komust akrar hans og garðar í órækt. Um 1730 var ekki annað eftir á Hlíðarenda af ræktunartilraunum hans en kúmen, sem síðan dreifðist um alla byggðina. Eins fór í Skálholti, en þar hafði Gísli látið gera lítinn garð. Eftir góðum heimildum hefur uppskera hans aldrei orðið meiri en ein tunna af korni árlega. Árangurinn hefur því orðið lítill og áhrifin á sam- tímamenn að þessu leyti. Kúmenið eitt varð algengt. Eigi að síður má ætla að starf Gísla hafi ýtt undir þá menn sem á 18. öld urðu frumkvöðlar garðyrkju og ræktunar. Brennisteinn til útflutnings Þá er að líta á hugmyndir Gísla um málmvinnslu og nýtingu jarðefna. í riti sínu „Consignatio institutis" telur hann vel til fallið að reynt sé að koma upp á hentugum stöðum saltsuðu, blásteinsvinnslu og saltpétursvinnslu. í bréfúm sínum minnist hann einnig á ieir, vikur o.s.frv., sem hann vill gera að verslunarvöru. Það er víst að hann hefur athugað skilyrði fyrir saltsuðu og telur hann saltmagnið við strendur íslands 1/30-1/40. En aðal viðleitni Gísla í þessum efnum beinist að brennisteinsnámi. Hafði þetta verið allálitlegur atvinnuvegur á síðari hluta 16. aldar og var þá í höndum konungs, en getur ekki eftir 1606 í skjölum, enda fengu þeir feðgar nú einkaleyfi gegn eftirgjaldi, sem áður segir. Erfitt er nú að átta sig á því hver not þeir hafi haft af þessu, enda munu kaupmenn hafa haldið verðinu niðri, og var þeim innan handar að hefta með öllu alla brennisteinsverslun Gísla. Hann segist í bréfi 1647 hafa von um að geta fermt skip með brennisteini á næsta ári, en það er öld- ungis óvíst að nokkuð hafi af því orð- ið. Nærri 1660 var einkaleyfið tekið af þeim feðgum og fengið í hendur kaupmanni að nafni Gabriel Marselis. Vann Gísli þá brennisteininn fyrir hann og seldi 1667-1669. En um haustið 1670 fór hann norður að sækja brennistein með 33 hesta, lenti í hríð og drápust flestir hestamir, en menn komust af naumlega. Marselis hafði í fyrstu leyfi 1665-74 gegn eftir- gjaldi, en fékk það síðan endurnýjað til 1683, svo að ólíklegt er að hann hafi beðið tjón af þessu, enda stórauðugur maður. Ekki missti Gísli móðinn, þótt hann missti brennisteinseinkaleyfið. Eftir þetta reyndi hann að fá einkaleyfi til verslunar með vikur, leir, pottösku og fleira. Honum þótti erfitt að eiga við hina dönsku kaupmenn, en vildi þó ekki brjóta verslunarlögin. Einokun- arkaupmenn fengu stundum á leigu hollensk skip og víst er að hollenskt skip sótti brennistein fyrir Gísla til Húsavíkur 1668. Vildi efla fomar höfðingjaættir Það kemur fram í ritgerð Gísla „Con- signatio institutis", að honum þykir það miklu varða að reisa við hinar fornu höfðingjaættir. Hefur sú hug- mynd án vafa vaknað á ámm hans er- lendis og við kunningsskap við tigna menn þar. Það er sýnilegt að hann vill að nokkm sameina vald og virðing þessa aðals framtaki og gróða borgara í verslun og iðnaði. Má því telja að við- reisnartillögur hans séu tvenns konar. Annars vegar að efla höfðingjaveldið með auknum lénum, sem tekin séu af jörðum konungs og kirkju. Hins veg- ar vill hann koma upp innlendum iðn- aði og afrakstri til útflutnings, raunar undir stjórn sjálfs sín og niðja sinna. Vill hann með öðmm orðum útvega ætt sinni nokkurs konar einokun. Aðrar umbótatillögur fela í sér að hann vill stofna íslenskan ríkissjóð, ætla íslendingum einum rétt til emb- ætta í landinu, auka lénsréttindin og ekki ber að láta ónefnda þá tillögu hans að settur sé einn umsjónarmað- ur yfir öllum þessum ffamkvæmdum. Þá stöðu ætlaði Gísli sjálfúm sér og myndi