Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. nóvember 1990 HELGIN 11 Það fýlgdi því ekki svo lítill hávaði og gauragangur þegar stórhuga ástr- aiskir braskarar rökuðu saman auði á skömmum tíma. En það hefur í augum Ástrala, sem meta mikils sjóræningjahugarfar þjóð- arinnar, var fjárhagsleg velgengni ástralskra viðskiptajöfra á níunda áratugnum sönnun þess að loksins væri þjóðin að verða fullorðin. Glæsilegir viðskiptasamningar, sem þeir Alan Bond, Rupert Murdoch, Robert Holmes á Court, John Elliott, Christopher Skase og fleiri komu í gegn, færðu þeim frægð og auð. Þeir nutu virðingar erlendis og voru dýrkaðir í heima- landinu fyrir íburð, kænsku og áræðni. Hin geysimiklu við- skiptaítök, sem Man Bond komst yfir, maðurinn sem hafði áð- ur verið skiltamálari, gáfu vonir um að hvaða náungi sem er gæti orðið margmilljónari, bara ef hann væri duglegur að vinna og heppnin væri með honum. Enn einu sinni eru áströlsku viðskiptajöfrarnir í fréttunum — en þessa dagana eru þær ekki gleðilegar. Nýlega hefur ver- ið tilkynnt að lánstraust News Corporation, sem er slagæð fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch, verði endurskoðað og var þó farið að lækka í mati áður. Þessi tilkynning var gefin út aðeins nokkrum dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að mikið hefði dregið úr ágóða og gripið hefði verið til áhrifamikilla sparnað- araðgerða með því að sameina blöðin sem fyrirtækið gefur út í Ástralíu. Þessi tilkynning vakti aftur upp ótta um að heilsu- far fyrirtækja Murdochs væri í hættu, enda eru þau að slást við 9 milljarða dollara skuld. Áður hafði viðskiptaheimurinn farið að skjálfa, þegar upplýst var að Elders IXL, brugg-, fjármála- og landbúnaðarsamsteypan undir stjóm Johns Elliott, hefði sýnt eins milljarðs dollara tap á fyrra ári. Milljarðs dollara tap var met — en stóð bara í tvo daga Það var mesta tap fyrirtækis í Ástralíu fyrr og síðar — og það met stóð í heila tvo daga. Þá tilkynnti Bond Corp. Holdings Ltd., flaggskip Mans Bond, enn meira tap eða 1,8 milljarð doll- ara. Rétt áður en sú tilkynning var gefin út, sagði Bond af sér setu í stjórn fyrirtækisins vegna þrýstings frá lánardrottnum sínum og áströlsku kauphöllinni. Fyrirtækið seldi fljótlega stærstu eign sína, áströlsku bruggverksmiðjumar. En jafrivel eftir þá sölu, upp á 1,5 milljarð dollara, er áætlað að Bond Corp. skuldi lánardrottnum sínum 1,7 milljarð dollara. Þeir sem gagnrýna Bond mest, hæddust að því að honum hefði tekist það ómögulega: að fara á hausinn meðan hann ræki bmggverksmiðju í Ástralíu. Ástæður kreppuástands fyrirtækjasamsteypa í Ástralíu eru al- þekktar. Á árunum eftir 1980 virtist sem áður en þeim hóg- væm auðnaðist að erfa jörðina, yrðu Ástralir búnir að kaupa hana. Lánaæðið þeirra endaði með þeim árangri að erlendar skuldir þeirra em svipaðar þeim sem Mexíkó og Brasilía hafa á herðunum. Viðbrögð stjórnvalda, takmarkanir á lánum sem hófust 1988 með þeim afleiðingum að vextir fóm allt upp í 21%, hafa leitt til samdráttar. Margir venjulegir Ástralar eru búnir að glata draumnum um betra líf Margir venjulegir Ástralar em búnir að glata draumum sín- um um betra líf. En bröskumnum hefur ekki gengið neitt bet- ur. Robert Holmes á