Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. nóvember 1990 HELGIN 13 Westminster." („Dyflissurnar í Westminster" eru gangarnir og ranghalarnir, þar sem þingmenn og þeir er til þeirra leita ráða ráð- um sínum.) Þingmennskan laðar í þessum orðum felst að menn sjá líf leikkonunnar í dýrðarljóma, en um þetta líf hefur Glenda sagt að það sé þreytandi og hrútleiðinlegt. Menn ofmeta líka stundum tekju- hliðina. Fyrir leik í „Scenes from an Execution" í Almeida leikhús- inu fyrir nokkru, en leikurinn hlaut góða gagnrýni en litla að- sókn, fékk hún aðeins sem svarar um tuttugu þúsund ísl. krónum á viku. Hefði hún ekki Iátið sér svo lítil laun nægja hefði ekki verið hægt að sýna verkið. Svo eru ástæður fyrir því að þing- mennskan laðar. Góð og vel rituð verk fýrir miðaldra leikkonu eru ekki mörg og bjóðast aðeins með löngu millibili. Því er tíminn nú ekki illa valinn til þess að skipta um starfsvettvang. Það er nokkur kænska fólgin í þessari ákvörðun - enda kemst enginn langt í þeim nornakatli sem leikhúslífið er án kænsku. Hvað þá svo langt að f, tvenn óskarsverðlaun. Líklegt er að andstæðingarnir slá á þá strengi hve karlmanleg hún e í framgöngu. Hún hefur lítið ger til þess að milda framkomu sína o( talsmáta. Eftir að hún hlýddi ; mikið orðaskak þingmanna í þætt um þjóðmál í sjónvarpinu sagð hún: „Það sem þingið þarf á ac halda er góð barnaskólakennslu- kona. Hún mundi koma á agc þarna.“ Fáir velktust í vafa um hvei sú kennslukona ætti að vera. Enga vitleysu! Áður en kosningin um sætið i Hampstead fór fram, en þar er mik- ið um ýmiss konar bókmennta- og menningarstofnanir, ofbauð hún næmum taugum Steve Taylor. hins vinstrisinnaða formanns kjör- dæmisráðsins. Hann kvartaði yfii að hún ætlaði að nota leikfrægðina til þess að vinna sigur á öðrunn frambjóðendum. „Ekkert meira al svo góðu - enga vitleysu," sagði hún í bréfi er hún ritaði honum. Hver maður getur séð að hún er hörð í horn að taka. En hún hefur einnig sínar blíðu hliðar er koma í Ijós þegar hún talar um son sinn, Daniel. Hann nemur nú ensku við Leicester háskóla. (Þau Glenda og faðir Daniels, Roy Hodges, skildu 1976). Hún er eindregin í pólitískri sannfæringu sinni og minnir þá á leikkonu sem hefur fullkomið vald á hlutverkinu. Hún kveðst harmi slegin yfir Thatcher-árunum sem hún segir hafa verið „stórslys". Hún segir að sér líki ekki „and- rúmsloftið í landinu. Dyrum er skellt og bökum snúið að náungan- um. Það er verið að tæra og mola allt þjóðfélagið." ,AHt snýst um sigur einstaklingsins sem líta skal á alla aðra sem óvini. Mér finnst hún sérlega óensk, þessi skoðun að einstaklingurinn sé ekki hluti af heildinni og að allt verði að skila hagnaði og að annars sé það ekki skóbótar virði." Hluti af málflutningi hennar byggist á því að sem góður þegn eigi hún að launa fyrir sig. „Hefði það ekki verið vegna velferðar- skipulagsins