slíkur maður þá hafa orðið eins konar jarl yfir landinu. Þá ber Gísli ffam tillögu um íslenska peningasláttu og var markmiðið að sjálfsögðu að afla landinu rekstrarfjár með þessum hætti. Allsheijarskóli á Þing- völlum Tillögur Gísla verða ekki tölum tald- ar. Hann vildi auka ræktun nýrra nytjajurta og kenna mönnum nýjar veiðiaðferðir og ræktun alifúgla. Merkar tillögur setti hann fram um flakkara og þurfamenn. Vill hann koma þeim á hæli, er rísa skyldu í hverri sýslu og skyldu þeim þar kenndar einhverjar handiðnir, sem orðið gætu þeim til viðurværis. Það var því ekki fátt sem þessi athygl- isverði maður vildi koma um kring í landinu. Vert er að geta hugmynda hans um samband landsins við kon- unginn. Hann vildi halda fast við rétt- indi íslands, eins og þau eru greind í Gamla sáttmála, andmælir fastlega útlendum embættismönnum og ásælni konungsvaldsins á réttindi ís- lenskra höfðingja. Tillögumar um sérstakan ríkissjóð og sérstaka pen- ingasláttu sýna ljósast skoðun hans á sérréttindum íslendinga. Heldur má það og teljast bera vitni um andstöðu gegn kirkjuvaldinu að hann vill svipta kirkjuna þrem fjórðu hlutum tekna af nýbýlum á kirkjujörðum. Vel fer á að geta hér að endingu til- lögu sem meira minnir á Fjölnismenn á nítjándu öld en sautjándu aldar mann: Gísli vildi láta reisa stórhýsi á Þingvöllum og stofna þar allsherjar- skóla. Þannig var hann í flestu fyrstur til að stinga upp á málefnum, sem loks kom í hlut forgöngumanna sjálfstæð- isbaráttunnar að bera ffam til sigurs. BÓKMENNTIR * : | Staðir „með drengskap í bláum augum“ Anna Snorradóttin Þegar vorið var ungt Ljóð Utg.: Fjörður 1990 Ljóðabók Önnu Snorradóttur, „Þegar vorið var ungt“, er fyrsta ljóðabók höfundarins, en hún er þjóðkunn af löngu starfi við Ríkisút- varpið sem þáttagerðamaður á ár- um áður. Eftirtektarvert má teljast að Anna hefur ekki fyrr en nú gefið út Ijóð sín, því þessi bók sannar að hún á fullt erindi til ljóðalesenda og Anna Snorradóttir hlýtur að hafa ort lengi og lagt rækt við gáfu sína. Bókinni er skipt í þrjá þætti: „Gimburskeljar", „Staðir" og „Þegar vorið var ungt“. í fyrsta þættinum eru það myndir úr bernsku sem sækja á hug skálds- ins, myndir úr sjávarplássi. Hér er fjaran, æði hafsins, sendiferð í myrkri og hljóðar stemmningar heiman frá bernskuheimilinu. Stundum er þar ekki annað að heyra en „hljóðfall suðandi rokks", en öðrum stundum er þar „vindlareykur á kontór karlar sem vita allt krakkar að leik á stofugólfí. Tveir gluggar, dyr og þröskuldur. Hvað á að gera við þessa mynd?“ Fjaran og hafið eru alls staðar ná- læg, líka í svefninum: „Ég svaf með hafíð á hægri hönd og hlustaði á það skamma fjörugrjót stundum langt fram á kvöld". í sendiferð í myrkri liggur leið litlu telpunnar um „Húsasund þar sem aðeins mótar fyrirstíg á eyrinni mjóstri, skuggalegt kvöld hvolfíst yfír lítið þorp, enginn á ferli og húsin híma við engar götur eins ogþeim sýnist sunnan undir vegg lítið hlið, kop- arlás". Fjöruna og þorpið hafa mörg skáld fengist við að færa í Ijóðstafi og mörgum hefur tekist vel. En tök Önnu á þessu áleitna efni eru ákaf- iega sönn, tregablandin og eilítið kímin og hún sýnir okkur að ekki var allt enn um það sagt. Stemmn- ingar hennar ná valdi á lesandanum og hann spyr með henni, eins og segir í lokalínu ljóðsins „Mynd úr bernsku": „Var þetta ekki í gær?