Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 6. nóvember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrHstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verö I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ofdekrun áfengis Ekki þarf að efa að mikil samstaða er meðal ráðamanna þjóðanna og almennings um að útrýma beri ffamleiðslu, dreifíngu og neyslu fíkniefna vegna þess skaða sem af þeim hlýst fýrir andlega og líkamlega heilsu manna, og vegna þess þjóðfélagsmeins sem fíkniefhaneyslan er í víðum skilningi. Þá sameinast ráðandi öfl og almenn- ingur um nauðsyn þess að vinna gegn tóbaksnotkun, vegna þeirrar skaðsemi sem tóbaksreykur hefiir á heilsufar fólks og umhverfi. Víða um lönd, þ. á m. hér á landi, hefur mikið áunnist í tóbaksvömum, tískan hefur snúist gegn reykingum og það svo að þær em ekki aðeins bannaðar á opinberum afgreiðslu- og þjónustumiðstöðvum, heldur einnig á þeim stöðum þar sem allt á að ganga út á vellíðan og þægindi og fíjálslegt viðmót gagnvart viðskiptavinun- um. Andstaða gegn reykingum er orðin svo mikil að jafnvel flugfélögin telja sig geta lagt algert bann við reykingum á löngum jafnt sem stuttum flugleiðum. Síst er ástæða til að hafa á móti áróðursherferð gegn skaðsemi reykinga á heilsu manna og starfsumhverfi, að ekki sé minnst á þá ógn sem fíkniefhin em. Hins vegar bregður svo við, að samtímis er farið að ofdekra áfeng- isneyslu með þeim afleiðingum að hún fer stórvaxandi um allan heim, þ.á m. hér á landi. Áfengistískan er áber- andi í samtímamenningunni. Ekki er það vegna þess að áfengi sé holl neysluvara, því að hið gagnstæða er reyndin. Áfengi er heilsuspillandi. Alþjóðaheilbrigðisstofiiunin hefur á stefnuskrá sinni að stefha beri að því að draga úr áfengisneyslu sem þátt í því að bæta heilsufar þjóðanna, en því er í litlu sinnt í reynd. Þó munu heilbrigðisyfirvöld allra landa fus til að viðurkenna að áfengisneysla sé ekki aðeins heilsuspill- andi heldur og siðferðislegt og félagslegt vandamál af stærstu gerð. Danir búa við mikið ffelsi í áfengismálum og jafhvel vitnað til þess hversu vel þjóðin kann með það frelsi að fara. En ef marka má orð og gerðir danska heilbrigðis- ráðherrans, Esterar Larsen, er ekki allt sem sýnist í þeim efhvun. Ráðherrann segir að óhófleg áfengisneysla sé al- varlegt heilsufarslegt vandamál og telur óhófsdrykkju svo útbreidda að gera verði rækilega gangskör að því að draga úr drykkjuskap. Ester Larsen hefur því blásið til herferðar gegn áfengistískunni á vegum ráðuneytisins í samstarfí við amtsráðin. Eftirtektarvert er að danski heilbrigðisráðherrann bein- ir máli sínu sérstaklega til aðila vinnumarkaðarins, sam- taka verkafólks og launamanna og vinnuveitendasam- bandsins, því að drykkjuskapur á vinnustað er algengur í Danmörku, í senn meðal yfírmanna og almennra starfsmanna. Áskorun ráðherrans hefur haft þau áhrif að líkur eru fyrir því að áfengisneysla verði eitt af þeim málum sem samstarfsnefhd danskra aðila vinnumarkað- arins fjalli um sem sameiginlegt úrlausnarefhi samtaka launafólks og atvinnurekenda. Nú má vera að vinnustaðadrykkja sé ekki sérstakt vandamál hér á landi. En þótt hún sé það ekki getur ekki verið nema stigsmunur á þeim heilsufars- og þjóðfé- lagslega vanda sem áfengi veldur hér á landi og finnst í öðrum löndum. Áfengistískan hefur mikinn hljómgrunn á Islandi um þessar mundir. Áfengi gerist sífellt algeng- ari neysluvara meðal þjóðarinnar. Ekki er hægt að úti- loka að áfengisneysla eigi eftir að rata inn á vinnustaði nema við því verði séð tímanlega með tiltækum ráðum. Spumingin er hins vegar: Hvað er til ráða? mm. ■Milillli Umwcðurnar um Efnahagsbanda- hægt aö ná í augnabllkinu, því *væöi& og EFTA hafa staðiö yflr í þessi eru að nokkru skj-rð f forystu- að sérstök stefna hafi verið mótuð og nefnist greinin „Evrópska sálar- sameinast um, Menn hafa miklað fyrir sér þá kosti, sem kunna að vera þvf samfara að tengjast EB Þessum núna síðast samvinnu um stærri verkefni, eins Að vaJdi >flr auðiint ieð Norður-íshafi til indum okkar. Kcmur fyrir lítiö þótt kost fysiiegri aö ganga í faðm sam- ítalir teija sig hafa mest að vlnna Indin. EfUr að við værum gengin í síg andstæða þjóðemisröfli og áf- veidin í síðasta stríði, Frakkland var EB værum við meira eða minna á mörkuðum mermingarsvæðum. valdi meirihluta ákvarðana yfiiþjðð- legrar stofnunar, sem gætí eftír VltlaUSt Þefíð heppiiegan umþóttunartfma svipt viunusi g«uu okkur fiskveiðiréttinum þeim, sem Við höfum þegar kostað til hundr- viö höfum nú og háöum harða bar- uðum mifijóna í umræður um og FÖÖurland reglugerðum, Þessi tiJkostnaÖur sýnir að einhvers staðar ríkir mitóli