Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 6. nóvember 1990 UTLOND Gíslamálin við Persaflóa: Þjóðverjar krefjast viðræðna EB og íraks Utanríkisráðherra Þýskalands, Hans-Dietrich Genscher, Iagði áherslu á aö aðildarlönd Evrópubandalagsins stofnuðu til fundar vegna vestrænna gísla í írak og Kúvæt. Talsmaður utanríkisráðherra í Róm sagði í gær að allar líkur væru á að ut- anríkisráðherrar EB-landanna myndu ræða þetta mál um kvöldið. Genscher fór fram á það við ítali, en þeir hafa nú með höndum forseta- embætti bandalagsins, að utanríkisráðherrar ríkjanna 12 ræddu þetta mál, en ráðherramir eru nú á fundi í Róm sem hefst f dag. Hollendingar fóru fram á viðræður að boða til fundar um málið þar sem um tilraunir til að frelsa gíslana eftir að þýsk stjórnvöld lögðu blessun sína yfir ferð Willys Brandt til írak. Brandt fór í gær frá Frankfurt ásamt hann taldi að ferðalög einstakra stjórnmálamanna til írak græfu und- an samstöðu vestrænna ríkja gegn írökum. fimm aðstoðarmönnum með flugvél x Hollendingar hafa áhyggjur af að sem tekur 250 farþega. Einnig er með ferðum þessum er ffamhaldið og að vélinni mikið af hjúkrunarvörum fimm dögum eftir að Evrópubanda- sem þýsk fýrirtæki hafa gefið. lagið gerði samþykkt þess efnis að Hans van den Broek, utanríkisráð- þeim skyldi hætt var tilkynnt um för herra Hollands, hafði áður beðið ítali Wyllys Brandt til írak. Bretar hafa harðlega gagnrýnt Þjóð- verja vegna farar Brandts þar sem það gangi á móti þeirri samþykkt að vest- ræn ríki semdu ekki eitt og eitt um lausn sinna manna. Genscher varði ferð Brandts og sagði hana í fullu samræmi við ályktun leiðtoga EB-landanna sem gerð var á fundi í Róm 28. október. „Brandt hefur tekið það skýrt fram að tilgangur ferðarinnar sé ekki að standa í samningum, heldur glæða vonir,“ sagði hann. Genscher sagðist búast við að Brandt, sem er handhafi friðarverð- launa Nobels, kæmi til baka með eitt- hvað af þeim vestrænu gíslum sem ír- akar hafa haldið til að reyna að hindra innrás. Willy Brandt sagði um helgina að þessi ferð, sem mun taka enda á morgun, væri farin bæði í pólitískum og mannúðlegum tilgangi. „Mannúðarástæðumar eru augljós- ar. Stjómmálalegur tilgangur er að reyna að komast að því hvort nokkur valkostur annar en stríð sé fyrir hendi,“ sagði BrandL Sósíaldemókrataflokkurinn hefur neitað þeim fregnum þar sem segir að Brandt hafi verið lofað að allir þýsku gíslamir, 400 að tölu, og um 100 frá öðrum Evrópulöndum yrðu látnir lausir. För Willys Brandt til irak sætir harðri gagnrýni af hálfu Evrópu- bandalagsríkjanna. Forsetakosníngamar á írlandi: írar veöja grimmt írar hafa veðjað meira fé vegna forsetakosninganna en þeir gera vegna Derjby kappreiðanna og keppni um írlandsmeistaratitilinn í knaltspymu. Veðmangarar á írlandi sögöu að veðmáHn hefbu komist yfir eina milljón írskra punda, sem er met- þátttaka í veðmálum vegna atburð- ar sem ekki snertir íþróttir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að lögfræðingurinn Mary Robinson hefur þó nokkurt forskot fram yfir Brian Lenihan, en honum var vísaö úr ráðherraembætti í seinustu viku vegna hneykslismáls. Samúð kjós- enda með honum virðist þó ætla að færa honum mörg atkvæði. Firmland: Danskar brýr hindra ferðir olíuborpalla Finnar hafa skýrt Dönum frá því að tvær brýr, sem þeir síðar- nefndu hafa í hyggju að byggja, muni verða tálmi fyrir útflutning Finna á olíuborpöllum. Brýrnar eiga að vera yfir Stóra- beltið milli Sjálands og Jótlands og eiga að vera komnar í gagnið árið 1996. Finnar segja að brýrnar verði of lágar til að unnt verði að draga olíuborpalla undir þær. Þetta kemur