“ „Þegar vorið var ungt“ er bók um einkonar ferðalag og í þættinum „Staðir" liggur leiðin frá bernsku- slóðum og inn í nýja veröld. En hún er ekki varanleg og eilíf eins og heimur bernskunnar, sbr. ljóðið „Staðir“: Ýmsir staðir komu til mín á langri leið teinréttir með drengskap í bláum augum léttfættir á grænum grundum stórborgarlegir í Ijósadýrð smáblómaland blómstrandi fjörur og foldarskart gatan sem ég gekk og raulaði fyrir unni mér. Eitt vissi ég alltaf: Þeir voru famir áður en ég hafði sest að“. Leiðin liggur um „Cannery Row“ Steinbecks, þótt þar sé þá „enginn Steinbeck", heilsað er upp á granít- borgina E1 Capitan „í Yosemite dal“ og gömlu Heidelberg og það er speglað sig „í Tahoe-vatni spilavítin á ferð alla nóttina". í lokaþættinum, „Þegar vorið var ungt“, er eins og skáldið sé á heim- leið úr langri ferð, heim á vit þess sem var. Þetta er kannske einskonar eftirleit og það verður margt á veg- inum, staðir og einstaklingar. Þar á meðal er Jóna Jóns: „Reykur hringar sig yfír rauðleitu hári sinaberar hendur bitnar neglur og tóbaksgulir fíngur vandræðalegir látast. — Ég er ekkert verri enþú — og hnakkinn keyrist niður á bak barkakýlið bifast og grænn silkikjóll gamaldags veit ekki sitt rjúkandi ráð. Eymdin snýst upp í hlátur það glymur í síldartunnunum á gömlu plani. — þú þekktir ekki lífíð — hún hlærstórum tárum. Með eftirminnilegri kvæðunum er „Strokið“, sem vekur upp spurning- ar í torræði sínu um erindi stroku- konunnar og hver hún sé — barn, einhver umkomuleysingi...? í þessari bók er margt um afar vel formaðar setningar og hugsun. Og þótt undrun veki að Anna hefur ekki fyrr gefið út, eins og áður segir, þá mun hún vitanlega hafa sínar gildu ástæður til þess. „Það er dýrast er lengi hefur geymt verið og er í rétt- an tíma fram borið,“ segir þar. Ekki svo að skilja að kvæðin séu gömul, því þau eru til orðin á árabilinu 1984-1990. En hér er skáld á ferð, sem búið er að hlaupa af sér hornin og kann til verka. AM VISNAÞATTUR: Gilhagi (Skagafiröi Af sumarferð 1980 Ferðalög á hestum njóta vaxandi vinsælda hérlendis. Félög hesta- manna efna sum hver til árlegra ferða, en önnur fara sjaldnar. Hér verður greint frá nokkrum vísum, sem urðu til vegna ferðar hesta- mannafélagsins Stíganda síðsum- ars 1980. Förinni var heitið vestur Kiðaskarð og fram að Galtará, þar sem gist var. Daginn eftir skyldi far- ið vestur í Buga og síðan ofan Gil- hagadal. Jóhann í Stapa ætlaði í þessa ferð. Morgun nokkurn leit hann upp frá smíðum sínum svo- segjandi: Himinn fagur hár og tær, hljóma bragaryrði. Signir haga sunnanblær. Sól er í Skagafriði. Sveitungi hans, Friðrik í Laugar- hvammi, sem heima sat og sinnti rósum sínum og gúrkum, lét ferða- löngunum í té eftirfarandi heil- ræði: Geisla beri á götu senn — gætni jafnan sýnið, - Njótið hestsins, nýtir menn, notið lítið vínið. Á leiðinni vestur Kiðaskarð ræddi Sveinn á Varmalæk um hve orðvar- ir ferðafélagarnir væru. Jóhann batt það óðara í vísu: Flokkurinn þó ferðist greitt, fljóð og sveinar djarfír, hér var ekki orðum eytt yfír brýnar þarfír. Gekk nú ferðin eins og til var ætl- að, en á heimleiðinni komu þeir að Gilhaga og fengu góðar móttökur, eins og vísur þeirra Jóa og Sveins bera með sér: Heimilið vott um hlýju ber, hér má gleyma trega. Ferðaþreyttu fólki er fagnað innilega. J.G. Höfðingsskapur hér er nægur. Hér skín góðverkanna sól. Gilhagi er garður frægur. Gilhagi er höfuðból. S.J. Ljúka skal þessum þætti með vísu úr arinarri sveit og frá öðrum tíma. Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka segir: Þegar byljir bresta á best að allir megi leika sér að Ijósmynd frá liðnum sumardegi. Heiðmar Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.