auohyggjunnar viJJi tii aö ^ inngöngu í eb Vinnuaðferöir EB-landanna eru gaum. Þessi tilkostnaður, sem eng- gamalkunnar. Það sem ekki vannst inn kvartar undan, nær fljótlega veldið veríur flmmtugt eftir tœp í stríðum ætla Mið-Evrópuríki nó þeirri upphæð sem við höfúm orðið fiögur ár. Og þær raddir heyrast að að ná með toOmúrum og viðsldpta- að borga í skatta á saltflsk tii EB- tími sé kominn <11 að versla með þvingunum, svo að þau getí fært út svæðisins. Samt eru þeir notaöir það f samskiptum við Efnahags- MÖnduiveidi telji að með bandalag- inu verði knmið í veg fyrir frekari stríð í Evrópu. En að frátalinni auðhyggjunni er hér á ferðinni valdapóiitík, sem jafnvel Bretum hvaða samningum kann að vera VÍTT OG BREITT Taktlaus fótamennt Bevin var einu sinni einn af helstu baráttujöxlum Verkamannaflokks- ins í Bretlandi og var með luraleg- ustu mönnum. Frægð hans lifir í athugasemd sem andstæðingur hans Winston Churchill gerði um fótamennt verkalýðsleiðtogans. Sem ráðherra varð Bevin að taka þátt í samkvæmislífinu í Lundún- um og í miklum gleðskap spurði sessunautur Churchills hvaða dans Bevin væri að gera tilraun til að stíga þarna úti á gólfinu, og tókst heldur ólipurlega. „Þetta er ekki dans,“ svaraði íhaldsleiðtoginn, „þetta er verka- lýðshreyfing." Á íslandi taka baráttujaxlar laun- þegahreyfinganna þátt í dansi pen- ingavaldsins í kringum gullkálf markaðshyggju og sjálftöku rent- unnar og er verkalýðshreyfingin ekki alltaf í takti við útsmogna hagsmunagæslu fjármálaveldanna. Rýra eigið fé Sú staða sem nú er komin upp í bankarekstri launþegasamtakanna bendir ekki til að létt séu stigin sporin í þeim dansi. Forseti Alþýðu- sambands íslands er formaður bankaráðs íslandsbanka, sem hækkar vexti þvert ofan í þjóðarsátt og gengur á undan með slæmu for- dæmi að drífa upp fjármagnskostn- aðinn þvert ofan í óskir og stefnu- mið launþegahreyfingarinnar. Verkamannafélagið Dagsbrún var löngum brimbrjótur í átökum verkalýðs og atvinnurekenda. Nú á að halda uppi fomu merki með því að fara í stríð við bankavaldið og vopnið er að taka sjóði sína út úr ís- landsbanka til að mótmæla vaxta- hækkunum. Með þessu færir Dagsbrún dýra fórn, því sjóðirnir verða nú settir inn í einhvern annan banka sem ekki greiðir eins háa innlánsvexti og íslandsbanki þegar vaxtahækk- unin tekur gildi. Það þarf mikla staðfestu og lélegt peningavit til að fara svona með peningana sína. En ísland er ekki láglaunaland fyrir ekki neitt og sú sáttargjörð sem gerð var fyrir til- stuðlan launþegasamtaka og Einars Odds á Flateyri er óbrigðul sönnun þess að að það er skoðun verkalýðs- forystunnar sem annarra aðila í samfélaginu að óhóflegt kaup sé það sem einkum veldur efnahags- legri óáran. Nú er Dagsbrún komin á þá skoð- un að vextir og fjármagnskostnaður spili þarna einhverja rullu, en Einar Oddur segist ekkert vilja skipta sér af vaxtafrelsinu, það verði að hafa sinn gang hvað sem þjóðarsátt Guðmundar J. og Ögmundar líður. Gert út á framtíðina Formaður bankaráðs íslandsbanka er fyrir einhverja tilviljun einnig forseti ASÍ og eru þar á ferli úlfur og refur í einum og sama manninum. Er varla von að hann geti stigið sama takt með báðum fótum í þeim darraðardansi fjármagnsmarkaðs- ins þar sem tekist er á um rentuna og þjóðarsáttina. En það er eins með bankana og kýrnar í fjósinu; þegar ein léttir á sér verður annarri mál. Þegar banka langar að græða meira reikn- ar hann út framtíðarverðbólgu og mætir henni með hækkun vaxta og aðrar lánastofnanir fylgja á eftir með furðu skjótum og reglubundn- um hætti. Með heimatilbúnum verðbólgu- spám er létt verk að afsaka vaxta- hækkun og þegar hún verður að veruleika í pðrum bönkum er bágt að sjá hvar Dagsbrún ætlar að varð- veita sjóði sína og sinna félags- manna. Auðvitað kemur ekki til greina að ávaxta sjóðina þar sem arðgreiðslur eru mestar. Það er stefna verkamanna í Reykjavík að halda vöxtum niðri á inneign sinni og skipta við þær stofnanir sem verst kjörin bjóða. Hins vegar hafa Dagsbrúnarmenn mikið til síns máls að þeir sem skulda í íbúð eða ferðalagið síðan í fyrra er fátt verr gert en að hækka vextina á þeim byrðum. Það er ein- mitt það sem þeir vilja varast með því að hóta forseta ASÍ og hinum bankajöfrunum afarkostum þegar þeir hækka rentuna. En þarna gengur Dagsbrún fram fyrir skjöldu að vemda hagsmuni skuldara og þeir sem einhver veigur er í á því sviði em áreiðanlega ekki tíðir gest- ir á Dagsbrúnarfundum. Þær fjármagnshræringar sem Dagsbrún stendur fyrir í dag em líklega öllu fremur verkalýðshreyf- ing en að markvisst séu stigin spor- in í kringum gullkálfinn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.