til með að stöðva flutning á borpöllum frá Finn- landi þar sem Stórabelti er eina svæðið þar sem dýpi er nægilegt fyrir pallana. Þýskaland: SOVESKUR NJÓSNARI HANDTEKINN Lág brú frá meginlandinu til eyj- ar á sundinu mun tengjast annarri hærri yfir sundið sjálft og gert er ráð fyrir að skip komist undir þann hluta brúarinnar. Finnar telja að hærri brúin verði aðeins 65 metra há en olíuborpall- ar þurfa allt að 200 metra hæð. Stórabelti ásamt Eyrarsundi, sem bæði er þrengra og grynnraj. er eina siglingaleiðin að og frá Eystrasalti og tengja allar hafnir í Finnlandi, Póllandi og Eystra- saltsríkjunum við fjarlægari markaði ríkjanna. Hluti málsins snýst um það hvort telja megi olíuborpalla farkosti. Finnar telja að svo sé og sam- kvæmt alþjóðlegum lögum verður að tryggja farkostum greiða leið. Finnar og Danir hafa nú hafið viðræður um lausn þessa máls. Finnar telja aö hærri brúin verði aðeins 65 metra há en olíuborpallar þurfa allt að 200 metra hæð. Þýska lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði handtekið hátt- settan KGB-mann vegna gruns um að hann stundaði njósnir. Lögreglan greip manninn þegar hann fór til fundar við þýskan tengilið í borginni Potsdam, suð- vestur af Berlín. Hann fylgdi lög- reglumönnunum mótþróalaust. Hvert njósnahneykslið af öðru hefur riðið yfir Þýskaland undan- farnar vikur og í ljós hefur komið að ríkisstofnanir hafa verið mor- andi í útsendurum austur-þýsku leyniþjónustunnar. í frétt um þessa síðustu hand- töku sagði dagblaðið Bild að þýski tengiliðurinn hefði látiö lögregl- una vita áður en hann hélt til fundar við KGB-manninn. KGB starfaði náið með Stasi, austur-þýsku Ieyniþjónustunni, fyrir hrun kommúnistastjórnar- innar í A- Þýskalandi fyrir ári. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé nú á enda telja sérfræðingar að njósn- arar séu að störfum beggja vegna járntjaldsins sem var. Nýja-Delí — Flokkur Singhs forsætisráðherra hefur nú klofn- að eftir tveggja mánaða ófriðleg mótmæli gegn stjómarstefnu hans. Leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, Chandra Shekhar, er nokkuð viss um að honum verði falin stjórnarmyndun. ( Ayodha, þar sem hindúar hafa barist fyrir rétti að fá að byggja musteri á lóð þar sem moska er fyrir, hafa hindúar komist í gegnum varnar- múr öryggissveita til að biðjast fyrir á staðnum. Saudi-Arabía — Furstinn af Kúvæt, sem nú er í útlegð, hvatti James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að beita sér fyrír því að hersveitir (raka verði reknar úr landi hans sem fyrst. Baker er nú á átta daga ferða- lagi tii að ráðgast við arabíska og evrópska samherja um Persaflóadeiluna. Túnis —- (raka munu beina fyrstu eldflaugum sinum til (srael ef til styrjaldar kemur og ekki skirrast við að nota eiturefna- og sýklavopn, er haft eftir Yasser Arafat, leiðtoga PLO. Brussel — Viðskipta- og land- búnaöarráðherrar Evrópu- bandalagsríkja hittust i gær til aö gera sjöundu tilraunina til að leysa þann hnút sem ákvarðanir um afnám ríkisstyrkja eru komn- ar í og getur eyðilagt áætlanir um að koma á fijálsri verslun. Jerúsalem — Miklar stjórn- máladeilur standa nú vegna áætlana húsnæðismálaráðherra (sraeis um að byggja yfir fjölda sovéskra gyðinga sem von er á landsins. Stjórnin stendur nú frammi fyrir vantraustsyfirlýs- ingu vegna þess hvernlg hún hefur tekið á innflytjendamálum og sfvaxandi húsnæðisskorti. Hong Kong — 13 milljónir manna líða nú þjáningar vegna mikilla þurrka í héraðinu Cichu- an, að sögn kínverskrar frétta- stofu. Þurrkarnir hafa einnig áhrlf á 14 milljónir nautgripa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.