Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 3. nóvember 1990 Hún telst ekki mjög fögur kona í vanalegum skilningi orðsins. I kosning- unum 1992 ætlar þessi fræga leik- kona, sem unnið hefur tvívegis til óskarsverð- launa, að bjóða sig fram fyrir Verka- manna- flokkinn Glenda Jackson hyggst komast á þing Kannske er það Ronald Reagan, sem á sök á því að svo margir leikarar hafa byrjað afskipti af stjómmálum upp á síðkastið. Þeir í Carmel í Kalifomíu kusu Clint Eastwood borgarstjóra sinn fyrir nokkm og stjaman úr „Fatal Attracti- on“, Michael Douglas, hefur lýst yfir að hann langi til að breyta heiminum í stað þess að túlka hann. Tvenn óskarsverðlaun Nýjasta stjarnan, sem vill meira en aö fetta sig og bretta á leiksviði og fyrir framan kvikmyndatökuvél- ar, er Glenda Jackson. Verka- mannaflokkurinn í Bretlandi hefur nýlega valið hana frambjóðanda sinn í Hampstead í N- London í kosningunum sem fram eiga að fara sumarið 1992. Þá er ætlunin að knésetja frú Thatcher, sem ráðið hefur stefnunni í breskum stjórn- málum sl. tíu ár. Það er tilviljun að þakka að stjarn- an, sem hreppti óskarsverðlaun fyrir leik sinn á móti George Segal í „Touch of Class", skyldi hreppa sætið. Þingmaður Hampstead nú er íhaldsmaður, en hann situr með svo naumum meirihluta að ef skoðanakannanir standast fýkur hann út í veður og vind. Fyrir þá sem gaman hafa af smá- mununum í breskum stjórnmálum gæti verið spennandi að fylgjast með því er Elísabet II. flytur há- sætisræðuna 1992. Þá kynnu tvær persónur aðrar að keppa um at- hyglina við hana, en spennan milli þeirra Thatcher er vel þekkt. Þrjár „drottningar“ Forsætisráðherrann hefur oft haft á sér mjög drottningarlegt snið og hefur hún stundum rætt um sjálfa sig sem „vér“ - t.d. „vér erum orðnar amma“. En þegar Jackson kemur á vettvang harðnar keppnin. Hún lék Elísabetu I., for- vera drottningar, í sjónvarpsþátt- um í BBC og tókst svo afburðavel að gagnrýnendur hrópuðu af hrifningu. Vera má að nú verði menn vitni að átökum milli drottninga sem ekki eiga sér hlið- stæðu frá því er þær Elísabet I. og María Stúart kepptu um völdin á sextándu öld. Vinnuþjarkur En satt að segja á Glenda Jackson ekki til konungborinna að telja. Hún er elst fjögurra dætra bygg- ingaverkamanns í Birkenhead og konu hans, sem vann að heimilis- Glenda Jackson og Neil Kinnock. hjálp. Birkenhead er handan við Mersey-fljótið gegnt Liverpool og fram á þennan dag hefur Glenda verið einlægur stuðningmaður fót- boltaliðsins þar - Tranmere Rovers - sem notið hefur mikils gengis að undanförnu. Fyrsta starf hennar að loknu skyldunámi var að selja hægða- tregðulyf bak við búðarborðið hjá Boot’s lyfjasölukeðjunni. En hún vildi verða leikkona en ekki búðar- stúlka og fyrir harðfengi komst hún inn í Konunglega leiklistarhá- skólann (Royal Academy of Dram- atic Arts), sem hefur komið mörg- um efnilegum leikurum á sporið. Líkt og margur sem komist hefur í fremstu röð varð hún að hafa mik- ið fyrir árangri sínum. Eftir skól- ann tóku við löng og þreytandi ár í leikhúsum með gamaldags verk- efnaskrá, og enn bætti hún við kunnáttu sína sem sviðsstjóri hjá Crew Repertory Company. Móðir hennar hefur sagt um hana: „Hún var alltaf snjöll stelpa - en skelfi- legur þrákálfur". Þessi langi náms- tími kom henni til góða er henni var boðið að starfa hjá „Royal Shakespeare Company” árið 1963. Tveimur árum síðar sló hún í gegn í „Marat/ Sade“ eftir Peter Brook er hún söng „We want a revolution now“. Eftir það hefur hún ekki horfið úr skini sviðsljósanna. Hatar frægðina Hún er nú 53 ára og ekki fögur í venjulegum skilningi orðsins. Þeg- ar hún talar við blöð og sjónvarp er hún klædd peysum og í gallabuxum með blettum eftir bleikiefni. „Ég er drottning bleikiefnisbrúsans," sagði hún við blaðakonu nokkra, sem fannst það í meira lagi ótrúlegt að fræg leikkona annaðist sjálf heimilisstörfin. Um frægðina segir hún: „Ég hata hana, hata hana, hata hana. Ég tek mjög lítinn þátt í sam- kvæmislífi. Mér líður alltaf illa inn- an um fólk sem er að leika, þegar það er ekki á sviðinu." Samt hefur hún til að bera fjaðurmagnaðan glæsileik, eins og köttur, og hún er stálgreind og einbeitt, sem gerir það að verkum að það ætti að sópa að henni á breska þinginu. „Mér líkar ekki andrúmsloftið í landinu," segir hún um stjómarár Thatc- her. „Dyrum er skellt og bökum snúið að náunganum." FeriII hennar hefur verið undar- leg blanda sigra og ósigra, sem hafa allir verið fullkomlega heiðar- legir. Stöku sinnum hefur slegið alvarlega í bakseglin. Hlutverk hennar sem orðhvata gálan í „Touch of Class“ færði henni ósk- arsverðlaunin í annað sinn - þau fyrstu fékk hún í hlutverki Gudr- unar í „Women in Love" eftir Ken Russell. Russell fer fögrum orðum um vandvirkni hennar sem leik- onu: „Hún hefur mjög góða til- finningu fyrir hvernig hún á að hegða sér. Næmi hennar er furðu- legt.“ En það er fátt öfgakennt við Glendu Jackson. Líf hennar minnir í fáu á líf prímadonnunnar. Russell segir: „Rétt áður en hún á að fara fram fyrir myndatökuvélarnar sit- ur hún inni í búningsklefanum og hlustar á kvennaþáttinn í BBC, reykir sígarettu og skrifar bréf. Það er engin spenna." Smekkur hennar enduspeglar almúgalegt uppeldi hennar. Margir hafa látið furðu í ljósi yfir því að svo fræg leikkona vilji binda enda á feril sinn fyrir nuddið og jagið sem fylgir starfi þingmanns- ins. Einn þingmanna Verkamanna- flokksins hefur sagt: „Það er vafi hvort þessi fræga leikkona þolir álagið sem fylgir daglegu lífi okkar á þinginu. Hún er frábær á sviðinu og ég skil ekki af hverju hún vill breyta til fýrir dýflissurnar í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.