Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 2
ViVt I 1 'iA.'in’ i « t « t t i t i »%»»«•»»>»»' XXT.t.X'* l.’VWI.'UT • • » - w C t. i | . .** ”A ’x wA.wA''±'m±'i 2 Tíminn Þriðjudagur 6. nóvember 1990 Búið er að ákveða stjórn mótframboðsins í Dagsbrún: Undirbúningi mótframboðsins gegn núverandi stjórn Dagsbrúnar er lokið og um helgina var birt stefnuskrá framboðsins og listi með þeim sem munu skipa aðalstjóm, nái listinn kjöri. Stjómar- Igör fer því fram í janúarmánuði nk. og verður það í fyrsta sinn í 18 ár sem kosið verður í Dagsbrún. Til formanns býður mótframboðið fram Jóhannes Guðnason. Aðrir frambjóðendur eru Jóhannes Sigur- sveinsson varaformaður, Þórir Karl Jónasson gjaldkeri, Óskar Eyjólfsson ritari og Einar Sigurðsson fjármála- ritari, Páll Þorgríms Jónsson og Jón- as Guðmundsson meðstjórnendur. Nokkuð er síðan að ljóst var að nokkrir menn hygðust bjóða fram gegn Guðmundi J. Guðmundssyni og hans félögum í núverandi stjórn. Um tíma leit þó út fyrir að mótfram- boðið væri að falla um sjálft sig vegna klofnings sem kom upp á milli frum- kvöðla mótframboðsins. Stóryrtar yf- irlýsingar voru látnar flakka og á endanum var tveimur af frumkvöðl- um framboðsins, Friðriki Ragnars- syni og Guðmundi Guðbjarnarsyni, meinað að sækja fundi framboðsins. Fyrir skömmu birtist grein eftir Guðmund Guðbjamarson í Þjóðvilj- anum undir titlinum „Minningar- grein um mótframboðið sáluga". Þar er farið nokkrum orðum um deilur innan mótframboðsins og gefið í skyn að mótframboðið sé ekki líklegt til árangurs, hvað þá að nægjanlegur fjöldi manna fáist í trúnaðarráð en í það þarf 120 manns. Eitt af stefnumálum nýja framboðs- ins er að breyta lögum Dagsbrúnar þannig að auðveldara verði að bjóða fram en 120 manna trúnaðarráðið hefur þar verið talsverður þröskuld- ur. Að sögn Þóris Karls Jónassonar þá hafa þeir félagar, Guðmundur og Friðrik, haldið uppi rógburði um mótframboðið alveg síðan þeim var synjað um þátttöku í því. Ástæðan fyrir deilunni var upphaflega að Friðrik og Guðmundur vildu skipa tvö efstu sætin í mótframboðinu en ekki fengið það og þess vegna hafi soðið upp úr. Þá sagði Þórir að þeir væru þegar búnir að fá fjölda manns í trúnaðarráð en þeir muni ekki til- kynna hverjir skipa þaö fyrr en rétt fyrir kosningar. Þeir ætluðu sér ekki að lenda í því sama og í mótfram- boðinu 1972 þegar menn voru plokkaðir út af lista trúnaðarráðs. Þórir nefndi einnig að þeir væru byrjaðir að kynna mótframboðið með því að heimsækja vinnustaði. í þeim heimsóknum hafi þeir orðið varir við bæði meðbyr og mótbyr eins og gengur og gerist. Mótframboðið hefur gefið út bæk- ling með helstu stefnumálum. Þar segir m.a:„ Við munum ekki lofa fé- lagsmönnum gulli og grænum skógum, náum við kjöri. Við ætlum hins vegar að gera okkar besta til að jafna lífskjör í landinu. ísland er ríkt land en auðnum er ójafnt skipt á milli landsmanna. Það getur t.d. ekki gengið að vissir hópar í þjóðfé- laginu hafi 10-15-föld laun verka- manna. Það hlýtur því að vera meg- inmarkmið okkar og ykkar að gera hressilegt átak til að hækka lægstu laun.“ Meðal stefnumála framboðs- ins má nefna að þeir vilja krefjast hækkunar skattleysismarka, auka hagkvæmni lífeyrissjóðanna, þeir styðja framkomnar hugmyndir um húsaleigustyrki o.fl. —khg. Lánar Lands- bankinn Rússum? FVrírspura hefur borist Lands- bankanum frá bankayfirvöldum í sovétlýðveldinu Rússlandi, um hvort bankinn geti útvegað láns- fé til að fjármagna viðskipti Rússa við Álafoss hf. „Þessi fyr- irspum kemur áreiðanlega í framhaldi af því að við buðum Rússunum að útvega þeim lán, þegar þeir áttu óuppgerðar skuldir við SÖlumiðstÖðina og SÍS fyrr f sumar,“ sagðí Svenir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Tímann. Sverrir sagði málið ekki vera komió lengra en svo að það væri á frumstigí athugunar. „Þetta er bara fyrirspum sem hefur komið um fimm ára lán, en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Hins vegar hef ég áhuga á að teyma Rússana inn á alþjóðleg bankaviðskipti og auðvelda þannig viðskipti viö þá. Það er t.d. enginn vafl á því að Lands- banki íslands hefur mikinn áhuga á að geta liðkað fyrir síld- arsölu með fjárútvegun fyrír Rússana.