mundu mér ekki hafa boðist þau tækifæri sem ég hef fengið." Hún er sannfærð um að stjórnmálunum verði ekki sinnt í hjáverkum: „Auðvitað verð ég að hætta að leika. Það er ekki hægt að vera tómstundaþingmaður eða tómstundaleikkona, en ég held að ég muni ekki sakna leikhússins mikið." Ef til vill er að endingu rétt að vitna í fyrrum eiginmann Glendu, Roy Hodges. Hann sagði í dálítið tvíræðum tóni fyrir nokkrum ár- um: „Ef Glenda gæfi sig að stjórn- málum yrði hún forsætisráðherra. Ef hún færi út í glæpastarfsemi yrði hún Jack the Ripper." (Þýtt út Scanorama). KVIKMYNDIR ÖFGAR í UNDIRHEIMUM Krays braður ★★★1/2 Aðalhlutverk Gaiy Kemp, Martín Kemp, Billie Whitebw, Susan Fleetwood. Handrit Philip Ridiey. Leikstjóri Peter Medak. Sýnd í Háskólabíói. Aldurstakmaric 16 ára. Bresk kvikmyndagerð hefur alla tíð verið með hinum mesta sóma og gott dæmi um hana er mynd sem Háskólabíó sýnir um þessar mundir og nefnist Krays bræður. Hún er gerð eftir bók Philips Ridley sem hann gaf út fyrir nokkrum árum og byggir á sögu þeirra Rons og Regs Kray sem voru einir voldugustu glæpakóngar undirheima Lundúna- borgar á sjöunda áratugnum. Hlut- verk þeirra bræðra eru í höndum Gary og Martins Kemp sem eru held- ur þekktari sem hljóðfæraleikarar úr Spandau Ballet en leikarar. Myndin er öll hin hrottalegasta og er langt síðan eins mikill ruddaskap- ur hefur sést á hvíta tjaidinu. Gott dæmi um þetta er þegar Ron Kreys sker mann illa í andliti með sveðju að ástæðulausu, bara til að fá útrás fyrir afbrigðilega kvalaþörf sína. Gary Kemp kemst mjög vel frá sínu hlut- verki sem hinn geðsjúki Ron og oft hefur maður á tilfinningunni að ekki sé um leik að ræða. Martin Kemp, sem leikur Reg, fær aftur á móti ekki eins gott tækifæri til að sanna sig sem leikari, vegna þess hve miklu minna fer fyrir persónu Regs. Billie Whitelaw leikur móður þeirra bræðra og ferst henni það einstak- lega vel úr hendi og það sama verður að segja um leikara í smærri hlut- verkum, því myndin er nær gallalaus hvað leik varðar. Handrit myndarinnar, sem byggir á sannsögulegum heimildum, er vel frambærilegt og sömu sögu er að segja um leikstjóm, sem er í hönd- um Peters Medak og á hann hrós skilið. Þótt þama sé á ferðinni kvikmynd sem byggir á hrottaskap þeirra bræðra Rons og Regs þá njóta þeir góðs af hluta ágóðans af myndinni bakvið lás og slá. ÁHK. ÞJODARSATT UM BETRA VERD! Plöturog kassetturá kr. 699og geisladiskará kr.999 * Nú átímum þjóðar- sáttar í kjaramálum er sérstaklega ánægjulegt að kynna vöruflokk sem er verðlagður í anda þjóðarsátt- arinnar. Hérerekki um útsölu að ræða, heldur bjóða hljóm- plötuverslanir Skífunnar og um- boðsmenn um land allt allan ársins hring upp á glæsilegt úrval titla sem ganga undir samheitinu BETRA VERÐ. Fylgstu vel með merkingunum um BETRA VERÐ því Skífan er stöðugt að taka inn vönduð verk sem tónlistarunnendur eru síþyrstir