Court, stórtækasti yfirtökumaður fyrir- tækja í Ástralíu, dó af hjartaslagi í september sl. Þá var svo komið að verðmæti hlutabréfaeignar hans var ekki nema lítið brot af því sem áður var. Quintex Australia Ltd., fyrirtækjahóp- ur Christophers Skase, hrundi í fyrra eftir að honum mistókst að yfirtaka MGM/UA-kvikmyndaverið í Hollywood, auk þess sem hann eyddi milljónum dollara í tilraun til að koma fótun- um undir Mirage-frístaðakeðjuna sína í Bandaríkjunum. Vandræði Johns Elliott sköpuðust þegar hann reyndi að um- mynda Elders-samsteypuna til að einbeita sér að vinsælasta vörumerkinu, Foster’s Lager, og seldi í því skyni nokkrar eign- ir sem ekki höfðu með bmgg að gera, með gífurlegu tapi. Honum tókst að halda sjálfum sér á floti með því að selja jap- önsku fyrirtæki 40% af eigin hlutabréfum í Elders fyrir 800 milljónir dollara. Og Rupert Murdoch, sem enn á fyrir skuld- um, afsalaði sér áströlskum borgararétti til að hasla sér völl f sjónvarpsrekstri í Bandaríkjunum. Hann hefur að vísu nýlega lýst því yfir, að þó að hann beri bandarískt vegabréf, „tækni- Iega“, sé hann enn ástralskur „í anda“. Þó að mörgum Áströl- um sé vafalaust skemmt við að sjá þá, sem hafa hreykt sér hátt, vera skornir niður við rót, em fjölmargir aðrir landar þeirra miður sín. „Við komum undir þá fótunum og héldum að þeir væm leiðtogar, jafnvel guðir,“ segir fyrrverandi formaður fyr- irtækja- og hlutabréfaráðs ríkisstjómarinnar. Robert Holmes á Court vartalinn ríkasti maður Ástralíu fyrir verðbréfafallið 1987. Tilraunir hans til að endurreisa hlutabréfaeign sína enduðu með banvænu hjartaáfalli í sept. sl. Rupert Murdoch afsalaði sér áströlskum borgararétti, en segist samt vera Ástrali „í andanum". Hlutabréf í fyrirtæki hans, sem selur meira en helming dagblaða í landinu, féllu um 40% á hálfum mánuði. A|an Bond vann hug og hjörtu landa sinna þegar hann vann siglingakeppnina um Ameríkubikarínn og keypti málverk eftir Van Gogh fyrír 54 milljónir dollara. Síðasta ævintýrí hans þykir þó alskrautlegast. Honum tókst aö fara á hausinn við að reka bruggverksmiðju í Ástralíu! ekki heldurfariöfram hjá mönnum hvað þeim hefur tekist að glata því fé á skömmum tíma. Stór hluti þjóð- arinnar syrgir hvemig fór fýrir þeim. Enn sem komið er er fall Mans Bond stórkostlegast, manns- ins sem byrjaði með tvær hendur tómar en kom sér upp stór- veldi sem um tíma náði allt frá áströlsku loftskipafyrirtæki til bandaríska fyrirtækisins G. Heileman Brewing Co., frá fast- eignum í Hong Kong til hlutaeignar í símakerfi Chile. Þegar Bond var á tindinum voru hlutabréf hans metin á 9,2 milljarða dollara, og einkaeignir hans voru a.m.k. 600 milljónir dollara. Hann tók sífellda áhættu og er lýst þannig að í honum sé sjó- ræningjablóð. Honum hafi alltaf tekist að koma sér úr klípun- um. Hrifning Ástrala á Bond átti sér engin takmörk, þegar hann vann kappsiglinguna um Ameríkubikarinn 1983. Og listaheimurinn stóð á öndinni þegar hann greiddi 54 milljón- ir dollara fyrir málverk eftir Van Gogh 1987, en fram að þeim tíma hafði slíkt verð fyrir eitt málverk ekki þekkst. Einföld forskríft: taka stór lán og treysta á guð og gæfuna Rétt eins og hinir stórlaxarnir fylgdi Bond einfaldri forskrift — taka stór lán, borga hvaða