“ -hs. Kennaraháskóli íslands: Bætt aðstaða hjá handmenntavali Breytingar hafa staðið yfir í list- og verkgreinahúsi Kennaraháskóla ís- lands að Skipholti 37. Hand- menntavaigrein hefur verið flutt í húsnæðið til viðbótar þremur öðr- um listgreinum sem fyrir eru í hús- inu. Kemur þetta til með að bæta aðstöðu handmenntavals mikið. Þá hefur aðstaða kennara í húsinu ver- ið bætt til muna. Listgreinar sem fyrir eru skiptast í myndmennt, handmennt, smíðar og tónmennt og er megintilgangurinn að mennta kennaraefni til réttinda í kennslu greinanna á grunnskóla- stigi. Árið 1951 voru handíðadeildir Handíða- og myndlistarskólans fluttar til Kennaraskólans og starf- ræktar þar sem sjálfstæðar einingar til 1971. Þá var skólinn gerður að Kennaraháskóla og smíðar og handavinna urðu valgreinar innan skólans. Árið 1951 varð til vísir að söngkennaradeild við Kennaraskól- ann sem var starfrækt til vors 1961. Tónmennt verður valgrein í KHÍ ár- ið 1980. Myndlistar- og teiknikenn- aradeild var stofnuð við Handíða- skólann 1941, en árið 1987 var myndmennt fyrst gerð að valgrein innan KHÍ. khg. f gær var breytingum á verk- og listgreinahúsi Kennaraháskólans fagnað og breytingar kynntar. Á myndinni getum við séð rektor skólans, Hjalta Hugason, ásamt Ijölda gesta í list- og verkgreina- húsinu að Skipholti 37. Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða: Harma sinnuleysi þingmanna í garð bæjar- og héraðsblaða Aðalfundur Samtaka bæjar- og var liðsinnis þeirra við að fram- flestum til milijónatugi í sfyrk á héraösfréttabiaða var haldinn á fylgja ósk Samtaka bæjar- og hér- ári til þess að tryggja að sem f}öl- Hótel KEA á Akureyri laugardag- aðsfréttablaða um að ríkið kaupi breytilegust pólitísk sjónarmið fái inn 27. október sl. í alyktun sem 50-100 eintök af hveiju útgefnu að heyrasL í Ijósi þessa mætti ætla samþykkt var á fundinum harma tölublaði aðildarblaðanna. Sam- að skoðanir sem birtast í bæjar- og samtökin sinnuleysi þingmanna í tökin telja þetta sjálfsagt réttlætis- héraðsfréttablöðum, sem ekki garð samtakanna í kjölfar óskar mál. Enginn þingmannanna hefur fylgja yfirlýstri pólitískri stefnu, þeirra um rfldsáskrift. látið svo htíð sem að spyrjast fyrir veröskuldi ekki að komast á fram- Þá segir í ályktuninni: „öllum um þessa beiðni. Ríkið kaupir dag- færi á sama hátt og þær sem birt- þingmönnum, 63 að tölu, var í lega 750 eintök af ölhim dagblöö- ast í pólitískum blöðum." aprfl «1. sent bréf, þar sem ósloð unuro, auk þess að ieggja þeim —SE Útgerðarfélag Akureyringa: NÝTT HLUTA- FJÁRÚTBOÐ Útgerðarfélag Akureyringa hefur ákveðið að bjóða út hlutabréf að nafnvirði 50,5 milljónir króna. Um er að ræða seinni helming þeirrar 100 milljón króna hlutafjáraukn- ingar sem samþykkt var á aðalfundi Útgerðarfélagsins. Eftír hlutafjár- aukninguna verður hlutafé Útgerð- arfélags Akureyringa 430 milljónir króna. Núverandi hluthafar hafa forkaups- rétt að bréfunum, og voru þeim boðin bréf á genginu 3,3. Hluthafar hafa frest til 28. nóvember til að svara því hvort þeir hyggjast nýta sér forkaupsréttinn, en að því búnu verða þau bréf sem eftir eru sett á al- mennan markað. Akureyrarbær er stærsti hluthafinn í ÚA, og hefur hann forkaupsrétt að um 33 millj- ónum króna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun í bæjarráði um hvort bær- inn nýtir sér forkaupsréttinn, en í fyrri hluta útboðsins nýtti Akureyr- arbær sér 50% forkaupsréttar síns. Búast má við að þau bréf sem sett verða á almennan markað seljist upp á svipstundu. Eftirspurn eftir hlutaþréfum í fyrri hluta útboðsins var þrefalt meiri en framboðið, og fengu kaupendur einungis 38% af umbeðnum bréfum, sem seld voru á genginu 3,0. Fastlega má búast við að nýju hluthafarnir muni nýta sér forkaupsrétt sinn að einhverju marki, þ.a. óvíst er að mikið af hlutabréfunum fari á almennan markað. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.