í. Á BEIRA VERfN KLASSÍK ÁBETRA VERDI Á BETRA VERM SCORPIONS - LOVE AI FIRSl SIING • SCORPIONS - BUCKOUT • WASP - LAST COMMAND • WASP - WASP • IRON MAIDEN - PIECE OF MIND • IRON MAIDEN - POWERSLAVE • IRON MAIDEN - LIVE AFTER DEATH * IRON MAIDEN - IRON MAIDEN • IRON MAIDEN - KILLERS • IRON MAIDEN - NUMBER OF THE BEAST1 DEEP PURPLE - 24 CARAT PURPLE' DEEP PURPLE - IN ROCK • WHITESNAKE - SAINTS & SINNERS * WHITESNAKE - COME 8 GETIT • URIAH HEEP - DEMONS S WIZARDS ' NA2ARETH - GREATEST HITS * ELTON TOHN-THE COLLECTION • PAUL McCARTNEY - FLOWERS IN THE DIRT BUDDY HOTLY - BEST OF BILL HALEY - THE ORIGINAl HITS VOL. 1 EDDIE COCHRAN - VERY BEST Of * EATS DOMINO - BEST OF DON McLEAN - AMERICAN PIE * JOHN LENNON - ROCK'N'ROLL BEAILES - ROCK'N'ROLL MUSICI BEATLES - ROCK'N ROLL MUSIC II STRANGLERS - COLLECIION 77 '82 * TALKING HEADS - TRUE STORIES * SHADOWS - STRING OF HITS * DR HOOK - SYLVIA'S MOTHER * JOHNNY CASH - COUNTRY STORE COTi. * GEORGE JONES - COUNTRY STORE COLL. * JERRY LEE LEWIS - COUNTRY STORE COLL. • CRYSTAL GAYLE - COUNTRY STORE COLL. VOL. 2 ' DR. HOOK - COUNTRY STORE COLL. VOL. 2' WAYLON JENNINGS/WILLIE NELSON - COUNTRY STORE COLLECTION * GEORGE JONES/TAMMY WYNETTE - COUNTRY STORE COLLECTION * HANK WILLIAMS - COUNTRY STORE COLL.' CARL PERKINS - COUNTRY STORE COLL. * CONNIE FRANCIS - COUNTRY STORE COLL. * COUNTRY LOVE * COUNTRY DUETS * 80'S COUNTRY * COUNTRY NIGHTS • COUNTRY GIANTS* COUNTRY LADIES • COUNTRY BALLADEERS• COUNTRYLEGENDS 1 COUNTRY GOLD * PATSY CLINE - BEST OF • TAMMY WYNETTE - COUNTRY STORE COLL. * KRIS KRISTOFFERSON - COUNTRY STORE COLL. • CHARLIE RICH - COUNTRY STORE COLLECTION 20 COUNTRY LOVE SONGS COUNTRYCHARTBUSTERS COUNTRY GIRLS * COUNTRY BOYS • COUNTRYCLASSICS • MOZART - REQUIEM GERSHWIN - RHAPSODYIN BLUE TCHAIKOVSKY-PIANOCONC.NO. 1 AN EVENING 0F STRAUSS HANDEL - WATER MUSIC GUITAR CLASSICS FR0M LATIN AMERICA J0HN WILLIAMS - UNFORGETTABLE VIVALDI - 4 SEAS0NS DUETS FR0M FAM0US 0PERAS H0LST - PLANET SUITE TCHAIKOVSKY - 1812 0VERTURE DV0RAK - SYMPH0NY N0. 9 (NEW W0RLD) WAGNER - 0RCHESTRAL W0RKS 0RFF - CARMINABURANA GUITAR CLASSICS FR0M SPAIN NAT KING C0LE - THE 0NE AND 0NLY ELU FITZGERALD - THANKS F0R THE MEM0RY BITLIE H01IDAY - G00D M0RNING HEARTACHE EDITH PIAF - THE LEGENDARY T0M J0NES - IT'S N0T UNUSUAL ‘ R0GER WHITTAKER - DURHAM T0WN RICHARD CLAYDERMAN - R0MANTIC • NEIL DIAM0ND - BEST Of- CLE0 LAINE - UNFORGETTABLE ‘ ABBA - THE HITS JIM CR0CE - HIS GREATEST HITS Kannaðu hvað vantar í safnið og fylltu í eyðurnar á BETRA VERÐI. * Þessir titlar kosta kr. 1.199 á gelsladisk Klippið þennan iista út úr biaðinu og notið sem pöntunarlista. Sendist til SKÍFUNNAR, Skeifunni 17,108 Reykjavík. PÓSTKRÖFUSÍMI91-680685. Símsvari allan sólarhringinn SKIFAN KRINGLUNINII.S: 600930 LAUGAVEGI 33, S: 600933 LAUGAVEGI 96, S:600934

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.