verð sem er fyrir eign og biðjast fyrir að markaðurinn haldi áfram á uppleið. Stórveldin þeirra hvíldu á sandi skulda — sem vinsamlegir stjórnendur banka, sem nýlega höfðu verið leystir undan samræmdum reglum, voru fúsir til að veita í leit sinni að nýjum viðskiptavinum, án þess að grandskoða bókhald þeirra. Á árunum 1983-1988 juk- ust viðskiptalán þeirra heima fyrir um 25% á ári. Erlendir bankastjórar voru ekki síður örlátir. Frá því 1980 hafa erlend- ar skuldirÁstrala vaxið úr 10,9 milljörðum dollara í 131 millj- arð, og meiri hlutinn hefur farið til einkaaðila. Nú hefur ríkis- féhirðir Ástralíu gagnrýnt bankana fyrir þátt þeirra í lánaæð- inu. Hann segir bankana hafa verið dáleidda með eignum og hafi troðið peningum í hendur lántakenda sem ekki höfðu aðrar tryggingar að bjóða en markað á stöðugri uppleið. Nú hefur verið fyrirskipuð þingrannsókn á bankastarfseminni, en ekki hefur verið nánar tiltekið hvenær hún hefjist. Upphafið að endalokunum hjá loftkastalasmiðunum verðfallið 1987 Kauphallarverðfallið 1987 markaði upphafið að endalokunum hjá loftkastalasmiðunum. Á örfáum klukkutímum töpuðu fyr- irtæki þeirra 25% af verðgildi sínu og taugaóstyrkir banka- stjórar lokuðu fyrir lánstraust þeirra. Braskarar sátu uppi með skuldabyrði sem var ofviða eignum þeirra, sem orðnar voru verðminni, að standa undir. Og meðan markaðurinn var fall- andi höfðu þeir engar vonir um að vinna aftur upp upphafleg- ar fjárfestingar sínar. Nýlega keypti kaupsýslumaðurinn Kerry Packer aftur sjónvarpsstöðvamar, sem faðir hans hafði komið á fót, frá lasburða Bond Corp. fyrir 252 milljónir dollara — fimmta hluta þeirrar upphæðar sem Bond greiddi fyrir þær fyr- ir þrem árum. Tilraunir stjórnvalda til að draga úr erlendum skuldum og verðbólgu hafa aukið á vandræði kaupsýslumannanna. Gjald- þrotum hefur fjölgað og atvinnuleysi vaxið, en smásala og fast- eignasala dregist saman. Sérfræðingum ber saman um að slig- andi skuldir þjóðarinnar séu mest aðkallandi vandamál henn- ar. „Erlendar skuldir em ekki lengur okkur óviðkomandi, heldur koma öllum Áströlum við. Við getum ekki borgað fyrir okkur, frekar en aðrar þjóðir í heiminum," segir fyrrverandi aðalfor- stjóri námufélagsins CRA Ltd. Vaxtagreiðslur vegna erlendra skulda éta nú upp 20% útflutningsteknaÁstralíu. Ástralía þykír nú ekkí líkleg til að geta greitt skuldir sínar Fjármálamistök hafa sett blett á mannorð Ástralíu í öðrum löndum. Nú skipar Englandsbanki Ástralíu á bekk með Bóliv- íu, Perú og Súdan á lista sínum yfir lönd, sem líkleg em til að standa ekki í skilum. Ríkisstjórn Bobs Hawke heldur því fram að versta „aðlögunin" sé afstaðin. Á sama tíma stendur Man Bond á því fastar en fótunum að hann sé að vísu illa settur, en fráleitt sé að afskrifa hann. Þó að Bond Holding Corp. sé úr sögunni er búist við því að stofnandinn reyni að koma aftur undir sig fótunum með aðstoð Dallhold Investments, einka- fyrirtækis síns sem enn á gróðavænleg námuhlutabréf í Queensland. En það er ekki trúlegt að auðvelt verði að verða sér úti um fé í nýtt ævintýri. Þó að Man Bond kunni að vera mörgum Áströlum kær í huga, er langt síðan flestir alvarlega þenkjandi fjárfestar afskrifuðu hann. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.